Fimmta mánuðinn í röð flýja sjóðsfélagar með húsnæðislánin sín frá lífeyrissjóðum til banka

Uppgreiðslur á húsnæðislánum hjá lífeyrissjóðum námu hærri upphæð en nokkru sinni áður í októbermánuði. Íslenskir viðskiptabankar hafa lánað tvisvar sinnum meira á fyrstu tíu mánuðum þessa árs en þeir gerðu allt árið í fyrra.

Byggingarsvæði
Auglýsing

Frá því í júní hefur átt sér stað flótti hús­næð­is­lán­tak­enda frá líf­eyr­is­sjóðum lands­ins og til við­skipta­bank­anna. Hann byrj­aði hægt. Í fyrsta mán­uði þessa tíma­bils dróg­ust útlán umfram upp­greiðslur saman um nokkur hund­ruð millj­ónir króna. Í júlí var sam­drátt­ur­inn vel á þriðja millj­arð króna. Í ágúst var hann tæp­lega fimm millj­arðar króna og í sept­em­ber um 3,5 millj­arðar króna. Sam­an­lagt greiddu sjóðs­fé­lagar upp lán fyrir um 13,7 millj­arða króna umfram ný útlán á þessum fjórum mán­uð­um.

Nýjar hag­tölur Seðla­banka Íslands , sem sýna stöðu líf­eyr­is­sjóða í lok októ­ber, voru birtar í morg­un. Þar kemur fram að sá mán­uður sló öll met þegar horft er til sam­dráttar í hús­næð­is­lánum til sjóðs­fé­laga. Alls dróg­ust útlán sjóð­anna saman um 8.955 millj­ónir króna í októ­ber­mán­uði. Það er mesta lækkun sem orðið hefur í einum mán­uði á útlána­safni líf­eyr­is­sjóða lands­ins frá því að Seðla­bank­inn fór að halda utan um, og birta opin­ber­lega, þær tölur í byrjun árs 2009.

Auglýsing
Fyrir júní­mánuð 2020 hafði það aldrei ger­st, sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem Seðla­bank­inn birt­ir, að upp­greiðslur líf­eyr­is­sjóðs­lána námu hærri fjár­­hæð en nýjar lán­tök­­ur.

Nú hefur það gerst fimm mán­uði í röð. 

Lágir vextir og hækk­andi verð­bólga

Langstærstur hluti þeirra lána sem greidd hafa verið upp á ofan­­greindu tíma­bili eru verð­­tryggð lán. Alls hafa sjóðs­fé­lagar í líf­eyr­is­­sjóðum greitt upp 24,7 millj­­arða króna af slíkum lánum umfram þau nýju lán sem hafa verið tek­in á þessu fimm mán­aða tíma­bil­i. 

Ástæða þessa eru tvær. Í fyrsta lagi hafa stýri­­vaxta­­lækk­­­anir Seðla­­banka Íslands (bank­inn lækk­­aði vexti niður í eitt pró­­sent í vor og svo niður í 0,75 pró­sent við síð­ustu vaxta­á­kvörð­un) leitt til þess að óverð­­­tryggðir hús­næð­is­lána­vextir þriggja stærstu bank­anna hafa hríð­­­lækk­­­að. Breyt­i­­­legir óverð­­­­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum Lands­­­­bank­ans eru nú til að mynda 3,3 pró­­­­sent. Hjá Íslands­banka eru þeir 3,4 pró­sent. Á sam­­­­­bæri­­­­­legum lánum hjá Arion banka eru vext­irnir 3,54 pró­­­­­sent. Í upp­­­­hafi árs í fyrra voru breyt­i­­­­legir óverð­­­­tryggðir vextir bank­anna á bil­inu sex til 6,6 pró­­­­sent. Þeir hafa því helm­ing­ast.

Við þessu hafa íslenskir lán­tak­endur brugð­ist með því að færa lánin sín þangað sem bestu kjörin eru. Sömu­leiðis hefur þessi mikla vaxta­lækk­un, sem þýðir ein­fald­lega að lánsfé er hún helm­ingi ódýr­ari en það var fyrir tæpum tveimur árum, hleypt miklu lífi í fast­eigna­mark­að­inn. 

Í öðru lagi hefur verð­­bólga farið vax­andi og mælist nú 3,5 pró­­sent. Íslenskir lán­tak­endur hafa sýnt það á síð­­­ustu árum að þeir hafi margir hverjir lært sína lexíu af banka­hrun­inu og er fljótir að skipta yfir í óverð­­tryggð lán þegar verð­­bólgan fer yfir mark­mið Seðla­­bank­ans, sem er 2,5 pró­­sent. Síð­ustu mán­uðir hafa ekki verið und­an­tekn­ing frá þeirri reglu.

Bank­arnir hafa lánað tvö­falt meira

Frá haustinu 2015 og fram á vor­daga 2020 þá kepptu við­skipta­bankar lands­ins ekki um hluta þeirra hús­næð­is­lán­tak­enda sem mynda íslenskan fast­eigna­mark­að. Þeir gátu boðið hærra láns­hlut­fall en líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, og náðu þannig til þeirra sem þurftu að skuld­setja sig meira til að eign­ast þak yfir höf­uð­ið, en vaxta­kjörin á lánum bank­anna voru í óra­fjar­lægð frá því sem stóð til boða hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um. 

Það hefur breyst. og breyst hratt, líkt og rakið var hér að ofan.

Á þessu ári nema ný útlán við­skipta­banka til heim­ila lands­ins umfram upp­greiðslur og umfram­greiðsl­ur, þar sem veð er tekið í fast­eign, alls um 260,5 millj­örðum króna. Til sam­an­burðar voru þau 128,2 millj­arðar króna allt síð­asta ár. Það þýðir að á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins 2020 hafa bank­arnir lánað tvisvar sinnum meira í hús­næð­is­lán til heim­ila en þeir gerðu allt árið í fyrra.

Ásóknin hefur öll verið í óverð­tryggð lán. Umfang nýrra slíkra er um 282 millj­arðar króna það sem af er ári, sem þýðir að meira hefur verið greitt upp af verð­tryggðum lánum en tekið af þeim. Tæp­lega 96 pró­sent allra óverð­tryggðu lán­anna hafa verið tekin á breyti­legum vöxt­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar