Fara fram á að nýbyggingar í Mjóddinni verði ekki hærri en fimm hæðir

Margir íbúar í Neðra-Breiðholti mótmæla skilgreindri viðmiðunarhæð nýrrar byggðar í Mjódd og Norður-Mjódd í breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur. Íbúarnir segjast margir óttast að kvöldsól og útsýni muni heyra sögunni til, rísi háreist byggð á svæðinu.

Mjódd og Norður-Mjódd verða að óbreyttu skilgreind sem uppbyggingarsvæði þar sem ráð er gert fyrir að hús geti verið 5-8 hæðir. Íbúar í Neðra-Breiðholti eru ekki par sáttir við það.
Mjódd og Norður-Mjódd verða að óbreyttu skilgreind sem uppbyggingarsvæði þar sem ráð er gert fyrir að hús geti verið 5-8 hæðir. Íbúar í Neðra-Breiðholti eru ekki par sáttir við það.
Auglýsing

Fjöl­margir íbúar í Neðra-Breið­holti mót­mæla því að fyr­ir­huguð íbúa­byggð í Mjódd og Norð­ur­-­Mjódd verði að jafn­aði 5-8 hæðir og segja að um „stökk­breyt­ingu í byggða­mynstri“ og „for­sendu­brest í skipu­lagi“ væri að ræða verði aðal­skipu­lag Reykja­víkur sam­þykkt í þeirri mynd sem til­lögur gera ráð fyr­ir. Fara íbú­arnir fram á að við­mið­un­ar­hæð bygg­inga á svæð­inu verði ekki meiri en fimm hæð­ir.

Þetta má lesa í all­mörgum athuga­semdum sem bár­ust við upp­færslu á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar fram til árs­ins 2040, sem nú er til með­ferðar í stjórn­kerfi borg­ar­inn­ar. Athuga­semda­frestur við skipu­lags­breyt­ing­arnar var til 31. ágúst s.l. og fékk Kjarn­inn allar umsagnir og athuga­semdir afhentar fyrir skemmstu.

Umsagnir þeirra sem hafa áhyggjur af hæð byggð­ar­innar sem til stendur að rísi í Mjódd­inni, meðal ann­ars á hinum svo­kall­aða Garð­heimareit, eru margar sam­hljóða. Í þeim segir að áætluð mikil fjölgun íbúða frá núgild­andi heim­ildum aðal­skipu­lags sé stökk­breyt­ing á byggða­mynstri og for­sendu­brestur á því skipu­lagi sem eign­irnar sem standa ofar í hverf­inu séu hann­aðar út frá.

Vert er að taka fram að í gild­andi aðal­skipu­lagi Reykja­víkur er Mjóddin skil­greind sem svæði þar sem hús geti verið 9 hæðir eða hærri, sökum þess að dæmi eru um hús af þeirri hæð þar. En nú stendur til að byggja íbúð­ar­hús­næði á reitum í Mjódd­inni og þrátt fyrir að með upp­færðu aðal­skipu­lagi sé verið að lækka við­miðið á hæðum húsa á þessum slóðum niður í 5-8 hæðir virð­ast íbúar ótt­ast að sá hæð­ar­rammi verði nýttur til fulls er reit­irnir verða nánar útfærðir í deiliskipu­lagi.

Hug­myndir hafa verið viðr­aðar um yfir 700 íbúðir á hinum svo­kall­aða Garð­heimareit, sem er í eigu Haga. Borgin sjálf gerir ráð fyrir 800 nýjum íbúðum í Mjódd í nýj­ustu hús­næð­is­á­ætlun sinni.

Auglýsing

„Hæstu hús í Neðra-Breið­holti eru þrjár hæðir (fyrir utan eina und­an­tekn­ingu, Þang­bakka). Er það okkar mat að 5-8 hæða hús skerði útsýni og hafi mikil áhrif á skugga­varp á öll húsin í vest­ur­hluta hverf­is­ins. Hverfið var byggt þannig að lágreistu húsin eru neðst í jaðri Neðra-Breið­holts og þriggja hæða blokkir fyrir ofan þannig að allir hafa gott útsýni. Með því að byggja 5-8 hæða hús í Mjódd og Norð­ur­-­Mjódd er verið að fara gegn því góða skipu­lagi sem hverfið er þekkt fyr­ir. Húsin eru hönnuð út frá núgild­andi skipu­lagi þar sem útsýnis og kvöldsólar nýt­ur. Til­laga að bygg­ingu allt að 8 hæða sam­felldrar byggðar vestan við byggð­ina, með mögu­leika á 10 hæðum að hluta, er því for­sendu­brestur frá núver­andi skipu­lag­i,“ segir í fleiri en einni umsögn frá íbúum í Neðra-Breið­holti.

Skert gæði og virði hús­næðis

Í einni umsögn frá íbú­um, sem er að mestu sam­hljóða því sem segir hér að ofan, er sér­stak­lega fjallað um hvernig bygg­ing 8 hæða sam­felldrar byggðar vestan við byggð­ina myndi að mati íbú­anna rýra veru­lega gæði heim­ilis þeirra við Ósa­bakka. Íbú­arnir segja að þeir myndu í kjöl­far slíkrar upp­bygg­ingar ekki njóta sól­ar­ljóss nema mjög tak­mark­aðan hluta dags­ins og að það myndi draga úr gæðum og nota­gildi hús­næð­is­ins.

„Sömu­leiðis skerðir það útsýnið sem við njótum frá heim­ili okk­ar. Það yrði okkur einnig umtals­vert fjár­tjón þar sem slíkar fram­kvæmdir koma til með að hafa áhrif til lækk­unar á fast­eigna­verði hjá okkur sökum mik­illar skerð­ingar á gæðum sem hús­næðið skartar í dag sem er fjöldi sól­ar­stunda í stofu og bak­garði húss­ins og gott útsýni úr stof­unn­i,“ segir umsögn þess­ara íbúa.

Gengið í hús og nær allir skrif­uðu undir mót­mæli

Sam­kvæmt einni umsögn frá íbúum í hverf­inu var ráð­ist í und­ir­skrifta­söfnun á meðal íbúa í rað­hús­unum fyrir ofan Mjódd­ina og í vest­an­verðum Stekkj­um, gegn því að byggð yrði hærri en fimm hæðir í Mjódd­inni.

Þar segir að 96 pró­sent þeirra sem voru heima er und­ir­skrifta­söfn­unin fór fram hafi verið til­búin að skrifa undir mót­mæl­in, eða íbúar í 133 húsum af 147 sem voru heim­sótt.

Í sömu umsögn segir einnig að með jafn mik­illi fjölgun íbúða í hverf­inu og gert sé ráð fyrir muni álag á inn­viði aukast og er þar rætt um grunn­skóla og heilsu­gæslu, „svo ekki sé minnst á gatna­kerf­ið“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent