Formaður Samfylkingar segir Vinstri græn og Framsókn ná meiri árangri í minnihlutastjórn

Logi Einarsson segir að fleiri mynstur séu í stöðunni en áframhaldandi ríkisstjórn. Vel sé hægt að styrkja hugmynd um myndun minnihlutastjórnar sem studd sé af Pírötum með aðkomu fleiri flokka.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir það vera nokkuð ljóst að Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur, sem hafi keyrt kosn­inga­bar­áttu sína á áþekkum málum og Sam­fylk­ing­in, ættu að íhuga það alvar­lega í hvers konar rík­is­stjórn þeir eru lík­leg­astir að ná árangri með þau mál sem flokk­arnir segj­ast brenna fyr­ir. „Ég tel það nokkuð ljóst að þau nái fram fleirum af sínum hjart­ans málum í öðru sam­starfi en nú er á teikni­borð­in­u.“ 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book sem Logi birti í gær. 

Nú eru sagðar fréttir af því að rík­is­stjórn gæti verið í burð­ar­liðn­um, en að gert sé ráð fyrir að...

Posted by Logi Ein­ars­son on Monday, Oct­o­ber 4, 2021

Þar segir Logi að nú væru sagðar fréttir af því að rík­is­stjórn gæti verið í burð­ar­liðn­um, en að gert sé ráð fyrir að rík­is­stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður taki nokkrar vik­ur. „Vænt­an­lega stafar það af því að him­inn og haf skilur flokk­ana að í veiga­miklum mál­u­m.“

Ljóst sé að mati Loga að fleiri mynstur séu í stöð­unni en áfram­hald­andi sam­starf Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks og vísar þar í orð Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­manns Pírata, í Silfr­inu um helg­ina um að sá flokkur sé til­bú­inn að styðja minni­hluta­stjórn Fram­sókn­ar, Vinstri-grænna og Sam­fylk­ing­ar. Hann segir vel mögu­legt að styrkja þá hug­mynd enn frekar með aðkomu fleiri flokka. „Meðal þeirra eru verk­efnin sem að ég tel mik­il­væg­ustu verk­efnið framund­an; Að auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu, styrkja opin­bera heil­brigð­is­þjón­ustu ásamt því að blása til djarfrar sóknar í lofts­lags­mál­u­m.“

Reynt að setja aðra hug­mynd á borðið

Sam­an­lagt eru Fram­sókn­ar­flokk­ur, Vinstri græn og Sam­fylk­ingin með 27 þing­­menn en ef sex þing­­menn Pírata bæt­­ast við þá yrðu 33 þing­­menn á bak­við slíka rík­­is­­stjórn gegn 30 sem myndu standa gegn henni. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þessi hug­­mynd hafi verið rædd umtals­vert innan Sam­­fylk­ingar og Pírata sem sá val­­kostur sem Fram­­sókn­­ar­­flokki og Vinstri grænum standi til boða kjósi flokk­­arnir ekki að end­­ur­nýja stjórn­­­ar­­sam­­starf­ið.

Auglýsing
Til greina kemur að reyna að fá Flokk fólks­ins til að styðja einnig við minn­i­hluta­­stjórn­­ina gegn því að ná saman við hann um helsta kosn­­inga­­mál hans, bætta grunn­fram­­færslu við­­kvæmra og jað­­ar­­settra hópa á Íslandi. Þá myndi fjöldi þeirra þing­­manna sem styddi minn­i­hluta­­stjórn­­ina fara í 39.

Innan bæði Fram­­sókn­­ar­­flokks og Vinstri grænna hefur verið fyr­ir­vari á stjórn­­­ar­­sam­­starfi við Pírata af ýmsum ástæðum og með þess­­ari lausn er hægt að kom­­ast fram­hjá því skil­yrði Pírata að þátt­­taka í rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfi velti á því að ný stjórn­­­ar­­skrá verði inn­­­leidd á næsta kjör­­tíma­bil­i. 

Með 33 þing­­menn á bak­við minn­i­hluta­­stjórn

Fram­­­sókn, Vinstri græn, Sam­­­fylk­ing og Pírat­­­ar, ræddu saman um myndun rík­­is­­stjórnar eftir kosn­­ing­­arnar 2017. Þá höfðu flokk­­arnir saman 32 þing­­menn en hafa nú, líkt og áður sagði, 33 þing­­menn á bak­við sig. 

Árið 2017 sleit Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­son, for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, við­ræð­unum eftir að hann taldi meiri­hlut­ann of tæp­­­an. 

Fátt bendir til ann­­ars sem stendur en að sitj­andi rík­­is­­stjórn Vinstri grænna, Fram­­sókn­­ar­­flokks og Sjálf­­stæð­is­­flokks end­­ur­nýi sam­­starf sitt. Ófor­m­­legar við­ræður um helstu mál­efna­á­hersl­­ur, helstu deilu­­mál og verka­­skipt­ingu hafa staðið yfir frá því í byrjun lið­innar viku. Heim­ildir Kjarn­ans herma að til skoð­unar sé að fjölga ráðu­­neytum og færa mál­efni á milli þeirra. Þar er helst horft til þess að búa til nýtt inn­­við­a­ráðu­­neyti með því að færa meðal ann­­ars hús­næð­is­­mál inn í sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráðu­­neytið og að skipta sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráðu­­neyt­inu upp í tvennt á ný. 

Fram­­sókn sæk­ist eftir frek­­ari áhrifum

Gengið er út frá því í við­ræð­unum að Katrín Jak­obs­dóttir verði áfram for­­sæt­is­ráð­herra.

­Sig­­­urður Ingi sæk­ist sam­­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eftir því að fá fjár­­­­­mála­ráðu­­­neytið á grund­velli auk­ins styrks Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins eftir kosn­­­ing­­­ar, en þing­­­mönnum flokks­ins fjölg­aði um fimm og eru nú 13, eða þremur færri en sá fjöldi sem Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn hef­­­ur. Það þykir næst valda­­­mesta ráðu­­­neytið og þaðan er hægt að stýra fjár­­­­­magni í þau stóru verk­efni sem Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­­­ur­inn lof­aði að ráð­­­ast í í aðdrag­anda kosn­­­ing­anna, til að mynda kerf­is­breyt­inga í fram­­­færslu­­­kerfum eldri borg­­­ara og öryrkja. 

Við­­­mæl­endur Kjarn­ans hafa sagt að Bjarni Bene­dikts­­son, for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sé ekki afhuga þess­­­ari nið­­­ur­­­stöðu fái Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn fleiri ráðu­­­neyti í sinn hlut í stað­inn. Sjálfur myndi hann þá senn­i­­­leg­­­ast setj­­­­­ast í stól utan­­­­­rík­­­is­ráð­herra. Ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur fjár­mála­ráðu­neyt­inu er ekki öruggt að Bjarni setj­ist þar, enda búinn að vera í því frá 2013, að und­an­skildum nokkrum mán­uðum árið 2017 þegar hann var for­sæt­is­ráð­herra. Annar ráð­herra úr hans flokki gæti því tekið við lyklunum að „veski rík­is­sjóðs“.

Ef Fram­­sókn­­ar­­flokkur og Vinstri græn myndu ákveða að fara í minn­i­hluta­­stjórn með Sam­­fylk­ingu, sem tap­aði fylgi og þing­­manni í liðnum kosn­­ing­um, myndu flokk­­arnir fá mun meiri áhrif og fleiri ráðu­­neyti til að stýra. Engin hefð er fyrir myndun minn­i­hluta­­stjórna sem varðar eru falli af flokkum sem standa utan for­m­­legs stjórn­­­ar­­sam­­starfs hér­­­lend­­is. Það er fyr­ir­komu­lag sem tíðkast víða á Norð­­­ur­lönd­unum en minn­i­hluta­­­stjórnir eru við stjórn­­­völ­inn í Nor­egi, Sví­­­þjóð og Dan­­­mörku sem stend­­­ur. Í Finn­landi er meiri­hluta­­stjórn fimm flokka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent