„Þurfum ekki að berja vaxtarófið með kaupum sisona“

Seðlabankastjóra þykir skilning skorta á peningahagfræði í litlum opnum hagkerfum í umræðum um það hvort bankinn sé að gera nóg til að lækka langtímavexti.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri sagði Ísland vera í annarri stöðu en önnur lönd þegar kemur að pen­inga­stefnu og þurfi þess vegna ekki að nýta sömu tæki og aðrir seðla­bankar hafa gert til að bregð­ast við núver­andi kreppu. Einnig segir hann ótækt að Seðla­bank­inn prenti pen­inga á sama tíma og hann grípur inn í á gjald­eyr­is­mark­aði, auk þess að hann missi ekki svefn þótt ein­hverjir við­skipta­bankar hækki vexti sína á lang­tíma­lán­um.

Þetta kom fram á fundi pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands, sem fór fram í morg­un. Á fund­inum var gerð grein fyrir lækkun stýri­vaxta bank­ans, en ákveðið var að lækka þá niður um 0,25 pró­sentu­stig og eru þeir því í 0,75 pró­sentum þessa stund­ina. 

Á fund­inum gaf Ásgeir sér tíma til að bregð­ast við þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um Seðla­bank­ann und­an­far­ið, en honum hafi þótt skorta skiln­ing á pen­inga­hag­fræði í litlum opnum hag­kerfum í þeirri umræðu.

Auglýsing

Sjóðs­stjórar hafa gagn­rýnt lítil kaup Seðla­bank­ans á rík­is­skulda­bréf­um, en hann hefur keypt innan við eitt pró­sent af þeim 150 millj­örðum sem hann sagð­ist vera til­bú­inn til að kaupa í svo­kall­aðri magn­bund­inni íhlutun (e. quantita­tive easing) til þess að halda lang­tíma­vöxtum niðri. Á síð­ustu mán­uðum hafa lang­tíma­vextir á rík­is­skulda­bréfum hækkað nokk­uð, en Íslands­banki hækk­aði í kjöl­farið vexti sína á löngum íbúða­lán­um. 

Seðla­bank­inn hafi aðra mögu­leika en önnur lönd

Ásgeir sagði hins vegar nokkrar ástæður vera að baki lít­illa kaupa rík­is­skulda­bréfa hjá bank­an­um. Í fyrsta lagi væri Ísland í annarri stöðu en önnur lönd, þar sem hér séu jákvæðir stýri­vextir og verð­bólga. Þessi staða valdi því að Seðla­bank­inn hafi aðra mögu­leika til að bregð­ast við efna­hags­sam­drætti heldur en aðrir seðla­bank­ar. Aðgerðum þeirra, til dæmis magn­bund­inni íhlutun og fram­sýnni leið­sögn, sé beitt eftir að stýri­vextir séu komnir í núll. 

„Það er þá mjög mik­il­vægt, þegar menn bera saman Seðla­banka Íslands við aðra seðla­banka, að þetta sé haft í huga. Við erum með jákvæða stýri­vexti, við erum enn með að ein­hverju leyti klass­ísk vanda­mál sem tengj­ast pen­ing­um. Þannig að ef við lækkum vexti, þá lækkum við stýri­vexti, eins og við gerðum núna. Við þurfum ekki að berja vaxtarófið með kaupum sisona, við erum í annarri stöð­u,“ sagði Ásgeir.

Geta ekki gefið með annarri og tekið með hinni

Seðla­banka­stjór­inn bætti einnig við að pen­inga­stefna í litlu opnu hag­kerfi, líkt og Ísland er, þurfi að taka mið af gjald­eyr­is­mark­aði þess. Á síð­ustu mán­uðum hafi Seðla­bank­inn þurft að beita inn­gripum á gjald­eyr­is­mark­aði til að halda geng­inu stöð­ugu, þar sem stórir erlendir fjár­festar hafi selt eignir sínar á Íslandi. Með inn­gripum Seðla­bank­ans hafi pen­ingar verið teknir úr umferð í hag­kerf­inu, sem Ásgeir segir að hafi þver­öfug áhrif en kaup Seðla­bank­ans á rík­is­skulda­bréf­um, sem væri ígildi pen­inga­prent­un­ar: 

„Að láta sér detta í hug að við förum að láta út krónur með annarri hendi til þess að taka á móti þeim með hinni á gjald­eyr­is­mark­aði, það gengur ekki upp.“

Eng­inn hér­aðs­brestur þótt bankar hækki vexti

Þar að auki minnt­ist Ásgeir á umfjöllun síð­ustu daga í kjöl­far þess að tveir við­skipta­bankar höfðu hækkað vexti sína á lánum sem séu með lengri vaxta­bind­ingu. Sam­kvæmt Ásgeiri er slíkt „eng­inn hér­aðs­brest­ur,“ þar sem ekki hefur verið neinn vandi fyrir Seðla­bank­ann að koma pen­inga­stefn­unni áfram inn á fast­eigna­mark­að­inn. „Ég skil ekki afhverju við ættum að missa yfir því,“ sagði seðla­banka­stjór­inn. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent