Þingveturinn framundan: „Við fylgjumst með öllu“

Nýtt þing hefst fljótlega, nánar tiltekið þriðjudaginn 11. september. Kjarninn tók nokkra þingmenn úr mismunandi flokkum tali um þingveturinn framundan og áherslumál flokkanna þetta árið og byrjaði á Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformanni Pírata.

Þórhildur Sunna Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­lega, nánar til­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Rík­is­stjórnin mun leggja fram fjár­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­lög þess­arar rík­is­stjórnar þar sem vænt­an­lega má sjá stefnu­mótun hennar þar sem fjár­lög síð­asta árs voru lögð fram sér­stak­lega seint vegna rík­is­stjórn­ar­slit­anna og kosn­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið og byrj­aði á Þór­hildi Sunnu Ævars­dóttir þing­flokks­for­manni Pírata.

Stefnu­mótun í fjár­lög­unum

„Það verða nátt­úru­lega fjár­lög kynnt þarna strax í upp­hafi og þá eigum við kannski séns á að skilja hvað rík­is­stjórnin ætlar að gera í skatta­mál­um. Ég hef átt erfitt með að átta mig á hvað stendur til, ætla þau að lækka milli­þrepið um eitt pró­sent, ætla þau að hækka per­sónu­af­slátt­inn eða gera eitt­hvað allt ann­að. Þau hafa talað svo mikið í kross um þessi mál en kannski sjáum við þetta í fjár­lög­unum nún­a,“ segir Þór­hild­ur.

Auglýsing

Hún seg­ist einnig gera ráð fyrir að á kom­andi þing­vetri verði mik­il­vægt að fylgj­ast grannt með rík­is­stjórn­inni þegar kemur að stöðu ferða­þjón­ust­unn­ar, að almenn­ingur verði ekki lát­inn taka skell­inn af því ef til dæmis dragi til tíð­inda í flug­geir­anum þar sem nú sjást miklar hrær­ing­ar. „Annað eins höfum við séð.“

Verka­lýðs­hreyf­ingin fer á fullt

Þá nefnir Þór­hildur að kjara­málin verði fyr­ir­ferða­mikil á þessum þing­vetri og staða þeirra lægst laun­uðu í víð­ara sam­hengi. „Við vitum það nátt­úru­lega að verka­lýðs­hreyf­ingin er að fara á fullt. Vinnu­mark­aðs­málin og hús­næð­is­málin verða í for­grunni. Við í Pírötum munum leggja áherslu á að auka stuðn­ing við óhagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög og grípa til aðgerða til að létta undir með almennum kostn­aði í líf­inu og þá kemur annað til, lífs­gæð­in, barna­bætur og slíkt, skatt­byrðin hefur hækkað á þá tekju­lægst­u.“

Upp­reist æra snýr aftur

Þór­hildur segir að Pírtar ætli einnig að fylgj­ast með því sem hún kallar „gömul mál og ný“.

„Nú kemur út upp­reist æru frum­varp­ið. Það er að mínu mati frekar þunnur þrett­ánd­i,“ segir Þór­hildur sem furðar sig á því að dóms­mála­ráð­herra hafi talað um að hún stæði fyrir alls­herjar end­ur­skoðun þessa lagaum­hverfis í byrjun árs 2017, áður en upp­reist ræðu málið komst í hámæli. Hún telur að þarna vanti tölu­vert af breyt­ing­um, til að myndi að ýmsir opin­berir starfs­menn sem beri ábyrgð á börnum megi ekki hafa hlotið dóma fyrir alvar­leg­ustu brotin eins og til að mynda nauðg­un, morð, mis­notkun á börnum og alvar­legar lík­ams­meið­ing­ar.

„Þetta er ekki að finna þarna og mér finnst þetta frekar rýrt og ekki taka á þessu vanda­máli að upp­reist æra og óflekkað mann­orð sneri allt að því að menn sem áttu að höndla með pen­inga rík­is­ins hefðu ekki hafa mátt fengið á sig dóm.“

Fylgj­ast með öllu

Þá nefnir Þór­hildur nokkur önnur mál sem hún segir flokk­inn munu leggja áherslu á í vet­ur. „Barna­vernda­málin eru nátt­úru­lega líka í for­grunni hjá okk­ur. Það mál hefur ekki verið leitt til lykta sér­stak­lega ekki gagn­vart þing­inu og síðan þessi rann­sókn sem var allt öðru­vísi en gefið var út í upp­hafi. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd mun taka þetta mál áfram að því leyti sem það snýr að ráð­herra. svo eru það nátt­úru­lega útlend­inga­lög­gjöf­in. Við sjáum það að dóms­mála­ráð­herra er sífellt að herða að bæði hæl­is­leit­endum og útlend­ingum almennt. Lög­gæslu­málin og Lands­rétt­ar­málið og svo vitum við líka til þess að bráðum standi til þess að birta kostn­að­ar­greiðslur þing­manna aftur í tím­ann. Við fylgj­umst með þessu öllu og meira til,“ segir Þór­hildur að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar