Akkeri gataði eldgamla olíuleiðslu

Kalifornía var eitt sinn mikið olíuríki en nú eru aðeins leifar að þeirri vinnslu stundaðar í hafinu úti fyrir ströndinni. Leiðslurnar eru áratuga gamlar og ítrekað verið bent á að þær séu tifandi tímasprengjur. Og nú er ein þeirra sprungin.

Strandir við sunnanverða Kaliforníu eru lokaðar vegna olíumengunar.
Strandir við sunnanverða Kaliforníu eru lokaðar vegna olíumengunar.
Auglýsing

Dauða fiska og fugla tók að reka á fjörur við Santa Bar­bara í Kali­forníu um helg­ina. Hreins­un­ar­starf hófst þegar í stað enda ljóst að leki hafði kom­ist að olíu­leiðslu úti fyrir strönd­inni og að hann var mik­ill. Nú er talið að í það minnsta 600 þús­und lítrar af hrá­olíu hafi farið í Kyrra­hafið og að áhrifin á hið við­kvæma líf­ríki þess og vot­lendi strand­ar­innar eigi eftir að verða mik­il.

Lek­inn hefur orðið til þess að vekja enn eitt ákallið um að olíu­vinnslu úti fyrir Kali­forníu verið hætt. Leiðslan sem um ræðir flytur hrá­olíu sem unnin er á bor­p­alli fyr­ir­tæk­is­ins Amplify Energy í Long Beach. Þrátt fyrir að olíu- og gasverð hafi hækkað síð­ustu miss­eri er fyr­ir­tækið í kröggum enda vinnsla á þessum slóðum ekki talin arð­bær til fram­tíð­ar. Hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu hrundu svo hratt við tíð­indin og lækk­uðu um 44 pró­sent í miklum við­skiptum í gær, mánu­dag.

Auglýsing

Olíu­leiðslan er yfir fjöru­tíu ára gömul en sér­fræð­ingar benda á að end­ing­ar­tími þeirra sé yfir­leitt ekki lengri en 25 ár. Rann­sókn á lek­anum mun því m.a. bein­ast að því hvort að Amplify Energy hafi sinnt nauð­syn­legu við­haldi á henni. Þekkt er að jarð­skorpu­hreyf­ingar sem eru tíðar á þessum slóðum geti valdið skemmdum á olíu­leiðsl­um. Þær geta a.m.k. veikt þær en þessi til­tekni leki er hins vegar rak­inn til mann­anna verka. Talið er, að minnsta kosti núna og áður en loka­nið­ur­staða rann­sóknar liggur fyr­ir, að akk­eri flutn­inga­skips hafi gert gat á leiðsl­una.

Umfangsmikið hreinsunarstarf stendur yfir. Mynd: EPA

Vegna flösku­hálsa í flutn­ingum varn­ings um víða ver­öld hafa tugir gáma­flutn­inga­skipa þurft að bíða utan við hafnir Kali­forníu eftir að röðin komi að þeim. Þau hafa því varpað akk­erum og lík­lega hefur eitt þeirra hafnað í olíu­leiðsl­unni með fyrr­greindum afleið­ing­um.

Íbúar segj­ast hafa fundið olíufnyk í lofti þegar á föstu­dag. Margir til­kynntu lykt­ina til yfir­valda en töldu lítið hafa verið aðhafst fyrr en olíu­brák fór að sjást í nokk­urra kíló­metra fjar­lægð frá strönd­inni á laug­ar­dag. For­stjóri Amplify Energy hafnar því að til­kynn­ingar um olíu­lykt hafi borist fyrir helgi en slökkvi­liðs­stjór­inn í Newport Beach segir hins vegar að margar til­kynn­ingar hafi streymt inn bæði á fimmtu­dag og föstu­dag. Hins vegar sagði hann slíkar til­kynn­ingar ekki óal­gengar og að form­leg til­kynn­ing um olíu­leka hafi ekki borist fyrr en um miðjan dag á laug­ar­dag.

Auglýsing

Hvað var gert þegar til­kynn­ingar um olíu­lykt fóru að ber­ast yfir­völdum verður eitt þeirra atriða sem verða rann­sökuð að sögn lög­regl­unnar í Orange County. Sam­kvæmt til­kynn­ingu hennar höfðu sjó­far­endur einnig vakið athygli yfir­valda á olíu­brák aðfara­nótt laug­ar­dags­ins.

Enn eitt atriðið sem er gagn­rýnt er að um leið og stað­festar fréttir af olíu­leka bár­ust sendi Amplify Energy sjálft kaf­ara á vett­vang til að rann­saka hvaðan lek­inn væri að koma. Sak­sókn­ari í Orange County segir þetta ekki rétt vinnu­brögð og að slík rann­sókn ætti alltaf að fara fram í sam­ráði við strand­gæsl­una. „Fyr­ir­tækið á ekki að leiða eigin rann­sókn á [ol­íu­leka] sem mun kosta okkur millj­ónir doll­ara og eyði­legg­ingu á umhverf­in­u,“ hefur Reuters frétta­stofan eftir sak­sókn­ar­anum Todd Spitz­er.

Olían hefur þegar breiðst út, þrátt fyrir umfangs­mikið hreins­un­ar­starf, og sést í fjörum á stóru svæði, m.a. við bæinn Hunt­ington Beach, sem er einn vin­sæl­asti staður Banda­ríkj­anna til að fara á brim­bretti. „Allir eru að spyrja sig hvernig þetta gat eig­in­lega ger­st?“ segir brim­bretta­kapp­inn Marty Kish í sam­tali við Reuters.

Fjöður flýtur ofan á olíumenguðum sjónum undan ströndum Kaliforníu. Mynd: EPA

Eitt af því sem vekur mestan ugg er að olían gæti kom­ist inn í Magnoli­a-vot­lendið sem hefur notið verndar frá árinu 2008 eftir að fjár­sterkur einka­að­ili keypti það. Þar er að finna um 90 fugla­teg­und­ir, þar af um tíu sem eru í útrým­ing­ar­hættu.

Enn er borað eftir olíu og gasi á 23 stöðum úti fyrir ströndum Kali­forn­íu. Amplify Engery rekur þar þrjá bor­p­alla. Orku­fyr­ir­tækin hafa frá því á fimmta ára­tug síð­ustu aldar byggt um 64 þús­und kíló­metra af olíu- og gasleiðslum í haf­inu við Banda­rík­in. Margar þeirra eru komnar vel til ára sinna. Fyrr á þessu ári benti eft­ir­lits­stofnun (Goverment Accounta­bility Office, GAO) á að reglu­verki í kringum þessa inn­viði væri ábóta­vant. „Eftir því sem leiðsl­urnar eld­ast eykst hætta á skemmdum á þeim vegna aur­skriða og rofs á sjáv­ar­botn­i.“

Draga verður úr notkun jarð­efna­elds­neytis

Damon Nogami sem starfar hjá umhverf­is­sam­tök­unum Natural Reso­urce Defense Council, segir að auð­veld­lega hefði hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta meng­un­ar­slys. „Þetta eru ham­far­ir. Ég held að allir ættu að verða brjál­aðir yfir þessu.“ Hann segir að nú verði ríki heims að gyrða sig í brók og koma í veg fyrir að þetta ger­ist aft­ur. Lang­tíma­lausnin felist í því að draga úr notkun jarð­efna­elds­neyt­is. Þangað til það ger­ist verði að styrkja eft­ir­lit, bæta reglu­verk og draga þá sem valda meng­un­ar­slysum af þessu tagi til ábyrgð­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent