Stjórnarþingmenn leggjast gegn frumvarpi sem myndi leggja mannanafnanefnd niður

Nefndarmenn stjórnarflokkanna þriggja og nefndarmaður Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd vilja ekki samþykkja frumvarp um breytingar á lögum um mannanöfn. Frumvarpið hefði meðal annars lagt niður mannanafnanefnd.

skírn
Auglýsing

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, sem sam­anstendur af nefnd­ar­mönnum stjórn­ar­flokk­anna þriggja og nefnd­ar­manni Mið­flokks­ins, telur ekki unnt að sam­þykkja frum­varp til laga um manna­nöfn sem felur í sér að manna­nafna­nefnd verði lögð niður og að allir sem vilja geti breytt nafni sínu kjósi þeir svo. Auk þess felst í frum­varp­inu að nöfn yrðu ekki lengur bundin kyni, ekki yrði gerður grein­ar­munur á eig­innöfnum og mill­i­nöfnum og tryggt væri að lög um manna­nöfn myndu ekki tak­marka per­sónu­frelsi fólks, til dæmis til að skil­greina sig.

Frum­varp­ið, sem fól í sér heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um manna­nöfn, var lagt fram af þing­mönnum Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata í fyrra­haust. Fyrsti flutn­ings­maður þess var Þor­steinn Víglunds­son. 

Það hafði áður verið lagt fram en ekki hlotið þing­lega með­ferð. Í sept­em­ber 2018 gekk það hins vegar til alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar og hefur verið þar til vinnslu síð­an. Nið­ur­staða þeirrar vinnu er nú komin fram í formi álits meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing

Telja æski­legt að lög­gjöf verði skoðuð nánar

Í álit­inu segir að við með­ferð máls­ins hafi almennt verið sam­hljómur á meðal gesta um að tíma­bært væri að end­ur­skoða lög um manna­nöfn og að þörf væri á að gera til­teknar breyt­ingar á lög­un­um, þar á meðal er varða hlut­verk manna­nafna­nefnd­ar, ákvæði um nafn­breyt­ingar og um karl­manns- og kven­mannsnöfn, mis­ræmi í heim­ild til að nota erlend nöfn á afkom­endur eftir því hvort um eig­in­nafn eða milli­nafn er að ræða og fleira.

Aftur á móti hafi komið fram sjón­ar­mið um að frum­varpið leiddi til nýrra og jafn­vel ófyr­ir­sjá­an­legra álita­efna. „Þá skorti í ein­hverjum til­vikum nán­ari útfærsla á fyr­ir­komu­lagi og/eða skýr­ingar í grein­ar­gerð um ástæður þess að ekki væri kveðið á um t.d. ráð­gjöf um nafn­gift, rit­hátt, röð nafna, mill­i­nöfn, manna­nafna­skrá eða ama­á­kvæði. Auk þess var nefnd­inni bent á mik­il­vægi þess að taka til­lit til íslenskrar tungu, íslensks mál­kerfis og íslenskrar nafna­hefð­ar.“

Með hlið­sjón af fram­an­greindu taldi meiri hlut­inn æski­legt að lög­gjöf á þessu sviði yrði skoðuð nán­ar. „Að því sögðu er það mat meiri hlut­ans að nálg­ast þurfi breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi manna­nafna og laga um manna­nöfn með öðrum hætti, þar sem ekki er skilið á milli manna­nafna og íslenskrar tungu að öðru leyti. Að auki er ekki hægt að full­yrða um afleið­ingar eða áhrif frum­varps­ins yrði það sam­þykkt. Meiri hlut­inn telur því ekki unnt að sam­þykkja frum­varp­ið.“

Undir meiri­hluta­á­litið skrifa Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður nefnd­ar­inn­ar, Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Andrés Ingi Jóns­son og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­menn Vinstri grænna, Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent