Þingveturinn framundan: „Berjast í þágu þeirra sem standa höllustum fæti“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna. Í þetta skiptið var það Ólafur Ísleifsson formaður þingflokks Flokks fólksins.

Ólafur Ísleifsson Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­lega, nánar til­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­em­ber. Rík­­is­­stjórnin mun leggja fram fjár­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­lög þess­­arar rík­­is­­stjórnar þar sem vænt­an­­lega má sjá stefn­u­­mótun hennar þar sem fjár­­lög síð­­asta árs voru lögð fram sér­­stak­­lega seint vegna rík­­is­­stjórn­­­ar­slit­anna og kosn­­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­­menn úr mis­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­ur­inn framundan og áherslu­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Ólafur Ísleifs­son þing­flokks­for­maður Flokks fólks­ins.

Kjara­samn­inga­gerð stóra málið

„Það verður mjög áhuga­vert að kynna sér stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra þarna um kvöldið 12. sept­em­ber. Þær umræður munu nátt­úru­lega taka sinn tíma eins og hefð­bundið er og er partur af íslensku stjórn­málaum­hverfi. “

Auglýsing

Ólafur segir stærsta málið framundan vera vinnu­mark­að­ur­inn. „Að það náist við­un­andi nið­ur­staða á vinnu­mark­aði þar sem allir samn­ingar eru opnir eða að opna. Það er stóra mál­ið.“ Aðspurður um hvort hann sér bjart- eða svart­sýnn á kjara­vet­ur­inn framundan sem margir hafa áhyggjur af seg­ist hann far­inn að muna svo­lítið langt aft­ur. 

Mun reyna á rík­is­stjórn­ina

„Kjara­samn­inga­gerð er nú sjaldn­ast aðveld. Þannig að ég geri ekki ráð fyrir að það verði frekar auð­velt nú. Það mun reyna mjög á rík­is­stjórn­ina að henni tak­ist að leggja þessu lið, að greiða fyrir kjara­samn­ing­um, eins og maður seg­ir. Það hafa þó komið fram yfir­lýs­ingar um að hennar vilji standi til þess,“ segir Ólafur sem seg­ist einnig hlakka til að sjá hvernig rík­is­stjórnin muni fara með evr­ópska orku­pakk­ann og hvaða fyr­ir­ætl­anir hún hafi í þeim efn­um. Ljóst sé að það mál sé erf­ið­ara í sumum flokkum en öðr­um.

Standa með þeim gleymdu

„Verk­efni okkar í Flokki fólks­ins eru alveg skýr. Það er standa með þeim og berj­ast í þágu þeirra sem að standa hérna höllustum fæti og hafa ein­hvern veg­inn orðið útundan eða eru gleymd­ir. Hópar aldr­aðra, öryrkja sem og tekju­lágar fjöl­skyldur vinn­andi fólks og ein­hleyp­ing­ar.“

Ólafur segir flokk­inn munu halda áfram að beita sér í þágu þess­ara hópa með ýmsum hætti og leit­ast við að verja heim­ilin fyrir vissum þáttum sem við hér á Íslandi búum við og skeri okkur frá öðrum þjóð­um.

Gegn verð­trygg­ing­unni og ofur­vöxtum

„Við munum beita okkur gegn verð­trygg­ing­unni og þessum háu vöxtum sem eru hér og annað af því tagi og reyna að skjóta skyldi yfir heim­ilin sem fóru illa út úr hrun­inu og eft­ir­leik þess. Ég fékk svar frá dóms­mála­ráð­herra sem leiddi í ljós að 9.200 fjöl­skyldur máttu yfir­gefa heim­ili sín frá 2008 til og með 2017 og þá er ekki allt talið. Þetta eru nauð­ung­ar­sölur og sölur af sams­konar tagi á íbúð­ar­hús­næði vegna veð­lána. Þessi tala, á tíunda þús­und, ef við gerum ráð fyrir þremur ein­stak­lingum fjöl­skyldu þá eru þetta 30 þús­und manns sem þetta snertir beint, það eru 10 pró­sent af þjóð­inni. Það hefur ekk­ert verið gert síðan til að reisa ein­hverjar varnir í þágu heim­il­anna.“

Kjara­bót vegna breyt­inga á end­ur­greiðslum

Ólafur seg­ist með aðgerðir í und­ir­bún­ingi í því skyni en vill ræða þær síð­ar. Hann seg­ist að end­ingu afar spenntur fyrir frum­varpi frá ráð­herra sem hann á von á í nóv­em­ber. „Það var mál sem við bárum fram á liðnu þingi, sem að varðar sér­stakar upp­bætur til bóta­þega og öryrkja. Hlutir eins og heyrn­ar­tæki og ýmis­legt sem er end­ur­greitt sér­stak­lega, við bentum á það eins og ÖBÍ, að  þessar end­ur­greiðslur hafa verið reikn­aðar eins og tekj­ur. Fólk er krafið um tekju­skatt af þessu og útsvar. Ýmsar bætur geta líka í kjöl­farið farið að skerð­ast vegna hærri tekna. Það var flutt um þetta þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem allir flokkar studdu og ráð­herra falið að leggja fram um þetta frum­varp í nóv­em­ber og við hlökkum mikið til að sjá það frum­varp.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar