Síðasta orrustan: Þjóðverjar og Bandaríkjamenn börðust hlið við hlið

Þetta hljómar frekar eins og uppkast að handriti fyrir Hollywood kvikmynd í leikstjórn Steven Spielberg en gerðist í raun og veru.

Flosi Þorgeirsson
m4
Auglýsing

Maí 1945. Adolf Hitler hefur tekið eigin líf og Þriðja ríkið er að falli kom­ið. Síð­ari heims­styrj­öld­inni er að ljúka, að minnsta kosti í Evr­ópu. Flestir þátt­tak­enda í þessum hrylli­lega hild­ar­leik hugsa nú um það eitt að kom­ast af. Þó berj­ast enn fanat­ískar SS-her­sveitir og neita að gef­ast upp.

Fang­arnir

Sögu­sviðið er hinn drunga­legi Itt­er-kast­ali í aust­ur­rísku Ölp­unum sem SS nýttu sem fang­elsi á stríðs­ár­un­um. Þar voru í haldi fangar sem nas­istar töldu mik­il­væga og gátu mögu­lega nýst í fanga­skipt­um. En þegar þarna var komið sögu hafði líf þeirra ekki lengur neina þýð­ingu fyrir SS og því voru fang­arnir í bráðri lífs­hættu. Fang­arnir voru flestir franskir en þó af ólíku sauða­húsi. Á meðal þeirra voru: Fyrrum for­sæt­is­ráð­herr­arnir Paul Reynaud og Edou­ard Dala­di­er, hers­höfð­in­gj­arnir Maurice Gamelin og Max­ime Weygand, fas­ista­leið­tog­inn Francois de La Rocque sem, þrátt fyrir stjórn­mála­skoð­anir sín­ar, hafði snú­ist gegn nas­istum og Vichy-­stjórn­inni og því verið fang­els­að­ur, einnig var þarna tennis-­stjarnan Jean Borotra sem var hallur undir fas­isma en líkt og De La Rocque sner­ist gegn Vichy-­stjórn­inni og féll því fljót­lega í ónáð. Verka­lýðs­leið­tog­inn/sós­í­alist­inn Leon Jou­haux og einnig Mari­e-Agnes Cailli­au, eldri systir franska hers­höfð­ingj­ans Charles de Gaulle voru einnig fangar þarna og með mörgum karlfang­anna voru eig­in­konur þeirra. 

Sam­komu­lagið milli þess­ara ólíku aðila var væg­ast sagt stirt. Reynaud og Dala­dier höfðu lengi verið svarnir póli­tískir óvinir og þótt þeir væru nú fangar undir sama þaki, hafði lítið breyst hvað það varð­aði. Eitt áttu þeir þó sam­eig­in­legt því báðir fyr­ir­litu þeir Max­ime Weygand hers­höfð­ingja. Weygand hafði tekið við vörnum Frakk­lands af Gamelin í maí 1940 en hafði fljót­lega gef­ist upp fyrir þýska inn­rás­ar­lið­inu og var af ýmsum stimpl­aður sem sam­verka­maður (fr: Colla­bora­teaur) en það var eitt mesta og versta styggð­ar­yrði sem til var í augum Frakka á þeim tíma. Það þarf varla að taka það fram að Gamelin hers­höfð­ingi fyr­ir­leit einnig Weygand og var meinilla við Dala­di­er. Fas­ist­inn de La Rocque og verka­lýðs­for­kólf­ur­inn og sós­í­alist­inn Jou­haux þoldu eðli­lega ekki hvorn ann­an, enda langt frá hvorum öðrum á hinu póli­tíska línu­riti.

Auglýsing

Þau gerðu sér þó ljóst að þegar þarna var komið var líf þeirra allra í stór­hættu. Fanga­vörður þeirra var SS-­for­ing­inn Sebast­ian Wimmer og þó hann hefði áður reynt að full­vissa fang­ana um að lífi þeirra yrði þyrmt þá fór það ekki fram hjá neinum að hann varð sífellt óstöðugri og óút­reikn­an­legri í hegð­un. Að morgni 4. maí lét Wimmer sig síðan hverfa. SS-her­menn­irnir sem eftir voru höfðu greini­lega lít­inn áhuga á skyldu­störfum sínum eftir að for­ingi þeirra var flú­inn og frönsku fang­arnir voru skyndi­lega ein eftir í kast­al­an­um. En þótt þau væru frjáls þá þýddi það ekki endi­lega að þau væru örugg. Stutt eft­ir­lits­ferð þeirra leiddi í ljós að enn voru þýskir her­menn á sveimi. Þó var bót í máli að fanga­verð­irnir höfðu skilið eftir vopn og skot­færi.   

Leitað að hjálp: Raf­virk­inn

Flestir starfs­manna kast­al­ans voru fangar af aust­ur­evr­ópskum upp­runa. Aðeins degi áður en Wimmer flúði kast­al­ann hafði króat­íski raf­virk­inn Zvonko Cuckovic stungið af til að leita hjálp­ar. Cuckovic hafði smyglað útvarpi til fang­anna og því var þeim kunn­ugt um að banda­rískar her­sveitir væru nálægt. Vegna starfs síns sem raf­virki í fang­els­inu þurfti hann oft að fara þaðan til að ná í vara­hluti. Á leið sinni sá Cuckovic að grunur þeirra um að sumir Þjóð­verjar hefðu ekki í hyggju að gef­ast upp, var rétt­ur. Hann hjólaði fram hjá SS-her­sveitum sem höfðu málað slag­orð eins og Holl­usta við For­ingj­ann! á bryndreka sína. Honum tókst að sann­færa alla um að hann væri á sinni venju­bundnu leið að ná í vara­hluti. Að lokum kom hann í þorp þar sem hinn rauði og hvíti fáni Aust­ur­ríkis hékk utan á hús­um. Cuckovic hjólaði fyrir horn og starði þá beint inn í hlaup á skrið­dreka. Hann bjó sig undir að end­ur­taka lyga­sögu sína um vara­hlut­ina er hann átt­aði sig á því að á skrið­drek­anum var ekki svartur kross þýska hers­ins, heldur hvít stjarna. Zvonko Cuckovic hafði tek­ist að finna banda­ríska her­lið­ið.

Leitað að hjálp: Kokk­ur­inn

Í kast­al­anum ótt­uð­ust fang­arnir um afdrif Króatans Cuckovic og þrátt fyrir stirt sam­band þá réðu þau nú ráðum sínum og ákváðu finna annan sendi­boða til að leita hjálp­ar. Það var, þrátt fyrir allt, mjög lík­legt að Cuckovic hefði verið tek­inn fastur eða jafn­vel skot­inn til bana. Eins og áður hefur komið fram þá hik­uðu SS-sveitir og aðrir sem enn voru fylgj­andi nas­ism­anum ekki við það að taka þá af lífi sem sýndu minnstu merki um upp­gjöf. Tennis­leik­ar­inn Jean Borotra bauð sig fram en þá sté tékk­neski kokk­ur­inn Andr­eas Kro­bot fram og bauðst til að fara frek­ar. Kro­bot, eins og Cuckovic, var með miða, skrif­aðan á ensku, sem lýsti aðstæðum í kast­al­an­um. Hann stefndi til þorps­ins Wörgl. Frönsku fang­arnir höfðu talið lík­legt að þorpið væri nú í höndum Banda­ríkja­manna. 

Kro­bot sjálfur var ekki of viss og hann komst fljót­lega að því að grunur hans reynd­ist á rökum reist­ur. Hann kom auga á SS her­menn sem skutu á hús þar sem aust­ur­ríski fán­inn blakti. Hann hrað­aði sér fram hjá og sá seinna vopn­aðan mann standa í dyra­gætt á húsi einu en Kro­bot tók eftir því mað­ur­inn var borg­ara­lega klædd­ur. Kro­bot hik­aði en ákvað að láta slag standa og útskýrði fyrir mann­inum stöðu mála. Mað­ur­inn reynd­ist vera í aust­ur­rískum and­spyrnu­hópi sem barð­ist gegn SS-her­sveit­un­um. Hann leiddi Kro­bot inn í húsið og kynnti hann fyrir for­ingja and­spyrnu­hóps­ins. Kro­bot gat ekki dulið undrun sína er hann sá for­ingj­ann því sá var klæddur ein­kenn­is­bún­ingi majórs í Wehrmacht, þýska hern­um.

Þýski majór­inn

For­ing­inn sem Kro­bot hafði nú hitt var Josef Gangl, oft­ast kall­aður „Sepp“. Hann hafði gengið í þýska her­inn árið 1928, rétt nýorð­inn 18 ára. Þar voru menn fljótir að koma auga á leið­toga­hæfi­leika hans og hann reis fljót­lega upp til met­orða og hækk­aði í tign. Gangl hafði barist á ýmsum víg­stöðvum og meðal ann­ars verið fjögur ár í Rúss­landi. Þegar þarna var komið sögu var her­deild hans ekki svipur hjá sjón og Gangl hafði löngu misst áhug­ann á því að berj­ast fyrir for­ingj­ann og föð­ur­land­ið. 

Hans eina mark­mið, á þessum tíma­punkti, var að halda mönnum sínum á lífi og kom­ast í sam­band við banda­ríska inn­rás­ar­lið­ið. Það hafði meira að segja verið Sepp Gangl sem sjálfur kom sér í sam­band við aust­ur­ríska and­spyrnu­hóp­inn. Við það vænk­að­ist hagur þeirra mjög því Gangl gat útvegað vopn og auk þess hafði hann mikla reynslu. Yfir­menn Gangl í hernum vissu heldur ekki að hann var nú í raun nokk­urs­konar gagnnjósn­ari, lék tveimur skjöldum og réð því yfir mik­illi vit­neskju um stöðu mála í Aust­ur­ríki. Aðeins fáum dögum áður hafði her­inn flúið frá svæð­inu og nú voru aðeins eftir SS-sveit­ir. Gangl ákvað að verða eftir og með honum voru um 30 her­menn hans. Gangl var í raun kunn­ugt um fang­ana í Itt­er-kast­ala og hann hafði velt því fyrir sér hvernig hann gæti komið þeim til aðstoð­ar. Nú hafði SS-­mönnum fjölgað á svæð­inu og Gangl gerði sér ljóst að tím­inn vann ekki með þeim. Hann yrði að kom­ast í sam­band við Banda­ríkja­menn­ina ef hann ætti að geta bjargað föng­un­um.

SS-­for­ingi og bjarg­vættur

Í kast­al­anum gerð­ust atburðir enn furðu­legri því fang­arnir höfðu farið í nær­liggj­andi þorp og beðið Þjóð­verj­ann Kurt Schrader um að hjálpa sér. Schrader hafði særst illa í orr­ustu og því sest í helgan stein í Aust­ur­ríki ásamt fjöl­skyldu sinni. Eftir að nokkrir hátt­settir for­ingjar í hernum höfðu reynt að koma Adolf Hitler fyrir katt­ar­nef þann 20. júlí 1944 hafði Schrader algjör­lega fallið frá hug­mynda­fræði nas­ista og var óhræddur að segja frönsku föng­unum frá fyr­ir­litn­ingu sinni á Hitler. Hann hafði ving­ast við fang­ana og þau treystu hon­um. Ástæðan fyrir því að fang­arnir báðu hann lið­sinnis var sú að Kurt Schrader hafði verið ekki verið neinn venju­legur her­maður heldur var hann höf­uðs­maður (þ: Hauptstur­mführer) í sjálfu SS. Hann sam­þykkti strax að hjálpa föng­unum og klædd­ist nú á nýjan leik í sinn gamla bún­ing. Hug­mynd þeirra var sú að er SS-her­menn kæmu í kast­al­ann myndi Schrader segja þeim að hann væri yfir­maður þar og bæri ábyrgð á föng­un­um. Þótt bæði Schrader og fang­arnir væru efins um að sú brella myndi virka lengi, eða yfir­höf­uð, þá fannst þeim viss­ara að reyna.

John Carey.

Banda­ríski höf­uðs­mað­ur­inn

Á meðan fang­arnir í kast­al­anum búðu sig undir hið versta var Sepp Gangl majór, ásamt und­ir­manni sínum Keblitsch, að brjóta heil­ann um það hvernig hann kæm­ist klakk­laust til banda­ríska her­liðs­ins. Þó það væri aðeins í 12 kíló­metra fjar­lægð þá var aug­ljóst að þetta yrði hættu­för. Þeir myndu mögu­lega verða stöðv­aðir af SS-her­sveitum og ef leitað yrði á þeim væru miklar líkur á að þeir yrðu teknir af lífi þegar í stað enda tóku þeir með sér hvítan upp­gjaf­ar­fána og bréfið frá frönsku föng­unum sem Kro­bot hafði látið þá hafa. Einnig voru aust­ur­rískir and­spyrnu­hópar á svæð­inu sem þekktu þá ekk­ert og myndu eflaust ekki hika við að skjóta á tvo þýska for­ingja. Svo má ekki gleyma því að banda­rískir her­menn voru einnig lík­legir til að skjóta fyrst en spyrja svo. Hættan var gíf­ur­leg en Gangl og Keblitsch ákváðu að láta slag standa og brun­uðu af stað. Um 45 mín­útum seinna voru þeir komnir í þorpið Kuf­stein. Þeir höfðu orðið varir við þýska her­menn á leið­inni en bless­un­ar­lega hafði eng­inn haft fyrir því að stöðva þá. Keblitsch keyrði greitt og tók hvassa beygju en stöðv­aði þá snögg­t. 

Fyrir framan þá stóðu fjórir banda­rískir M-4 Sherman skrið­drekar og illi­legir banda­rískir her­menn stukku af drek­unum og æddu að þýsku her­mönn­unum með vopn á lofti. Í snar­hasti reisti Gangl upp hvíta fán­ann og þeir Keblitsch stigu var­lega út úr bílnum með hendur á lofti. Banda­rísku her­menn­irnir öskr­uðu á þá og neyddu þá til að fara niður hnén með hendur á hnakka. Þjóð­verjarnir voru jafn­vel hræddir um að þeir yrðu mögu­lega skotnir áður en þeim gæf­ist tóm til að útskýra sendi­för sína. Nú varð Sepp Gangl þó var við að her­menn­irnir viku til hliðar fyrir manni sem gekk þungum skrefum í átt til þeirra. 

Gangl vog­aði sér að líta upp og starði þá beint framan í banda­rískan for­ingja sem var eins og klipptur út úr Hollywood – stríðs­mynd. Mað­ur­inn var í með­al­lagi hávax­inn en gíf­ur­lega vöðva­stæltur og krafta­leg­ur, með hjálm­inn skakk­ann á höfð­inu og í þvældum og rykugum bún­ingi höf­uðs­manns (e: Capta­in). Gangl tók eftir stórri 45 kalí­bera Colt skamm­byssu í slíðri um öxl­ina, í munn­vik­inu var Amer­ík­an­inn með stóran vind­il. Gangl kunni hrafl í ensku og byrj­aði nú að útskýra mál sitt og dró fram bréfið frá frönsku föng­un­um. Banda­ríski höf­uðs­mað­ur­inn reif bréfið af þýska majórnum og skotr­aði aug­unum yfir það, gekk til baka að skrið­dreka sínum og hvarf ofan í hann. Í drykk­langa stund biðu Þjóð­verjarnir með önd­ina í háls­in­um. Loks kom banda­ríski höf­uðs­mað­ur­inn til baka, reif þá báða á fæt­ur, brosti og sagði glað­hlakka­lega: “Jæja, félag­ar. Það lítur út fyrir að við séum að fara í björg­un­ar­leiðang­ur!“

Mað­ur­inn sem þeir Gangl og Keblitsch höfðu rek­ist á var John „Jack“ Carey Lee Jr. 27 ára gam­all fót­göngu­liðs­for­ingi, frá New York fylki á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Verði ein­hvern tíma gerð kvik­mynd eftir sög­unni um bar­dag­ann við Itt­er-kast­ala þá ætti ekki að vera nein ástæða til að breyta neinu er kemur að per­sónu Jack Carey Jr. Hann var 177 senti­metrar á hæð og 86 kíló á þyngd og hafði þótt mikið efni í ruðn­ingi, eða amer­ískum fót­bolta. Jack var einnig þekktur fyrir að kunna sér­stak­lega að meta tvo hluti: Vindla og viský og ekki skemmdi fyrir að lenda í slags­málum af og til. 

Jack var þó eng­inn bjáni og gekk vel í skóla og er Banda­ríkin gerð­ust þátt­tak­endur í stríð­inu í árs­lok 1941 var Jack Carey við það að útskrif­ast sem liðs­for­ingja­efni í her­skóla í Vermont-­fylki. Hann var því fljót­lega kall­aður til þjón­ustu. Carey var nátt­úru­legur leið­togi, ákveð­inn, kapp­samur og fylg­inn sér. Hann hafði fengið höf­uðs­manns­nafn­bót aðeins fjórum dögum áður. Banda­rísku her­menn­irnir höfðu haft lítið að gera und­an­farnar vikur og margir byðu eftir því að Þjóð­verjar gæfust upp. Eflaust voru ýmsir und­ir­manna Careys ekk­ert spenntir fyrir því að fara í björg­un­ar­leið­angur inn í land óvin­ar­ins. Þeir þekktu þó brosið á and­liti for­ingja síns er hann tal­aði við þýska majórs­ins. Þetta var spenn­andi verk­efni og Jack Carey kunni að meta spennu og áhættu.

Björgun og bar­dagi

Jack Lee hafði form­lega tekið við upp­gjöf þýsku her­mann­anna en það er til marks um það traust sem hafði mynd­ast milli hans og Sepp Gangl majórs að banda­ríski höf­uðs­mað­ur­inn leyfði Þjóð­verj­unum að halda vopnum sín­um. 14 banda­rískir her­menn fóru með Lee í kast­al­ann og Gangl hafði 10 þýska her­menn með sér en form­lega var hóp­ur­inn undir for­ystu banda­ríska höf­uðs­manns­ins. Ólík­legt er að nokkur for­ingi banda­manna hafi stjórnað því­líkum hópi í stríð­inu. Lee hafði í byrjun ætlað að taka fimm Sherman skrið­dreka með sér en brú hafði gefið sig og hann neydd­ist til að skilja fjóra eft­ir. Hóp­ur­inn hafði rek­ist á nokkra SS-­menn á leið­inni en ekki hafði komið til neinna alvar­legra átaka.  

Lee bakk­aði skrið­dreka sín­um, sem hét því gáska­fulla nafni Blind­fulla Jenný (e: Besotten Jenny) inn í hlið kast­al­ans svo að fall­byssan sneri að veg­in­um. Frönsku fang­arnir voru alsælir að sjá björg­un­ar­leið­ang­ur­inn en lýstu yfir von­brigðum með hve fámennur hann var. Einnig fór það ekki fram hjá þeim að þýski majór­inn og banda­ríski höf­uðs­mað­ur­inn voru ger­ó­lík­ir. Jack Lee höf­uðs­maður byrj­aði strax að skipa fyrir hárri röddu og æddi inn um allt á skítugum skónum með vindil milli var­anna. Þeim Dala­dier og Reynaud blöskr­aði rudda­skapur kafteins­ins en kunnu að meta kurt­eisi og hátt­vísi þýska majórs­ins. Þrátt fyrir að vera ólík­ir, þá náðu Gangl og Lee vel saman enda báðir reyndir her­menn. Brátt voru banda­ríski höf­uðs­mað­ur­inn og frönsku fang­arnir komnir í hávaðarifr­ildi. Lee skip­aði þeim að halda sig innan dyra og forð­ast öll átök. Frakk­arnir mót­mæltu hástöfum en létu loks til leið­ast er Lee benti þeim á þeir gerðu Frakk­landi lítið gagn eftir stríðið ef þeir yrðu allir dauð­ir! Lee benti einnig á að þrátt fyrir að her­flokkur þeirra væri fámennur þá hefðu þau ýmsa yfir­burði ef kæmi til átaka. Flokk­ur­inn var vel vopn­að­ur, með riffla, hand­sprengjur og bæði léttar og þungar vél­byss­ur. Einnig var 76mm öflug fall­byssa í Blind­fullu Jenný. Þar að auki væru þau stað­sett í kast­ala sem hafði verið byggður og hann­aður með það í huga að verj­ast árás­um. Mjög erfitt var að nálg­ast kast­al­ann frá annarri átt en austri, eftir veg­in­um, en árás­ar­lið sem kæmi þaðan væri alveg ber­skjaldað fyrir skot­hríð úr kast­al­an­um.

Aðfara­nótt 5. maí 1945 leið án alvar­legra átaka en varn­ar­liðið varð þó vart við SS-her­menn sem voru aug­ljós­lega að kanna varnir kast­al­ans. Um tíu­leytið tók Lee höf­uðs­maður upp kíki sinn og lit­að­ist um. Honum brá við er hann sá að SS-her­menn­irnir voru á milli 100 – 150 manns og það sem var ver­st: Þeir voru með 88mm fall­byssu með sér. Fall­byssa sú var alræmd meðal banda­manna og Lee vissi að hún væri vel fær um að granda Sherman skrið­drek­anum og það sem verra var: Rjúfa gat í kast­alamúr­inn. Ekki var það heldur til að bæta skap banda­ríska for­ingj­ans að frönsku fang­arnir voru allir komnir út í kast­a­la­garð­inn, Dala­dier og Jou­haux voru í hróka­sam­ræðum og virt­ust kæra sig koll­ótta um nær­veru SS-her­liðs­ins. Lee var í þann veg að fara að öskra á þá á koma sér burt en óp hans drukkn­uðu í háværri drunu frá 88mm fall­byss­unni, á eftir fylgdi vægð­ar­laus skot­hríð úr öllum áttum á kast­al­ann. 

Kastalinn.Orr­ustan var haf­in. Skot úr skrið­dreka­byssu hæfði Sherman-skrið­drek­ann og það kvikn­aði í hon­um. Sherman skrið­drek­arnir voru reyndar alræmdir vegna þess hve auð­veld­lega gat kviknað í þeim og sumir her­menn banda­manna köll­uðu þá beisk­lega „Ron­son“ eftir vin­sælum sígar­ettu­kveikjara. Logarnir léku um Blind­fullu Jenný og það var ljóst að hún yrði ekki að frekara liði. Frönsku fang­arnir höfðu tekið við sér er skot­hríðin hófst og flest flúið inn í kast­al­ann. Nokkrir þeirra ákváðu að óhlýðn­ast skipun Lee höf­uðs­manns um að taka ekki þátt í bar­dag­anum enda voru í hópi þeirra tveir hers­höfð­ingjar, þeir Weygand og Gamel­in. Borotra, Reynaud, Dala­dier og de La Rocque höfðu einnig allir reynslu af her­mennsku. Þeir hlupu nú niður í kjall­ara og sneru aftur með þýsk vopn í hendi og hófu að skjóta á árás­ar­lið­ið. Öld­ungis óhræddur fór Reynaud, þá tæp­lega sjö­tug­ur, að kast­ala­hlið­inu þar sem rústir Sherman drekans stóðu. Hann mund­aði þýska MP-40 vél­byssu. Jack Lee sá sér til skelf­ingar að Frakk­inn yrði ber­skjald­aður gegn skot­hríð SS-liðs­ins og skip­aði honum að snúa við. Sepp Gangl beið ekki boð­anna, heldur stóð upp og hljóp af stað í átt­inna að fyrrum for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Skyndi­lega kippt­ist hann við og féll til jarð­ar. Lee höf­uðs­maður hélt fyrst að hann hefði kastað sér sjálfur niður en sá svo hvar blóð­pollur mynd­að­ist kringum höfuð hans. Sepp Gangl majór var all­ur. Skot­hríð dundi á kast­al­anum úr öllum átt­um. Lee fyr­ir­skip­aði þeim Reynaud og Clem­encau að fara í annan enda kast­al­ans. Þótt aðgengi að kast­al­anum þaðan væri afar bratt þá hafði sést til SS-­manna sem nálg­uð­ust. 

Þeir Clem­encau og Reynaud hittu þar fyrir ungan aust­ur­rískan tán­ing úr and­spyrnu­lið­inu og þýska liðs­for­ingja. Þessir ólíku sam­herjar tóku nú að spúa blýi af öllu afli gegn inn­rás­ar­lið­inu. Á meðan hafði Lee ákveðið að fara um og athuga hvernig staðan væri á skot­fær­um. Því miður þá leit það illa út. Lee skip­aði fólki að reyna að spara skot­fær­in. Er hann var á leið til baka út í kast­a­la­garð­inn  gl­umdi skyndi­lega í sím­tæki er hann gekk fram hjá. Undr­andi ákvað Lee þó að svara. Á hinum enda lín­unnar var banda­ríski majór­inn John Kramers sem hafði ætlað að for­vitn­ast um stöð­una. Hann þurfti ekki að spyrja. Í bak­grunni heyrði hann skot­hríð og spreng­ingar og Lee öskra hásri röddu: „Þeir eru að sprengja okkur til hel­vít­is! Við verðum að fá liðs­auka strax!“ Því næst rofn­aði sam­band­ið.

Þrátt fyrir stans­lausa skot­hríð frá riffl­um, vél­byssum og fall­byssum SS-lið­anna þá hafði þeim ekki tek­ist að taka kast­al­ann enn. En þeir þok­uð­ust nær og um leið og skot­færi verj­end­anna kláruð­ust, þá þyrfti ekki að sökum að spyrja. Allir nema Gangl voru enn á lífi en tveir þýskir her­menn voru alvar­lega særð­ir. Lee vissi að félagar hans hefðu nú vit­neskju um ástandið en það gæti tekið þó nokkurn tíma fyrir liðs­auka að ber­ast og þeir gætu ekki farið of hratt yfir vegna SS-her­sveita. Einnig hafði sam­band hans við Kramer rofnað áður en hann gat sagt honum styrk SS-liðs­ins en það var yfir 100 manns. Ef Kramers sendi aðeins 20 menn, myndi það litlu breyta. Hann gaf nú skipun um að hörfa inn í kast­al­ann.

Björgun

Fyrrum for­sæt­is­ráð­herr­ann Edou­ard Dala­dier hafði komið sér fyrir á annarri hæð kast­al­ans ásamt tveimur þýskum her­mönn­um. Dala­dier var for­sæt­is­ráð­herra þegar Frakk­land lýsti stríði á hendur Þýska­landi 3. sept­em­ber 1939 vegna inn­rá­sinnar í Pól­land. Hann hafði fyrir stríð margoft varað gegn Hitler. Nú, nokkrum árum seinna, sat hann á rykugu kast­ala­gólfi með þýska vél­byssu í hendi, ásamt vopna­bræðrum sínum sem voru þýskir her­menn. Annar þeirra hafði dregið fram flösku af Fer­net-Branca sem þeir félagar nutu nú sam­an. Lífið gat vissu­lega verið furðu­legt stund­um. Skyndi­lega hróp­aði hinn Þjóð­verj­inn upp yfir sig: „Amerikan­ische Panz­er!“og benti í átt að þorp­inu. Dala­dier þaut að glugg­anum og sá sér til skelf­ingar að SS-her­menn­irnir voru komnir nær alveg að kast­al­anum en eitt­hvað hafði truflað þá. Þá glumdi skyndi­lega við fall­byssu­skot­hríð og Dala­dier sá banda­ríska Sherman skrið­dreka koma æðandi. Margir SS-her­mann­anna flýðu í dauð­ans ofboði en sumir gáfust upp. Klukkan var rétt rúm­lega fjög­ur. Orr­ust­unni var lok­ið. Jack Lee gekk að banda­ríska her­flokknum sem hafði, eins og ridd­ara­liðið í vestra­mynd, komið til bjargar á síð­ustu stund. Lee stillti sér upp fyrir framan for­ingja þeirra og spurði: „What kept you?“

Eft­ir­máli

Bar­dag­inn um Itt­er-kast­ala er vissu­lega ekki ein af stór­orr­ustum síð­ari heims­styrj­aldar en hún er ein af þeim merk­ari. Sumir frönsku fang­anna sem lifðu af höfðu heil­mikil áhrif á póli­tíska fram­vindu og stjórn­mál eftir stríð. Þetta fólk hefði lík­lega verið tekið af lífi ef SS hefði tek­ist að ná kast­al­an­um. Ef á það er litið má vel segja að áhrif bar­dag­ans séu tölu­verð.

Sepp Gangl er í dag álitin þjóð­hetja í Aust­ur­ríki og er nafn hans að finna á minn­is­varða ásamt öðrum and­spyrnu­hetj­um. Fer­ill Jack Lee höf­uðs­manns lá því miður meira og minna niður á við eftir að stríð­inu lauk. Hann hætti í hernum og reyndi fyrir sér í við­skipt­um. Bar­áttan hans við alkó­hól­isma tók þó sinn toll og hann lést 1971 eftir að hann var lagður inn á sjúkra­hús vegna áfeng­is­eitr­un­ar.

Til stendur að gera kvik­mynd um þessa atburði, í leik­stjórn Peter Land­esm­an.

Heim­ild

Stephen Harding, The Last Batt­le: When U.S. and German Soldi­ers Joined Forces in the Wan­ing Hours of World War II in Europe (Boston: Da Capo Press 2013).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar