15 milljarða minni niðurskurður í fjármálaáætlun

Niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður minni en fyrri tillaga áætlaði.

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson
Auglýsing

Meiri­hluti fjár­laga­nefndar kynnti til­lögur sínar við fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í dag. Um er að ræða 28 millj­arða nið­ur­skurð í stað 43 millj­arða á næstu fimm árum. Þetta kom fram í færslu Ágústs Ólafar Ágústs­son­ar, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book í dag.

Ágúst Ólafur sagði meðal ann­ars að vinna stjórn­ar­and­stöð­unnar og Öryrkja­banda­lags­ins hafi skilað miklu og mis­munur upp­hæðar þess­arar til­lögu og fyrri vera 15 millj­arð króna minni nið­ur­skurður „sem öryrkjar, sjúkra­hús, fram­halds­skól­ar, lög­gæsla, hús­næð­is­stuðn­ingur ungs fólks og fleiri stoðir vel­ferð­ar­kerf­is­ins njóta góðs af á erf­iðum tím­um.“

Nið­ur­skurður þrástef nýrrar fjár­mála­á­ætl­unar

­Sam­kvæmt færsl­unni verður fram­lag til umhverf­is­mála lækkað um einn millj­arð í stað fyrir 1,4 millj­arð. Skorið verður einnig niður hjá fram­halds­skól­um, eða um 1,2 millj­arð króna.

Fram­lag til sjúkra­húsa verður lækkað um tvo millj­arða í stað 4,7 millj­arða, á meðan heilsu­gæslan og sér­fræði­að­stoð fá 1,5 millj­arða króna lækk­un, að því er kemur fram í færslu Ágústs Ólafar.

Skorið verður einnig í nýsköpun og rann­sókn­um, eða um 3,2 millj­arða króna, sem er meiri nið­ur­skurður en fyrri til­laga lagði til. Skorið verður einnig niður í sam­göngu­mál­um.

Auglýsing
Þar að auki verður skorið niður í mál­efnum aldr­aðra, þró­un­ar­sam­vinnu, menn­ingu og íþrótta­starfi, hús­næð­is­stuðn­ingi og hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Í færslu sinni á Face­book gagn­rýndi Ágúst að sam­dráttur í hag­kerf­inu lendi einna mest á öryrkj­um. „Við höldum alla­vega áfram að berj­ast fyrir rétt­lát­ara sam­fé­lagi og gegn því að und­ir­stöður vel­ferð­ar- og skóla­kerf­is­ins verði látin taka stærstu höggin vegna slæmrar hag­stjórnar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og versn­andi aðstæðna í hag­kerf­in­u,“ skrif­aði Ágúst Ólafur í lok færsl­unn­ar.Meiri­hluti fjár­laga­nefndar var rétt í þessu að kynna til­lögur sínar við fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar....

Posted by Ágúst Ólafur Ágústs­son on Wed­nes­day, June 19, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent