OECD um eigin aðferðir

Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ svarar gagnrýni hagfræðings Mjólkursamsölunnar á túlkanir á landbúnaðarstyrkjum.

Auglýsing

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, OECD, hefur um ára­bil gefið út tölur um stuðn­ing við land­búnað í aðild­ar­ríkj­um, en Ísland er eitt þeirra. Erna Bjarna­dóttir segir í grein í Kjarn­anum 11. nóv­em­ber að hæpið sé að nota þessar tölur til þess að ,,á­ætla tölu­lega heild­ar­stuðn­ing við land­búnað hér á land­i“. Síðar segir hún meðal ann­ars:

,,Við mat á við­mið­un­ar­verði t.d. mjólkur á heims­mark­aði er byggt á heims­mark­aðs­verði á smjöri og und­an­rennu­dufti. Vita­skuld eru þetta aldrei þau verð sem neyt­endur standa and­spænis enda verið að meta til­færslur til fram­leið­enda en ekki kostnað neyt­enda. Þessi aðferða­fræði er ekki hönnuð til þess að finna upp­hæð vergs eða hreins stuðn­ings við land­búnað í ein­stökum lönd­um, eins og ráða má af umfjöllun Þór­ólfs [Matth­í­as­son­ar].“

­Deilu­efnið er ekki nýtt. Fyrir nokkrum árum vann Hag­fræði­stofnun að skýrslu um mjólk­ur­fram­leiðslu á Íslandi, þar sem vísað var í tölur OECD um kostnað við mjólk­ur­fram­leiðslu hér á landi og lík­legt inn­flutn­ings­verð. Starfs­menn verk­kaupa héldu því fram að ekki mætti bera töl­urnar saman á þeirri for­sendu m.a., sem Erna nefn­ir, að miðað væri við verð á mjólk­ur­dufti, sem væri allt önnur vara en mjólk. Leitað var til OECD um hvernig túlka bæri töl­urn­ar. Í svari stofn­un­ar­innar segir m.a.:

,,Ef land opnar mjólk­ur­mark­aði sína og inn­flutn­ings­hindr­anir og beinir styrkir til bænda falla niður lækkar [mjólk­ur­]verð niður í það sem við köllum við­mið­un­ar­verð. Við­mið­un­ar­verðið á að sýna verð á mjólk til bænda á heims­mark­aði. Ábend­ing [...] um að við­mið­un­ar­verðið leyfi aðeins sam­an­burð við þurr­mjólk stenst ekki – raunar tekur útreikn­ing­ur­inn bæði til fitu og próteins í mjólk­ur­vörum, sem og vinnslu­kostn­aðar og það tryggir að hér eru bornir saman sam­bæri­legir hlut­ir. Ef „við­mið­un­ar­verð“ væri ekki sam­bæri­legt við „fram­leið­enda­verð“ myndi útreikn­ingur á mark­aðs­verðs­stuðn­ingi missa marks.“

Auglýsing

Í stuttu máli er tölum OECD einmitt ætlað að sýna fjár­hæð stuðn­ings við land­búnað í ein­stökum lönd­um. Vissu­lega má deila um aðferðir OECD eins og ann­arra, en senni­lega er eng­inn dóm­bær­ari um það til hvers aðferða­fræðin er hönnuð en starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar. Hættum að deila um það.

Höf­undur er for­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar