Tug milljarða aðlögun fram undan hjá ríkissjóði til að mæta samdrætti

Endurskoðuð fjármálaáætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að umfang þeirra ráðstafana sem þurfi að grípa til til að bæta afkomu ríkissjóðs vegna samdráttar geti numið sjö milljörðum króna á næsta ári og 25 milljörðum króna að þremur árum liðnum.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

End­ur­metnar afkomu­horfur hins opin­bera, bæði ríkis og sveit­ar­fé­laga, gera ráð fyrir að afkoma hins opin­bera – ríkis og sveit­ar­fé­laga – versni að óbreyttu um 40 til 46 millj­arða króna á ári. 

Höggið er mest á ríkið en ef ekk­ert verður að gert mun afkoma rík­is­sjóðs verða 35 millj­ónum krónum lak­ari í ár en fyrri afkomu­horfur gerðu ráð fyr­ir. Sama yrði upp á ten­ingnum á næsta ári.

Til að bregð­ast við þess­ari stöðu hefur Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagt fram til­lögu um breyt­ingu á fimm ára fjár­mála­stefnu stjórn­valda. Í henni segir að nauð­syn­legt verði að grípa til ráð­staf­ana til að bæta afkomu rík­is­sjóðs. Að óbreyttu megi gera ráð fyrir því að umfang slikra ráð­staf­ana geti numið um sjö millj­örðum króna á næsta ári til 25 millj­arða króna að þremur árum liðn­um. „Þannig end­ur­spegli afkomu­mark­mið end­ur­skoð­aðrar fjár­mála­á­ætl­unar lægri afkomu í ljósi breyttra efna­hags­horfa en jafn­framt það stefnumið stjórn­valda að rekstur rík­is­sjóðs fari ekki í halla við núver­andi aðstæð­ur.“

Auglýsing
Þetta þýðir að annað hvort þarf að skera niður um áður til­greinda upp­hæð í rík­is­rekstr­inum á tíma­bil­inu, afla nýrra tekna með til dæmis skatt­lagn­ingu eða fara bland­aða leið nið­ur­skurðar og nýrrar tekju­öfl­un­ar.

Þetta kemur fram í til­lögu um breyt­ingu á fjár­mála­stefnu sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra birti í gær.

WOW air og loðnu­brestur

Ástæður þess að end­ur­skoða þarf fjár­mála­á­ætl­un, sem þó var ein­ungis lögð fram í mars síð­ast­liðn­um, ætti að vera flestum aug­ljós. Gjald­þrot WOW air í lok mars, sem er lyk­il­breyta í að gert sé ráð fyrir ell­efu pró­sent fækkun ferða­manna á árinu 2019, er þar lyk­il­breyta ásamt algjörum afla­bresti í loðnu­veiðum sem mun leiða til 18 millj­arða króna minni útflutn­ings en árið 2018.

Þessi staða hefur leitt til þess að hag­vaxt­ar­spár hafa farið úr því að vera jákvæðar í að vera nei­kvæð­ar. Hag­stofa Íslands spáir nú 0,2 pró­sent sam­drætti á Íslandi í ár en Seðla­banki Íslands er enn svart­sýnni og spáir 0,4 pró­sent sam­drætti. Seðla­bank­inn hefur auk þess bent á, í frá­viks­grein­ingum í nýjasta hefti Pen­inga­mála, að frek­ari áföll í ferða­þjón­ustu og áhrif af útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu, geti aukið nei­kvæð áhrif umtals­vert á skömmum tíma.

  • Til­lagan um end­ur­skoðun fjár­mála­stefn­unn­ar, sem birt var í gær, tekur við af þess­ari þró­un. Helstu áherslur hennar eru að:
  • Aðhalds­stig opin­berra fjár­mála auki ekki á sam­drátt eða hjöðnun hag­vaxtar umfram þá aðlögun sem hag­kerfið er að ganga í gegn­um.  
  • Gerðar verði við­eig­andi afkomu­bæt­andi ráð­staf­anir til að varna því að halli mynd­ist á starf­semi hins opin­ber­a.  
  • Aðlögun stefn­unnar verði ekki það veiga­mikil að víkja þurfi tíma­bundið frá tölu­settum fjár­mála­reglum laga um opin­ber fjár­mál.  
  • Fellt verði inn í end­ur­skoð­aða fjár­mála­stefnu nokk­urt svig­rúm fyrir lak­ari fram­vindu í efna­hags­for­sendum en áætl­un­ar­gerðin er reist á, sem ekki verði gengið á af öðrum ástæð­u­m.  
  • Felldur verði inn í stefn­una ásetn­ingur um að ef efna­hags­fram­vindan verður hag­felld­ari en nú er spáð verði afgangur á afkomu auk­inn í sam­ræmi við auknar tekjur af meiri hag­vexti.

Aldrei betri aðstæður til að bregð­ast við

Í nið­ur­lagi grein­ar­gerðar sem fylgir áætl­un­inni er farið yfir að það sé nú ger­legt að bregð­ast við sam­drætti með hætti sem lík­ast til hefur aldrei áður verið í Íslands­sög­unni. Þ.e. að staða þjóð­ar­bús­ins sé svo sterk að hægt verði að stuðla að mjúkri lend­ingu og hraðri upp­risu inn í næsta hag­vaxt­ar­skeið. „Það að ger­legt sé að bregð­ast við erf­ið­ari aðstæðum en áður var miðað við án þess að afkoma hins opin­bera verði nei­kvæð er til marks um trausta stöðu þjóð­ar­bús­ins og þann innri styrk rík­is­fjár­mál­anna sem tek­ist hefur að byggja upp. Þær umbætur í hag­kerf­inu sem stjórn­völd hafa staðið fyrir á síð­ustu árum og miss­erum gera það að verkum að hag­kerfið og hið opin­bera eru mun betur í stakk búin en áður til að mæta tíma­bund­inni ágjöf.“

Auglýsing
Í grein­ar­gerð­inni er meðal ann­ars nefnt að fjár­mála­kerfið hafi verið end­ur­reist á heil­brigðum grunni og að það starfi nú eftir skýru reglu­verki. Þá hafi fjár­magns­höft verið afnum­in, rétt­indi í líf­eyr­is­sjóðum á opin­berum og á almennum vinnu­mark­aði hafi verið sam­ræmd, tollar og vöru­gjöld á iðn­að­ar­vörur verið felld niður og trygg­ing­ar­gjald á launa­stofn fyr­ir­tækja verið lækk­að. „Ný­verið hafa verið ákveðnar kostn­að­ar­samar ráð­staf­anir til að greiða fyrir kjara­samn­ingum á vinnu­mark­aði sem sam­rým­ast núver­andi stöðu atvinnu­lífs­ins og stuðla að efna­hags­legum stöð­ug­leika, öllum til hags­bóta, fremur en að raska hon­um. Tekju­skatt­ur, einkum á þá sem eru undir með­al­laun­um, hefur verið lækk­aður sam­hliða því að barna­bætur og greiðslur í fæð­ing­ar­or­lofi hafa verið hækk­að­ar. Það eykur ráð­stöf­un­ar­tekjur og lyftir undir eft­ir­spurn í hag­kerf­in­u.“

Þar segir einnig að sam­fellt og þrótt­mikið hag­vaxt­ar­skeið und­an­farin átta ár hafi skilað heim­il­unum meiri kaup­mátt­ar­aukn­ingu en dæmi séu um áður. „Heim­ili og fyr­ir­tæki hafa nýtt sér vaxt­ar­skeiðið til að lækka skuldir sínar svo um munar og hafa nú borð fyrir báru. Skuldir sem rík­is­sjóður axl­aði í tengslum við end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins hafa verið greiddar upp að fullu og aðrar skuldir vegna halla­rekst­urs í kjöl­far falls banka­kerf­is­ins hafa einnig verið lækk­aðar mik­ið. Við það og með end­ur­fjár­mögnun lána á langtum hag­stæð­ari kjörum en boð­ist hafa til þessa hefur vaxta­byrði rík­is­sjóðs lækkað til muna. Vegna þessa góða árang­urs er hið opin­bera nú í ágætri stöðu til að standa af sér tíma­bund­inn mót­vind á meðan hag­kerfið aðlag­ast breyttum skil­yrðum og fær við­spyrnu fyrir nýtt hag­vaxt­ar­skeið.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar