15 milljarða minni niðurskurður í fjármálaáætlun

Niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður minni en fyrri tillaga áætlaði.

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson
Auglýsing

Meiri­hluti fjár­laga­nefndar kynnti til­lögur sínar við fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í dag. Um er að ræða 28 millj­arða nið­ur­skurð í stað 43 millj­arða á næstu fimm árum. Þetta kom fram í færslu Ágústs Ólafar Ágústs­son­ar, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book í dag.

Ágúst Ólafur sagði meðal ann­ars að vinna stjórn­ar­and­stöð­unnar og Öryrkja­banda­lags­ins hafi skilað miklu og mis­munur upp­hæðar þess­arar til­lögu og fyrri vera 15 millj­arð króna minni nið­ur­skurður „sem öryrkjar, sjúkra­hús, fram­halds­skól­ar, lög­gæsla, hús­næð­is­stuðn­ingur ungs fólks og fleiri stoðir vel­ferð­ar­kerf­is­ins njóta góðs af á erf­iðum tím­um.“

Nið­ur­skurður þrástef nýrrar fjár­mála­á­ætl­unar

­Sam­kvæmt færsl­unni verður fram­lag til umhverf­is­mála lækkað um einn millj­arð í stað fyrir 1,4 millj­arð. Skorið verður einnig niður hjá fram­halds­skól­um, eða um 1,2 millj­arð króna.

Fram­lag til sjúkra­húsa verður lækkað um tvo millj­arða í stað 4,7 millj­arða, á meðan heilsu­gæslan og sér­fræði­að­stoð fá 1,5 millj­arða króna lækk­un, að því er kemur fram í færslu Ágústs Ólafar.

Skorið verður einnig í nýsköpun og rann­sókn­um, eða um 3,2 millj­arða króna, sem er meiri nið­ur­skurður en fyrri til­laga lagði til. Skorið verður einnig niður í sam­göngu­mál­um.

Auglýsing
Þar að auki verður skorið niður í mál­efnum aldr­aðra, þró­un­ar­sam­vinnu, menn­ingu og íþrótta­starfi, hús­næð­is­stuðn­ingi og hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Í færslu sinni á Face­book gagn­rýndi Ágúst að sam­dráttur í hag­kerf­inu lendi einna mest á öryrkj­um. „Við höldum alla­vega áfram að berj­ast fyrir rétt­lát­ara sam­fé­lagi og gegn því að und­ir­stöður vel­ferð­ar- og skóla­kerf­is­ins verði látin taka stærstu höggin vegna slæmrar hag­stjórnar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og versn­andi aðstæðna í hag­kerf­in­u,“ skrif­aði Ágúst Ólafur í lok færsl­unn­ar.Meiri­hluti fjár­laga­nefndar var rétt í þessu að kynna til­lögur sínar við fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar....

Posted by Ágúst Ólafur Ágústs­son on Wed­nes­day, June 19, 2019


Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent