Páll lætur af störfum sem forstjóri Landspítala

Heilbrigðisráðherra hefur orðið við ósk Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala um að hann láti af starfi sínu. Páll lætur af embætti frá og með 11. október næstkomandi.

Páll Matthíasson forstjóri Landspítala lætur af störfum í næstu viku.
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala lætur af störfum í næstu viku.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur orðið við ósk Páls Matth­í­as­sonar for­stjóra Land­spít­ala um að hann láti af starfi sínu. Páll lætur af emb­ætti frá og með 11. októ­ber næst­kom­andi, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu.

Guð­laug Rakel Guð­jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri með­ferð­ar­sviðs Land­spít­ala, mun að beiðni ráð­herra taka við stöðu for­stjóra tíma­bundið til ára­móta, þar til skipað hefur verið í emb­ættið að nýju. Páll mun verða nýjum for­stjóra innan handar næstu mán­uði, sam­kvæmt því sem segir í til­kynn­ingu ráu­neyt­is­ins.

Páll hefur gegnt starfi for­stjóra Land­spít­ala í átta ár en þar á undan var hann í rúm fjögur ár fram­kvæmda­stjóri geðsviðs spít­al­ans.

Heil­brigð­is­ráð­herra þakkar Páli sam­starf­ið: „Land­spít­ali er risa­vax­inn vinnu­staður þar sem feng­ist er við öll flókn­ustu verk­efnin sem á reynir í heil­brigð­is­þjón­ustu við lands­menn. Það er gríð­ar­mikið verk­efni að stjórna þessum spít­ala við venju­legar aðstæð­ur, hvað þá við ein­hverjar erf­ið­ustu aðstæður sem hugs­ast getur eins og í heims­far­aldri,“ er haft eftir Svan­dís Svav­ars­dóttur í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Páli að þakk­læti sé honum efst í huga á þessum tíma­mót­um, gagn­vart starfs­fólki spít­al­ans og fjöl­mörgum sam­starfs­stofn­un­um:

„Spít­al­inn hefur aldrei verið öfl­ugri en nú með skýra heil­brigð­is­stefnu og reynsl­una af bar­átt­unni við heims­far­aldur í fartesk­inu. Framundan eru áskor­anir á næstu árum, sam­fara gríð­ar­legri upp­bygg­ingu sem þarf að hald­ast í hendur við trygga mönn­un. Á þessum tíma­punkti tel ég því við­eig­andi að nýr for­stjóri taki við stjórn spít­al­ans,“ er haft eftir Páli.

Guð­laug Rakel tekur við kefl­inu

Sem áður segir tekur Guð­laug Rakel Guð­jóns­dóttir við sem for­stjóri Land­spít­ala tíma­bundið til ára­móta. Hún hefur verið fram­kvæmda­stjóri með­ferð­ar­sviðs síðan haustið 2019.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir tekur við forstjórastöðu spítalans til áramóta.

Guð­laug Rakel er fædd árið 1961. Hún braut­skráð­ist sem hjúkr­un­ar­fræð­ingur árið 1986 og starf­aði sem slíkur í 10 ár. Í kjöl­farið sinnti hún ýmsum stjórn­un­ar­störf­um, meðal ann­ars í lyfja­geir­an­um, en einnig sem hjúkr­un­ar­for­stjóri á St. Jós­efs­spít­ala og sviðs­stjóri hjúkr­unar á Land­spít­ala.

Guð­laug Rakel hefur lokið MBA-gráðu og bætt við sig þekk­ingu í lýð­heilsu­vís­ind­um. Hún tók við starfi fram­kvæmda­stjóra bráða­sviðs við stofnun þess árið 2009 og gegndi síðan starfi fram­kvæmda­stjóra flæð­is­viðs frá 2014 til 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent