Stefnt að því að verksmiðja United Silicon verði komin aftur af stað eftir 18-20 mánuði

Endurgangsetning verksmiðju United Silicon getur tekið allt að 20 mánuði. Arion banki bókfærir virði hennar á 5,4 milljarða króna en um 15 milljarða króna kostar að byggja slíka verksmiðju.

United Silicon ágúst 2017
Auglýsing

Stefnt er að því að kís­il­málm­verk­smiðja United Sil­icon verði end­ur­ræst í Helgu­vík í fram­tíð­inni. Arion banki, stærsti eig­anda United Sil­icon, telur verk­smiðj­una rekstr­ar­hæfa. Sjö til átta alþjóð­legir aðilar hafa áhuga á verk­smiðj­unni en eng­inn þeirra hefur hug á því að taka hana í sundur og flytja ann­að. Um aðila úr alþjóð­lega kís­il­málms­geir­anum er að ræða. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hafa þeir sent teymi hingað til lands til að ræða við t.d. Lands­virkjun og Umhverf­is­stofnun um stöðu verk­smiðj­unn­ar.

Það mun hins vegar taka 18-20 mán­uði að koma verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík aftur af stað, sam­kvæmt því sem fram kemur í nýbirtum árs­reikn­ingi Arion banka, stærsta kröfu­hafa United Sil­icon.

Ljóst er að verk­smiðjan verður ekki ræst að nýju fyrr en að vinnu við gerð nýs umhverf­is­mats verði lokið og sú vinna er talin geta tekið þann tíma.

Í árs­reikn­ingi Arion banka er eign­ar­hlutur bank­ans í United Sil­icon flokk­aður sem eign sem haldið sé til sölu. Þar kemur einnig fram að bók­færð staða eigna United Sil­icon sé 5,4 millj­arðar króna. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans kostar um 15 millj­arða króna að reisa verk­smiðju eins og þá sem United Sil­icon hefur reist í Helgu­vík. Því er aug­ljóst af hverju áhugi erlendu aðil­anna sé til stað­ar, og líkur til þess að Arion banki telji sig geta fengið meira fyrir verk­smiðj­una en bók­fært virði hennar segir til um.

Bank­inn hyggst selja verk­smiðj­una

United Sil­icon var sett í gjald­þrot 22. jan­úar síð­ast­lið­inn. Félagið hafði þá verið í greiðslu­stöðvun frá því í ágúst 2017 og starf­semi verk­smiðj­unnar var end­an­lega stöðvuð 1. sept­em­ber í fyrra.

Auglýsing
Eignir félags­ins eru nú í höndum skipta­stjóra en í ljósi þess að Arion banki er líka langstærsti kröfu­hafi bús­ins, og telur sig njóta fyrsta veð­réttar í öllum rekstr­ar­eignum félags­ins, verður að telj­ast nær öruggt að bank­inn muni fái eign­irnar afhent­ar. Hann hefur þegar stofnað dótt­ur­fé­lagið Eign­ar­bjarg til að taka við United Sil­icon þegar af því verð­ur. Í árs­skýrslu Arion banka segir að bank­inn „hyggst í kjöl­farið annað hvort finna kaup­endur að hinu nýja félagið í núver­andi formi, ellegar fram­kvæma sjálfur hinar nauð­syn­legu úrbætur og selja félagið að því lokn­u.“

Starf­­semi verk­smiðj­unnar var stöðvuð 1. sept­­em­ber 2017 eftir að Umhverf­is­­stofnun tók ákvörðun þess efn­­is. Óheim­ilt var að end­­ur­ræsa ofn verk­smiðj­unnar nema með skrif­­legri heim­ild frá stofn­un­inni að loknum full­nægj­andi end­­ur­­bótum og ítar­­legu mati á þeim. Það mat mun, líkt og áður sagði, taka allt að 20 mán­uði.

Í bréfi sem Umhverf­is­­stofnun sendi til for­svar­s­­manna United Sil­icon föstu­dag­inn 19. jan­úar kom fram að ráð­­ast þurfi í úrbætur sem kosta um þrjá millj­­arða króna áður en að verk­­smiðjan fær að fara í gang að nýju.

Hlut­hafar og kröf­u­hafar tapað stórum fjár­­hæðum

Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn tók yfir hlutafé í United Sil­icon og bók­færir virði eign­anna á 5,4 millj­arða króna. Auk þess eru útistand­andi lánslof­orð  og ábyrgðir upp á um 900 millj­ónir króna.

Arion banki ábyrgð­ist rekstur United Sil­icon frá því að félagið var sett í greiðslu­stöðvun og fram að gjald­þroti og borg­aði um 200 millj­­­­ónir króna á mán­uði vegna rekstur þess á því tíma­bili.

En fleiri hafa tapað stórum fjár­hæð­um. Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­ur­inn á í félag­inu um 90 pró­­­­sent. Um var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færslu er að ræða, og nemur hún rúmum millj­­­­arði króna. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­launa­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­manna (EFÍA). Þar nemur nið­­­­ur­­­­færslan einnig 90 pró­­­­sent­­­­um. Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna Bún­­­­að­­­­ar­­­­banka Íslands (LSBÍ) fjár­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­un­­­­ar­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­stöðvum hans í Borg­­­­ar­­­­túni.

Þá setti líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn Festa 875 millj­­­ónir króna í United Sil­icon. Hann hefur einnig fram­­­kvæmt var­úð­­­ar­n­ið­­­ur­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar