Engin símtöl til Namibíu

Engir fundir eða samtöl hafa átt sér stað á milli hérlendra ráðherra og namibískra stjórnmálamanna síðan Samherjamálið kom upp á yfirborðið fyrir rösku ári síðan, samkvæmt svörum ráðuneyta við fyrirspurnum Kjarnans.

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa ekki átt nein samskipti við namibíska ráðamenn frá því að Samherjamálið kom upp á yfirborðið.
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa ekki átt nein samskipti við namibíska ráðamenn frá því að Samherjamálið kom upp á yfirborðið.
Auglýsing

Ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands hafa ekki átt nein sam­skipti við namibíska ráða­menn á því rúma ári sem liðið er frá því að ljóstrað var upp um vafa­sama við­skipta­hætti Sam­herj­a­sam­stæð­unnar í Namib­íu. Engir fundir eða sam­töl hafa átt sér stað á milli hér­lendra ráð­herra og namibískra stjórn­mála­manna síðan þá, sam­kvæmt svörum ráðu­neyta við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans.

Til­efni fyr­ir­spurn­anna var frétta­flutn­ingur í norskum og namibískum fjöl­miðlum um nýlegt sím­tal á milli Ernu Sol­berg for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs og Hage Gein­gob, for­seta Namib­íu, sem fram fór 22. októ­ber. 

Á meðal umræðu­efna þar voru meðal ann­ars yfir­stand­andi rann­sóknir á Sam­herj­a­mál­inu, en Gein­gob Namib­íu­for­seti þakk­aði Sol­berg fyrir veitta sam­vinnu norskra lög­gæslu­yf­ir­valda við rann­sókn á mál­inu á namibískri grund­u. 

Nor­egur teng­ist inn í málið þar sem norski bank­inn DNB var við­skipta­banki Sam­herja þar til í lok síð­asta árs. Í gegnum bank­ann fór hluti af þeim mútu­greiðslum sem sjö menn í Namib­íu, þeirra á meðal tveir fyrr­ver­andi ráð­herr­ar, hafa setið í gæslu­varð­haldi fyrir að þiggja frá því skömmu eftir að málið kom upp.

Auglýsing

For­seti Namibíu sagði Sol­berg í sam­tali þeirra að búið væri að vinna að úrbótum í namibískum sjáv­ar­út­vegi og full­yrti að búið væri að sníða af van­kanta sem hefðu verið mis­not­aðir í for­tíð­inni, sam­kvæmt lýs­ingu á sím­tal­inu sem birt var á Face­book-­síðu namibíska for­seta­emb­ætt­is­ins. 

Erna Solberg forsætisráðherra Noregs. Mynd: EPA

Þess má reyndar geta að sjálf­stæð rann­sókn­ar­stofnun í Namibíu gaf á dög­unum út skýrslu um stöðu namibískrar stjórn­sýslu með til­liti til spill­ing­ar­varna og komst þar að þeirri nið­ur­stöðu að það væri ekk­ert búið að gera sem kæmi í veg fyrir að svipuð spill­ing­ar­mál og „Fis­hrot“-skandall­inn, eins og Sam­herj­a­málið er jafnan kallað á ensku, kæmu upp í land­inu. Enn væri leynd­ar­hula yfir störfum sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­is­ins, þvert á það sem boðað hefði ver­ið.

Sol­berg sagði Noreg beita sér gegn spill­ingu á alþjóða­vett­vangi

Norski fjöl­mið­ill­inn Dag­ens Nær­ingsliv fjall­aði um sím­talið á milli leið­tog­anna fyrr í þessum mán­uði og óskaði eftir svörum frá norska for­sæt­is­ráðu­neyt­inu um það hverju Erna Sol­berg hefði komið á fram­færi í sím­tali við Gein­gob. Blaða­full­trúi ráðu­neyt­is­ins svar­aði því til að Sol­berg hefði sagt namibíska for­set­anum að aðgerðir gegn spill­ingu væru í for­grunni í mál­efna­vinnu Nor­egs á alþjóða­svið­inu, meðal ann­ars í sjáv­ar­út­veg­i. 

Blaðið spurði hvort sér­stak­lega hefði verið rætt um DNB en því vildi for­sæt­is­ráðu­neytið ekki svara. „Við höfum engu við að bæta umfram okkar fyrsta svar, við teljum að það nái vel yfir sam­talið sem for­sæt­is­ráð­herr­ann átti við for­seta Namib­íu,“ hefur DN eftir fjöl­miðla­full­trúa ráðu­neyt­is­ins.

Hage Geingob forseti Namibíu. Mynd: EPA

Ísland og Nor­egur einu ríkin sem hafi reynst sam­vinnu­fús

Emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra rann­saka nú Sam­herj­a­málið hér á landi og hafa verið í sam­skiptum við namibísk yfir­völd í tengslum við rann­sókn­ina.

Í nýlegri frétt í namibíska blað­inu New Era er haft eftir aðal­rann­sak­anda namibísku spill­ing­ar­lög­regl­unnar ACC að ein­ungis íslensk og norsk yfir­völd hefðu verið sam­vinnu­fús í rann­sókn­inni, en fjöldi ann­arra ann­arra landa, þar á meðal grann­ríkið Angóla, hefðu neitað beiðnum um lið­sinni.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent