Tug milljarða aðlögun fram undan hjá ríkissjóði til að mæta samdrætti

Endurskoðuð fjármálaáætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að umfang þeirra ráðstafana sem þurfi að grípa til til að bæta afkomu ríkissjóðs vegna samdráttar geti numið sjö milljörðum króna á næsta ári og 25 milljörðum króna að þremur árum liðnum.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

End­ur­metnar afkomu­horfur hins opin­bera, bæði ríkis og sveit­ar­fé­laga, gera ráð fyrir að afkoma hins opin­bera – ríkis og sveit­ar­fé­laga – versni að óbreyttu um 40 til 46 millj­arða króna á ári. 

Höggið er mest á ríkið en ef ekk­ert verður að gert mun afkoma rík­is­sjóðs verða 35 millj­ónum krónum lak­ari í ár en fyrri afkomu­horfur gerðu ráð fyr­ir. Sama yrði upp á ten­ingnum á næsta ári.

Til að bregð­ast við þess­ari stöðu hefur Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagt fram til­lögu um breyt­ingu á fimm ára fjár­mála­stefnu stjórn­valda. Í henni segir að nauð­syn­legt verði að grípa til ráð­staf­ana til að bæta afkomu rík­is­sjóðs. Að óbreyttu megi gera ráð fyrir því að umfang slikra ráð­staf­ana geti numið um sjö millj­örðum króna á næsta ári til 25 millj­arða króna að þremur árum liðn­um. „Þannig end­ur­spegli afkomu­mark­mið end­ur­skoð­aðrar fjár­mála­á­ætl­unar lægri afkomu í ljósi breyttra efna­hags­horfa en jafn­framt það stefnumið stjórn­valda að rekstur rík­is­sjóðs fari ekki í halla við núver­andi aðstæð­ur.“

Auglýsing
Þetta þýðir að annað hvort þarf að skera niður um áður til­greinda upp­hæð í rík­is­rekstr­inum á tíma­bil­inu, afla nýrra tekna með til dæmis skatt­lagn­ingu eða fara bland­aða leið nið­ur­skurðar og nýrrar tekju­öfl­un­ar.

Þetta kemur fram í til­lögu um breyt­ingu á fjár­mála­stefnu sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra birti í gær.

WOW air og loðnu­brestur

Ástæður þess að end­ur­skoða þarf fjár­mála­á­ætl­un, sem þó var ein­ungis lögð fram í mars síð­ast­liðn­um, ætti að vera flestum aug­ljós. Gjald­þrot WOW air í lok mars, sem er lyk­il­breyta í að gert sé ráð fyrir ell­efu pró­sent fækkun ferða­manna á árinu 2019, er þar lyk­il­breyta ásamt algjörum afla­bresti í loðnu­veiðum sem mun leiða til 18 millj­arða króna minni útflutn­ings en árið 2018.

Þessi staða hefur leitt til þess að hag­vaxt­ar­spár hafa farið úr því að vera jákvæðar í að vera nei­kvæð­ar. Hag­stofa Íslands spáir nú 0,2 pró­sent sam­drætti á Íslandi í ár en Seðla­banki Íslands er enn svart­sýnni og spáir 0,4 pró­sent sam­drætti. Seðla­bank­inn hefur auk þess bent á, í frá­viks­grein­ingum í nýjasta hefti Pen­inga­mála, að frek­ari áföll í ferða­þjón­ustu og áhrif af útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu, geti aukið nei­kvæð áhrif umtals­vert á skömmum tíma.

  • Til­lagan um end­ur­skoðun fjár­mála­stefn­unn­ar, sem birt var í gær, tekur við af þess­ari þró­un. Helstu áherslur hennar eru að:
  • Aðhalds­stig opin­berra fjár­mála auki ekki á sam­drátt eða hjöðnun hag­vaxtar umfram þá aðlögun sem hag­kerfið er að ganga í gegn­um.  
  • Gerðar verði við­eig­andi afkomu­bæt­andi ráð­staf­anir til að varna því að halli mynd­ist á starf­semi hins opin­ber­a.  
  • Aðlögun stefn­unnar verði ekki það veiga­mikil að víkja þurfi tíma­bundið frá tölu­settum fjár­mála­reglum laga um opin­ber fjár­mál.  
  • Fellt verði inn í end­ur­skoð­aða fjár­mála­stefnu nokk­urt svig­rúm fyrir lak­ari fram­vindu í efna­hags­for­sendum en áætl­un­ar­gerðin er reist á, sem ekki verði gengið á af öðrum ástæð­u­m.  
  • Felldur verði inn í stefn­una ásetn­ingur um að ef efna­hags­fram­vindan verður hag­felld­ari en nú er spáð verði afgangur á afkomu auk­inn í sam­ræmi við auknar tekjur af meiri hag­vexti.

Aldrei betri aðstæður til að bregð­ast við

Í nið­ur­lagi grein­ar­gerðar sem fylgir áætl­un­inni er farið yfir að það sé nú ger­legt að bregð­ast við sam­drætti með hætti sem lík­ast til hefur aldrei áður verið í Íslands­sög­unni. Þ.e. að staða þjóð­ar­bús­ins sé svo sterk að hægt verði að stuðla að mjúkri lend­ingu og hraðri upp­risu inn í næsta hag­vaxt­ar­skeið. „Það að ger­legt sé að bregð­ast við erf­ið­ari aðstæðum en áður var miðað við án þess að afkoma hins opin­bera verði nei­kvæð er til marks um trausta stöðu þjóð­ar­bús­ins og þann innri styrk rík­is­fjár­mál­anna sem tek­ist hefur að byggja upp. Þær umbætur í hag­kerf­inu sem stjórn­völd hafa staðið fyrir á síð­ustu árum og miss­erum gera það að verkum að hag­kerfið og hið opin­bera eru mun betur í stakk búin en áður til að mæta tíma­bund­inni ágjöf.“

Auglýsing
Í grein­ar­gerð­inni er meðal ann­ars nefnt að fjár­mála­kerfið hafi verið end­ur­reist á heil­brigðum grunni og að það starfi nú eftir skýru reglu­verki. Þá hafi fjár­magns­höft verið afnum­in, rétt­indi í líf­eyr­is­sjóðum á opin­berum og á almennum vinnu­mark­aði hafi verið sam­ræmd, tollar og vöru­gjöld á iðn­að­ar­vörur verið felld niður og trygg­ing­ar­gjald á launa­stofn fyr­ir­tækja verið lækk­að. „Ný­verið hafa verið ákveðnar kostn­að­ar­samar ráð­staf­anir til að greiða fyrir kjara­samn­ingum á vinnu­mark­aði sem sam­rým­ast núver­andi stöðu atvinnu­lífs­ins og stuðla að efna­hags­legum stöð­ug­leika, öllum til hags­bóta, fremur en að raska hon­um. Tekju­skatt­ur, einkum á þá sem eru undir með­al­laun­um, hefur verið lækk­aður sam­hliða því að barna­bætur og greiðslur í fæð­ing­ar­or­lofi hafa verið hækk­að­ar. Það eykur ráð­stöf­un­ar­tekjur og lyftir undir eft­ir­spurn í hag­kerf­in­u.“

Þar segir einnig að sam­fellt og þrótt­mikið hag­vaxt­ar­skeið und­an­farin átta ár hafi skilað heim­il­unum meiri kaup­mátt­ar­aukn­ingu en dæmi séu um áður. „Heim­ili og fyr­ir­tæki hafa nýtt sér vaxt­ar­skeiðið til að lækka skuldir sínar svo um munar og hafa nú borð fyrir báru. Skuldir sem rík­is­sjóður axl­aði í tengslum við end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins hafa verið greiddar upp að fullu og aðrar skuldir vegna halla­rekst­urs í kjöl­far falls banka­kerf­is­ins hafa einnig verið lækk­aðar mik­ið. Við það og með end­ur­fjár­mögnun lána á langtum hag­stæð­ari kjörum en boð­ist hafa til þessa hefur vaxta­byrði rík­is­sjóðs lækkað til muna. Vegna þessa góða árang­urs er hið opin­bera nú í ágætri stöðu til að standa af sér tíma­bund­inn mót­vind á meðan hag­kerfið aðlag­ast breyttum skil­yrðum og fær við­spyrnu fyrir nýtt hag­vaxt­ar­skeið.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar