Baráttan um Brókina

Þeir sem í síðustu viku ætluðu að smella sér inn á Skindbuksen (Brókina) í miðborg Kaupmannahafnar og fá sér hakkebøf, biksemad eða skipperlabskovs hafa líklega hrokkið við þegar þeir komu þar að læstum dyrum. Óljóst er hvað verður um staðinn.

Skindbuksen
Auglýsing

Upp­haf Skind­buksen, í kjall­ar­anum á Lille Kon­g­ens­gade 4 við Kóngs­ins Nýja­torg, má rekja til þess að á efri hæð húss­ins var veit­inga­stað­ur­inn Grand Café sem þótti bæði fínn og virðu­leg­ur. Í kjall­ar­anum var bar og veit­inga­stað­ur­,eins­konar útibú frá veit­inga­staðn­um, sýnu alþýð­legra. Meðal við­skipta­vina voru vagn­menn (kúskar, droskeku­skere) sem fluttu far­þega, á hest­vögn­um, milli staða líkt og leigu­bíl­stjórar nútím­ans. Milli ferða fengu þeir sér hress­ingu í kjall­ar­anum sem fékk nafnið Kúska­kjall­ar­inn (Droskekæld­er­en). Þegar sjálfrenn­ing­arnir (eins og opnir bílar voru fyrst kall­að­ir) leystu hest­vagn­ana af hólmi breytt­ist nafnið í Bíl­stjóra­kjall­ar­ann. Bíl­stjór­arnir klædd­ust iðu­lega skinn­buxum og árið 1930 var nafni stað­ar­ins breytt í Skind­buk­sen.

Vin­sæll meðal Íslend­inga

Margar sög­ur, sannar og ósann­ar, eru til um veru Íslend­inga í Kaup­manna­höfn fyrr á tím­um. Í frá­sögnum koma verts­húsin á svæð­inu kringum Kóngs­ins Nýja­torg mjög við sögu. Stephan a Porta, Hvi­ids vinstue, Pedr­ini, Pleisch, Gen­elli og Skind­buk­sen. Íslend­ingar gáfu þessum stöðum íslensk nöfn; Mjóni (eftir veit­inga­mann­inum Mini) Hvít­ur, Pétur dreng­ur, Blesi, Njáll og Brók­in. Flestir þess­ara staða heyra nú sög­unni til, ef frá eru taldir Hvítur og Brók­in. Í minn­ingum Íslend­inga, einkum frá 18. og 19. öld eru þessir tveir ásamt Mjóna fyr­ir­ferð­ar­mest­ir. Brókin var frá upp­hafi bæði bar og mat­sölu­stað­ur. Þótt eng­inn væri mat­seð­ill­inn vissu fasta­gestir alltaf hvað var á boðstól­um, ekki bara í dag heldur líka á morg­un. Með því að skoða mat­seðil Grand Cafe, á efri hæð­inni, var ætíð hægt að reikna út hvað „gefið yrði á garð­ann á Brók­inni dag­inn eft­ir“ (orða­lag Björns Th. Björns­sonar í bók hans um Kaup­mannahöfn). Biksemad, með spæ­leggi hefur í ára­tugi verið einn vin­sæl­asti og ódýr­asti réttur stað­ar­ins og svo er enn, kost­aði, þegar skrif­ari þessa kíkti á mat­seð­il­inn fyrir skömmu kr. 129.- ( 2.170.- íslenskar).

Griða­staður lista­manna

Vin­sældir Brók­ar­innar hafa í gegnum árin ekki verið bundnar við Íslend­inga. Stað­ur­inn hefur notið mik­illa vin­sælda lista­manna, sem þar hafa „rætt málin og farið yfir svið­ið“ eins og yfir­þjónn stað­ar­ins komst að orði í blaða­við­tali fyrir nokkru. Veggi og loft veit­inga­sal­ar­ins prýða fjöl­margar mynd­ir, sumar mál­aðar beint á stein­inn. Þar má sjá and­lits­myndir fjöl­margra þekktra danskra lista­manna og framá­manna í dönsku menn­ing­ar­lífi, blaða­manna, og Íslend­inga. Í áður­nefndu við­tali sagði yfir­þjónn stað­ar­ins að stundum hefðu lista­menn, með létta pyngju, boðið mynd sem greiðslu fyrir veit­ing­arn­ar. Meðal Íslend­inga sem héldu tryggð við Brók­ina og sátu þar tíðum var Alfreð Flóki og ljós­mynd af honum hefur árum saman hangið þar á vegg. 

Auglýsing

Gam­alt nor­rænt eld­hús

Á und­an­förnum tveimur ára­tugum hefur hinum gömlu dönsku veit­inga­stöðum sem bjóða uppá það sem sumir kalla gam­al­dags mat fækkað nokk­uð. Hakka­buff, pur­u­steik, áður­nefndur biksi­matur og fleira af því tagi naut skyndi­lega ekki sömu vin­sælda og áður. Pizzur og pasta ásamt margs konar skyndi­bita komu í stað­inn. Svo kom „nýja nor­ræna eld­hús­ið“. Staðir eins og Brókin þóttu gam­al­dags, höfðu ekki aðlagað sig breyttum tímum var gjarna sagt. Títt­nefndur yfir­þjónn á Brók­inni sagði í við­tali við dag­blaðið Politi­ken að þar á bæ hefðu menn hugsað sér að halda sig við „gamla nor­ræna eld­hús­ið“ eins og hann kall­aði það. Án þess að gert sé lítið úr öllu því nýja hefur það gamla sótt í sig veðrið á nýjan leik, ekki síst „smør­rebr­auðs­stað­irn­ir“ sem um skeið voru orðnir mjög fáir í Kaup­manna­höfn, og víðar í Dan­mörku.

Miklar breyt­ingar í mið­borg Kaup­manna­hafnar

Á síð­ustu árum hafa orðið miklar breyt­ingar á mið­borg Kaup­manna­hafn­ar. Margar gam­al­grónar versl­anir hafa lagt upp laupana, ekki síst á Strik­inu. Í stað­inn hafa komið útibú versl­ana sem finna má nán­ast í hvaða borg sem er. Sama gildir um mat­sölu­stað­ina. Fyrir nokkrum árum var til dæmis veit­inga­staðnum Stephan a Porta (Mjóna), elsta kaffi­húsi Kaup­manna­hafnar lokað og þar er nú McDon­alds ham­borg­ara­stað­ur.

Mörgum hugn­ast ekki breyt­ingar af þessu tagi, segja að með allri „al­þjóða­væð­ing­unni“ hverfi sér­stað­an. Útlend­ingar komi ekki til Dan­merkur til að setj­ast inn á fjöl­þjóð­lega ham­borg­ara­staði eða skoða úrvalið í versl­un­um, sem séu þær sömu og heima hjá þeim.

Ferða­mönnum hefur fjölgað mjög á síð­ustu árum í Kaup­manna­höfn og það hefur orðið til þess að verð á hús­næði í mið­borg­inni hefur hækkað mik­ið. Eigna­menn og stöndug fyr­ir­tæki sækj­ast í auknum mæli eftir að kom­ast yfir hús­eignir og freist­ingin þegar vel er boðið er því mikil fyrir þá sem eiga hús­næði í mið­borg­inni. Lille Kon­g­ens­ga­de, sem liggur frá Kóngs­ins Nýja­torgi, við hlið Magasin du Nord, er ein þeirra gatna sem eigna­menn hafa beint sjónum sínum að. Húsa­lengjan sem Brókin er hluti af, er nú nán­ast öll í eigu eins athafna­manns, eða fyr­ir­tækis í hans nafni. Þessi maður hefur lengi rennt hýru auga til kjallar­ans sem hýsir Brók­ina og Hvít en þessir stað eru hlið við hlið.

Fram til þessa hafa eig­endur þess­ara tveggja staða ekki ljáð máls á því að selja þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing.

Lok lok og læs á Brók­inn­i  

Eins nefnt var í upp­hafi þessa pistils komu gestir að lok­uðum dyrum á Brók­inni í byrjun lið­innar viku. Fljót­lega spurð­ist út að nú hefði eig­and­inn hús­næð­is­ins (rekst­ur­inn var í ann­arra hönd­um) hrein­lega látið undan og væri búinn að selja áður­nefndum athafna­manni og starf­semin þess vegna stöðvast. Einn starfs­manna veit­inga­stað­ar­ins sagði í við­tali að hann hefði átt í við­ræðum við eig­anda hús­næð­is­ins um kaup á því en athafna­mað­ur­inn greini­lega boðið bet­ur.

Eng­inn veit hvað verður

Á þess­ari stundu veit eng­inn hvað verð­ur. Athafna­mað­ur­inn, núver­andi eig­andi Brók­ar­inn­ar, hafði í við­tölum fyrr á árinu gefið í skyn að ef hann eign­að­ist hús­næðið yrðu breyt­ing­ar. Hann vildi þó lítið segja í hverju þær breyt­ingar gætu falist. Dag­blaðið Politi­ken greindi hins vegar frá því fyrir nokkrum dögum að hinn nýi eig­andi hefði tjáð blaða­manni að stað­ur­inn yrði að sjálf­sögðu áfram til og rek­inn með sama sniði og áður. Samn­ingar við starfs­fólk væru í vinnslu og þegar þeir yrðu frá­gengnir yrði opnað á ný. Eig­and­inn sagði að eina breyt­ingin sem til stæði væri betri loft­ræst­ing. Blaða­maður Politi­ken sagði að von­andi yrði ný loft­ræst­ing ekki til þess að eyði­leggja and­rúms­loftið á staðn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar