Skipulag til allra heilla?

Hildigunnur Sverrisdóttir segir að á endanum sé skipulag samningur við okkur sjálf um hver við viljum vera og um næstu skref til framtíðar – því þau munu hafa áhrif en verði ekki tekin aftur.

Auglýsing

Það er magnað til þess að hugsa hvar þessi þjóð stóð fyrir hund­rað árum. Hún var rétt orðin full­valda, deildi kon­ungi með Dön­um, átti vissu­lega nokkrar stofn­an­ir, en þær bjuggu í nokkrum húsum við tjörn milli tveggja hæða í litlu þorpi nefndu Reykja­vík. Það er und­ir­rit­aðri eilíft undur að hugsa til baka og sjá fyrir sér þá til­tölu­lega fáu eld­huga sem hófu starfs­feril sinn á svip­uðum tíma og sam­fé­lagið tók skrefið úr alda­gömlu fari nýlend­unnar og yfir í stöðu full­valda þjóð­ar. Þjóðar sem stekkur ekki bara inn í sjálf­stjórn, heldur nýjan tækni­heim, nýjan heim gæða, heim borg­ar­væð­ing­ar, verka­lýðs­bar­áttu, her­náms og nýrra drauma um félags­legan veru­leika.

Og það var í höndum þess­ara örfáu ein­stak­linga að móta hið mann­gerða umhverfi sam­fé­lags­ins sem lá svona á út í heim­inn. Hvað það hlýtur að hafa verið magnað og spenn­andi en um leið ofur­stórt og hræð­andi að sitja með svo stórt verk­efni, og það á sínum fyrstu starfs­ár­um. Og hvað sem því leið varð hér til borg á fáeinum ára­tug­um, götur voru lagð­ar, hverfi hönn­uð, þunga­miðjur settar – og færðar til eftir því sem á leið og borgin þró­að­ist. Inn­viðir lagð­ir, hiti, vatn og gas og síðan raf­magn, allt ger­ist þetta á lygi­lega skömmum tíma, við aðstæður sem væg­ast sagt má reikna með að hafi verið krefj­andi.

Sam­hjálp og jöfn­uður

Og borgin vex og mót­ast eins og hver önnur hafn­ar­borg – með höfn­ina sem aðal­leik­ara framan af. Frá höfn­inni mót­ast flæði, hún verður bæði hliðið inn í landið og með tím­anum ígildi banka til sjálf­stæðra athafna þjóð­ar­innar á eigin lend­um, fram­hjá erlendu nýlendu­veldi. Og eftir því sem leið á öld, varð skipu­lag hennar þétt ofið við verka­lýðs­bar­áttu verka­fólks­ins á höfn­inni sem ann­ars stað­ar.

Auglýsing

Hvat­inn á bak við þessa mót­un, þessa fæð­ingu, var afar áhuga­verð­ur. Félags­pólítíska afstöðu okkar hvers til ann­ars má gjarnan lesa í bæði arki­tektúr og skipu­lagi hvers tíma. Og þótt löng­unin til að verða þjóð meðal þjóða hafi á margan hátt skinið í gegnum skipu­lag þess­ara fyrstu ára­tuga, þá má ekki gleyma því að spurn­ingar um sam­hjálp og jöfnuð gerðu það líka. Um miðja öld var alvar­legu hús­næð­is­vanda­máli borg­ar­búa mætt af þverpólítískum vilja til breyt­inga og hag­sældar fyrir þann fjölda sem bjó við fátækt og óboð­legar aðstæð­ur.

Þegar búið var að svara hvernig við vildum sjá að okkar systur og bræður byggju ekki var farið að leita svara við því hvernig við vildum sjá þau búa. Hvernig við vildum sjá nýjar kyn­slóðir vaxa úr grasi og skipu­lagi var beitt af skerpu til að móta drauma­stöðu barna­fjöl­skyldna, í ódýru fjöl­býl­is­hús­næði, mót­uðu þannig að utan við það voru bílar og umferð geymd og þaðan sigldu feð­urnir á morgn­ana til vinnu en mæð­urnar og börnin not­uðu innri hlið­ina sem sam­ein­að­ist öðrum bygg­ingum í innra lands­lagi stíga, versl­ana og leik­svæða. Þótt ekki hafi sést fyrir um stöðu kon­unnar á heim­il­inu, má hér líta skýran draum um jöfnuð og gott umhverfi fyrir börn og full­orðna.

Skipu­lag til fram­tíðar

Skipu­lagið verður alltaf okk­ar. Sumra eða allra en alltaf okk­ar. Skipu­lag er tæki til að birta draum okkar eða ásetn­ing um hver við viljum vera, hvert fyrir annað og fyrir okkur sjálf. Skipu­lag er samn­ingur á milli almenn­ings og full­trúa hans um þennan draum eða ásetn­ing.

Þegar litið er til baka og hug­leitt hversu djarft og af miklu hug­rekki skipu­lagi hefur verið beitt í okkar litla sam­hengi gegnum þennan stutta tíma, hversu mikið af draumum hefur ræst í krafti þess og hversu oft ásetn­ingur hefur orðið að veru­leika í gegnum það, getur maður ekki annað en hug­leitt hvað það gæti leitt af sér ef það yrði nýtt til hins ýtrasta.

Við lifum á tímum þar sem óhugn­an­leg staða blasir við og vofir yfir. Ekki í fjar­lægri fram­tíð og ekki kannski, heldur hér og nú. Því mætti velta fyrir sér hvers konar tæki skipu­lagið gæti verið í þeirri bar­áttu, hvers konar ásetn­ingi það gæti strax hrint af stað, hvers konar draumi það væri megn­ugt að ná fram ef þar lægi okkar félags­póli­tíski vilji og metn­að­ur. Því á end­anum er skipu­lag samn­ingur milli okkar við okkur sjálf um hver við viljum vera, um næstu skref til fram­tíð­ar, því þau munu hafa áhrif en verða ekki tekin aft­ur.

Höf­undur er deild­ar­for­seti í arki­tektúr við Lista­há­skóla Íslands.

Þessi pist­ill er hluti grein­ar­aðar í til­­efni af því að 100 ár eru liðin frá for­m­­legu upp­­hafi skipu­lags­­gerðar hér á landi með setn­ingu laga um skipu­lag kaup­túna og sjá­v­­­ar­þorpa árið 1921.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar