Fara fram á að nýbyggingar í Mjóddinni verði ekki hærri en fimm hæðir

Margir íbúar í Neðra-Breiðholti mótmæla skilgreindri viðmiðunarhæð nýrrar byggðar í Mjódd og Norður-Mjódd í breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur. Íbúarnir segjast margir óttast að kvöldsól og útsýni muni heyra sögunni til, rísi háreist byggð á svæðinu.

Mjódd og Norður-Mjódd verða að óbreyttu skilgreind sem uppbyggingarsvæði þar sem ráð er gert fyrir að hús geti verið 5-8 hæðir. Íbúar í Neðra-Breiðholti eru ekki par sáttir við það.
Mjódd og Norður-Mjódd verða að óbreyttu skilgreind sem uppbyggingarsvæði þar sem ráð er gert fyrir að hús geti verið 5-8 hæðir. Íbúar í Neðra-Breiðholti eru ekki par sáttir við það.
Auglýsing

Fjöl­margir íbúar í Neðra-Breið­holti mót­mæla því að fyr­ir­huguð íbúa­byggð í Mjódd og Norð­ur­-­Mjódd verði að jafn­aði 5-8 hæðir og segja að um „stökk­breyt­ingu í byggða­mynstri“ og „for­sendu­brest í skipu­lagi“ væri að ræða verði aðal­skipu­lag Reykja­víkur sam­þykkt í þeirri mynd sem til­lögur gera ráð fyr­ir. Fara íbú­arnir fram á að við­mið­un­ar­hæð bygg­inga á svæð­inu verði ekki meiri en fimm hæð­ir.

Þetta má lesa í all­mörgum athuga­semdum sem bár­ust við upp­færslu á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar fram til árs­ins 2040, sem nú er til með­ferðar í stjórn­kerfi borg­ar­inn­ar. Athuga­semda­frestur við skipu­lags­breyt­ing­arnar var til 31. ágúst s.l. og fékk Kjarn­inn allar umsagnir og athuga­semdir afhentar fyrir skemmstu.

Umsagnir þeirra sem hafa áhyggjur af hæð byggð­ar­innar sem til stendur að rísi í Mjódd­inni, meðal ann­ars á hinum svo­kall­aða Garð­heimareit, eru margar sam­hljóða. Í þeim segir að áætluð mikil fjölgun íbúða frá núgild­andi heim­ildum aðal­skipu­lags sé stökk­breyt­ing á byggða­mynstri og for­sendu­brestur á því skipu­lagi sem eign­irnar sem standa ofar í hverf­inu séu hann­aðar út frá.

Vert er að taka fram að í gild­andi aðal­skipu­lagi Reykja­víkur er Mjóddin skil­greind sem svæði þar sem hús geti verið 9 hæðir eða hærri, sökum þess að dæmi eru um hús af þeirri hæð þar. En nú stendur til að byggja íbúð­ar­hús­næði á reitum í Mjódd­inni og þrátt fyrir að með upp­færðu aðal­skipu­lagi sé verið að lækka við­miðið á hæðum húsa á þessum slóðum niður í 5-8 hæðir virð­ast íbúar ótt­ast að sá hæð­ar­rammi verði nýttur til fulls er reit­irnir verða nánar útfærðir í deiliskipu­lagi.

Hug­myndir hafa verið viðr­aðar um yfir 700 íbúðir á hinum svo­kall­aða Garð­heimareit, sem er í eigu Haga. Borgin sjálf gerir ráð fyrir 800 nýjum íbúðum í Mjódd í nýj­ustu hús­næð­is­á­ætlun sinni.

Auglýsing

„Hæstu hús í Neðra-Breið­holti eru þrjár hæðir (fyrir utan eina und­an­tekn­ingu, Þang­bakka). Er það okkar mat að 5-8 hæða hús skerði útsýni og hafi mikil áhrif á skugga­varp á öll húsin í vest­ur­hluta hverf­is­ins. Hverfið var byggt þannig að lágreistu húsin eru neðst í jaðri Neðra-Breið­holts og þriggja hæða blokkir fyrir ofan þannig að allir hafa gott útsýni. Með því að byggja 5-8 hæða hús í Mjódd og Norð­ur­-­Mjódd er verið að fara gegn því góða skipu­lagi sem hverfið er þekkt fyr­ir. Húsin eru hönnuð út frá núgild­andi skipu­lagi þar sem útsýnis og kvöldsólar nýt­ur. Til­laga að bygg­ingu allt að 8 hæða sam­felldrar byggðar vestan við byggð­ina, með mögu­leika á 10 hæðum að hluta, er því for­sendu­brestur frá núver­andi skipu­lag­i,“ segir í fleiri en einni umsögn frá íbúum í Neðra-Breið­holti.

Skert gæði og virði hús­næðis

Í einni umsögn frá íbú­um, sem er að mestu sam­hljóða því sem segir hér að ofan, er sér­stak­lega fjallað um hvernig bygg­ing 8 hæða sam­felldrar byggðar vestan við byggð­ina myndi að mati íbú­anna rýra veru­lega gæði heim­ilis þeirra við Ósa­bakka. Íbú­arnir segja að þeir myndu í kjöl­far slíkrar upp­bygg­ingar ekki njóta sól­ar­ljóss nema mjög tak­mark­aðan hluta dags­ins og að það myndi draga úr gæðum og nota­gildi hús­næð­is­ins.

„Sömu­leiðis skerðir það útsýnið sem við njótum frá heim­ili okk­ar. Það yrði okkur einnig umtals­vert fjár­tjón þar sem slíkar fram­kvæmdir koma til með að hafa áhrif til lækk­unar á fast­eigna­verði hjá okkur sökum mik­illar skerð­ingar á gæðum sem hús­næðið skartar í dag sem er fjöldi sól­ar­stunda í stofu og bak­garði húss­ins og gott útsýni úr stof­unn­i,“ segir umsögn þess­ara íbúa.

Gengið í hús og nær allir skrif­uðu undir mót­mæli

Sam­kvæmt einni umsögn frá íbúum í hverf­inu var ráð­ist í und­ir­skrifta­söfnun á meðal íbúa í rað­hús­unum fyrir ofan Mjódd­ina og í vest­an­verðum Stekkj­um, gegn því að byggð yrði hærri en fimm hæðir í Mjódd­inni.

Þar segir að 96 pró­sent þeirra sem voru heima er und­ir­skrifta­söfn­unin fór fram hafi verið til­búin að skrifa undir mót­mæl­in, eða íbúar í 133 húsum af 147 sem voru heim­sótt.

Í sömu umsögn segir einnig að með jafn mik­illi fjölgun íbúða í hverf­inu og gert sé ráð fyrir muni álag á inn­viði aukast og er þar rætt um grunn­skóla og heilsu­gæslu, „svo ekki sé minnst á gatna­kerf­ið“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent