Ofurborgir að stinga af

Virtir hagfræðingar segja að hið opinbera verði að hugsa meira um þá þjóðfélagshópa sem verði útundan, á sama tíma og borgir stækki stöðugt og fjárfesting utan þeirra dregst saman.

Frá Seattle.
Frá Seattle.
Auglýsing

Í nýlegri grein Jon­athan Gru­ber og Simon John­son, fyrr­ver­andi aðal­hag­fræð­ings Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og pró­fess­ors við MIT háskóla, á Lin­kedin síðu þess síð­ar­nefnda, fjalla þeir um þær miklu breyt­ingar sem eru að verða í Banda­ríkj­un­um, þar sem þekk­ing­ar­brunnar sam­fé­laga hafa safn­ast saman í nokkrar ofur­borgir (Super cities) í strand­ríkj­un­um. 

Er þar meðal ann­ars átt við borgir eins og Seatt­le, New York, San Francisco og Boston.

Styrk­ing jað­ar­byggða

Flest stærstu fyr­ir­tækin hafa vaxið upp í strand­ríkjum á aust­ur- og vest­ur­strönd­inni, bestu háskól­arnir hafa þró­ast þar og vax­ið, og fjár­fest­ing er marg­falt meiri í þessum ofur­borgum en á öðrum svæð­u­m. 

Auglýsing

Í grein sinni færa þeir rök fyrir því, að þó að þessi þróun sé á margan hátt rök­rétt á tækni­væddri öld, þá geti hið opin­bera hagað sinni hag­stjórn þannig, að heild mann­fjöld­ans hagn­ist meira. Þannig meiri áhersla á stað­bundna stefnu­mót­un, meðal ann­ars á sviði inn­viða og mennt­un­ar, gert sam­fé­lögin mót­tæki­legri fyrir áskor­unum nútím­ans, þar sem meiri sjálf­virkni mun leysa manns­hönd­ina af hólmi. 

Hags­munir heild­ar­innar

Í grein­inni segja þegar Gru­ber og John­son að hag­stjórn, þar sem hugsað er meira um hags­muni heild­ar­inn­ar, snú­ist ekki síst um að virkja „Ein­stein fram­tíð­ar­inn­ar“, og gefa kyn­slóð­unum færi á því að láta ljós sitt skína. 

Þróun ofur­borg­anna, þar sem sog­ast hafa fjár­munir og þekk­ing, hafi líka á sér skugga­hlið­ar, þar sem breyt­ingar verða á fast­eigna­mörk­uð­um, þar sem hús­næð­is- og leigu­verð rjúki upp og valdi venju­legu fólki vand­ræð­um. Það flýji burt, og eigi í erf­ið­leik­um.

Áhersla á að styðja við svæði sem séu í vörn - ein­staka hverfi og sveit­ar­fé­lög - sé mik­il­væg í þessu sam­heng­i. 

Ofur­vöxtur og sam­dráttur

Hag­vöxtur í Banda­ríkj­unum hefur verið á bil­inu 2 til 4 pró­sent á ári, und­an­farin 5 ár, en algengt er að hag­kerfi stærstu borg­ar­svæð­anna séu að vaxa mun meira, eða á bil­inu 6 til 10 pró­sent, á meðan önnur svæði vaxa minna, eða glími jafn­vel við sam­drátt. 

Í grein­inni segja þeir Gru­ber og John­son að, mik­il­vægt sé - út frá hag­fræði­legu sjón­ar­horni - að efla hag­kerfi þeirra svæða sem séu að glíma við vanda­mál, til að tryggja það sem best að fólk með hæfi­leika og hug­myndir geti fengið tæki­færi á því að láta til sín taka í fram­tíð­inni. Ef ekk­ert verði að gert, get sam­fé­lögin molnað niður með til­heyr­andi glöt­uðum tæki­fær­um.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar