Verkefnastjóri MS skoðar styrki

Þórólfur Matthíasson svara gagnrýni Ernu Bjarnadóttur á efnistök hans um beina og óbeina styrki til bænda á Íslandi.

Auglýsing

Í Kjarn­anum 11. nóv­em­ber s.l. birtir Ernu Bjarna­dóttur (EB) verk­efna­stjóri hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni grein undir heit­inu „Fyr­ir­sagna­gleði um land­búnað – hver er kjarni máls­ins?“.

­Greinin er að formi til ádrepa á fyr­ir­sagna­höf­und Kjarn­ans, sem svarar fyrir sig, enda hafði fyr­ir­sögn­inni sem kvartað var undan verið breytt að ábend­ingu EB löngu áður en greinin birt­ist. Undir fyr­ir­sögn­inni umdeildu var frá­sögn af svari sem Vís­inda­vefur HÍ birti nokkrum dögum fyrr. Í því svari leit­ast und­ir­rit­aður við að svara spurn­ing­unni: Hvað greiðir rík­is­sjóður árlega mikið í formi beinna og óbeinna styrkja til land­bún­aðar á Íslandi.

Kvartað til rit­stjóra Vís­inda­vefs­ins

EB lík­aði ekki efn­is­tök und­ir­rit­aðs og kvart­aði í nokkuð löngu máli við rit­stjóra Vís­inda­vefs­ins. Kvörtunin snéri bæði að þeirri rit­stjórn­ar­legri ákvörðun rit­stjór­ans að fela und­ir­rit­uðum að svara umræddri spurn­ingu og í öðru lagi að því að und­ir­rit­aður smætt­aði ekki spurn­ing­una í mein­ing­ar­litla end­ur­sögn á tölum og gögnum úr fjár­laga­frum­varpi og fjár­lög­um. ­Þriðja og veiga­mesta kvörtunin sneri að því að und­ir­rit­aður skildi ekki aðferða­fræði OECD við útreikn­ing á umfangi land­bún­að­ar­styrkja í aðild­ar­lönd­un­um. Í grein EB í Kjarn­anum kemur enn fremur fram að hún telur ekki rök til að full­yrða að bændur fengju ókeypis aðgang að afréttum sem síðan eru nýttir með ósjálf­bærum hætt­i. Einnig taldi EB ósann­aða þá stað­hæf­ingu að und­an­þága vinnslu­stöðva land­bún­aðar frá sam­keppn­is­lögum kynni að skaða sam­keppni og þrýsta upp verði á neyslu­vöru sem þessar vinnslu­stöðvar land­bún­að­ar­ins fram­leiða. MS, vinnu­veit­andi EB er ein þess­ara vinnslu­stöðva.

Við­brögð við aðfinnslum

Eins og verk­lags­reglur Vís­inda­vefs­ins kveða á um eru aðfinnslur af þessu tagi sendar svars­höf­undum og síðan brugð­ist við þeim eins og þurfa þyk­ir. Við rit­stjóri Vís­inda­vefs­ins fórum í gegnum allar aðfinnslur og fjölg­uðum m.a. til­vís­unum í vís­inda­rit til að létta efa­semda­mönnum að slá efa­semdir sínar út af borð­in­u. Það var sam­eig­in­leg nið­ur­staða okkar að það væri ekki verk­efni verk­efna­stjóra hjá MS að taka rit­stjórn­ar­legar ákvarð­anir á borð við val á svar­endum fyrir Vís­inda­vef­inn. 

Auglýsing
Í öðru lagi gefur Vís­inda­vef­ur­inn svar­endum frelsi (vís­inda­legt frelsi) til að ráða umfangi svara sinna sjálf­ir. Þannig má finna á Vís­inda­vefnum bæði stutt svör og lengri rit­gerð­ir. Í þessu svari leyfir svar­andi sér að segja nokkur orð um málm­leys­ingja, þó spurn­ingin snú­ist aðeins um málm­a. Ekki er vitað til þess að full­trúar áliðn­að­ar­ins eða járn­blend­is­ins hafi kvartað yfir þeim efn­is­tök­um! Við skoðun á aðferða­fræði­legum aðfinnslum kom í ljós að verk­efna­stjór­anum hafði yfir­sést mik­il­væg stað­reynd um umfang til­færslna fjár frá skatt­greið­endum til neyt­enda (nið­ur­greiðslur á land­bún­að­ar­vörum í neyt­enda­um­búð­u­m). Að­finnslan féll því um sjálfa sig enda til­efn­is­laus. Við bættum svarið á Vís­inda­vefnum með því að vísa til umfjöll­unar fræði­manna um ósjálf­bærni afrétt­ar­beit­ar, sjá hér og hér og hér, og mála­rekst­urs Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins gagn­vart MS og skyldum aðil­um.

Skilur OECD ekki eigin aðferða­fræði?

Víkjum þá að efn­is­at­riðum í Kjarna­grein EB. Í kafla sem ber yfir­skrift­ina „Hvernig ber að skilja aðferða­fræði OECD?“ full­yrðir EB að aðferða­fræði OECD dugi ekki til að meta vergan og hreinan stuðn­ing við land­bún­að. Svo segir EB: „....Vita­skuld eru þetta aldrei þau verð sem neyt­endur standa and­spæn­is....“. Þarna er lík­lega kjarni gagn­rýni EB á aðferða­fræði OECD að ræða. En málið er að OECD er í þessu til­felli ekki að meta stuðn­ing við neyt­endur eins og EB lætur liggja að, heldur stuðn­ing við fram­leið­end­ur. Og þá stendur þessi aðferða­fræði fylli­lega fyrir sín­u! Svo­lítið ein­faldað er spurn­ingin sem OECD spyr þessi: Hvað myndi inn­flutt und­an­rennu­duft eða smjör kosta heild­sala sam­an­borið við kostnað þess sama við að kaupa sama magn mjólk­ur­prótíns og mjólk­ur­fitu af inn­lendum fram­leið­anda. ­Neyt­endur kaupa vörur sem fram­leiddar eru úr mjólk­ur­fitu og mjólk­ur­pró­tíni þannig að hátt inn­an­lands­verð á þessu vöru hefur áhrif á hag neyt­enda, sé heildsal­anum gert að greiða him­inhá aðflutn­ings­gjöld ofaná verð ódýr­ari vör­unn­ar. En OECD blandar þessu tvennu ekki sam­an, kostn­aði neyt­enda og ávinn­ingi fram­leið­enda, þó svo verk­efna­stjór­inn sé ef til vill hald­inn þeirri trú.

Hag­ræði neyt­enda af fákeppni?

Full­yrð­ingum EB um hag­ræði íslenskra neyt­enda af ein­ok­un, fákeppni og sam­keppn­is­legs brussu­gangs vinnu­veit­enda síns hefur þegar verið svarað með vísan til ára­tuga bar­áttu sam­keppn­is­yf­ir­valda gagn­vart MS og tengdum fyr­ir­tækj­u­m. MS getur keypt eins margar skýrslur og það fyr­ir­tæki treystir sér til að borga frá fyr­ir­tækjum sem hafa hag og rann­sóknir í nöfnum sínum og sem selja slíkar synda­kvitt­anir án þess að það breyti þeirri nið­ur­stöðu sem kemur fram í ótal álits­gerðum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Loka­orð um afrétti

Að lokum þetta: Í sumar átti ég leið um afrétt­ar­lönd í Emstrum og á Almenn­ing­um. Þar þótt­ist ég sjá nokkurn mun á gróð­ur­þróun frá því ég gekk þessi lönd fyrir 25 árum síð­an. Á Emstrum hafði fram­sýnn sveit­ar­stjóri í sam­vinnu við bændur í Hvol­hreppi hinum forna víð­sýni til að friða fyrir sum­ar­beit árið 1990. Al­menn­ing­arnir líða fyrir græðgi upp­rekstr­ar­að­ila sem ekki mega vita af ójór­tr­uðu strái á afrétti stund­inni leng­ur. En vert að hrósa mínum gömlu sveit­ungum í Hvol­hreppi sem vissu­lega þekktu sinn vitj­un­ar­tíma hvað varðar afrétt­ar­beit­ina, en eru þar því miður í miklum minni­hluta meðal þeirra sem kalla sig bænd­ur. 

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar