Telja opnað fyrir óeðlilega mikið byggingarmagn við Ægisíðu 102

Íbúar í grenndinni við Ægisíðu 102, þar sem þjónustustöð N1 er í dag, telja að borgin sé að opna á of mikla uppbyggingu á lóðinni með breytingum á aðalskipulagi. Þeir furða sig einnig á að Festi hf. fái byggingaréttinn á lóðinni afhentan.

Við Ægisíðu 102 er í dag þjónustu- og bensínstöð á vegum N1.
Við Ægisíðu 102 er í dag þjónustu- og bensínstöð á vegum N1.
Auglýsing

Í breyt­ingum á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar fram til árs­ins 2040, sem þessa dag­ana bíða afgreiðslu borg­ar­yf­ir­valda, er verið að gera ýmsar breyt­ingar á stefnu borg­ar­innar um íbúða­byggð og skil­greina nýja reiti, marga hverja inni í grónum hverf­um, sem upp­bygg­ing­ar­reiti.

Nágrönnum eins slíks reits við Ægi­síðu 102 í vest­urbæ Reykja­víkur líst illa á áformin sem borgin hefur sett fram um við­mið upp­bygg­ingar á reitnum og ótt­ast að lóð­ar­haf­inn, Festi hf., muni láta skipu­leggja þar íbúða­byggð sem rími illa við umhverfi reits­ins, til að hámarka arð­semi bygg­ing­ar­reits­ins.

Íbú­arn­ir, sem sendu inn sam­eig­in­lega umsögn við skipu­lags­breyt­ingar borg­ar­innar undir lok ágúst­mán­að­ar, segj­ast mót­mæla því að sá rammi sé lagður upp í aðal­skipu­lag­inu að á reitn­um, sem er við Ægi­síðu 102 og hýsir í dag bens­ín­stöð N1, verði „heim­ilt að byggja allt að 5 hæða hús og/eða fleiri en 50 íbúð­ir“.

„Að okkar mati standa engar for­sendur til svo umfangs­mik­illar upp­bygg­ingar á þess­ari lóð, hvað sem líður almennum fyr­ir­vörum um að end­an­legar ákvarð­anir um bygg­ing­ar­magn o.fl. verði teknar í tengslum við gerð deiliskipu­lags,“ segir í umsögn íbú­anna, sem allir búa í næsta nágrenni og segja fleiri í grennd­inni deila áhyggjum þeirra af skil­grein­ingum reits­ins.

Íbú­arnir segja svæðið í kring ein­kenn­ast af einnar til tveggja hæða íbúða­húsum á fremur litlum lóðum og vísa í nýlega umfjöllun Kjarn­ans um lóðir bens­ín­stöðva sem Festi ætlar að skipu­leggja íbúa­byggð á sam­kvæmt sam­komu­lagi við borg­ar­yf­ir­völd.

Þar sagði auk ann­ars frá því að í fjár­festa­kynn­ingu Festis frá því í sumar hafi komið fram að bygg­ing­ar­magn á reitnum væri áætlað 13 til 15 þús­und fer­metr­ar, en sam­kvæmt sam­komu­lagi borg­ar­innar við Festi, sem und­ir­ritað var í maí, eru hug­myndir fyr­ir­tæk­is­ins um upp­bygg­ingu húsa sem verði á 2-4 hæð­um. Lóðin sem um ræðir er um 6.000 fer­metrar að flat­ar­máli.

„Við munum bara búa til deiliskipu­lag og selja bygg­ing­­ar­að­il­um, við erum ekki að fara í bygg­ing­­ar­brans­ann,“ sagði Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son for­stjóri Festis við Kjarn­ann um þessi áform og önnur á lóðum þar sem bens­ín­stöðvar munu víkja sam­kvæmt sam­komu­lagi við borg­ina.

Úr fjárfestakynningu Festi frá því í sumar.

Nágrannar lóð­ar­innar við Ægi­síðu segja í erindi sínu til borg­ar­innar að út frá sam­komu­lagi borg­ar­innar við Festi, aug­lýstri til­lögu um aðal­skipu­lagið og yfir­lýs­ingum for­stjóra Festis blasi við að ætl­unin sé að „full­nýta ítr­ustu heim­ildir til upp­bygg­ingar á lóð­inn­i“.

Furða sig á því að Festi fái bygg­ing­ar­rétt­inn

Auk þess sem íbú­unum hrýs hugur við því mikla bygg­ing­ar­magni sem fyr­ir­hugað er, sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu Festi, furða þeir sig á því að bygg­ing­ar­rétt­ur­inn á þessum reit, sem þeir áætla að sé rúm­lega millj­arðs króna virði, renni til Festis yfir höf­uð.

Auglýsing

„Það vekur furðu að þetta sé gert þegar haft er í huga að núgild­andi lóð­ar­leigu­samn­ingur Festi vegna Ægi­síðu 102 rennur út árið 2027. Í 6. gr. samn­ings­ins kemur fram að vilji borg­ar­stjórnin ekki að loknum leigu­tíma samn­ings­ins fram­lengja leigu­samn­ing­inn skuli hún greiða leigu­taka sann­virði mann­virkja sem á lóð­inni standa. Í þessu felst að Festi á engan rétt til lóð­ar­innar eftir árið 2027 og rekstri bens­ín­stöðvar þar sjálf­hætt nema vilji Reykja­vík­ur­borgar stæði til þess að fram­lengja samn­ing­inn,“ segja íbú­arn­ir.

Þeir bæta því við að með vísan til þessa hefði mátt ætla að borgin myndi að minnsta kosti setja lóð­ar­haf­anum við Ægi­síðu 102 „skýrar skorður varð­andi þá upp­bygg­ingu sem til álita geti þar kom­ið“ og gæta þannig almanna­hags­muna.

Íbú­arnir telja að Reykja­vík­ur­borg bæri að kynna sér­stak­lega fyrir íbúum vest­ur­bæjar sam­komu­lag sitt við Festi og útskýra hvernig borgin telji hags­munum hverf­is­ins best borgið með því að afhenda Festi skipu­lags­gerð og bygg­ing­ar­rétt vegna lóðar sem Reykja­vík­ur­borg muni hafa fullan umráða­rétt yfir eftir sex ár, gegn minni­háttar upp­gjöri við lóð­ar­hafa.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent