15 milljarða minni niðurskurður í fjármálaáætlun

Niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður minni en fyrri tillaga áætlaði.

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson
Auglýsing

Meiri­hluti fjár­laga­nefndar kynnti til­lögur sínar við fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í dag. Um er að ræða 28 millj­arða nið­ur­skurð í stað 43 millj­arða á næstu fimm árum. Þetta kom fram í færslu Ágústs Ólafar Ágústs­son­ar, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book í dag.

Ágúst Ólafur sagði meðal ann­ars að vinna stjórn­ar­and­stöð­unnar og Öryrkja­banda­lags­ins hafi skilað miklu og mis­munur upp­hæðar þess­arar til­lögu og fyrri vera 15 millj­arð króna minni nið­ur­skurður „sem öryrkjar, sjúkra­hús, fram­halds­skól­ar, lög­gæsla, hús­næð­is­stuðn­ingur ungs fólks og fleiri stoðir vel­ferð­ar­kerf­is­ins njóta góðs af á erf­iðum tím­um.“

Nið­ur­skurður þrástef nýrrar fjár­mála­á­ætl­unar

­Sam­kvæmt færsl­unni verður fram­lag til umhverf­is­mála lækkað um einn millj­arð í stað fyrir 1,4 millj­arð. Skorið verður einnig niður hjá fram­halds­skól­um, eða um 1,2 millj­arð króna.

Fram­lag til sjúkra­húsa verður lækkað um tvo millj­arða í stað 4,7 millj­arða, á meðan heilsu­gæslan og sér­fræði­að­stoð fá 1,5 millj­arða króna lækk­un, að því er kemur fram í færslu Ágústs Ólafar.

Skorið verður einnig í nýsköpun og rann­sókn­um, eða um 3,2 millj­arða króna, sem er meiri nið­ur­skurður en fyrri til­laga lagði til. Skorið verður einnig niður í sam­göngu­mál­um.

Auglýsing
Þar að auki verður skorið niður í mál­efnum aldr­aðra, þró­un­ar­sam­vinnu, menn­ingu og íþrótta­starfi, hús­næð­is­stuðn­ingi og hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Í færslu sinni á Face­book gagn­rýndi Ágúst að sam­dráttur í hag­kerf­inu lendi einna mest á öryrkj­um. „Við höldum alla­vega áfram að berj­ast fyrir rétt­lát­ara sam­fé­lagi og gegn því að und­ir­stöður vel­ferð­ar- og skóla­kerf­is­ins verði látin taka stærstu höggin vegna slæmrar hag­stjórnar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og versn­andi aðstæðna í hag­kerf­in­u,“ skrif­aði Ágúst Ólafur í lok færsl­unn­ar.Meiri­hluti fjár­laga­nefndar var rétt í þessu að kynna til­lögur sínar við fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar....

Posted by Ágúst Ólafur Ágústs­son on Wed­nes­day, June 19, 2019


Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent