Jöklabréf verða ekki lengur leyfð

Útgáfa svokallaðra jöklabréfa verða ekki lengur leyfð eftir reglubreytingu frá Seðlabankanum sem tekur gildi á morgun. Heimilt hafði þó verið að gefa þau út síðan gjaldeyrishöftunum var aflétt í mars.

Svokölluð jöklabréf voru mjög vinsæl á árunum fyrir hrun
Svokölluð jöklabréf voru mjög vinsæl á árunum fyrir hrun
Auglýsing

Nýjar reglur um gjald­eyr­is­mál hjá Seðla­banka Íslands gerir það að verkum að útgáfa skulda­bréfa í íslenskum krónum erlendis verði ekki lengur heim­il. Regl­urnar voru birtar í dag en taka gildi á morg­un. 

Með aflétt­ingu gjald­eyr­is­hafta 14. Mars síð­ast­lið­inn voru tak­mark­anir á fjár­magns­hreyf­ingum og gjald­eyr­is­við­skiptum að mestu leyti felldar nið­ur. Síðan þá hafa heim­ili og fyr­ir­tæki getað stundað gjald­eyr­is­við­skipti, lán­töku og fjár­fest­ingar erlendis nokkurn veg­inn án hind­r­ana. 

Meðal ann­arra fjár­mála­gern­inga sem leyfðir voru með aflétt­ingu gjald­eyr­is­haft­anna var útgáfa skulda­bréfa í íslenskum krónum erlend­is, eða svo­kall­aðra jökla­bréfa. Bréfin voru mjög vin­sæl á árunum fyrir hrun og stuðl­uðu að mik­illi skuld­setn­ingu og  inn­streymi erlends gjald­eyr­is.

Auglýsing

Seðla­bank­inn telur því rétt að bregð­ast við áður en skamm­tímakrón­u­staða erlendra aðila bygg­ist up að nýju með til­heyr­andi þjóð­hags­legri og fjár­mála­legri áhættu. Reynslan hafi sýnt að fjár­magnsinn­flæði tengt útgáfu svo­kall­aðra jökla­bréfa gæti dregið úr áhrifa­mætti pen­inga­stefn­unn­ar. 

Vandi jökla­bréfa liggur í því að miðlun pen­inga­stefn­unnar yrði beint úr vaxtaf­ar­vegi um hinn ófyr­ir­sjá­an­lega geng­is­far­veg, sem geti ýtt undir geng­is­sveiflur íslensku krón­unnar og kynt undir ósjálf­bæra útlána­þenslu og eigna­verðs­hækk­un. 

Til þess að tryggja virkni bind­ing­ar­skyld­unnar eftir losun fjár­magns­hafta er reglum um gjald­eyr­is­mál breytt þannig að und­an­þága sem þær veita til afleiðu­við­skipta við fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi í áhættu­varna­skyni nái ekki til afleiðu­við­skipta vegna áhættu­varna í tengslum við skulda­bréfa­út­gáfur í íslenskum krónum erlend­is. 

Til við­bótar eru gerðar nokkrar breyt­ingar á regl­unum sem þrengja gild­is­svið und­an­þága sem veittar voru með aflétt­ingu gjald­eyr­is­haft­anna. Auk þess bæt­ast við ákvæði um til­kynn­ing­ar­skyldu fjár­mála­fyr­ir­tækja og ann­arra sem stunda fjár­magns­við­skipti til Seðla­banka Íslands um til­teknar fjár­magns­hreyf­ingar í inn­lendum og erlendum gjald­eyri.

Í til­kynn­ingu Seðla­bank­ans segir að regl­urnar taki gildi á morg­un, 27. Júní.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent