Kosningasvik

Ómar Harðarson segir að Birgir Þórarinsson hafi fallið á heiðarleikaprófinu og að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi líka sýnt að honum sé sama um slíkar lýðræðislegar leikreglur.

Auglýsing

Lýð­ræði er aðferð til að skipta um leið­toga og full­trúa á lög­gjaf­ar­þing án þess að þurfa að stinga þeim sem fyrir eru í fang­elsi, senda í útlegð eða taka af lífi. Til þess að þetta gangi snurðu­laust fyrir sig eru settar ákveðnar regl­ur. Þeir sem sjá um kosn­ingar gera það af sam­visku­semi og sjá um að það sem er talið upp úr kjör­köss­unum sé í sam­ræmi við það sem var látið ofan í þá.

Allt þetta er vand­lega kveðið á um í lögum og ef þeim er fylgt hafa kjós­endur sem fram­bjóð­end­ur  sjaldn­ast út á fram­kvæmd­ina að setja. Þeir sem fá flest atkvæði eru kjörn­ir, hinir bíða ann­ars færis eða leita sér að öðru starfi.

Lögin eru þó engan veg­inn nægi­legt skil­yrði fyrir því að lýð­ræð­is­legt stjórn­mála­kerfi virki, né heldur að allir emb­ætt­is­menn sem koma að fram­kvæmd kosn­inga geri það af sam­visku­semi. Heið­ar­leiki fram­bjóð­enda og virð­ing þeirra fyrir lýð­ræð­is­legum leik­reglum er frum­skil­yrði þess að kerfið virki.

Auglýsing
Í síð­ustu alþing­is­kosn­ingum upp­lifðu Íslend­ingar virð­ing­ar­leysi fram­bjóð­anda við leik­regl­urn­ar, sem stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins hefur sam­þykkt, kannski með stand­andi lófataki, en alla­vega með því að fagna hon­um. Birgir Þór­ar­ins­son sagði skilið við Mið­flokk­inn sem stóð að kjöri hans í Suð­ur­kjör­dæmi tveimur vikum eftir kosn­ingar með til­vísun í atburða­rás sem hófst fyrir tveimur árum. Allt bendir til þess að Birgir hafi aldrei ætlað sér að setj­ast á þing fyrir Mið­flokk­inn.

Það er ekk­ert í lögum sem bannar þing­mönnum að segja skilið við flokk sinn. Það væri heldur ekki eðli­legt að setja slík ákvæði í lög. Kjós­endur þurfa þess í stað að treysta á að fram­bjóð­end­urnir séu heið­ar­legir og beri virð­ingu fyrir leik­regl­un­um. Í lögum er gert ráð fyrr að þeir sem eru á til­teknum lista hafi sam­þykkt að vera þar listað­ir, en kjós­endur eiga kröfur á því þegar þeir greiða atkvæði að við­kom­andi ætli sér að öllu óbreyttu að vera í félagi með þeim sem þar eru fyr­ir. Hið fyrra er stað­fest með und­ir­skrift fram­bjóð­and­ans, en hið síð­ara ákvarð­ast af heið­ar­leika hans.

Birgir Þór­ar­ins­son féll á heið­ar­leika­próf­inu. Þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sýndi líka að honum er sama um slíkar lýð­ræð­is­legar leik­regl­ur.

Fyr­ir­sögn þess­arar greinar er væg­asta hug­takið sem ég fann og nær yfir hátt­semi Birgis Þór­ar­ins­sonar og þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Höf­undur er hag­skýrslu­gerð­ar­mað­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar