Páll lætur af störfum sem forstjóri Landspítala

Heilbrigðisráðherra hefur orðið við ósk Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala um að hann láti af starfi sínu. Páll lætur af embætti frá og með 11. október næstkomandi.

Páll Matthíasson forstjóri Landspítala lætur af störfum í næstu viku.
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala lætur af störfum í næstu viku.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur orðið við ósk Páls Matth­í­as­sonar for­stjóra Land­spít­ala um að hann láti af starfi sínu. Páll lætur af emb­ætti frá og með 11. októ­ber næst­kom­andi, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu.

Guð­laug Rakel Guð­jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri með­ferð­ar­sviðs Land­spít­ala, mun að beiðni ráð­herra taka við stöðu for­stjóra tíma­bundið til ára­móta, þar til skipað hefur verið í emb­ættið að nýju. Páll mun verða nýjum for­stjóra innan handar næstu mán­uði, sam­kvæmt því sem segir í til­kynn­ingu ráu­neyt­is­ins.

Páll hefur gegnt starfi for­stjóra Land­spít­ala í átta ár en þar á undan var hann í rúm fjögur ár fram­kvæmda­stjóri geðsviðs spít­al­ans.

Heil­brigð­is­ráð­herra þakkar Páli sam­starf­ið: „Land­spít­ali er risa­vax­inn vinnu­staður þar sem feng­ist er við öll flókn­ustu verk­efnin sem á reynir í heil­brigð­is­þjón­ustu við lands­menn. Það er gríð­ar­mikið verk­efni að stjórna þessum spít­ala við venju­legar aðstæð­ur, hvað þá við ein­hverjar erf­ið­ustu aðstæður sem hugs­ast getur eins og í heims­far­aldri,“ er haft eftir Svan­dís Svav­ars­dóttur í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Páli að þakk­læti sé honum efst í huga á þessum tíma­mót­um, gagn­vart starfs­fólki spít­al­ans og fjöl­mörgum sam­starfs­stofn­un­um:

„Spít­al­inn hefur aldrei verið öfl­ugri en nú með skýra heil­brigð­is­stefnu og reynsl­una af bar­átt­unni við heims­far­aldur í fartesk­inu. Framundan eru áskor­anir á næstu árum, sam­fara gríð­ar­legri upp­bygg­ingu sem þarf að hald­ast í hendur við trygga mönn­un. Á þessum tíma­punkti tel ég því við­eig­andi að nýr for­stjóri taki við stjórn spít­al­ans,“ er haft eftir Páli.

Guð­laug Rakel tekur við kefl­inu

Sem áður segir tekur Guð­laug Rakel Guð­jóns­dóttir við sem for­stjóri Land­spít­ala tíma­bundið til ára­móta. Hún hefur verið fram­kvæmda­stjóri með­ferð­ar­sviðs síðan haustið 2019.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir tekur við forstjórastöðu spítalans til áramóta.

Guð­laug Rakel er fædd árið 1961. Hún braut­skráð­ist sem hjúkr­un­ar­fræð­ingur árið 1986 og starf­aði sem slíkur í 10 ár. Í kjöl­farið sinnti hún ýmsum stjórn­un­ar­störf­um, meðal ann­ars í lyfja­geir­an­um, en einnig sem hjúkr­un­ar­for­stjóri á St. Jós­efs­spít­ala og sviðs­stjóri hjúkr­unar á Land­spít­ala.

Guð­laug Rakel hefur lokið MBA-gráðu og bætt við sig þekk­ingu í lýð­heilsu­vís­ind­um. Hún tók við starfi fram­kvæmda­stjóra bráða­sviðs við stofnun þess árið 2009 og gegndi síðan starfi fram­kvæmda­stjóra flæð­is­viðs frá 2014 til 2019.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent