Valdatafl í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík

Sá armur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem kenndur er við Guðlaug Þór Þórðarson hefur tögl og hagldir í borgarmálum flokksins sem stendur. Hann studdi Eyþór Arnalds í leiðtogasætið og með meirihluta í kjörnefnd og fulltrúaráði, sem raðar öðrum frambjóðendum á lista.

Það er ólga á meðal Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík í kjöl­far þess að vænt­an­leg upp­still­ing á fram­boðs­lista flokks­ins fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar lak út. Odd­viti list­ans, Eyþór Arn­alds, var kos­inn í sér­stöku leið­toga­kjöri í jan­ú­ar. Kjör­nefnd var svo falið að raða í önnur sæti list­ans. Kjarn­inn greindi frá því í gær­morgun hverjir muni sitja í þeim sætum sem lík­leg eru til að ná kjöri.

Um er að ræða, að mestu leyti, fólk sem til­heyrir armi Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Full­trúa­ráð flokks­ins á eftir að taka afstöðu til list­ans og gerir það á morg­un. Við­mæl­endur Kjarn­ans búast ekki við því að breyt­ingar verði gerðar í ljósi þess að full­trúa­ráðið er að mestu skipað fólki úr sama armi.

Helsta birt­ing­ar­mynd þeirra átaka sem eru innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík er sú að Áslaug Frið­riks­dótt­ir, sitj­andi borg­ar­full­trúi sem lenti í öðru sæti í leið­toga­kjöri flokks­ins, og Kjartan Magn­ús­son, sem hefur verið borg­ar­full­trúi í tæp 19 ár, fá ekki sæti á lista. Þess í stað er ein­ungis einn sitj­andi borg­ar­full­trúi á list­an­um, Marta Guð­jóns­dótt­ir. Aðrir sem stillt hefur verið upp eru reynslu­litlir eða -lausir í stjórn­málum og/eða óþekkt­ir.

Ára­löng bar­átta milli fylk­inga

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur, ráð­herra og eitt sinn borg­ar­stjóra­efni Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, skrif­aði grein í tíma­ritið Þjóð­mál í byrjun árs. Þar sagði hann m.a. að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son sé ábyrgur fyrir stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík­ur­borg, en hann hefur setið nær óslitið í minni­hluta í höf­uð­borg­inni frá árinu 1994, ef frá er talin aðkoma að þremur af fjórum meiri­hlutum sem mynd­aðir voru á umrótsár­unum 2006-2010. Í grein Björns sagði að nú tali vinstri­s­inn­aðir álits­gjaf­ar um það sem gefna stað­reynd að kjós­endur í Reykja­vík hafi færst svo mjög til vinstri að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nái sér aldrei á strik í borg­inn­i. „­Gegn þess­ari þróun verður að snú­ast. Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins hvílir sú skylda fyrst og síð­ast á Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra, sem hefur lagt mest af mörkum til þess valda­kerfis sem þró­ast hefur innan flokks­ins í höf­uðborginni og sækir orku sína til inn­byrðis átaka frekar en bar­áttu við and­stæð­inga flokks­ins.“

Guðlaugur Þor Þórðarson utanríkisráðherra hefur lengi verið mjög áhrifamikill innan hverfafélaga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í þessum orðum Björns krist­all­ast þau átök sem átt hafa sér stað árum saman milli fylk­inga í Reykja­vík. Þau átök náðu ákveðnu hámarki, að minnsta kosti opin­ber­lega, í próf­kjöri fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar 2007 þegar Guð­laugur felldi Björn úr öðru sæti á lista Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík. Þá sak­aði Björn Guð­laug Þór um að vera hand­bendi Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og ann­arra svo­kall­aðra Baugs­manna, sem höfðu lagt Guð­laugi Þór til háa styrki í bar­áttu hans.

Ástæða þess að þetta er rifjað upp hér er að í þessum átökum krist­all­ast átaka­lín­urnar sem verið hafa í Reykja­vík alla tíð síð­an. Öðru megin hafa verið stjórn­mála­menn eins og Björn Bjarna­son, Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, Ólöf Nor­dal heit­in, Ill­ugi Gunn­ars­son, Áslaug Frið­riks­dóttir og Kjartan Magn­ús­son. Hinu megin hafa verið Guð­laugur Þór og hans bak­land.

Langur aðdrag­andi

Nýj­ustu átökin sem átt hefur sér stað á milli þess­ara fylk­inga hófust í fyrra. Nánar til­tekið í fyrra­sum­ar, áður en að rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar sprakk, leit fyrir að næstu stór­á­tök á hinu póli­tíska sviði yrðu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar sem fram fara í lok maí 2018.

Fyrsta alvöru orustan var háð á fundi Varð­ar, full­trúa­ráðs Sjálf­stæð­is­fé­lag­anna í Reykja­vík, 9. ágúst 2017. Í aðdrag­anda fund­ar­ins var ekk­ert sem benti til þess að til stæði að fjalla um val á lista fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar. Þar af leið­andi var ekki full­mætt á fund­inn. Engin dag­skrá var send til stjórn­ar­manna áður en að hann fór fram. Á fund­inum ákvað Gísli Kr. Björns­son, for­maður Varð­ar, hins vegar að halda umræðu og atkvæða­greiðslu um að leið­toga­kjör yrði haldið í aðdrag­anda borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna. Sú til­laga var sam­þykkt.

Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds verða í tveimur efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor, samkvæmt tillögu kjörnefndar.
Mynd: Samsett

Það að farið yrði í leið­toga­kjör en stillt upp í önnur sæti á lista var fjarri því sem tíðkast hefur innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þar sem próf­kjör þykja lýð­ræð­is­leg­asta leiðin til að velja á lista og allar hömlur á slíku, líkt og til að mynda kynja­kvótar þótt til óþurft­ar.

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem voru ósáttir við þetta fyr­ir­komu­lag segja að með þessu hafi sá armur sem þeir kenna við Guð­laug Þór, og hefur tögl og hagldir í flestum Sjálf­stæð­is­fé­lögum í borg­inni, verið að tryggja sér algjör áhrif yfir því hvernig fram­boðs­list­inn yrði. Aðrir hafa bent á að árangur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni hafi ekki verið til eft­ir­breytni í rúma tvo ára­tugi. Því sé fullt til­efni til að reyna nýjar leið­ir.

Tengsl við bæði stóru dag­blöðin

Í aðdrag­anda leið­toga­kjörs­ins, sem haldið var í lok jan­ú­ar, greindi Kjarn­inn frá því að Eyþór Arn­alds væri með hina svoköll­uðu kosn­inga­vél Guð­laugs Þórs á bak­við sig. Skemmst er frá því að segja að Eyþór sigr­aði leið­toga­kjörið mjög örugg­lega. Hann hlaut tæp 61 pró­sent greiddra atkvæða. Áslaug Frið­riks­dóttir varð önnur með 20,2 pró­sent.

Næsta skref var síðan að raða fólki í næstu sæti. Á Kjarn­anum í gær var sagt frá því hverjir hefðu verið settir í þau sæti sam­kvæmt til­lögu kjör­nefnd­ar. Þar kom fram að Hildur Björns­dóttir lög­fræð­ingur myndi vera í öðru sæti hans. Hún er hefur ekki áður tekið form­lega þátt í stjórn­málum en hefur vakið athygli fyrir Bak­þanka­skrif í Frétta­blað­inu. Tengda­móðir henn­ar, Kristín Þor­steins­dótt­ir, er rit­stjóri þess blaðs og sam­býl­is­maður henn­ar, Jón Skafta­son, hefur starfað með eig­endum Frétta­blaðs­ins, hjón­unum Ingi­björgu Pálma­dóttur og Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, um ára­bil.

Með veru Hildar á list­anum er ljóst að mikil tengsl eru inn á tvö einu dag­blöð lands­ins, enda Eyþór Arn­alds á meðal stærstu eig­enda Morg­un­blaðs­ins.

Mikið af óþekktu fólki

Um 150 manns sótt­ust eftir sæti á lista Sjálf­stæð­is­manna en við því má búast að flokk­ur­inn nái að minnsta kosti sjö til átta borg­ar­full­trúum inn. Í næstu sætum á eftir Hildi, sem telj­ast örugg borg­ar­full­trúa­sæti, rað­ast að mestu óþekkt fólk úr þeim hverfa­fé­lögum sem Guð­laugur Þór er tal­inn vera með sterk­ustu ítökin í. Þar er m.a. um að ræða Val­gerði Sig­urð­ar­dóttur (3. sæti) og Egil Þór Jóns­son (4. sæt­i). Eini núver­andi borg­ar­full­trú­inn sem er á list­anum er Marta Guð­jóns­dóttir (5. sæt­i), hún er einnig hluti af sama armi. Í sjötta sæti á svo að sitja Katrín Atla­dóttir en þar fyrir neðan Örn Þórð­ar­son, Björn Gísla­son sem er vara­borg­ar­full­trúi, Jór­unn Pála Jón­as­dóttir og Alda Vil­hjálms­dótt­ir.

Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi lenti í öðru sæti í leiðtogakjörinu. Hún fær ekki sæti á lista miðað við tillögu kjörnefndar.
Mynd: Aðsend.

Hvorki Áslaug Frið­riks­dóttir né Kjartan Magn­ús­son, sitj­andi borg­ar­full­trúar sem lýst hafa yfir vilja til þess að halda áfram þátt­töku í borg­arpóli­tík, fá sæti á lista sem raun­hæft gæti talist að myndi skila þeim kjöri.

Við­mæl­endur Kjarn­ans úr bak­landi þeirra telja þetta mjög grófa aðför gegn þeim. Þeir telja aug­ljóst að bæði Áslaug og Kjartan hefðu gjörsigrað margt af því fólki sem nú fær öruggt sæti á lista ef próf­kjör hefði verið hald­ið. Með und­ir­róðri og inn­an­flokksá­tökum hafi málum hins vegar verið komið þannig fyrir að þeir sem eru með meiri­hluta í kjör­nefnd og í full­trúa­ráði hafi getað raðað sínu fólki á lista.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar