Aðstoðarmaður utanríkisráðherra skipaður varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES

Borgar Þór Einarsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2017, var tilnefndur sem varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES af íslenskum stjórnvöldum. Hann tekur við starfinu af fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar.

Borgar Þór Einarsson.
Borgar Þór Einarsson.
Auglýsing

Borgar Þór Ein­ars­son, aðstoð­ar­maður Guð­laugs Þórs Þórð­ars­sonar utan­rík­is­ráð­herra, hefur verið skip­aður til að taka við stöðu vara­fram­kvæmda­stjóra Upp­bygg­ing­ar­sjóðs EES í Brus­sel þann 1. jan­úar næst­kom­and­i. ­Stjórn sjóðs­ins tók ákvörðun um ráðn­ing­una eftir til­nefn­ingu íslenskra stjórn­valda. Borgar Þór tekur við stöð­unni af Árna Páli Árna­syni, fyrr­ver­andi for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem hefur verið í starf­inu síðan 2018. Hann var skip­aður í stjórn­ Eft­ir­lits­­stofn­unar EFTA (ESA) til næstu fjög­­urra ára í síð­ustu viku.

Borgar Þór mun fara með sam­skipti EFTA-­ríkj­anna í Evr­ópska efna­hags­svæð­inu; Íslands, Nor­egs og Liechten­stein, við við­töku­ríki sjóðs­ins í Suð­ur- og Aust­ur-­Evr­ópu.

Auglýsing
Hann er hæsta­rétt­ar­lög­maður en frá jan­úar 2017 hefur hann starfað sem aðstoð­ar­maður Guð­laugs Þór­s. Á árunum 2003-2004 var hann aðstoð­ar­maður mennta­mála­ráð­herra.

Mark­mið Upp­bygg­ing­ar­sjóðs EES er að draga úr efna­hags­legum og félags­legum ójöfn­uði á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu og stuðla að efl­ingu tví­hliða sam­starfs milli EES/EFTA-­ríkj­anna og við­töku­ríkj­anna fimmt­án: Búlgar­íu, Eist­lands, Grikk­lands, Kýp­ur, Lett­lands, Litá­ens, Möltu, Portú­gal, Pól­lands, Rúm­en­íu, Slóvak­íu, Sló­ven­íu, Króa­tíu, Tékk­lands og Ung­verja­lands.

Í til­kynn­ingu á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að Borgar Þór hafi lokið emb­ætt­is­prófi í lög­fræði frá laga­deild Háskóla Íslands árið 2004 með áherslu á þjóða­rétt. „Hann hefur víð­tæka reynslu af lög­fræði- og lög­manns­störfum í alþjóð­legum verk­efnum og hefur meðal ann­ars flutt mál fyrir EFTA-­dóm­stóln­um.  Borgar Þór var sjálf­stætt starf­andi lög­maður frá 2010 sem eig­andi hjá lög­manns­stof­unni OPUS og síðar CATO en þar áður starf­aði hann sem lög­fræð­ingur í Lands­bank­anum og lög­lærður full­trúi á lög­manns­stof­unni LEX. Hann var vara­for­maður Lög­manna­fé­lags Íslands 2012–2013.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent