Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill

Ingrid Kuhlman segir að dánaraðstoð og sjálfsvíg séu ólík fyrirbæri; hugfræðilega, læknisfræðilega, siðferðilega og löglega.

Auglýsing

Í þess­ari grein ætla ég að ræða mun­inn á dán­ar­að­stoð ann­ars vegar og sjálfs­vígi hins veg­ar. Til­efni grein­ar­innar er m.a. umræða yfir­læknis líkn­ar­deildar LSH, Val­gerðar Sig­urð­ar­dótt­ur, sem sagði í við­tali sl. vor að fólk gæti bara tekið eigið líf frekar en að biðja um dán­ar­að­stoð.

Ólíkar athafnir

Iðu­lega er gerður grein­ar­munur á dán­ar­að­stoð, sem felst í því að læknir sprautar sjúk­ling með lyfi til að binda endi á líf hans, og lækn­is­að­stoð við sjálfs­víg (e. Physici­an-Assi­sted Suicide eða PAS), sem felst í aðstoð læknis við að útvega efni sem sjúk­lingur inn­byrðir sjálfur í þeim til­gangi að binda endi á eigið líf. Ég legg til að við notum fram­vegis hug­takið „lækn­is­fræði­leg aðstoð við að deyja“ um síð­ar­nefndu leið­ina, sem á ensku hefur fengið heitið Med­ical Assistance in Dying eða MAID þar sem hug­takið „lækn­is­að­stoð við sjálfs­víg“ er óná­kvæmt, óvið­eig­andi og hlut­drægt.

Auglýsing

Beiðni um að flýta fyrir and­láti vegna lífsógn­andi sjúk­dóms eða óbæri­legra þján­inga er á engan hátt hægt að jafna við sjálfs­víg sem er alltaf harm­saga og áfall. Meg­in­mark­mið sjúk­lings sem biður um dán­ar­að­stoð er að stytta kvöl síð­ustu stunda og finna per­sónu­lega reisn í yfir­vof­andi brott­för úr þessum heimi. Er sann­gjarnt eða rétt að nota orðið sjálfs­víg þegar sár­kval­inn 76 ára ein­stak­lingur með ólækn­andi briskrabba­mein vill stytta líf sitt um nokkrar vik­ur? Um er að ræða mjög ólíkar athafn­ir, bæði sið­ferði­lega og til­finn­inga­lega. Mun­ur­inn er m.a. eft­ir­far­andi:

  • Þegar um er að ræða sjálfs­víg er bundið endi á líf sem hefði getað haldið áfram. Lækn­is­fræði­leg aðstoð við að deyja snýst aftur á móti um að flýta fyr­ir­sjá­an­legu and­láti og binda endi á þján­ingar sjúk­lings í sam­ræmi við sjálf­vilj­uga og vel ígrund­aða ósk hans um að fá að deyja með sæmd.
  • Sjúk­lingur með ólækn­andi sjúk­dóm vill ekki endi­lega deyja, hann treystir sér ein­fald­lega ekki til að lifa áfram vegna óbæri­legra þján­inga eða skertra lífs­gæða. Sjálfs­víg á hinn bóg­inn stafar yfir­leitt af sál­rænum sárs­auka og örvænt­ingu; mann­eskjan nær ekki að njóta lífs­ins eða getur ekki séð að hlut­irnir geti breyst til hins betra í fram­tíð­inni.
  • Þegar um lækn­is­fræði­lega aðstoð við að deyja er að ræða upp­lifir sjúk­ling­ur­inn oft dýpri merk­ingu og að til­finn­inga­leg tengsl við ást­vini eflist. Í til­felli sjálfs­víga þjá­ist ein­stak­ling­ur­inn og upp­lifir ein­angr­un, ein­mana­leika og merk­ing­ar­tap.
  • Fram­kvæmd sjálfs­víga er oft mjög sorg­leg og sárs­auka­full en þegar læknir aðstoðar sjúk­ling við að deyja eru notuð við­eig­andi lyf sem valda því að sjúk­ling­ur­inn deyr frið­sælum dauða.
  • And­lát vegna sjálfs­víga leggja oft byrði á syrgj­andi aðstand­endur sem geta upp­lifað höfn­un, reiði, sekt­ar­kennd og skömm. Ótíma­bært and­lát kallar á alls kyns erf­iðar spurn­ingar sem oft er ekki hægt að fá svör við. Þegar lækn­is­fræði­leg aðstoð við að deyja hefur verið heim­iluð rým­ist hún hins vegar innan ramma heil­brigð­is­kerf­ins­ins og sam­fé­lags­ins án þess að vera for­dæmd.
  • Ólíkt flestum sjálfs­vígstil­fellum deyr sá sem fær aðstoð við að deyja ekki ein­mana heldur í faðmi fjöl­skyldu og vina, á þann hátt sem hann vill og í því umhverfi sem hann vill. Það heyrir til mik­illa und­an­tekn­inga að fólk velji að binda endi á eigið líf með aðstoð læknis án vit­undar ætt­ingja. Flest­ir, ef ekki all­ir, eiga opin­skátt sam­tal við nán­ustu aðstand­endur um ósk sína. Þeir læknar sem veita dán­ar­að­stoð leggja einnig mikla áhersla á sátt aðstand­enda og ræða ítrekað við þá í ferl­inu.
  • Ólíkt mörgum sjálfs­vígstil­fellum er aldrei um skyndi­á­kvörðun val að ræða þegar sjúk­lingur fær lækn­is­fræði­lega aðstoð við að deyja. Í Belgíu þarf sjúk­lingur sem dæmi að bíða í mánuð frá því að beiðni um aðstoð við að deyja er lögð fram. Ein­stak­lingur sem biður um dán­ar­að­stoð ræðir slíkt við lækn­inn sinn í fleiru en einu sam­tali og getur hvenær sem í ferl­inu hætt við.

Dán­ar­að­stoð veldur væg­ari sorg­ar­ein­kennum og minni áfallastreitu

Rann­sóknir frá bæði Hollandi og Oregon hafa leitt í ljós að nán­ustu aðstand­endur krabba­meins­sjúkra sem fengu dán­ar­að­stoð upp­lifðu væg­ari sorg­ar­ein­kenni og minni áfallastreitu. Það var þeim huggun í harmi að ást­vinur þeirra skuli hafa fengið að stjórna ferð­inni og deyja á þann hátt sem hann vildi. Þeir töldu mik­il­vægan þátt í sorg­ar­ferl­inu að hafa fengið tæki­færi til að vera við­staddir á dán­ar­stundu og kveðja ást­vin­inn. Þeir sögðu að ferlið hefði verið þrosk­andi og upp­lifðu þakk­læti. Sumir töldu að það að hafa geta rætt á opin­skáan hátt um dauð­ann við ást­vin­inn hefði auð­veldað þeim að horfast í augu við og sætt­ast við yfir­vof­andi and­lát hans. Aðrir nefndu þakk­læti fyrir að hafa fengið tæki­færi til að gera upp ágrein­ing eða rifja upp dýr­mætar minn­ing­ar.

Þegar þján­ingin ein er eftir

Dán­ar­að­stoð og sjálfs­víg eru ólík fyr­ir­bæri, bæði hug­fræði­lega, lækn­is­fræði­lega, sið­ferði­lega og lög­lega. Flestir þeirra sem fá dán­ar­að­stoð eru langt leiddir af ólækn­andi sjúk­dómum og hafa upp­lifað það versta sem lífið hefur upp á að bjóða. Dán­ar­að­stoð gefur þeim tæki­færi til að end­ur­heimta mann­lega sæmd og binda endi á til­gangs­lausar þján­ing­ar. Því þegar lækn­ing er ekki handan við hornið og þján­ingin ein eftir er dán­ar­að­stoð ekki aðeins mann­úð­leg heldur sið­ferði­lega rétt­læt­an­leg leið. Þetta snýst um að hafa val.

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar