Þingveturinn framundan: „Ár glataðra tækifæra“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Oddný Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Oddný Harðardóttir Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­­lega, nánar til­­­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­­em­ber. Rík­­­is­­­stjórnin mun leggja fram fjár­­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­­lög þess­­­arar rík­­­is­­­stjórnar þar sem vænt­an­­­lega má sjá stefn­u­­­mótun hennar þar sem fjár­­­lög síð­­­asta árs voru lögð fram sér­­­stak­­­lega seint vegna rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­slit­anna og kosn­­­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­­­menn úr mis­­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­­ur­inn framundan og áherslu­­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Oddný Harð­ar­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Hver talar fyrir stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar?

„Fjár­lögin eru nátt­úru­lega mik­il­væg­asta plagg vetr­ar­ins og teng­ist líka því hver verður raun­veru­legur tals­maður rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Er það for­sæt­is­ráð­herrann, fjár­mála­ráð­herrann, er það sam­göngu­ráð­herr­ann eða er það kannski for­maður atvinnu­vega­nefnd­ar? Hver er það sem er að tala fyrir stefnu rík­is­stjórn­ar­innar af því þetta hefur verið svo­lítið sund­ur­laust hingað til,“ segir Odd­ný.

Auglýsing

Hún seg­ist telja að vet­ur­inn muni reyna á þol­rifin hjá bak­landi Vinstri grænna þegar for­sæt­is­ráð­herr­ann byrji að tala fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ef skila­boðin halda áfram að vera svona út og suður eins og verið hefur í öllum mál­um.

Ávísun á miklar deilur

„Í fjár­laga­frum­varp­inu munum við sjá í texta og tölum stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hvað á að gera á næsta ári og það skiptir nátt­úru­lega veru­legu máli hvað á að gera þar.“

Oddný seg­ist munu fylgj­ast með hvernig farið verði með heil­brigð­is­málin og hús­næð­is­málin og þess hvernig tekið verður á mál­efnum þeirra sem verst standa í sam­fé­lag­inu. Hvort að jöfn­un­ar­tækin verða nýtt. „Kjara­málin tengj­ast þessu líka. Það veltur svo­lítið á því hvernig tekið verður á þessum málum í frum­varp­inu hvernig síðan umræðan þró­ast við samn­inga­borðið af því hún er ekki bara á milli atvinnu­rek­enda og laun­þega. Það er ekki þannig. Það eru líka stjórn­völd sem stýra þessu. Ef að nið­ur­staðan verður sú að það verður ekk­ert komið til móts við þá sem verst standa en síðan farið að fullu fram með lækkun veiði­gjalda þá verður allt brjál­að. Það er bara ávísun á miklar deild­ur.“

Mun þurfa mála­miðl­anir

Oddný seg­ist vona að stjórn­völd muni hlusta á ráð­legg­ingar um hvernig mæta eigi þeim sem ekki hafa fengið að njóta góð­ær­is­ins. Til að mynda ungt barna­fólk, öryrkjar og aldr­aðir og þeir sem þurfi að reiða sig ein­göngu á greiðslur Trygg­inga­stofn­un­ar. „Ég er að vona að það verði brugð­ist við þarna og menn sjái að auð­vitað verður að snúa þess­ari þróun við,“ segir Oddný sem seg­ist þó ekk­ert endi­lega bjart­sýn á að þetta tak­ist. „Þetta er ekki hægri póli­tík - þetta er ekki póli­tík Sjálf­stæð­is­flokks­ins þannig að það mun þurfa ein­hverja mála­miðlun þarna milli stjórn­ar­flokk­anna en sem jafn­að­ar­mann­eskja vona ég auð­vitað að það tak­ist.“

Skatta­hækk­anir erf­iðar þegar lægðin er komin

Oddný seg­ist hafa áhyggjur af stöð­unni í efna­hags­líf­inu. „Að allar þessar fjár­fest­ingar sem búið er að fara í til dæmis í ferða­þjónst­unni muni ekki borga sig og þá mun það bara lenda á almenn­ingi. Þetta höfum við veri að benda á alveg síðan vöxt­ur­inn byrj­aði að ferða­þjón­ust­unni. Að grein­inni hafi verið leyft að vaxta í skatta­styrkjaum­hverfi. Maður notar skatta­styrki í sprotaum­hverfi en ekki til að láta stærstu atvinnu­grein­ina vaxa um of.“ Hún seg­ist hrædd um að nið­ur­sveifla sé á leið­inni og að við höfum ekki hagað okkur nógu skyn­sam­lega. „Þó við hefðum átt að haga okkur eins og brennt barn sem forð­ast eld­inn, nýkomin upp úr efna­hags­hruni. Ég efast um að lægðin verði nálægt því jafn mikil en hættan er sú að þetta verði jafnað út með nið­ur­skurði í vel­ferð­ar­kerf­inu og mennta­kerf­inu. Það er svo erfitt að ætla að jafna þetta út með skatta­hækk­unum þegar lægðin er kom­in. Það eru þarna ár glat­aðra tæki­færa þar sem við hefðum átt að safna í sarp­inn. Við erum með örgjald­miðil og við höfum tekið út enda­lausar sveifl­ur. Á meðan við höfum krón­una þá munum við búa við þessar sveiflur og við hefðum átt að búa okkur undir nið­ur­sveifl­una í stað þess að gera það sem stjórn­völd hafa gert und­an­farið að lækka skatta og láta inn­við­ina veikj­ast.“

Nota skatt­kerfið til jöfn­unar

Oddný segir helstu áherslu­mál Sam­fylk­ing­ar­innar í vetur snú­ast um hag barna, hag fatl­aðs fólks og stöðu á hús­næð­is­mark­aði. „Þetta eru þrjú stærstu málin sem Sam­fylk­ingin leggur áherslu á þennan þing­vet­ur­inn. Við höfum lagt fram til­lögur þess efnis aftur og aftur á hverju ári frá árinu 2013 að það sé bætt í barna­bætur og hús­næð­is­bætur og skatt­kerfið notað til jöfn­un­ar, en þró­unin hefur því miður verið á hinn bóg­inn eins og nýleg dæmi sýna og skýrsl­ur. Það er mið­ur.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar