Mynd: Birgir Þór Harðarson losun-gjaldeyrishafta_18598737202_o.jpg
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Segist ekki hafa nýtt sér trúnaðarupplýsingar í starfi sínu fyrir Kaupþing

Benedikt Gíslason var lykilmaður í framkvæmdarhópi um afnám hafta og kom að gerð stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann starfar nú sem ráðgjafi Kaupþings. Benedikt segir að hann hafi ekki nýtt sér trúnaðarupplýsingar í því starfi. Hann segist ekki geta gefið upp hversu háar greiðslur hann fær fyrir starf sitt fyrir Kaupþing.

Bene­dikt Gísla­son, ráð­gjafi Kaup­þings við sölu hluta­bréfa félags­ins í Arion banka, segir að hann hafi ekki nýtt sér upp­lýs­ingar sem hann fékk á meðal að hann starf­aði fyrir fram­kvæmda­hóp um afnám hafta og við gerð stöð­ug­leika­skil­yrða í starfi sínu fyrir Kaup­þing ehf. Hann hafi und­ir­ritað trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu vegna þeirra starfa og sam­kvæmt henni hafi honum verið óheim­ilt að nýta þær upp­lýs­ingar í núver­andi starfi hans. Bene­dikt segir enn frem­ur, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, að hann geti ekki upp­lýst um hversu háar greiðslur hann fái fyrir starf sitt fyrir Kaup­þing. Það sé trún­að­ar­mál.

Bene­dikt starf­aði um tíma sem aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og var síðar efna­hags­ráð­gjafi hans. Þá var Bene­dikt einn þeirra sér­fræð­inga sem var skip­aður í fram­kvæmda­hóp við losun fjár­magns­hafta á árinu 2014.  Vinnu þess hóps lauk með því að sam­komu­lag var gert við kröfu­hafa föllnu bank­anna um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrð­um. Það sam­komu­lag gerði kröfu­höf­unum kleift að klára gerð nauða­samn­inga allra slita­búa föllnu bank­anna þriggja. Í kjöl­farið var búunum breytt í eign­ar­halds­fé­lög utan um eft­ir­stand­andi eignir þeirra. Eitt þeirra félaga er Kaup­þing ehf., en nauða­samn­ingur slita­bús þess banka var sam­þykktur 15. des­em­ber 2015. Nokkrum mán­uðum eftir að vinnu Bene­dikts fyrir fram­kvæmda­hóp­inn lauk var hann ráð­inn í ráð­gjafa­starf hjá Kaup­þingi. Helsta eft­ir­stand­andi eign Kaup­þings er stór eign­ar­hluti í Arion banka, stærsta banka lands­ins.

Stjórn­mála­menn hafa áhyggjur af stöðu Bene­dikts

Staða Bene­dikts hefur verið tölu­vert rædd á hinum póli­tíska vett­vangi, bæði opin­ber­lega og óform­lega. Margir stjórn­mála­menn sem Kjarn­inn hefur rætt við, bæði innan stjórn­ar­liðs­ins og á meðal stjórn­ar­and­stæð­inga, hafa gert miklar athuga­semdir við það að lyk­il­maður í samn­inga­við­ræð­unum við kröfu­hafa sem leiddu til samn­inga um stöð­ug­leika­skil­yrði, sé nú að starfa fyrir sömu kröfu­hafa og hann var áður að semja við. Þá hafa þeir miklar áhyggjur af því að Bene­dikt hafi mikla per­sónu­lega fjár­hags­lega hags­muni af því að Kaup­þingi tak­ist að hámarka ávinn­ing sinn af sölu eign­ar­hluta í Arion banka.

Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tók málið fyrir í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna í lok mars 2017, þar sem hún beindi fyr­ir­spurn til Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem þá var for­sæt­is­ráð­herra. í ræðu sinni sagði Odd­ný: „Eitt af því sem fólst í vinnu Bene­dikts var að koma að gerð stöð­ug­leika­skil­yrða, reglna um hvernig kröfu­hafar föllnu bank­anna geta farið með hund­ruð millj­arða króna eignir sínar frá Íslandi. Bene­dikt vinnur nú fyrir kröfu­hafa Kaup­þings sem eru stærstu eig­endur Arion banka og starfar því núna fyrir þá aðila sem stöð­ug­leika­skil­yrðin voru m.a. sniðin að.[...]Bene­dikt er bund­inn trún­aði við Kaup­þing. En er hann bund­inn trún­aði um þá vit­neskju sem hann afl­aði sér sem ráð­gjafi og aðstoð­ar­maður fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra? Ég spyr hæstv. for­sæt­is­ráð­herra um það og við hvern ráðn­ing­ar­sam­band Bene­dikts var þegar hann vann sem ráð­gjafi fyrir rík­is­stjórn­ina í verk­efnum tengdum losun hafta. Var honum ekki gert óheim­ilt í þeim ráðn­ing­ar­samn­ingi að vinna fyrir gagn­að­il­ana nema að ein­hverjum tíma liðnum og hversu langur var þá sá tími? Bene­dikt hefur sjálfur neitað að svara því hvort hann sé van­hæfur til að starfa fyrir kröfu­haf­ana. Hvert er álit hæstv. for­sæt­is­ráð­herra á því?“

Bjarni svar­aði því til að að hefði ekki nýlega skoðað þá samn­inga sem gerðir höfðu verið við þá ein­stak­linga sem sinntu slíku starfi fyrir hönd stjórn­valda. „En mig rekur ekki minni til þess að þar sé kveðið á um að ein­hverjar tak­mark­anir séu á því hvað menn geti farið að fást við eftir að samn­ings­sam­band­inu lýk­ur[...]Í sjálfu sér á ég mjög erfitt með að sjá hvernig það er hætta á hags­muna­á­rekstrum vegna þess­arar stöðu í ljósi þess að verk­efn­inu er lokið og það liggur fyrir hver nið­ur­staða máls­ins var.“

Oddný kom aftur í pontu og sagði það eðli­legt að upp vakni spurn­ingar um hvort Bene­dikt hefði verið ráð­inn til starfa fyrir Kaup­þing vegna vinnu hans fyrir stjórn­völd. Hún spurði Bjarna enn fremur hvort Bene­dikt hefði á þeim tíma sem hann vann fyrir hann haft aðfanga að trún­að­ar­upp­lýs­ing­um, t.d. varð­andi samn­ings­mark­mið Íslands, útfærslur og tíma­setn­ing­ar.

Bjarni sagði að þeir sem voru að vinna við stöð­ug­leika­skil­yrðin hefðu að sjálf­sögðu haft „mikið magn af trún­að­ar­upp­lýs­ing­um“.

Taka tvö

Oddný tók málið aftur upp í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á þingi á fimmtu­dag, 22. febr­úar 2018. Þá sagði hún að það væri „hneyksli að þessi sami aðstoð­ar­maður vinni nú fyrir Kaup­þing og stærstu eig­endur Arion banka. Þá sem stöð­ug­leika­skil­yrðin voru sniðin að. Það sem meira er, aðstoð­ar­mað­ur­inn hóf störf fyrir þá aðila aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoð­ar­maður hæstv. ráð­herra.“ Hún spurði svo hvort Bjarna þætti það eðli­legt að fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður hans geti eina stund­ina unnið með við­kvæmar trún­að­ar­upp­lýs­ingar fyrir hið opin­bera en stuttu seinna farið að vinna fyrir þá aðila sem hafa aug­ljós­lega mikla hags­muni af því að sýsla með þær sömu upp­lýs­ing­ar. „ Gerði hæstv. ráð­herra enga kröfu um að aðstoð­ar­mað­ur­inn sem starf­aði í umboði hans færi ekki að vinna fyrir sömu kröfu­hafa og hann var að kljást við fyrir hæstv. ráð­herra? Telur hæstv. ráð­herra ekki aug­ljós­lega að starfs­maður sem býr yfir slíkum upp­lýs­ingum sé afskap­lega verð­mætur starfs­maður fyrir Kaup­þing? Hvað gerði hæstv. ráð­herra til að koma í veg fyrir að mögu­legir hags­muna­á­rekstrar ættu sér stað?“

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tvívegis spurt Bjarna Benediktsson út í stöðu Benedikts úr ræðustóli Alþingis.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Bjarni svar­aði því til að Oddný væri að dylgja um að farið væri illa með trún­að­ar­upp­lýs­ingar sem mönnum hefði verið treyst fyr­ir. Hann bað Odd­nýju í kjöl­farið að færa ein­hver rök fyrir máli sínu. „Það sem var verk­efni umrædds starfs­manns eru opin­berar upp­lýs­ingar í dag. Það er ekk­ert sem leiddi af störfum hans eða þeirra sem tóku þátt í þeirri vinnu, og það voru fjöl­margir aðilar — það er allt saman bundið í samn­inga sem m.a. voru lagðir fyrir í efna­hags- og við­skipta­nefnd í vik­unni. En um hvað hv. þing­maður er að dylgja átta ég mig ekki á, hún verður að gera betur grein fyrir því hér.“

Oddný neit­aði því að hún væri að dylgja um nokkurn skap­aðan hlut. „Sú ákvörðun að fara aðra leið með Arion banka en Íslands­banka var tekin að kröfu sjálf­stæð­is­manna, að sögn fyrrum sam­starfs­manns hæstv. ráð­herra í rík­is­stjórn, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Sporin hræða þegar kemur að fjár­mála­kerf­inu og aðkomu Sjálf­stæð­is­manna. Allt ferlið þarf að vera gegn­sætt og opið. En það er það ekki. Sölu­ferli Arion banka er óljóst. Samn­ingar við ríkið hafa ekki allir verið gerðir opin­ber­ir. Við vitum ekki hverjir eiga vog­un­ar­sjóð­ina. Er ekki kom­inn tími til að við hættum þessu pukri og fúski og við­ur­kennum að það vinnur gegn hags­munum almenn­ings? Getur hæstv. fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að minnsta kosti ekki verið sam­mála mér um það?“

Bjarni hafn­aði því að um pukur og fúsk væri að ræða. Þegar stöð­ug­leika­samn­ing­arnir séu skoð­aðir sé ekki annað hægt en að segja: „ Bravó, þetta gekk 100 pró­sent upp.“

Seg­ist ekki hafa rætt nýja starfið við stjórn­mála­menn

Bene­dikt segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að honum hafi verið boðið ráð­gjafa­hlut­verk hjá Kaup­þingi í lok ágúst 2016. Hann hafi síðan verið kjör­inn í stjórn félags­ins í nóv­em­ber sama ár. Aðspurður hvort hann hafi rætt það við fyrr­ver­andi yfir­mann sinn, Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hvort við­eig­andi væri að hann tæki slíkt starf að sér svarar Bene­dikt því neit­andi. Hann seg­ist heldur ekki hafa rætt það við aðra stjórn­mála- eða emb­ætt­is­menn.

Bene­dikt segir að ráð­gjafa­hlut­verk hans fyrir Kaup­þing snúi að sölu hluta­bréfa þess í Arion banka. „Um hlut­verk Kaup­þings við sölu hlut­bréf­anna, afrakstur þeirrar sölu og ráð­stöfun á u.þ.b. 70 pró­sent sölu­and­virð­is­ins til rík­is­sjóðs með greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags voru gerðir sér­stakir samn­ingar milli Seðla­banka Íslands, Kaup­þings og Kaup­skila sem samn­ings­að­ilar starfa eftir í dag. Samn­inga­gerð fyrir hönd íslenskra stjórn­valda var á for­ræði Seðla­banka Íslands.“

Benedikt ásamt Sigurði Hannessyni, sem einnig sat í framkvæmdahópnum þegar greinargerð Seðlabanka Íslands um stöðugleikasamninganna var kynnt í lok október 2015.
Mynd: Birgir Þór Harðarson





Að sögn Bene­dikts hefur hann ekki ekki nýtt sér upp­lýs­ingar sem hann fékk á meðal að hann starf­aði fyrir fram­kvæmda­hóp um afnám hafta og við gerð stöð­ug­leika­skil­yrða í starfi sínu fyrir Kaup­þing. Hann, líkt og aðrir í hópn­um,  und­ir­rit­uðu trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu vegna þeirra starfa og sam­kvæmt henni var þeim óheim­ilt að nýta þær upp­lýs­ingar utan starfa hóps­ins.

Í trún­­­að­­­ar­yf­­­ir­lýs­ing­unni kom fram hversu við­­­kvæmar upp­­­lýs­ing­­­arnar  væru og hversu mik­il­vægt það væri fyrir sér­­­fræð­ing­anna sem í hópnum sátu að halda trúnað um þær.

Brjóti þeir gegn þeim trún­­­aði eða mis­­­noti upp­­­lýs­ing­­­arnar með ein­hverjum hætti gæti það verið talið sak­­­næmt athæfi, og við­kom­andi gæti verið ákærður fyrir vik­ið.

Trún­aður um samn­ings­sam­band við Kaup­þing

Hópur lyk­il­starfs­manna Kaup­þings á rétt á bón­us­greiðslu ef mark­mið um hámörkun á virði óseldra eigna þeirra næst. Þær greiðslur eiga að greið­ast út í síð­asta lagi í lok apr­íl. Bene­dikt segir að hann sé ekki á meðal þeirra sem fái slíka greiðslu. „Ég er stjórn­ar­maður í Kaup­þingi og ráð­gjafi en ekki starfs­maður Kaup­þings og er því  ekki í hópi umræddra starfs­manna. Eins og fram kom í fjöl­miðlum á sínum tíma ná ofan­greindar greiðslur ekki til stjórnar og ann­arra æðstu stjórn­enda Kaup­þings. Þá stað­festi Kaup­þing við fjöl­miðla að allir starfs­menn félags­ins geti átt von á sér­stökum greiðslum ef mark­mið um hámörkun á virði óseldra eigna næst en greiðsl­urnar nái ekki til stjórnar og ann­arra æðstu stjórn­enda Kaup­þings.  Að auki liggur ekki fyrir hvernig tekst að ná mark­miðum um hámörkun á virði óseldra eigna og því ótíma­bært að segja til um hverjar þessar sér­stöku greiðslur til allra starfs­manna verða.​“

Aðspurður um hversu háar greiðslur hann muni fá vegna ráð­gjafa­starfa sinna vegna sölu hluta­bréfa í Arion banka segir Bene­dikt að hann geti ekki svarað þeirri spurn­ingu. „Trún­aður gildir um samn­ings­sam­band mitt við Kaup­þing.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar