Spennan magnast í baklandi verkalýðshreyfingarinnar

Verkalýðshreyfingin er að ganga í gegnum mikinn titringstíma, þar sem valdabarátta er augljós.

gylfiarnbjorns.jpg
Auglýsing

Mik­ils titr­ings gætir í bak­landi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar þessi miss­er­in, og koma þar til nokkur atriði, svo til sam­tím­is.

Í fyrsta lagi er það staða mála á vinnu­mark­aði og horfur varð­andi kjara­samn­inga. Að mati mið­stjórnar ASÍ eru for­sendur kjara­samn­inga brostn­ar.

Í yfir­­lýs­ingu frá mið­­stjórn­­inni segir að það sé mat ASÍ að óbreyttu „að for­­sendur um að launa­­stefna kjara­­samn­ing­anna hafi verið stefn­u­­mark­andi hafi ekki gengið eft­­ir. Því er heim­ild til upp­­­sagnar þeirra fyrir lok febr­­úar enn í gild­i.“

Auglýsing

Vegna þess­­arar stöðu hefur mið­­stjórn ASÍ ákveðið að boða til for­­manna­fundar aðild­­ar­­fé­laga sam­­bands­ins mið­viku­dag­inn 28. febr­­úar þar sem farið verður yfir málið og ákvörðun tekin um við­brögð verka­lýðs­hreyf­­ing­­ar­inn­­ar.

Valda­bar­átta

Innan ASÍ hefur verið ein­hugur um það, að til þess að skapa sátt á vinnu­mark­aði, þá þurfi að koma til „leið­rétt­ing­ar“ á launum æðstu ráða­manna rík­is­ins sem falla undir ákvörð­un­ar­svið kjara­ráðs. Að mati ASÍ hafa úrskurðir kjara­ráðs hleypt illu blóði í kjara­við­ræð­ur, og grafið undir for­sendum kjara­sam­an­inga.

Um þetta er ein­hugur innan stjórnar ASÍ, og má segja öll verka­lýðs­hreyf­ingin sé sam­einuð um þessa kröfu, að „el­ít­an“ hjá rík­inu leiði ekki launa­hækk­anir á mark­aðn­um.

Á sama tíma er barist um valda­þræð­ina í verka­lýðs­hreyf­ing­unni á ýmsum víg­stöð­um, en fram­boð Sól­veigar Önnu Jóns­dótt­ur, starfs­manns á leik­skól­anum Nóa­borg, til for­manns stjórnar Efl­ing­ar, hefur valdið miklum titr­ingi í bak­landi verka­lýðs­hryef­ing­ar, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans. 

Framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur þykir vel undirbúið, og svo gæti vel farið, að hún sigri kosningarnar um forystuhlutverk í Eflingu.

Sól­veig Anna nýtur stuðn­ings Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, og má segja að það sé að mynd­ast breið­fylk­ing í gras­rót verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um víð­tækar kerf­is­breyt­ingar á stefnu­skránn­i. 

Allt frá stefnu­málum í kjara­við­ræðum - þar sem horft yrði meira til „fólks­ins á gólf­in­u“, eins og einn við­mæl­enda komst að orði - til fjár­fest­inga­stefnu líf­eyr­is­sjóða. Verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­end­ur, í gegnum stétt­ar­fé­lög og Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Sam­tök iðn­að­ar­ins, eru með full­trúa í stjórnum líf­eyr­is­sjóða, en að mati þeirrar breið­fylk­ingar sem stendur að baki fram­boði Sól­veigar Önnu - og má segja að sé í bak­landi Ragn­ars Þórs - þá er þörf á því að skipta út fólki í stjórnum líf­eyr­is­sjóða til breyt­ingar náist fram.

Hvaða breyt­ingar eru þetta nákvæm­lega?

Ekki eru allir sáttir við þessar vær­ing­ar, og mátti heyra það á við­mæl­endum Kjarn­ans.

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, er sá maður sem Ragnar Þór hefur gagn­rýnt einna harð­ast opin­ber­lega. Ýmsir stuðn­ings­menn hann innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar telja Ragnar Þór vera að spila „hættu­legan leik“ með því að lýsa yfir stuðn­ingi við Sól­veigu Önnu og þannig blanda sér í valda­bar­áttu í öðru félagi, Efl­ingu, sem er með meira en 27 þús­und félags­menn. Ekki sé víst að þetta kunni góðri lukku að stýra, þar sem mik­il­vægt sé að sam­staða mynd­ist innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Auk þess er kallað eftir því að það sé útskýrt nán­ar, hvernig eigi „ná­kvæm­lega“ að breyta kerf­inu í grund­vall­ar­at­rið­um, þar sem ASÍ hafi í gegnum tíð­ina lagt áherslu á að vernda hags­muni launa­fólks með áherslu á að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa.

Spenn­andi stjórn­ar­kjör

Hjá VR er í upp­sigl­ingu spenn­andi stjórn­ar­kjör þar sem 27 ein­stak­lings­fram­boð hafa komið fram, en kosið verður um sjö sæti og fjögur sæti í vara­stjórn. Í stjórn VR eru fjórtán stjórn­ar­menn í dag.

Félags­menn í VR eru 34 þús­und tals­ins, en stjórn­ar­kjörið gæti haft mikið um það að segja hvernig áherslur VR muni þró­ast á næstu miss­er­um. Ef það fer svo að Ragnar Þór og hans fólk styrkir stöðu sína, þá er lík­legt að grund­vall­ar­breyt­ing verði á verka­lýðs­hreyf­ing­unni.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Erfitt er að segja til um hvernig landið ligg­ur, fyrir kom­andi átök. Ragnar Þór sigr­aði for­manns­kosn­ingu í VR í fyrr með yfir­burð­u­m. Kosn­­inga­þátt­­taka var þá aðeins 17,09%, sem þýðir að ríf­­lega 5.700 af þeim tæp­­lega 34 þús­und sem höfðu kosn­­inga­rétt greiddu atkvæð­i. 

Ragnar Þór hlaut 62,98 pró­­sent atkvæða, eða 3.480 atkvæði alls. Ólafía B. Rafns­dótt­ir, sitj­andi for­­maður VR á þeim tíma, hlaut 37% atkvæði, eða 2.046 atkvæði. 3,15% skil­uðu auð­u. 

Ragnar Þór var kjör­inn til tveggja ára, og því mun ekki fara fram önnur for­manns­kosn­ing fyrr en 2019, en það mun skipta miklu máli fyrir valda­jafn­vægið í stjórn­inni, hvernig kosn­ingin í stjórn­ina í mars mun fara.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar