Fara fram á að nýbyggingar í Mjóddinni verði ekki hærri en fimm hæðir

Margir íbúar í Neðra-Breiðholti mótmæla skilgreindri viðmiðunarhæð nýrrar byggðar í Mjódd og Norður-Mjódd í breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur. Íbúarnir segjast margir óttast að kvöldsól og útsýni muni heyra sögunni til, rísi háreist byggð á svæðinu.

Mjódd og Norður-Mjódd verða að óbreyttu skilgreind sem uppbyggingarsvæði þar sem ráð er gert fyrir að hús geti verið 5-8 hæðir. Íbúar í Neðra-Breiðholti eru ekki par sáttir við það.
Mjódd og Norður-Mjódd verða að óbreyttu skilgreind sem uppbyggingarsvæði þar sem ráð er gert fyrir að hús geti verið 5-8 hæðir. Íbúar í Neðra-Breiðholti eru ekki par sáttir við það.
Auglýsing

Fjöl­margir íbúar í Neðra-Breið­holti mót­mæla því að fyr­ir­huguð íbúa­byggð í Mjódd og Norð­ur­-­Mjódd verði að jafn­aði 5-8 hæðir og segja að um „stökk­breyt­ingu í byggða­mynstri“ og „for­sendu­brest í skipu­lagi“ væri að ræða verði aðal­skipu­lag Reykja­víkur sam­þykkt í þeirri mynd sem til­lögur gera ráð fyr­ir. Fara íbú­arnir fram á að við­mið­un­ar­hæð bygg­inga á svæð­inu verði ekki meiri en fimm hæð­ir.

Þetta má lesa í all­mörgum athuga­semdum sem bár­ust við upp­færslu á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar fram til árs­ins 2040, sem nú er til með­ferðar í stjórn­kerfi borg­ar­inn­ar. Athuga­semda­frestur við skipu­lags­breyt­ing­arnar var til 31. ágúst s.l. og fékk Kjarn­inn allar umsagnir og athuga­semdir afhentar fyrir skemmstu.

Umsagnir þeirra sem hafa áhyggjur af hæð byggð­ar­innar sem til stendur að rísi í Mjódd­inni, meðal ann­ars á hinum svo­kall­aða Garð­heimareit, eru margar sam­hljóða. Í þeim segir að áætluð mikil fjölgun íbúða frá núgild­andi heim­ildum aðal­skipu­lags sé stökk­breyt­ing á byggða­mynstri og for­sendu­brestur á því skipu­lagi sem eign­irnar sem standa ofar í hverf­inu séu hann­aðar út frá.

Vert er að taka fram að í gild­andi aðal­skipu­lagi Reykja­víkur er Mjóddin skil­greind sem svæði þar sem hús geti verið 9 hæðir eða hærri, sökum þess að dæmi eru um hús af þeirri hæð þar. En nú stendur til að byggja íbúð­ar­hús­næði á reitum í Mjódd­inni og þrátt fyrir að með upp­færðu aðal­skipu­lagi sé verið að lækka við­miðið á hæðum húsa á þessum slóðum niður í 5-8 hæðir virð­ast íbúar ótt­ast að sá hæð­ar­rammi verði nýttur til fulls er reit­irnir verða nánar útfærðir í deiliskipu­lagi.

Hug­myndir hafa verið viðr­aðar um yfir 700 íbúðir á hinum svo­kall­aða Garð­heimareit, sem er í eigu Haga. Borgin sjálf gerir ráð fyrir 800 nýjum íbúðum í Mjódd í nýj­ustu hús­næð­is­á­ætlun sinni.

Auglýsing

„Hæstu hús í Neðra-Breið­holti eru þrjár hæðir (fyrir utan eina und­an­tekn­ingu, Þang­bakka). Er það okkar mat að 5-8 hæða hús skerði útsýni og hafi mikil áhrif á skugga­varp á öll húsin í vest­ur­hluta hverf­is­ins. Hverfið var byggt þannig að lágreistu húsin eru neðst í jaðri Neðra-Breið­holts og þriggja hæða blokkir fyrir ofan þannig að allir hafa gott útsýni. Með því að byggja 5-8 hæða hús í Mjódd og Norð­ur­-­Mjódd er verið að fara gegn því góða skipu­lagi sem hverfið er þekkt fyr­ir. Húsin eru hönnuð út frá núgild­andi skipu­lagi þar sem útsýnis og kvöldsólar nýt­ur. Til­laga að bygg­ingu allt að 8 hæða sam­felldrar byggðar vestan við byggð­ina, með mögu­leika á 10 hæðum að hluta, er því for­sendu­brestur frá núver­andi skipu­lag­i,“ segir í fleiri en einni umsögn frá íbúum í Neðra-Breið­holti.

Skert gæði og virði hús­næðis

Í einni umsögn frá íbú­um, sem er að mestu sam­hljóða því sem segir hér að ofan, er sér­stak­lega fjallað um hvernig bygg­ing 8 hæða sam­felldrar byggðar vestan við byggð­ina myndi að mati íbú­anna rýra veru­lega gæði heim­ilis þeirra við Ósa­bakka. Íbú­arnir segja að þeir myndu í kjöl­far slíkrar upp­bygg­ingar ekki njóta sól­ar­ljóss nema mjög tak­mark­aðan hluta dags­ins og að það myndi draga úr gæðum og nota­gildi hús­næð­is­ins.

„Sömu­leiðis skerðir það útsýnið sem við njótum frá heim­ili okk­ar. Það yrði okkur einnig umtals­vert fjár­tjón þar sem slíkar fram­kvæmdir koma til með að hafa áhrif til lækk­unar á fast­eigna­verði hjá okkur sökum mik­illar skerð­ingar á gæðum sem hús­næðið skartar í dag sem er fjöldi sól­ar­stunda í stofu og bak­garði húss­ins og gott útsýni úr stof­unn­i,“ segir umsögn þess­ara íbúa.

Gengið í hús og nær allir skrif­uðu undir mót­mæli

Sam­kvæmt einni umsögn frá íbúum í hverf­inu var ráð­ist í und­ir­skrifta­söfnun á meðal íbúa í rað­hús­unum fyrir ofan Mjódd­ina og í vest­an­verðum Stekkj­um, gegn því að byggð yrði hærri en fimm hæðir í Mjódd­inni.

Þar segir að 96 pró­sent þeirra sem voru heima er und­ir­skrifta­söfn­unin fór fram hafi verið til­búin að skrifa undir mót­mæl­in, eða íbúar í 133 húsum af 147 sem voru heim­sótt.

Í sömu umsögn segir einnig að með jafn mik­illi fjölgun íbúða í hverf­inu og gert sé ráð fyrir muni álag á inn­viði aukast og er þar rætt um grunn­skóla og heilsu­gæslu, „svo ekki sé minnst á gatna­kerf­ið“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Fullorðna fólkið kann að telja og ætti ekki að þurfa jóladagatal
Jóladagatöl af ýmsu tagi hafa verið að festa sig í sessi á íslenskum markaði, rétt eins og afsláttardagar að bandarískri fyrirmynd. Prófessor í félagssálfræði segir fullorðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóladagatöl.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent