Ráðamönnum gengið erfiðlega að finna nýja bandamenn eftir að þeir gömlu hurfu á braut

Staða Íslands hefur gjörbreyst í alþjóðasamhengi, að því er fram kemur í Völundarhúsi utanríkismála, og segja má að ráðamönnum hafi gengið erfiðlega að finna nýja bandamenn eftir að þeir gömlu hurfu á braut eða að endurnýja tengslin við þá gömlu.

Stjórnarráðið
Auglýsing

Hvernig tryggir Ísland best fram­tíð­ar­hag­muni sína í alþjóða­sam­fé­lag­inu er umfjöll­un­ar­efnið í loka­þætti Völ­und­ar­húss utan­rík­is­mála Íslands. Í þætt­inum ræðir Baldur Þór­halls­son þátta­stjórn­andi og pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands við þau Höllu Hrund Loga­dóttur orku­mála­stjóra og aðjúnkt við Harvard háskóla og Björn Bjarna­son fyrr­ver­andi ráð­herra og höf­und ítar­legrar skýrsla um utan­rík­is­mál Íslands.

Í þætt­inum er meðal ann­ars rætt um helstu áskor­anir og tæki­færi sem Ísland stendur frammi fyrir í alþjóða­mál­um, hvernig íslenskum ráða­mönnum hafi gengið að feta sig í alþjóða­sam­fé­lag­inu frá lokum kalda stríðs­ins og hvort Ísland hafi tryggt sér banda­menn sem geta aðstoðað við að tryggja hags­muni sína.

Ríkir óvissa um utan­rík­is­stefn­una?

Fram kemur að allt frá lýð­veld­is­stofnun til loka kalda stríðs­ins hafi utan­rík­is­stefna Íslands þrjú skýr meg­in­mark­mið. Þau hafi falið í sér stækkun land­helg­inn­ar, þátt­töku í varn­ar­sam­vinnu Vest­ur­landa og bættan mark­aðs­að­gang fyrir sjáv­ar­af­urðir á erlenda mark­aði – einkum á mark­aði í Evr­ópu.

Auglýsing

Auk þessa hafi Ísland tekið þátt í nor­rænni sam­vinnu, verið í nánum efna­hags- og við­skipta­tengslum við Banda­ríkin og gengið til liðs við flestar alþjóða­stofn­anir sem settar voru á fót á eft­ir­stríðs­ár­unum – án þess þó að taka virkan þátt í þeim. Segja má að þessi skýru mark­mið utan­rík­is­stefn­unnar hafi reynst Íslend­ingum far­sæl. Nú sé hins vegar spurn­ingin hvort óvissa ríki um utan­rík­is­stefn­una og hvort íslenskir ráða­menn hafi náð að fóta sig í breyttri heims­mynd.

Baldur, Halla Hrund og Björn Mynd: Aðsend

Í þætt­inum kemur jafn­framt fram að staða Íslands hafi gjör­breyst og megi jafn­vel segja að ráða­mönnum hafi gengið erf­ið­lega að finna nýja banda­menn eftir að þeir gömlu hurfu á braut eða að end­ur­nýja tengslin við þá gömlu. Deilt sé um hvort leggja beri áherslu á tví­hliða sam­vinnu við ein­stök ríki, eins og Banda­rík­in, Kína og Rúss­land, eða fjöl­þjóða­sam­vinnu innan alþjóða­stofn­ana, eins og við Evr­ópu­sam­bandið og þátt­töku örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Einnig séu mjög skiptar skoð­anir uppi um það hvort Ísland geti staðið eitt og sér í alþjóða­sam­fé­lag­inu eða þurfi á skjóli alþjóða­stofn­ana eða ein­stakra ríkja að halda.

Ísland stendur frammi fyrir nýjum áskor­unum

Ágrein­ingur kemur fram í þætt­inum um stöðu Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu – mik­il­væg­asta mark­aðs­svæði lands­ins – og að sam­skiptin við Banda­ríkin virð­ist fyrst og fremst taka mið að sam­keppni Banda­ríkj­anna við Kína og Rúss­land. Banda­ríkin veiti Íslandi ekki lengur efna­hags­legt skjól og diplómat­íska aðstoð eða skjól í sam­fé­lagi þjóð­anna.

Þá standi Ísland einnig frammi fyrir nýjum áskor­unum í alþjóða­sam­fé­lag­inu eins og lofts­lags­vánni, netárásum, upp­lýs­inga­óreiðu og vax­andi flótta­manna­straumi. Áskor­unum sem verði að taka afstöðu til. Fyrir utan þetta sé svo spurn­ingin hvaða mála­flokkum Ísland vilji for­gangs­raða og hafa áhrif á í sam­fé­lagi þjóð­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent