Stjórnarþingmenn leggjast gegn frumvarpi sem myndi leggja mannanafnanefnd niður

Nefndarmenn stjórnarflokkanna þriggja og nefndarmaður Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd vilja ekki samþykkja frumvarp um breytingar á lögum um mannanöfn. Frumvarpið hefði meðal annars lagt niður mannanafnanefnd.

skírn
Auglýsing

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, sem sam­anstendur af nefnd­ar­mönnum stjórn­ar­flokk­anna þriggja og nefnd­ar­manni Mið­flokks­ins, telur ekki unnt að sam­þykkja frum­varp til laga um manna­nöfn sem felur í sér að manna­nafna­nefnd verði lögð niður og að allir sem vilja geti breytt nafni sínu kjósi þeir svo. Auk þess felst í frum­varp­inu að nöfn yrðu ekki lengur bundin kyni, ekki yrði gerður grein­ar­munur á eig­innöfnum og mill­i­nöfnum og tryggt væri að lög um manna­nöfn myndu ekki tak­marka per­sónu­frelsi fólks, til dæmis til að skil­greina sig.

Frum­varp­ið, sem fól í sér heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um manna­nöfn, var lagt fram af þing­mönnum Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata í fyrra­haust. Fyrsti flutn­ings­maður þess var Þor­steinn Víglunds­son. 

Það hafði áður verið lagt fram en ekki hlotið þing­lega með­ferð. Í sept­em­ber 2018 gekk það hins vegar til alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar og hefur verið þar til vinnslu síð­an. Nið­ur­staða þeirrar vinnu er nú komin fram í formi álits meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing

Telja æski­legt að lög­gjöf verði skoðuð nánar

Í álit­inu segir að við með­ferð máls­ins hafi almennt verið sam­hljómur á meðal gesta um að tíma­bært væri að end­ur­skoða lög um manna­nöfn og að þörf væri á að gera til­teknar breyt­ingar á lög­un­um, þar á meðal er varða hlut­verk manna­nafna­nefnd­ar, ákvæði um nafn­breyt­ingar og um karl­manns- og kven­mannsnöfn, mis­ræmi í heim­ild til að nota erlend nöfn á afkom­endur eftir því hvort um eig­in­nafn eða milli­nafn er að ræða og fleira.

Aftur á móti hafi komið fram sjón­ar­mið um að frum­varpið leiddi til nýrra og jafn­vel ófyr­ir­sjá­an­legra álita­efna. „Þá skorti í ein­hverjum til­vikum nán­ari útfærsla á fyr­ir­komu­lagi og/eða skýr­ingar í grein­ar­gerð um ástæður þess að ekki væri kveðið á um t.d. ráð­gjöf um nafn­gift, rit­hátt, röð nafna, mill­i­nöfn, manna­nafna­skrá eða ama­á­kvæði. Auk þess var nefnd­inni bent á mik­il­vægi þess að taka til­lit til íslenskrar tungu, íslensks mál­kerfis og íslenskrar nafna­hefð­ar.“

Með hlið­sjón af fram­an­greindu taldi meiri hlut­inn æski­legt að lög­gjöf á þessu sviði yrði skoðuð nán­ar. „Að því sögðu er það mat meiri hlut­ans að nálg­ast þurfi breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi manna­nafna og laga um manna­nöfn með öðrum hætti, þar sem ekki er skilið á milli manna­nafna og íslenskrar tungu að öðru leyti. Að auki er ekki hægt að full­yrða um afleið­ingar eða áhrif frum­varps­ins yrði það sam­þykkt. Meiri hlut­inn telur því ekki unnt að sam­þykkja frum­varp­ið.“

Undir meiri­hluta­á­litið skrifa Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður nefnd­ar­inn­ar, Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Andrés Ingi Jóns­son og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­menn Vinstri grænna, Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent