Þingveturinn framundan: „Ár glataðra tækifæra“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Oddný Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Oddný Harðardóttir Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­­lega, nánar til­­­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­­em­ber. Rík­­­is­­­stjórnin mun leggja fram fjár­­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­­lög þess­­­arar rík­­­is­­­stjórnar þar sem vænt­an­­­lega má sjá stefn­u­­­mótun hennar þar sem fjár­­­lög síð­­­asta árs voru lögð fram sér­­­stak­­­lega seint vegna rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­slit­anna og kosn­­­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­­­menn úr mis­­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­­ur­inn framundan og áherslu­­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Oddný Harð­ar­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Hver talar fyrir stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar?

„Fjár­lögin eru nátt­úru­lega mik­il­væg­asta plagg vetr­ar­ins og teng­ist líka því hver verður raun­veru­legur tals­maður rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Er það for­sæt­is­ráð­herrann, fjár­mála­ráð­herrann, er það sam­göngu­ráð­herr­ann eða er það kannski for­maður atvinnu­vega­nefnd­ar? Hver er það sem er að tala fyrir stefnu rík­is­stjórn­ar­innar af því þetta hefur verið svo­lítið sund­ur­laust hingað til,“ segir Odd­ný.

Auglýsing

Hún seg­ist telja að vet­ur­inn muni reyna á þol­rifin hjá bak­landi Vinstri grænna þegar for­sæt­is­ráð­herr­ann byrji að tala fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ef skila­boðin halda áfram að vera svona út og suður eins og verið hefur í öllum mál­um.

Ávísun á miklar deilur

„Í fjár­laga­frum­varp­inu munum við sjá í texta og tölum stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hvað á að gera á næsta ári og það skiptir nátt­úru­lega veru­legu máli hvað á að gera þar.“

Oddný seg­ist munu fylgj­ast með hvernig farið verði með heil­brigð­is­málin og hús­næð­is­málin og þess hvernig tekið verður á mál­efnum þeirra sem verst standa í sam­fé­lag­inu. Hvort að jöfn­un­ar­tækin verða nýtt. „Kjara­málin tengj­ast þessu líka. Það veltur svo­lítið á því hvernig tekið verður á þessum málum í frum­varp­inu hvernig síðan umræðan þró­ast við samn­inga­borðið af því hún er ekki bara á milli atvinnu­rek­enda og laun­þega. Það er ekki þannig. Það eru líka stjórn­völd sem stýra þessu. Ef að nið­ur­staðan verður sú að það verður ekk­ert komið til móts við þá sem verst standa en síðan farið að fullu fram með lækkun veiði­gjalda þá verður allt brjál­að. Það er bara ávísun á miklar deild­ur.“

Mun þurfa mála­miðl­anir

Oddný seg­ist vona að stjórn­völd muni hlusta á ráð­legg­ingar um hvernig mæta eigi þeim sem ekki hafa fengið að njóta góð­ær­is­ins. Til að mynda ungt barna­fólk, öryrkjar og aldr­aðir og þeir sem þurfi að reiða sig ein­göngu á greiðslur Trygg­inga­stofn­un­ar. „Ég er að vona að það verði brugð­ist við þarna og menn sjái að auð­vitað verður að snúa þess­ari þróun við,“ segir Oddný sem seg­ist þó ekk­ert endi­lega bjart­sýn á að þetta tak­ist. „Þetta er ekki hægri póli­tík - þetta er ekki póli­tík Sjálf­stæð­is­flokks­ins þannig að það mun þurfa ein­hverja mála­miðlun þarna milli stjórn­ar­flokk­anna en sem jafn­að­ar­mann­eskja vona ég auð­vitað að það tak­ist.“

Skatta­hækk­anir erf­iðar þegar lægðin er komin

Oddný seg­ist hafa áhyggjur af stöð­unni í efna­hags­líf­inu. „Að allar þessar fjár­fest­ingar sem búið er að fara í til dæmis í ferða­þjónst­unni muni ekki borga sig og þá mun það bara lenda á almenn­ingi. Þetta höfum við veri að benda á alveg síðan vöxt­ur­inn byrj­aði að ferða­þjón­ust­unni. Að grein­inni hafi verið leyft að vaxta í skatta­styrkjaum­hverfi. Maður notar skatta­styrki í sprotaum­hverfi en ekki til að láta stærstu atvinnu­grein­ina vaxa um of.“ Hún seg­ist hrædd um að nið­ur­sveifla sé á leið­inni og að við höfum ekki hagað okkur nógu skyn­sam­lega. „Þó við hefðum átt að haga okkur eins og brennt barn sem forð­ast eld­inn, nýkomin upp úr efna­hags­hruni. Ég efast um að lægðin verði nálægt því jafn mikil en hættan er sú að þetta verði jafnað út með nið­ur­skurði í vel­ferð­ar­kerf­inu og mennta­kerf­inu. Það er svo erfitt að ætla að jafna þetta út með skatta­hækk­unum þegar lægðin er kom­in. Það eru þarna ár glat­aðra tæki­færa þar sem við hefðum átt að safna í sarp­inn. Við erum með örgjald­miðil og við höfum tekið út enda­lausar sveifl­ur. Á meðan við höfum krón­una þá munum við búa við þessar sveiflur og við hefðum átt að búa okkur undir nið­ur­sveifl­una í stað þess að gera það sem stjórn­völd hafa gert und­an­farið að lækka skatta og láta inn­við­ina veikj­ast.“

Nota skatt­kerfið til jöfn­unar

Oddný segir helstu áherslu­mál Sam­fylk­ing­ar­innar í vetur snú­ast um hag barna, hag fatl­aðs fólks og stöðu á hús­næð­is­mark­aði. „Þetta eru þrjú stærstu málin sem Sam­fylk­ingin leggur áherslu á þennan þing­vet­ur­inn. Við höfum lagt fram til­lögur þess efnis aftur og aftur á hverju ári frá árinu 2013 að það sé bætt í barna­bætur og hús­næð­is­bætur og skatt­kerfið notað til jöfn­un­ar, en þró­unin hefur því miður verið á hinn bóg­inn eins og nýleg dæmi sýna og skýrsl­ur. Það er mið­ur.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar