Telja opnað fyrir óeðlilega mikið byggingarmagn við Ægisíðu 102

Íbúar í grenndinni við Ægisíðu 102, þar sem þjónustustöð N1 er í dag, telja að borgin sé að opna á of mikla uppbyggingu á lóðinni með breytingum á aðalskipulagi. Þeir furða sig einnig á að Festi hf. fái byggingaréttinn á lóðinni afhentan.

Við Ægisíðu 102 er í dag þjónustu- og bensínstöð á vegum N1.
Við Ægisíðu 102 er í dag þjónustu- og bensínstöð á vegum N1.
Auglýsing

Í breyt­ingum á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar fram til árs­ins 2040, sem þessa dag­ana bíða afgreiðslu borg­ar­yf­ir­valda, er verið að gera ýmsar breyt­ingar á stefnu borg­ar­innar um íbúða­byggð og skil­greina nýja reiti, marga hverja inni í grónum hverf­um, sem upp­bygg­ing­ar­reiti.

Nágrönnum eins slíks reits við Ægi­síðu 102 í vest­urbæ Reykja­víkur líst illa á áformin sem borgin hefur sett fram um við­mið upp­bygg­ingar á reitnum og ótt­ast að lóð­ar­haf­inn, Festi hf., muni láta skipu­leggja þar íbúða­byggð sem rími illa við umhverfi reits­ins, til að hámarka arð­semi bygg­ing­ar­reits­ins.

Íbú­arn­ir, sem sendu inn sam­eig­in­lega umsögn við skipu­lags­breyt­ingar borg­ar­innar undir lok ágúst­mán­að­ar, segj­ast mót­mæla því að sá rammi sé lagður upp í aðal­skipu­lag­inu að á reitn­um, sem er við Ægi­síðu 102 og hýsir í dag bens­ín­stöð N1, verði „heim­ilt að byggja allt að 5 hæða hús og/eða fleiri en 50 íbúð­ir“.

„Að okkar mati standa engar for­sendur til svo umfangs­mik­illar upp­bygg­ingar á þess­ari lóð, hvað sem líður almennum fyr­ir­vörum um að end­an­legar ákvarð­anir um bygg­ing­ar­magn o.fl. verði teknar í tengslum við gerð deiliskipu­lags,“ segir í umsögn íbú­anna, sem allir búa í næsta nágrenni og segja fleiri í grennd­inni deila áhyggjum þeirra af skil­grein­ingum reits­ins.

Íbú­arnir segja svæðið í kring ein­kenn­ast af einnar til tveggja hæða íbúða­húsum á fremur litlum lóðum og vísa í nýlega umfjöllun Kjarn­ans um lóðir bens­ín­stöðva sem Festi ætlar að skipu­leggja íbúa­byggð á sam­kvæmt sam­komu­lagi við borg­ar­yf­ir­völd.

Þar sagði auk ann­ars frá því að í fjár­festa­kynn­ingu Festis frá því í sumar hafi komið fram að bygg­ing­ar­magn á reitnum væri áætlað 13 til 15 þús­und fer­metr­ar, en sam­kvæmt sam­komu­lagi borg­ar­innar við Festi, sem und­ir­ritað var í maí, eru hug­myndir fyr­ir­tæk­is­ins um upp­bygg­ingu húsa sem verði á 2-4 hæð­um. Lóðin sem um ræðir er um 6.000 fer­metrar að flat­ar­máli.

„Við munum bara búa til deiliskipu­lag og selja bygg­ing­­ar­að­il­um, við erum ekki að fara í bygg­ing­­ar­brans­ann,“ sagði Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son for­stjóri Festis við Kjarn­ann um þessi áform og önnur á lóðum þar sem bens­ín­stöðvar munu víkja sam­kvæmt sam­komu­lagi við borg­ina.

Úr fjárfestakynningu Festi frá því í sumar.

Nágrannar lóð­ar­innar við Ægi­síðu segja í erindi sínu til borg­ar­innar að út frá sam­komu­lagi borg­ar­innar við Festi, aug­lýstri til­lögu um aðal­skipu­lagið og yfir­lýs­ingum for­stjóra Festis blasi við að ætl­unin sé að „full­nýta ítr­ustu heim­ildir til upp­bygg­ingar á lóð­inn­i“.

Furða sig á því að Festi fái bygg­ing­ar­rétt­inn

Auk þess sem íbú­unum hrýs hugur við því mikla bygg­ing­ar­magni sem fyr­ir­hugað er, sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu Festi, furða þeir sig á því að bygg­ing­ar­rétt­ur­inn á þessum reit, sem þeir áætla að sé rúm­lega millj­arðs króna virði, renni til Festis yfir höf­uð.

Auglýsing

„Það vekur furðu að þetta sé gert þegar haft er í huga að núgild­andi lóð­ar­leigu­samn­ingur Festi vegna Ægi­síðu 102 rennur út árið 2027. Í 6. gr. samn­ings­ins kemur fram að vilji borg­ar­stjórnin ekki að loknum leigu­tíma samn­ings­ins fram­lengja leigu­samn­ing­inn skuli hún greiða leigu­taka sann­virði mann­virkja sem á lóð­inni standa. Í þessu felst að Festi á engan rétt til lóð­ar­innar eftir árið 2027 og rekstri bens­ín­stöðvar þar sjálf­hætt nema vilji Reykja­vík­ur­borgar stæði til þess að fram­lengja samn­ing­inn,“ segja íbú­arn­ir.

Þeir bæta því við að með vísan til þessa hefði mátt ætla að borgin myndi að minnsta kosti setja lóð­ar­haf­anum við Ægi­síðu 102 „skýrar skorður varð­andi þá upp­bygg­ingu sem til álita geti þar kom­ið“ og gæta þannig almanna­hags­muna.

Íbú­arnir telja að Reykja­vík­ur­borg bæri að kynna sér­stak­lega fyrir íbúum vest­ur­bæjar sam­komu­lag sitt við Festi og útskýra hvernig borgin telji hags­munum hverf­is­ins best borgið með því að afhenda Festi skipu­lags­gerð og bygg­ing­ar­rétt vegna lóðar sem Reykja­vík­ur­borg muni hafa fullan umráða­rétt yfir eftir sex ár, gegn minni­háttar upp­gjöri við lóð­ar­hafa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent