Kosningasvik

Ómar Harðarson segir að Birgir Þórarinsson hafi fallið á heiðarleikaprófinu og að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi líka sýnt að honum sé sama um slíkar lýðræðislegar leikreglur.

Auglýsing

Lýð­ræði er aðferð til að skipta um leið­toga og full­trúa á lög­gjaf­ar­þing án þess að þurfa að stinga þeim sem fyrir eru í fang­elsi, senda í útlegð eða taka af lífi. Til þess að þetta gangi snurðu­laust fyrir sig eru settar ákveðnar regl­ur. Þeir sem sjá um kosn­ingar gera það af sam­visku­semi og sjá um að það sem er talið upp úr kjör­köss­unum sé í sam­ræmi við það sem var látið ofan í þá.

Allt þetta er vand­lega kveðið á um í lögum og ef þeim er fylgt hafa kjós­endur sem fram­bjóð­end­ur  sjaldn­ast út á fram­kvæmd­ina að setja. Þeir sem fá flest atkvæði eru kjörn­ir, hinir bíða ann­ars færis eða leita sér að öðru starfi.

Lögin eru þó engan veg­inn nægi­legt skil­yrði fyrir því að lýð­ræð­is­legt stjórn­mála­kerfi virki, né heldur að allir emb­ætt­is­menn sem koma að fram­kvæmd kosn­inga geri það af sam­visku­semi. Heið­ar­leiki fram­bjóð­enda og virð­ing þeirra fyrir lýð­ræð­is­legum leik­reglum er frum­skil­yrði þess að kerfið virki.

Auglýsing
Í síð­ustu alþing­is­kosn­ingum upp­lifðu Íslend­ingar virð­ing­ar­leysi fram­bjóð­anda við leik­regl­urn­ar, sem stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins hefur sam­þykkt, kannski með stand­andi lófataki, en alla­vega með því að fagna hon­um. Birgir Þór­ar­ins­son sagði skilið við Mið­flokk­inn sem stóð að kjöri hans í Suð­ur­kjör­dæmi tveimur vikum eftir kosn­ingar með til­vísun í atburða­rás sem hófst fyrir tveimur árum. Allt bendir til þess að Birgir hafi aldrei ætlað sér að setj­ast á þing fyrir Mið­flokk­inn.

Það er ekk­ert í lögum sem bannar þing­mönnum að segja skilið við flokk sinn. Það væri heldur ekki eðli­legt að setja slík ákvæði í lög. Kjós­endur þurfa þess í stað að treysta á að fram­bjóð­end­urnir séu heið­ar­legir og beri virð­ingu fyrir leik­regl­un­um. Í lögum er gert ráð fyrr að þeir sem eru á til­teknum lista hafi sam­þykkt að vera þar listað­ir, en kjós­endur eiga kröfur á því þegar þeir greiða atkvæði að við­kom­andi ætli sér að öllu óbreyttu að vera í félagi með þeim sem þar eru fyr­ir. Hið fyrra er stað­fest með und­ir­skrift fram­bjóð­and­ans, en hið síð­ara ákvarð­ast af heið­ar­leika hans.

Birgir Þór­ar­ins­son féll á heið­ar­leika­próf­inu. Þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sýndi líka að honum er sama um slíkar lýð­ræð­is­legar leik­regl­ur.

Fyr­ir­sögn þess­arar greinar er væg­asta hug­takið sem ég fann og nær yfir hátt­semi Birgis Þór­ar­ins­sonar og þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Höf­undur er hag­skýrslu­gerð­ar­mað­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar