„Þurfum ekki að berja vaxtarófið með kaupum sisona“

Seðlabankastjóra þykir skilning skorta á peningahagfræði í litlum opnum hagkerfum í umræðum um það hvort bankinn sé að gera nóg til að lækka langtímavexti.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri sagði Ísland vera í annarri stöðu en önnur lönd þegar kemur að pen­inga­stefnu og þurfi þess vegna ekki að nýta sömu tæki og aðrir seðla­bankar hafa gert til að bregð­ast við núver­andi kreppu. Einnig segir hann ótækt að Seðla­bank­inn prenti pen­inga á sama tíma og hann grípur inn í á gjald­eyr­is­mark­aði, auk þess að hann missi ekki svefn þótt ein­hverjir við­skipta­bankar hækki vexti sína á lang­tíma­lán­um.

Þetta kom fram á fundi pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands, sem fór fram í morg­un. Á fund­inum var gerð grein fyrir lækkun stýri­vaxta bank­ans, en ákveðið var að lækka þá niður um 0,25 pró­sentu­stig og eru þeir því í 0,75 pró­sentum þessa stund­ina. 

Á fund­inum gaf Ásgeir sér tíma til að bregð­ast við þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um Seðla­bank­ann und­an­far­ið, en honum hafi þótt skorta skiln­ing á pen­inga­hag­fræði í litlum opnum hag­kerfum í þeirri umræðu.

Auglýsing

Sjóðs­stjórar hafa gagn­rýnt lítil kaup Seðla­bank­ans á rík­is­skulda­bréf­um, en hann hefur keypt innan við eitt pró­sent af þeim 150 millj­örðum sem hann sagð­ist vera til­bú­inn til að kaupa í svo­kall­aðri magn­bund­inni íhlutun (e. quantita­tive easing) til þess að halda lang­tíma­vöxtum niðri. Á síð­ustu mán­uðum hafa lang­tíma­vextir á rík­is­skulda­bréfum hækkað nokk­uð, en Íslands­banki hækk­aði í kjöl­farið vexti sína á löngum íbúða­lán­um. 

Seðla­bank­inn hafi aðra mögu­leika en önnur lönd

Ásgeir sagði hins vegar nokkrar ástæður vera að baki lít­illa kaupa rík­is­skulda­bréfa hjá bank­an­um. Í fyrsta lagi væri Ísland í annarri stöðu en önnur lönd, þar sem hér séu jákvæðir stýri­vextir og verð­bólga. Þessi staða valdi því að Seðla­bank­inn hafi aðra mögu­leika til að bregð­ast við efna­hags­sam­drætti heldur en aðrir seðla­bank­ar. Aðgerðum þeirra, til dæmis magn­bund­inni íhlutun og fram­sýnni leið­sögn, sé beitt eftir að stýri­vextir séu komnir í núll. 

„Það er þá mjög mik­il­vægt, þegar menn bera saman Seðla­banka Íslands við aðra seðla­banka, að þetta sé haft í huga. Við erum með jákvæða stýri­vexti, við erum enn með að ein­hverju leyti klass­ísk vanda­mál sem tengj­ast pen­ing­um. Þannig að ef við lækkum vexti, þá lækkum við stýri­vexti, eins og við gerðum núna. Við þurfum ekki að berja vaxtarófið með kaupum sisona, við erum í annarri stöð­u,“ sagði Ásgeir.

Geta ekki gefið með annarri og tekið með hinni

Seðla­banka­stjór­inn bætti einnig við að pen­inga­stefna í litlu opnu hag­kerfi, líkt og Ísland er, þurfi að taka mið af gjald­eyr­is­mark­aði þess. Á síð­ustu mán­uðum hafi Seðla­bank­inn þurft að beita inn­gripum á gjald­eyr­is­mark­aði til að halda geng­inu stöð­ugu, þar sem stórir erlendir fjár­festar hafi selt eignir sínar á Íslandi. Með inn­gripum Seðla­bank­ans hafi pen­ingar verið teknir úr umferð í hag­kerf­inu, sem Ásgeir segir að hafi þver­öfug áhrif en kaup Seðla­bank­ans á rík­is­skulda­bréf­um, sem væri ígildi pen­inga­prent­un­ar: 

„Að láta sér detta í hug að við förum að láta út krónur með annarri hendi til þess að taka á móti þeim með hinni á gjald­eyr­is­mark­aði, það gengur ekki upp.“

Eng­inn hér­aðs­brestur þótt bankar hækki vexti

Þar að auki minnt­ist Ásgeir á umfjöllun síð­ustu daga í kjöl­far þess að tveir við­skipta­bankar höfðu hækkað vexti sína á lánum sem séu með lengri vaxta­bind­ingu. Sam­kvæmt Ásgeiri er slíkt „eng­inn hér­aðs­brest­ur,“ þar sem ekki hefur verið neinn vandi fyrir Seðla­bank­ann að koma pen­inga­stefn­unni áfram inn á fast­eigna­mark­að­inn. „Ég skil ekki afhverju við ættum að missa yfir því,“ sagði seðla­banka­stjór­inn. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent