Engin símtöl til Namibíu

Engir fundir eða samtöl hafa átt sér stað á milli hérlendra ráðherra og namibískra stjórnmálamanna síðan Samherjamálið kom upp á yfirborðið fyrir rösku ári síðan, samkvæmt svörum ráðuneyta við fyrirspurnum Kjarnans.

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa ekki átt nein samskipti við namibíska ráðamenn frá því að Samherjamálið kom upp á yfirborðið.
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa ekki átt nein samskipti við namibíska ráðamenn frá því að Samherjamálið kom upp á yfirborðið.
Auglýsing

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa ekki átt nein samskipti við namibíska ráðamenn á því rúma ári sem liðið er frá því að ljóstrað var upp um vafasama viðskiptahætti Samherjasamstæðunnar í Namibíu. Engir fundir eða samtöl hafa átt sér stað á milli hérlendra ráðherra og namibískra stjórnmálamanna síðan þá, samkvæmt svörum ráðuneyta við fyrirspurnum Kjarnans.

Tilefni fyrirspurnanna var fréttaflutningur í norskum og namibískum fjölmiðlum um nýlegt símtal á milli Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs og Hage Geingob, forseta Namibíu, sem fram fór 22. október. 

Á meðal umræðuefna þar voru meðal annars yfirstandandi rannsóknir á Samherjamálinu, en Geingob Namibíuforseti þakkaði Solberg fyrir veitta samvinnu norskra löggæsluyfirvalda við rannsókn á málinu á namibískri grundu. 

Noregur tengist inn í málið þar sem norski bankinn DNB var viðskiptabanki Samherja þar til í lok síðasta árs. Í gegnum bankann fór hluti af þeim mútugreiðslum sem sjö menn í Namibíu, þeirra á meðal tveir fyrrverandi ráðherrar, hafa setið í gæsluvarðhaldi fyrir að þiggja frá því skömmu eftir að málið kom upp.

Auglýsing

Forseti Namibíu sagði Solberg í samtali þeirra að búið væri að vinna að úrbótum í namibískum sjávarútvegi og fullyrti að búið væri að sníða af vankanta sem hefðu verið misnotaðir í fortíðinni, samkvæmt lýsingu á símtalinu sem birt var á Facebook-síðu namibíska forsetaembættisins. 

Erna Solberg forsætisráðherra Noregs. Mynd: EPA

Þess má reyndar geta að sjálfstæð rannsóknarstofnun í Namibíu gaf á dögunum út skýrslu um stöðu namibískrar stjórnsýslu með tilliti til spillingarvarna og komst þar að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert búið að gera sem kæmi í veg fyrir að svipuð spillingarmál og „Fishrot“-skandallinn, eins og Samherjamálið er jafnan kallað á ensku, kæmu upp í landinu. Enn væri leyndarhula yfir störfum sjávarútvegsráðuneytisins, þvert á það sem boðað hefði verið.

Solberg sagði Noreg beita sér gegn spillingu á alþjóðavettvangi

Norski fjölmiðillinn Dagens Næringsliv fjallaði um símtalið á milli leiðtoganna fyrr í þessum mánuði og óskaði eftir svörum frá norska forsætisráðuneytinu um það hverju Erna Solberg hefði komið á framfæri í símtali við Geingob. Blaðafulltrúi ráðuneytisins svaraði því til að Solberg hefði sagt namibíska forsetanum að aðgerðir gegn spillingu væru í forgrunni í málefnavinnu Noregs á alþjóðasviðinu, meðal annars í sjávarútvegi. 

Blaðið spurði hvort sérstaklega hefði verið rætt um DNB en því vildi forsætisráðuneytið ekki svara. „Við höfum engu við að bæta umfram okkar fyrsta svar, við teljum að það nái vel yfir samtalið sem forsætisráðherrann átti við forseta Namibíu,“ hefur DN eftir fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins.

Hage Geingob forseti Namibíu. Mynd: EPA

Ísland og Noregur einu ríkin sem hafi reynst samvinnufús

Embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra rannsaka nú Samherjamálið hér á landi og hafa verið í samskiptum við namibísk yfirvöld í tengslum við rannsóknina.

Í nýlegri frétt í namibíska blaðinu New Era er haft eftir aðalrannsakanda namibísku spillingarlögreglunnar ACC að einungis íslensk og norsk yfirvöld hefðu verið samvinnufús í rannsókninni, en fjöldi annarra annarra landa, þar á meðal grannríkið Angóla, hefðu neitað beiðnum um liðsinni.
Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent