Þingveturinn framundan: „Berjast í þágu þeirra sem standa höllustum fæti“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna. Í þetta skiptið var það Ólafur Ísleifsson formaður þingflokks Flokks fólksins.

Ólafur Ísleifsson Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­lega, nánar til­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­em­ber. Rík­­is­­stjórnin mun leggja fram fjár­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­lög þess­­arar rík­­is­­stjórnar þar sem vænt­an­­lega má sjá stefn­u­­mótun hennar þar sem fjár­­lög síð­­asta árs voru lögð fram sér­­stak­­lega seint vegna rík­­is­­stjórn­­­ar­slit­anna og kosn­­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­­menn úr mis­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­ur­inn framundan og áherslu­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Ólafur Ísleifs­son þing­flokks­for­maður Flokks fólks­ins.

Kjara­samn­inga­gerð stóra málið

„Það verður mjög áhuga­vert að kynna sér stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra þarna um kvöldið 12. sept­em­ber. Þær umræður munu nátt­úru­lega taka sinn tíma eins og hefð­bundið er og er partur af íslensku stjórn­málaum­hverfi. “

Auglýsing

Ólafur segir stærsta málið framundan vera vinnu­mark­að­ur­inn. „Að það náist við­un­andi nið­ur­staða á vinnu­mark­aði þar sem allir samn­ingar eru opnir eða að opna. Það er stóra mál­ið.“ Aðspurður um hvort hann sér bjart- eða svart­sýnn á kjara­vet­ur­inn framundan sem margir hafa áhyggjur af seg­ist hann far­inn að muna svo­lítið langt aft­ur. 

Mun reyna á rík­is­stjórn­ina

„Kjara­samn­inga­gerð er nú sjaldn­ast aðveld. Þannig að ég geri ekki ráð fyrir að það verði frekar auð­velt nú. Það mun reyna mjög á rík­is­stjórn­ina að henni tak­ist að leggja þessu lið, að greiða fyrir kjara­samn­ing­um, eins og maður seg­ir. Það hafa þó komið fram yfir­lýs­ingar um að hennar vilji standi til þess,“ segir Ólafur sem seg­ist einnig hlakka til að sjá hvernig rík­is­stjórnin muni fara með evr­ópska orku­pakk­ann og hvaða fyr­ir­ætl­anir hún hafi í þeim efn­um. Ljóst sé að það mál sé erf­ið­ara í sumum flokkum en öðr­um.

Standa með þeim gleymdu

„Verk­efni okkar í Flokki fólks­ins eru alveg skýr. Það er standa með þeim og berj­ast í þágu þeirra sem að standa hérna höllustum fæti og hafa ein­hvern veg­inn orðið útundan eða eru gleymd­ir. Hópar aldr­aðra, öryrkja sem og tekju­lágar fjöl­skyldur vinn­andi fólks og ein­hleyp­ing­ar.“

Ólafur segir flokk­inn munu halda áfram að beita sér í þágu þess­ara hópa með ýmsum hætti og leit­ast við að verja heim­ilin fyrir vissum þáttum sem við hér á Íslandi búum við og skeri okkur frá öðrum þjóð­um.

Gegn verð­trygg­ing­unni og ofur­vöxtum

„Við munum beita okkur gegn verð­trygg­ing­unni og þessum háu vöxtum sem eru hér og annað af því tagi og reyna að skjóta skyldi yfir heim­ilin sem fóru illa út úr hrun­inu og eft­ir­leik þess. Ég fékk svar frá dóms­mála­ráð­herra sem leiddi í ljós að 9.200 fjöl­skyldur máttu yfir­gefa heim­ili sín frá 2008 til og með 2017 og þá er ekki allt talið. Þetta eru nauð­ung­ar­sölur og sölur af sams­konar tagi á íbúð­ar­hús­næði vegna veð­lána. Þessi tala, á tíunda þús­und, ef við gerum ráð fyrir þremur ein­stak­lingum fjöl­skyldu þá eru þetta 30 þús­und manns sem þetta snertir beint, það eru 10 pró­sent af þjóð­inni. Það hefur ekk­ert verið gert síðan til að reisa ein­hverjar varnir í þágu heim­il­anna.“

Kjara­bót vegna breyt­inga á end­ur­greiðslum

Ólafur seg­ist með aðgerðir í und­ir­bún­ingi í því skyni en vill ræða þær síð­ar. Hann seg­ist að end­ingu afar spenntur fyrir frum­varpi frá ráð­herra sem hann á von á í nóv­em­ber. „Það var mál sem við bárum fram á liðnu þingi, sem að varðar sér­stakar upp­bætur til bóta­þega og öryrkja. Hlutir eins og heyrn­ar­tæki og ýmis­legt sem er end­ur­greitt sér­stak­lega, við bentum á það eins og ÖBÍ, að  þessar end­ur­greiðslur hafa verið reikn­aðar eins og tekj­ur. Fólk er krafið um tekju­skatt af þessu og útsvar. Ýmsar bætur geta líka í kjöl­farið farið að skerð­ast vegna hærri tekna. Það var flutt um þetta þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem allir flokkar studdu og ráð­herra falið að leggja fram um þetta frum­varp í nóv­em­ber og við hlökkum mikið til að sjá það frum­varp.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar