Rafmagnað Grænland og Ísland?

Ari Trausti Guðmundsson fjallar um orkumál í aðsendri grein.

Auglýsing

Óvar­legt tal um raf­orku­fram­leiðslu á Græn­landi og Íslandi er áber­andi um þessar mund­ir. Heila­brot um orku­getu og hug­myndir um löndin tvö sem ein­hvers konar raf­orku­fora­búr handa Evr­ópu eru í for­gangi. Rætt frjáls­lega er um fall­vatns­orku í miklum orku­banka, eink­an­lega Græn­lands, og nauð­syn þess að tengja Græn­land við Ísland með raf­orku­sæ­strengjum sem lægju til meg­in­lands­ins um Fær­eyj­ar. Iðu­lega er farið út um alla móa í tali um raf­orku­fram­leiðsl­una og orku­flutn­ing­inn og dregnar upp vafa­samar sviðs­mynd­ir. Vert er að skoða nokkrar stað­reynd­ir.

Stað­reyndir um Aust­ur-Græn­land

Fyrst af öllu verður að horfa til lands­lags og stað­hátta á Græn­landi. Hálf aust­ur­strönd­in, frá Hvarfi (60°breidd­ar­gr.) allt norður fyrir Scor­es­bysund (nál. 70°) er afar hálend, mjög vogs­skorin og með fjöl­mörgum skrið­jöklum sem kelfa í flesta firð­ina, bæði úr stóra jök­ul­hvelinu og miklu minni alpa­jökl­um. Byggða­hverfi er á móts við Vest­firði (Tasi­ilaq og nágrenni) og lítið þorp stendur nyrst við mynni Scor­es­bysunds (Itt­oqqor­toormiit), 840 km norðar í flug­línu. Við Tasi­ilaq er 1,2 MW vatns­afls­virkjun en norð­ur­frá treysta menn enn á jarð­efna­eld­neyti.

Hvað sem hopi jökla líður er ekki ekki fyr­ir­sjá­an­legt að raf­orku­ver (fall­vatns- eða vind­orku­ver) er falla að ofur­hug­mynd­um, sem viðr­aðar eru, rísi á Aust­ur-Græn­landi á næstu ára­tug­um. Engar alvöru áætl­anir eru til um slíkt. Aftur á móti er mögu­legt og brýnt að styrkja byggð­irnar á smáum skala, a.m.k. fyrst um sinn, með vind- eða vatns­afls­verum til heima­brúks. Norðan við Scor­es­bysund er stærsti þjóð­garður heims. Ólík­legt er að þar rísi raf­orku­ver sem eig­endur vildu tengja Íslandi neð­an­sjáv­ar.

Auglýsing

Stað­reyndir um Suð­ur- og Vest­ur­-Græn­land

Íslaust land á Græn­landi er aðeins rúm­lega fjórum sinnum flat­ar­mál Íslands. Stór hluti þess er á vest­ur­strönd­inni, frá Nanortalik í suðri til Uperna­vik í norðri, og annar stór hluti innan þjóð­garðs­ins á norð­aust­ur­strönd­inni. Yfir­bragð strand­lengj­unnar vest­an­megin er heldur mýkra en handan Græn­lands­jök­uls.

Fjögur af fimm vatns­aflsorku­verum Græna­lands eru á vest­ur­strönd­inni. Afl þeirra sam­tals er rúm­lega 80 MW, þ.e. mun minna en t.d. afl Sult­ar­tanga­virkj­unar (120 MW). Búið er að kanna allt að 16 virkj­un­ar­staði frá suð­vest­asta hluta lands­ins norður undir 70°. Þá er tekið til­lit til aðstæðna bæði undir virkj­an­irnar og flutn­ings­leiðir frammi fyrir ítr­ustu orku­getu frá­rennslis frá jökl­um. Það er í heild marg­falt meira en hægt er að virkja, líkt og varma­aflið undir Íslandi eða orku­geta alls frá­rennslis íslenskra jökla. List­inn er vel tæm­andi. Nið­ur­staðan er þessi: Unnt er að fram­leiða 14 TWh með vatns­afli vestan megin á Græn­landi ef öllu er tjaldað til. Núna er heild­ar­fram­leiðslan hjá okkur um 20 TWh, og þá með fall­vatns­afli og jarð­varma. Vind­orka er hér veru­leg en koma þarf böndum á alls kyns áætl­anir og hug­myndir er varða hana sem allra, allra fyrst. Í Nor­egi er hún rúm 150 TWh með fall­vatns- og vindafli.

Grænland Mynd: Ari Trausti

Til hvers?

Af sjálfu leiðir að t.d. 500 til 1.000 MW rafafl sem væri til reiðu úr t.d. helm­ingi umræddra 16 vatns­afls­virkj­ana færi langt fram úr notk­un­ar­þörfum Græn­lend­inga sjálfra. Fjórar notk­un­ar­leiðir koma til greina: Orku­frekur málm­iðn­aður (sbr. Ísland), stór­felld námu­vinnsla, útflutn­ingur um raf­streng til Norð­aust­ur-Kanada (Nunavut) og fram­leiðsla raf­elds­neytis (m.a. vetn­is) til orku­skipta heima fyrir og að hluta til útflutn­ings. Græn­lend­ingar hafa rétti­lega tekið fyrir leit að og vinnslu á jarð­efna­elds­neyti, ef það fynd­ist í nægu magni.

Hér verður ekki fjallað um gagn­semi þess­ara leiða. Ein­ungis minnt á að end­ur­vinnsla og hringrás­ar­hag­kerfi eru þau spor fram­tíðar sem við verðum að feta, þó svo nývinnsla málma og sjald­gæfra jarð­efna þurfi að fylgja að vissu marki – en þá þannig að sá hlutur minnki með ára­tug­un­um. Græn­lend­ingar horfa fast á und­ir­stöður póli­tísks og efna­hags­legs sjálf­stæðis og ræða fram­tíð­ina í sömu andrá og auð­linda­stefnu. Sam­vinna Íslands og Græn­lands verð­ur, hvað sem öllum verk­efnum líð­ur, að hvíla á sam­vinnu og gagn­kvæmri virð­ingu og hags­mun­um, svo ekki sé minnst á lyk­il­at­rið­ið: Sjálf­bærni. Þá er vert að muna að námu­vinnsla er aldrei sjálf­bær en í ýmsum til­vikum nauð­syn­leg og þá með ítr­ustu umhverf­is­vernd og end­ur­nýt­ingu efna að leið­ar­ljósi.

Vind­orka kemur til greina

Vind­orka á sér fram­tíð á Græn­landi. Í litlum en mik­il­vægum mæli austan meg­in. Vestan til er unnt að stað­setja 50-200 MW vind­myllu­sam­stæður þar sem land hentar vegna veð­ur­fars og raf­orku­flutn­ings. Það verður afar seint í stórum stíl en gæti hentað þar sem orku­þörf er veru­leg. Lík­leg­ast er að vindraforka verði nýtt stað­bundið til þess að útvega byggðum og fyr­ir­tækjum græna orku þar sem t.d. fall­vatns­orka er of dýr eða fjar­læg, m.a. til hús­hit­unar og fram­leiðslu stað­bund­ins raf­elds­neytis og til útflutn­ings ef það reyn­ist sam­keppn­is­hæft.

Veð­ur­far er breyti­legt eftir stöðum á Græn­landi; sums staðar er hæg­viðri algengt og þá þarf að vera unnt að geyma raf­orku. Sums staðar eru fall­vindar ofan af Græn­lands­jökli nokkuð algengir en þeir geta náð stykleika felli­bylja, sem kunna að ógna vindraf­stöðv­um.

Og hvað svo á norð­ur­slóð­um?

Auð­velt er að fara stórum orðum um mik­il­vægi norð­ur­slóða í væð­ingu grænnar orku ann­ars staðar en þar. Í raun er þó margs að gæta. Jafn­vægi milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­verndar á þar við að fullu. Nýt­ing raf­orku heima fyrir með til­heyr­andi nýsköpun og vöru­út­flutn­ingi varðar millj­ón­irnar fjór­ar, sem þar búa, miklu. Það á svo sann­ar­lega einnig við um útflutn­ing á raf­elds­neyti (á við­ráð­an­legu verði) fremur en útflutn­ing á hlut­falls­lega dýrri raf­orku um langa sæstrengi á miklu haf­dýpi og í skriðu­halla land­grunna. Enn er all­mikið rými til undir vind­orku­ver á meg­in­landi Evr­ópu og undan ströndum grunnra inn­hafa álf­unn­ar. Sama á við um sum land­svæði á norð­lægum víð­áttum Kanada og Rúss­lands. Alaska getur sinnt sínum orku­skiptum með vind-, fall­vatns- og jarð­varma­orku. Dan­mörk, Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Finn­land eru nú þegar hluti evr­ópska orku­nets­ins og þróa sínar lausn­ir.

All­dýrar öldu­virkj­anir eru ekki óhugs­andi á úthöfum þegar fram líða stundir og nýsköpun í orku­vinnslu og við end­ur­virkjun geisla­virkra efni úti­loka ekki aukna notkun þeirra á þess­ari eða næstu öld. Höldum okkur við stað­reyndir og flóknar myndir af úrlausnum í orku­málum heims­ins.

Höf­undur er fyrrum for­maður þing­manna­nefndar norð­ur­slóða á Alþingi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar