Sagði einhver raforka?

Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og fyrrverandi þingmaður, skrifar um orkumál.

Auglýsing

Sú end­ur­nýj­an­lega raf­orka sem Íslend­ingar státa af nálg­ast nú um stundir er 20 TWst/ár og afl raf­orku­vera um 2.800 MW. Okkur er tamt að nota slíka afl­tölu í umræðu af því oft­ast sést að til­tekin virkjun er sögð t.d. 120 MW; langstærst er Fljóts­dals­virkjun með 690 MW afl­getu. Af raf­orkunni nýtir orku­frekur iðn­aður um 80% en til almenn­ings, fjöl­margra fyr­ir­tækja og sam­gangna nýt­ast um 20%. Vatns­afl er að baki 78% raf­orkunnar en jarð­varmi um 22% og vindafl brota­brot. 

Lang­mest af vatns­afl­inu felst í jök­ulám þar sem miðl­un­ar­lón eru notuð vegna árs­tíða­sveiflna í afrennsli jökla. Varma­aflið fæst úr háhita­svæðum í eld­stöðvakerf­um; úr bor­holum sem eru 1.500 til 2.500 m djúp­ar. Vinda­fl, svo ein­hverju nemi, er virkjað í til­rauna­skyni skammt frá Búr­fells­virkj­un, tvær vind­myll­ur, og skila þær jákvæðum nýtni­töl­um.

Ramma­á­ætl­unin

Lög um nýt­ingu auð­linda til raf­orku­fram­leiðslu - svokölluð Ramma­á­ætlun – hafa reynst póli­tískt deilu­efni. Raf­orku­virkj­anir yfir 10 MW falla undir hana og gildir einu hvort aflgjaf­inn er fall­vatn, jarð­varmi, vindur eða sjór. Í nýt­ing­ar­flokk hafa lent all­margir vatns­afls- og jarð­varma­kostir og einn vinda­fls­kost­ur, en margir vatns­afls- og jarð­varma­kostir eru líka í bið­flokki til frek­ari skoð­un­ar. Í vernd­ar­flokki eru vatns­afls- og jarð­varma­kostir og hafa sumir þeirra form­lega orðið að frið­lýstum svæð­um. Ekki hefur reynst unnt að afgreiða 3. áfanga Ramma­á­ætl­un­ar­innar á Alþingi og þannig gæti farið með 4. áfang­ann. Einnig eru deilur um hvort vind­orku­ver falli undir áætl­un­ina eða hvort þau séu á for­ræði sveit­ar­fé­laga og fylgja þá ein­ungis hefð­bundnum mats- og leyf­is­ferlum fram­kvæmda en lúti ekki heild­ar­á­ætlun raf­orku­fram­leiðslu í land­inu.

Auglýsing
Rammaáætlunin og mats­ferli hennar er eina víð­feðma verk­efna­leiðin sem reynd hefur verið til að ná sam­komu­lagi um virkj­ana­kosti. Fram­tíð hennar er óljós og vand­séð hvernig ná má nægri sátt um þá við­bótar raf­orku sem afla verður næstu þrjá  til sjö ára­tug­i. 

Þróun vatns­afls og jarð­varma

Rýrnun íslenskra jökla er hröð. Þeir tapa 1-3% af ísmass­anum á ári og mun herða á rýrn­un­inni ef áfram hlýnar með svip­uðum hraða og nú. Rennsli jök­ul­vatna eykst um hríð en minnkar hratt eftir að hámarki er náð. Hverfi stóru jökl­arnir verður afrennsli land­svæða undir þeim með öðru rennsl­is­mynstri og minna á árs­grunni. Helstu vatns­afls­virkj­anir hafa tak­mark­aðan líf­tíma miðað við núver­andi afköst en má aðlaga að minnk­andi fram­leiðslu. 

Seljalandsfoss Mynd: Aron Máni.

Afl­geta háhita­svæða er breyti­leg á grófum tíma­skala vegna kvikuinn­skota, eld­gosa, jarð­skorpu­hreyf­inga og breytts grunn­vatns­rennsl­is. Hún er líka háð því hve hratt vinnsla er aukin að var­lega ákvörð­uðu hámarki. Löngu er ljóst að hæg upp­bygg­ing, hvíld vinnslu­svæða, nið­ur­dæl­ing, ný bor­svæði og fleira þarf til að halda afköstum í horf­inu. Borun og virkjun fjög­urra til sex km djúpra hola kann að marg­falda afköst háhita­svæða en það er enn um sinn óvíst miðað við þá einu bor­holu sem nú er notuð til rann­sókna (www.idd­p.is). 

Vind­orka

Þróun vind­mylla og kort­lagn­ing gjöf­ulla, vind­bar­inna svæða á Íslandi hef­ur, meðal ann­arra ástæðna, orðið til þess að upp­hafs­skref kapp­hlaups um stað­setn­ingu vind­orku­vera af stærð­argráðunni 50 til 250 MW er löngu haf­ið. Sam­starf erlendra og inn­lendra aðila hefur leitt til und­ir­bún­ings vind­myllu­garða víða á land­inu í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög. Orku­verin verða fyrst og fremst í erlendri eigu, ef af þeim verð­ur. Það er ekki björgu­legt og stuðlar ekki að orku­ör­yggi. Norska fyr­ir­tækið Zephyr, eitt og sér, er með tíu svæði í skoð­un. Heild­ar­afl orku­vera þar er vel yfir 2.000 MW!

Vind­orka er væn­leg hér á landi í bland við aðra orku­kosti. Hún er hag­kvæm og nægi­lega vist­væn ef mann­virki eru end­ur­nýtt og hæfi­legar vind­myllur stað­settar með sem umhverf­is­vænum hætti, skv. gild­andi orku­stefnu. Ekki gengur upp að vind­orka lúti ekki sams konar skipu­lagi, reglum og for­sendum og aðrar álíka stórar raf­orku­virkj­an­ir. Til verður að vera svæða­skipu­lag og áætlun sem tekur mið af æski­legri afl­getu og heppi­legri stað­setn­ingu vind­mylla hvað varðar vinda­far, nátt­úru­vernd, sýni­leika og orku­þörf. Óaf­greitt þing­mál umhverf­is­ráð­herra vorið 2021 var til­raun til að koma böndum á vind­orku­kapp­hlaup­ið. Takast verður að ljúka því með breyt­ingum á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili. Minna verður hér á að vind­myllur undan öldu- og straum­þungum úthafs­ströndum lands­ins eru ekki fýsi­legur kost­ur.

Orku­geta næstu ára­tugi

Senni­legt er að nokkur vatns­aflsorku­ver bæt­ist við á næstu ára­tug­um, flest 50 MW eða minni, og þá án virkj­ana í Neðri­-­Þjórsá sem eru óásætt­an­leg­ar. Svo er unnt að ná auknu afli úr núver­andi virkj­un­um, t.d. til hluta orku­skipta, með því að styrkja flutn­ings­kerfið og nýta aukið rennsli jök­ul­vatna, senni­lega allt að 300-400 MW.

Stækkun núver­andi varma­orku­vera er kleif a.m.k. vestur á Reykja­nesi og nærri Grinda­vík, en á Heng­ils­svæð­inu verður til þörf á meira af heitu vatni með virkjun nýrra bor­svæða sem ekki eru friðuð og þá með fram­leiðslu raf­orku sam­hliða neyslu- og upp­hit­un­ar­vatn­inu. Virkj­anir nálægt Mývatni, á miðjum Reykja­nesskaga, við Kleif­ar­vatn eða inni á mið­há­lend­inu ganga ekki upp vegna nátt­úru­vernd­ar. Háhita­svæði sem nú eru undir jöklum lands­ins verða seint eða aldrei virkj­uð. Án djúp­bor­un­ar­virkj­ana er þó ekki um mörg hund­ruð MW rafafl að ræða.

Fram­leiðslu­geta verj­an­legra vind­orku­vera er óráðin en lík­lega gæti hún numið mörg hund­ruð MW afli sem einmitt léttir álagi á hefð­bundn­ari virkj­ana­kosti. Er þá gert ráð fyrir nauð­syn­lega íhalds­samri og nátt­úru­vernd­andi úthlutun virkj­ana­leyfa og þróun sem ekki tekur mið af sölu raf­orku um sæstreng heldur tækninýj­ungum í vind­orku­geir­an­um.

Brýn orku­skipti

Orku­skipti varða raf­orku, bruna­elds­neyti og raf­elds­neyti á nán­ast öll öku­tæki, allar vinnu­vél­ar, vélar í í báta og skip, flug­vél­ar, hafn­sækna starf­semi og iðnað sem hefur fram að þessu nýtt jarð­efna­elds­neyti, sbr. eldri gerðir loðnu­bræðslna. Orku­skipti eru und­ir­staða minni los­unar gróð­ur­húsagasa skv. Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu (2030), kolefn­is­hlut­leysis sam­fara síauk­inni kolefn­is­bind­ingu (2040 eða fyrr) og loks jarð­elds­neyt­is­lausu Íslandi (2050 eða fyrr). Til þessa alls er unnin opin­ber aðgerð­ar­á­ætlun og end­ur­skoðuð árlega í sam­ræmi við lög og árangur hverju sinni. Sam­vinna við almenn­ing, félög og fyr­ir­tæki er lyk­il­at­riði.

Orku­þörf næstu ára­tugi

Það er af og frá að sam­fé­lags­þróun og orku­skipti hér á landi geti ein­göngu nýtt núver­andi rafafl. Fyrst um sinn hjálpar orku­sparn­aður og rafafl sem fæst úr starf­andi virkj­un­um, með bættu flutn­ings­kerfi og við­bót­ar­rennsli jök­ul­fljóta, upp á sak­ir. Ekki þarf að örvænta um næga raf­orku í all­nokkur ár. En þegar litið er til næstu ára­tuga verða aftur á móti mörg hund­ruð megawött að bæt­ast við.

Auglýsing
Ástæðan er tví­þætt. Í einn stað fjölgar lands­mönnum og fyr­ir­tækj­um, ásamt minni gagna­ver­um. Orku­spáin er stöðugt end­ur­bætt og hljóðar að lág­marki upp á 400-500 MW fyrir árið 2050 og eru þá t.d. gagna­ver og nýj­ungar fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar ekki full­taldar með. Í annan stað eykst raf­orku­þörfin vegna sífellt víð­tæk­ari orku­skipta. Sú tala fyrir 2040 eða 2050 er upp­gefin með mis­jöfnum hætti eftir því hver metur hana en er hærri en tala orku­spár­inn­ar. Sjá má fyrir sér a.m.k. 1.200 til 1.500 MW rafa­fls­við­bót í heild allra næstu ára­tugi. Lík­leg­ast er að hennar verði aflað með blöndu vatns­afls-, jarð­varma- og vind­orku­vera. Áskorun um að gera það með sjálf­bærni, nátt­úru­vernd, hag­kvæmni og sam­fé­lags­á­byrgð að leið­ar­ljósi er þung og krefj­andi.

Orku­út­flutn­ingur næstu nágranna 

Virkjað vatns­afl á Græn­landi er tæp­lega 90 MW og nán­ast allt á vest­ur­strönd­inni. Þar eru einnig metnir 16 ítr­ustu virkj­ana­kostir næstu ára­tuga en alls ekki á fjöll­óttri og fjarða­ríkri aust­ur­strönd­inni. Orku­geta kost­anna er alls um 14 TWst eða um 2/3 þess sem nú er til reiðu á Íslandi. Það dugar til upp­bygg­ingar inn­an­lands og ef til vill útflutn­ings um sæstreng til Norð­aust­ur-Kanada (Nunavut). Norð­menn ráða yfir meira en 30.000 MW afli úr fjöl­mörgum stórum og smáum fall­vatns­virkj­unum og vax­andi vind­orka bætir við þús­undum megawatta. Meiri­hluti raf­orkunnar er fluttur með sæstrengjum til ann­arra Evr­ópu­landa og land­leið­ina til Sví­þjóð­ar. Öfl­ugastur er North Sea Link strengur til Bret­lands, 730 km langur með 1.400 MW burð­ar­getu. Vatns­afl (um 1.600 MW) og vindafl Skota (yfir 9.000 MW) er vel ríf­lega að hálfu til heima­brúks en yfir þriðj­ungur raf­orkunnar er fluttur til Eng­lands og Norð­ur­-Ír­lands.

Útflutn­ingur orku eða á unnum vörum og þjón­ustu?

Hér á landi er þörf fyrir allt nýtt rafafl til orku­skipta og sam­fé­lags­þró­unar á næstu ára­tug­um, að því gefnu að málm­iðj­urnar starfi áfram og vind­orka verði tak­mörkuð við verj­an­lega kosti í umhverfistilliti. Gera má ráð fyrir að 500 til 1.000 MW raf­strengur til meg­in­lands­ins tæki til sín a.m.k. helm­ing orkunnar sem sam­komu­lag getur orðið um að fram­leiða og brýn þörf er á inn­an­lands. Raf­magnið væri mjög dýrt á enda­stöð og er að magni til ekki meira en svo að það dygði í tvær með­al­borgir á Bret­landseyjum Vissu­lega feng­ist gott verð fyrir hverja MWst en það væri háð nið­ur­greiðslum í mót­töku­land­in­u. 

Að ýmsu öðru er að hyggja. Teng­ing við meg­in­landið kallar á verð­sveiflur raf­orku en hún getur á móti aukið orku­ör­ygg­ið. Það má reyndar gera hér heima fyrir með skyn­sam­legri dreif­ingu orku­vera og traustu flutn­ings­neti. Erlent eign­ar­hald á meiri­hluta vind­orku­vera á Íslandi þrýstir á um sölu á raf­orku úr landi. Inn­lent eign­ar­hald allra orku­inn­viða gerir okkur aftur á móti vel í stakk búin að byggja upp orku­þjón­ustu inn­an­lands og fram­leiða hér að auki verð­mætt raf­elds­neyti og orku­bera (t.d. vetni, amm­on­íak, alkó­hól, líf­dísil). Stór hluti dygði til að þjón­usta erlend skip og flug­vélar og sem útflutn­ings­vara. Þær eiga líka við líf­rænan áburð og bygg­ing­ar­efni, auk mat­væla sem unnt er að marg­falda í fram­leiðslu. Hagn­að­ar­draumar um virka sæstrengi frá Íslandi er tál­sýn um langa fram­tíð að mínu mati.

Höf­undur er jarð­vís­inda­maður og fyrrum þing­maður VG.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Fullorðna fólkið kann að telja og ætti ekki að þurfa jóladagatal
Jóladagatöl af ýmsu tagi hafa verið að festa sig í sessi á íslenskum markaði, rétt eins og afsláttardagar að bandarískri fyrirmynd. Prófessor í félagssálfræði segir fullorðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóladagatöl.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar