OECD um eigin aðferðir

Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ svarar gagnrýni hagfræðings Mjólkursamsölunnar á túlkanir á landbúnaðarstyrkjum.

Auglýsing

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, OECD, hefur um ára­bil gefið út tölur um stuðn­ing við land­búnað í aðild­ar­ríkj­um, en Ísland er eitt þeirra. Erna Bjarna­dóttir segir í grein í Kjarn­anum 11. nóv­em­ber að hæpið sé að nota þessar tölur til þess að ,,á­ætla tölu­lega heild­ar­stuðn­ing við land­búnað hér á land­i“. Síðar segir hún meðal ann­ars:

,,Við mat á við­mið­un­ar­verði t.d. mjólkur á heims­mark­aði er byggt á heims­mark­aðs­verði á smjöri og und­an­rennu­dufti. Vita­skuld eru þetta aldrei þau verð sem neyt­endur standa and­spænis enda verið að meta til­færslur til fram­leið­enda en ekki kostnað neyt­enda. Þessi aðferða­fræði er ekki hönnuð til þess að finna upp­hæð vergs eða hreins stuðn­ings við land­búnað í ein­stökum lönd­um, eins og ráða má af umfjöllun Þór­ólfs [Matth­í­as­son­ar].“

­Deilu­efnið er ekki nýtt. Fyrir nokkrum árum vann Hag­fræði­stofnun að skýrslu um mjólk­ur­fram­leiðslu á Íslandi, þar sem vísað var í tölur OECD um kostnað við mjólk­ur­fram­leiðslu hér á landi og lík­legt inn­flutn­ings­verð. Starfs­menn verk­kaupa héldu því fram að ekki mætti bera töl­urnar saman á þeirri for­sendu m.a., sem Erna nefn­ir, að miðað væri við verð á mjólk­ur­dufti, sem væri allt önnur vara en mjólk. Leitað var til OECD um hvernig túlka bæri töl­urn­ar. Í svari stofn­un­ar­innar segir m.a.:

,,Ef land opnar mjólk­ur­mark­aði sína og inn­flutn­ings­hindr­anir og beinir styrkir til bænda falla niður lækkar [mjólk­ur­]verð niður í það sem við köllum við­mið­un­ar­verð. Við­mið­un­ar­verðið á að sýna verð á mjólk til bænda á heims­mark­aði. Ábend­ing [...] um að við­mið­un­ar­verðið leyfi aðeins sam­an­burð við þurr­mjólk stenst ekki – raunar tekur útreikn­ing­ur­inn bæði til fitu og próteins í mjólk­ur­vörum, sem og vinnslu­kostn­aðar og það tryggir að hér eru bornir saman sam­bæri­legir hlut­ir. Ef „við­mið­un­ar­verð“ væri ekki sam­bæri­legt við „fram­leið­enda­verð“ myndi útreikn­ingur á mark­aðs­verðs­stuðn­ingi missa marks.“

Auglýsing

Í stuttu máli er tölum OECD einmitt ætlað að sýna fjár­hæð stuðn­ings við land­búnað í ein­stökum lönd­um. Vissu­lega má deila um aðferðir OECD eins og ann­arra, en senni­lega er eng­inn dóm­bær­ari um það til hvers aðferða­fræðin er hönnuð en starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar. Hættum að deila um það.

Höf­undur er for­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar