Nú er komið nóg

Ari Trausti Guðmundsson skrifar um orku- og loftslagsmál.

Auglýsing

Í 3-4 millj­arða ára sögu jarð­ar, eftir fyrsta ármillj­arð­inn, hefur sam­setn­ing loft­hjúps­ins og lofts­lagið oft breyst og hit­inn sveifl­ast. Síðstu tæpar 3 ármillj­ón­irnar kall­ast kvartera ísöldin (fyrri ísaldir eru þekkt­ar). Á henni hafa liðið mörg jök­ul­skeið með miklum kuld­um, risa­jöklum og hafís á norð­ur­hvelinu. Á milli þeirra ganga yfir styttri hlý­skeið með marg­falt minni jökl­um. Við lifum á einu slíku sem hófst fyrir 11.700 árum. Á hlý­skeið­inu, sem enn stendur og gæti t.d. verið hálfn­að, hefur nútíma­mað­ur­inn þok­ast úr frum­stæðri stein­öld til flók­inna iðn­bylt­inga og úr nokkrum millj­ónum manna til 7-8 millj­arða.

Á jök­ul- og hlý­skeiðum var lofts­lag mis­hlýtt og mis­úr­komu­samt. Sveifl­urnar hafa gengið yfir af nátt­úru­legum orsök­um. Frá því fyrir 9.500 árum og þar til á mið­öldum breytt­ist með­al­hiti jarðar alloft af stærð­argráðu á milli 0,1°og 0,5°C. Á fyrstu árþús­und­unum hurfu jöklar að mestu, eða með öllu, á Íslandi í nokkuð hlýju lofts­lagi, en alls ekki á Græn­landi. Jök­ulís þar mælist fáein hund­ruð þús­und ára næst berggrunn­inum við meg­in­jök­ul­smiðju. Frá því um mið­bik tíma­bils­ins hefur kólnað í heild þrátt fyrir hlý­inda­sveifl­ur. Upp úr því taka núver­andi hveljöklar hér­lendis að safn­ast fyrir á hálendi og Græn­lands­jöklar bæta við sig. Milli u.þ.b. 1300 og 1900 var kaldra en í fáeinar aldir á undan og „nýju“ íslensku jökl­arnir ná hámarki á þess­ari „Litlu ísöld“ Afkoma þeirra er ávallt góður mæli­kvarði á lofts­lags­breyt­ing­ar.

Gróð­ur­húsa­loft­teg­undir

Nokkrar loft­teg­und­ir, aðrar en nitur og súr­efni, eru mik­il­vægar öllu lífi. Þær eru, ásamt vatns­gufu, í litlu magni í loft­inu, svo­kall­aðar gróð­ur­húsa­loft­teg­undir (GHL). Án þeirra væri með­al­árs­hiti jarðar ekki í nánd við 15°C, heldur langt neðan frost­marks. Koldí­oxíð, efnið sem við öndum frá okkur og plöntur nota við ljóstil­lífun (og losa þá súr­efn­i), er þekkt­ast efn­anna. Loft­teg­undin losnar við bruna kolefn­is. Á yfir­borði jarðar er hringrás þar sem kolefni losnar (frá líf­verum og t.d. við trjá­elda) en binst sam­tímis í jurt­um. Hringrásin á að geta náð völtu jafn­vægi með bind­ingu kolefnis í gróðri á landi og „græn­um“ líf­verum í sjó. Brenni menn kolum og olíu úr „föld­um“ jarð­lögum raskast hringrásin svo um munar vegna mik­illar auka­los­unar koldí­oxíðs.

Auglýsing
Áhrif GHL á hitafar og þar með raka í loft­inu eru marg­sönn­uð. Sól­ar­ljós með til­tek­inni bylgju­lengd­ar­breidd (m.a sýni­legt ljós og inn­rauð hita­geisl­un) berst í gegnum loft­hjúp­inn. Ljósið lendir á yfir­borð­inu en hluti geisl­un­ar­innar end­ur­kast­ast í gegnum loft­hjúp­inn. Bylgju­lengdin breyt­ist við end­ur­kastið og aðeins hluti upp­haf­lega varmans skilar sér út í geim­inn. Hinn hlut­inn hefur vermt yfir­borðið og loft­hjúp­inn. Hann „gleyp­ir“ varma og virkar líkt og gler­þak í gróð­ur­húsi. Eng­inn getur hrakið þessa ein­földu eðl­is­fræði.

Hvað hefur breyst?

Frá því um miðja 18. öld hafa menn grafið upp kol svo um mun­ar, og seinna olíu og gas, og brennt feykna magni. Sam­tímis hefur verið gengið hart að skóg­lendi og gróð­ur­svæðum breytt, t.d. úr villi­gróðri í tún og akra en eyði­merkur stækk­að. Afköst jurta heims, í heild, við að binda kolefni úr koldí­oxíði hefur minnk­að. 

Áreið­an­legar mæl­ingar á efnum í loft­blöðrum í jök­ulís á Græn­landi og enn eldri ís á Suð­ur­skauts­land­inu, samt beinum mæl­ingum í lofti eftir 1950, sanna að frá mið­biki 18. aldar til 2020 hækk­aði magn koldí­oxíðs í lofti úr vel undir 0,03% í 0,0418%, þ.e. yfir 40%. Svo hátt hlut­fall koldí­oxíðs hefur ekki verið í loft­hjúpnum í hund­ruð þús­undir ára. Hraði breyt­ing­anna hefur marg­fald­ast á sl. 50 árum. Sam­fara síauk­inni rýrnun trjá­þekju jarðar og brennslu jarð­efna­elds­neytis hefur með­al­hiti jarðar hækkað um 1,1 til 1,2°C á skömmum tíma.

Heild­ar­losun á Íslandi – stærð­argráðan

Skipta má losun á Íslandi sem ígildi koldí­oxíð­los­unar í fimm flokka: Losun frá land­notk­un, breyttu gróð­ur­lendi, m.a. fram­ræstu vot­lendi, og skóg­rækt (1), losun úr málm­iðn­aði o.fl., ásamt utan­lands­flugi og alþjóða­sigl­ingum (2), losun frá úrgangi (3), losun vegna notk­unar jarð­efna­elds­neytis í sam­göngum inn­an­lands í lofti, á sjó og landi, í sjáv­ar­út­vegi og vegna jarð­varma­notk­unar (4), losun frá hús­dýrum og áburði (5). Raf­orku­fram­leiðsla og hag­nýtt varma­orka úr gufu eða heitu vatni losar lítið af GHL í sam­an­burði við aðra los­un­ar­valda. Þess vegna er 95-97% íslenskrar orku rétti­lega sögð græn eða end­ur­nýj­an­leg. Losun GHL í eld­gosum eða úr hvera­svæðum eru hlutar nátt­úru­legrar hringrásar og telj­ast ekki með. 

Af Hólasandi. Ljósm. Árni Sigurbjarnarson

Margir millj­arðar tonna á heims­vísu bæt­ast nettó við GHL sem fyrir eru í loft­hjúpnum ár hvert. Of hægt gengur að breyta því enda hafa ljóstil­líf­andi líf­verur og útfell­ing kalk­sam­banda í haf­inu ekki undan að binda kolefni. Mann­kynið er líka seint að taka við sínum björg­un­ar­þætti, með því að græða land og draga úr los­un, m.a. með því að minnka notkun jarð­efna­elds­neyt­is, einkum við raf­orku­fram­leiðslu.

Reikn­ingar koldí­oxíðí­gilda, mæl­ingar og mat á losun GHL úr land­notkun og úr mann­legri virkni á Íslandi benda til 13 til 15 millj­óna tonna los­unar á ári. Árs­losun Þýska­lands nú er um 800 milljón tonn. Hjá okkur er flokkur 1 langstærstur og um leið flókn­astur að reikna og meta. Eitt af all­mörgum kola­orku­verum í Þýska­landi (Box­berg), sem fram­leiddi 2.427 MW rafafl 2013 (næstum allt rafafl Íslands), los­aði þá 22 milljón tonn á ári. Afar stórt kolefn­is­spor okkar miðað við fólks­fjölda er mjög lítið á heims­mæli­kvarða. Það léttir þó alls ekki á okkar ábyrgð og skyld­um, rétt eins og gildir um aðrar skyld­ur, t.d. mann­úð­ar­að­stoð.

Undir Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu 

Helstu upp­sprettur los­unar sem eru á ábyrgð Íslands 2019 (Kyoto- og Par­ísa­sam­komu­lag­ið) voru vega­sam­göngur (33%), olíu­notkun fiski­skipa (18%), iðra­gerjun hús­dýra (10%), nytja­jarð­vegur (8%), losun frá kæli­m­iðlum (F-­gös) (7%) og losun frá urð­un­ar­stöðum (6%). Hlut­fallslosun frá mis­mun­andi upp­sprettum sem telja minna en 3% af losun á ábyrgð Íslands voru (9%).  Sam­tals nemur þessi losun koldí­oxíðí­gilda nálægt 4 milljón tonnum (3,4, og 5). Þeim verður að fækka um vel rúman helm­ing á næstu átta árum.

Sam­dráttur í losun er þegar á nokkuð á veg kom­inn. Orku­skipti í umferð­inni aukast í takt við fram­boð sk. grænna bíla og vinnu­tækja, útgerðir hafa náð veru­legum árangri, aðal­lega með því að nota meng­un­ar­minni olíu en fyrir var, hægur sam­dráttur er í losun frá land­bún­aði en all­hraður frá úrgangs­vinnsl­unni. Bann við til­teknum kæli­gösum skilar árangri. 

Aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda (sjá vef­síðu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins) er fjár­mögn­uð, mark­miðs­sett og raun­hæf 2021 en hana verður að upp­færa reglu­lega og herða á aðgerð­um. Staðið er skil á los­un­ar­bók­haldi hvers árs (sjá vef­síðu Umhverf­is­stofn­un­ar). Raun­hæfa los­un­ar­mark­miðið vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins hefur verið hækkað úr 29% í a.m.k. 55% sam­drátt og getur enn hækkað svo fremi sem ósk­hyggja ræður ekki stefnu og aðgerðum heldur styrkur sem felst í sam­vinnu rík­is­stjórn­ar, Alþing­is, sveit­ar­stjórna, fyr­ir­tækja, félaga og almenn­ings. Sam­vinna og sam­staða, líka um kostn­að­ar­þátt­inn, er lyk­ill að árangri.

Stór­iðja, sigl­ingar og utan­lands­flug 

Íslensk losun frá orku­frekum iðn­aði og alþjóð­legum sam­göngum (2) er nálægt 2 millj­ónum tonna á ári. Álverin þrjú, málm­blendi­verk­smiðjan og eitt kís­il­ver skora hæst. Þau lúta svoköll­uðu ETS-­kerfi (ekki Par­ís­ar­sam­komu­lag­in­u), kaupa sér los­un­ar­kvóta þar sem verð á ein­ingu hækkar jafnt og þétt og þvingar fyr­ir­tæki til þess að draga úr los­un, t.d. með nið­ur­dæl­ingu koldí­oxíðs, breyttu fram­leiðslu­ferli eða fram­leiðslu elds­neyt­is. Unnið er að svip­uðu kerfi fyrir alþjóða­flug og tekur Ísland þar þátt. ETS-­kerfið nær til stórra flutn­inga­skipa en ekki íslenskra vegna smæðar þeirra. Mik­il­væg­asta fram­lag okkar í flugi og sigl­ingum eru orku­skipti og ný notkun vetn­is, met­anóls og líf­dís­ils. Hingað til hefur los­un­ar­sam­dráttur í þessum geira (2) verið lít­ill en þó sá að tölvu­tækni og íblöndun efna í elds­neyti hefur skilað árangri. Fyrstu skref við nið­ur­dæl­ingu koldí­oxíðs frá álver­inu í Straums­vík eru hafin og ný raf­skaut án kolefnis í aug­sýn. Hitt er svo ljóst: Ein­hver málm­iðj­anna kann að hætta starf­semi.

Land­notkun og los­un 

Mann­vist á Íslandi og „Litla ísöld­in“ hafa valdið gríð­ar­legum gróð­ur­fars­breyt­ing­um. Veru­leg losun koldí­oxíðs er frá landi með skerta jarð­vegs­hulu og fram­ræstu vot­lendi; um 9 milljón tonn á ári. Aðgerðir til upp­græðslu, end­ur­heimt vot­lendis og skóg­rækt minnka losun og binda kolefni. Það dugar þó skammt gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu þar sem áherslan er á að minnka aðra losun fyrir 2030 en frá landi í bágu ástand­i. 

Kolefn­is­jöfnun getur aftur á móti tryggt að lög­bundið kolefn­is­hlut­leysi náist fyrir 2040. Þarna verða nú tölu­verðar fram­farir og er reiknað með að a.m.k. 1,2 milljón tonn á ári hafi bund­ist 2030. Herða verður kolefn­is­bind­ingu á næstu árum og fimm til sjö­falda hana til 2040. Upp­græðsla, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lendis er verk­efni margra og gildir und­an­þága frá tekju­skatti (0,85% árs­tekna), leggi lög­að­ilar fé til kolefn­is­bind­ingar með ýmsu móti. Margir skóg­ar- og land­græðslu­bændur starfa og fjöl­menn skóg­rækt­ar­fé­lög, auk allöflugra rík­is­stofn­ana. Kolefn­is­jöfnun er afar mik­il­vægt fram­lag í lofts­lags­málum og einn stærsti áfanga­sig­ur­inn á leið til sjálf­bærni og græns orku­bú­skapar jarð­ar­búa.

Verk­efnin eru örlaga­rík

Um þessar mundir er allra mál að herða verði róð­ur­inn, jafnt á Íslandi sem í Kína. Það er í sam­ræmi við þá stað­reynd að við vitum nóg um orsakir lofts­lag­breyt­ingar til þess að geta brugð­ist rétt við. Beinar aðgerðir verða að vera í for­gangi. Þær vilja allt of víða stranda, ekki á efa­semd­ar- og úrtölu­fólki, heldur fyrst og fremst á tregðu sumra stjórn­mála­afla við að breyta for­gangs­röðun í efna­hags­mál­um, á valdi hag­hafa í þeim hluta hagn­að­ar­drif­inna, kap­ít­al­ískra fyr­ir­tækja þar sem skakka­föll vegna lofts­lags­breyt­inga hafa enn ekki knúið þau til breyttra hátta og að síð­ustu á skorti valda­leysi fram­sæk­inna afla í stór­veld­un­um. Innan G20-­ríkj­anna sitja þeir sem bera mesta ábyrgð á vand­an­um. Sjálf­bærni í stað rányrkju, orku­skipti í stað frek­ari leitar að og vinnslu á jarð­efna­elds­neyti, hringrás­ar­hagskefi með félags­legum áherslum í stað mark­aðs- og sívaxt­ar­hyggju og jafn­rétti í stað land­lægs misréttis: Engin smá áskor­un! Þessi eina byggða pláneta sem við vitum um er í húfi sem slík. 

Höf­undur er jarð­vís­inda­maður og þing­maður VG 2016-21.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar