Stjórnarþingmenn leggjast gegn frumvarpi sem myndi leggja mannanafnanefnd niður

Nefndarmenn stjórnarflokkanna þriggja og nefndarmaður Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd vilja ekki samþykkja frumvarp um breytingar á lögum um mannanöfn. Frumvarpið hefði meðal annars lagt niður mannanafnanefnd.

skírn
Auglýsing

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, sem sam­anstendur af nefnd­ar­mönnum stjórn­ar­flokk­anna þriggja og nefnd­ar­manni Mið­flokks­ins, telur ekki unnt að sam­þykkja frum­varp til laga um manna­nöfn sem felur í sér að manna­nafna­nefnd verði lögð niður og að allir sem vilja geti breytt nafni sínu kjósi þeir svo. Auk þess felst í frum­varp­inu að nöfn yrðu ekki lengur bundin kyni, ekki yrði gerður grein­ar­munur á eig­innöfnum og mill­i­nöfnum og tryggt væri að lög um manna­nöfn myndu ekki tak­marka per­sónu­frelsi fólks, til dæmis til að skil­greina sig.

Frum­varp­ið, sem fól í sér heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um manna­nöfn, var lagt fram af þing­mönnum Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata í fyrra­haust. Fyrsti flutn­ings­maður þess var Þor­steinn Víglunds­son. 

Það hafði áður verið lagt fram en ekki hlotið þing­lega með­ferð. Í sept­em­ber 2018 gekk það hins vegar til alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar og hefur verið þar til vinnslu síð­an. Nið­ur­staða þeirrar vinnu er nú komin fram í formi álits meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing

Telja æski­legt að lög­gjöf verði skoðuð nánar

Í álit­inu segir að við með­ferð máls­ins hafi almennt verið sam­hljómur á meðal gesta um að tíma­bært væri að end­ur­skoða lög um manna­nöfn og að þörf væri á að gera til­teknar breyt­ingar á lög­un­um, þar á meðal er varða hlut­verk manna­nafna­nefnd­ar, ákvæði um nafn­breyt­ingar og um karl­manns- og kven­mannsnöfn, mis­ræmi í heim­ild til að nota erlend nöfn á afkom­endur eftir því hvort um eig­in­nafn eða milli­nafn er að ræða og fleira.

Aftur á móti hafi komið fram sjón­ar­mið um að frum­varpið leiddi til nýrra og jafn­vel ófyr­ir­sjá­an­legra álita­efna. „Þá skorti í ein­hverjum til­vikum nán­ari útfærsla á fyr­ir­komu­lagi og/eða skýr­ingar í grein­ar­gerð um ástæður þess að ekki væri kveðið á um t.d. ráð­gjöf um nafn­gift, rit­hátt, röð nafna, mill­i­nöfn, manna­nafna­skrá eða ama­á­kvæði. Auk þess var nefnd­inni bent á mik­il­vægi þess að taka til­lit til íslenskrar tungu, íslensks mál­kerfis og íslenskrar nafna­hefð­ar.“

Með hlið­sjón af fram­an­greindu taldi meiri hlut­inn æski­legt að lög­gjöf á þessu sviði yrði skoðuð nán­ar. „Að því sögðu er það mat meiri hlut­ans að nálg­ast þurfi breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi manna­nafna og laga um manna­nöfn með öðrum hætti, þar sem ekki er skilið á milli manna­nafna og íslenskrar tungu að öðru leyti. Að auki er ekki hægt að full­yrða um afleið­ingar eða áhrif frum­varps­ins yrði það sam­þykkt. Meiri hlut­inn telur því ekki unnt að sam­þykkja frum­varp­ið.“

Undir meiri­hluta­á­litið skrifa Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður nefnd­ar­inn­ar, Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Andrés Ingi Jóns­son og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­menn Vinstri grænna, Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent