Verkefnastjóri MS skoðar styrki

Þórólfur Matthíasson svara gagnrýni Ernu Bjarnadóttur á efnistök hans um beina og óbeina styrki til bænda á Íslandi.

Auglýsing

Í Kjarn­anum 11. nóv­em­ber s.l. birtir Ernu Bjarna­dóttur (EB) verk­efna­stjóri hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni grein undir heit­inu „Fyr­ir­sagna­gleði um land­búnað – hver er kjarni máls­ins?“.

­Greinin er að formi til ádrepa á fyr­ir­sagna­höf­und Kjarn­ans, sem svarar fyrir sig, enda hafði fyr­ir­sögn­inni sem kvartað var undan verið breytt að ábend­ingu EB löngu áður en greinin birt­ist. Undir fyr­ir­sögn­inni umdeildu var frá­sögn af svari sem Vís­inda­vefur HÍ birti nokkrum dögum fyrr. Í því svari leit­ast und­ir­rit­aður við að svara spurn­ing­unni: Hvað greiðir rík­is­sjóður árlega mikið í formi beinna og óbeinna styrkja til land­bún­aðar á Íslandi.

Kvartað til rit­stjóra Vís­inda­vefs­ins

EB lík­aði ekki efn­is­tök und­ir­rit­aðs og kvart­aði í nokkuð löngu máli við rit­stjóra Vís­inda­vefs­ins. Kvörtunin snéri bæði að þeirri rit­stjórn­ar­legri ákvörðun rit­stjór­ans að fela und­ir­rit­uðum að svara umræddri spurn­ingu og í öðru lagi að því að und­ir­rit­aður smætt­aði ekki spurn­ing­una í mein­ing­ar­litla end­ur­sögn á tölum og gögnum úr fjár­laga­frum­varpi og fjár­lög­um. ­Þriðja og veiga­mesta kvörtunin sneri að því að und­ir­rit­aður skildi ekki aðferða­fræði OECD við útreikn­ing á umfangi land­bún­að­ar­styrkja í aðild­ar­lönd­un­um. Í grein EB í Kjarn­anum kemur enn fremur fram að hún telur ekki rök til að full­yrða að bændur fengju ókeypis aðgang að afréttum sem síðan eru nýttir með ósjálf­bærum hætt­i. Einnig taldi EB ósann­aða þá stað­hæf­ingu að und­an­þága vinnslu­stöðva land­bún­aðar frá sam­keppn­is­lögum kynni að skaða sam­keppni og þrýsta upp verði á neyslu­vöru sem þessar vinnslu­stöðvar land­bún­að­ar­ins fram­leiða. MS, vinnu­veit­andi EB er ein þess­ara vinnslu­stöðva.

Við­brögð við aðfinnslum

Eins og verk­lags­reglur Vís­inda­vefs­ins kveða á um eru aðfinnslur af þessu tagi sendar svars­höf­undum og síðan brugð­ist við þeim eins og þurfa þyk­ir. Við rit­stjóri Vís­inda­vefs­ins fórum í gegnum allar aðfinnslur og fjölg­uðum m.a. til­vís­unum í vís­inda­rit til að létta efa­semda­mönnum að slá efa­semdir sínar út af borð­in­u. Það var sam­eig­in­leg nið­ur­staða okkar að það væri ekki verk­efni verk­efna­stjóra hjá MS að taka rit­stjórn­ar­legar ákvarð­anir á borð við val á svar­endum fyrir Vís­inda­vef­inn. 

Auglýsing
Í öðru lagi gefur Vís­inda­vef­ur­inn svar­endum frelsi (vís­inda­legt frelsi) til að ráða umfangi svara sinna sjálf­ir. Þannig má finna á Vís­inda­vefnum bæði stutt svör og lengri rit­gerð­ir. Í þessu svari leyfir svar­andi sér að segja nokkur orð um málm­leys­ingja, þó spurn­ingin snú­ist aðeins um málm­a. Ekki er vitað til þess að full­trúar áliðn­að­ar­ins eða járn­blend­is­ins hafi kvartað yfir þeim efn­is­tök­um! Við skoðun á aðferða­fræði­legum aðfinnslum kom í ljós að verk­efna­stjór­anum hafði yfir­sést mik­il­væg stað­reynd um umfang til­færslna fjár frá skatt­greið­endum til neyt­enda (nið­ur­greiðslur á land­bún­að­ar­vörum í neyt­enda­um­búð­u­m). Að­finnslan féll því um sjálfa sig enda til­efn­is­laus. Við bættum svarið á Vís­inda­vefnum með því að vísa til umfjöll­unar fræði­manna um ósjálf­bærni afrétt­ar­beit­ar, sjá hér og hér og hér, og mála­rekst­urs Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins gagn­vart MS og skyldum aðil­um.

Skilur OECD ekki eigin aðferða­fræði?

Víkjum þá að efn­is­at­riðum í Kjarna­grein EB. Í kafla sem ber yfir­skrift­ina „Hvernig ber að skilja aðferða­fræði OECD?“ full­yrðir EB að aðferða­fræði OECD dugi ekki til að meta vergan og hreinan stuðn­ing við land­bún­að. Svo segir EB: „....Vita­skuld eru þetta aldrei þau verð sem neyt­endur standa and­spæn­is....“. Þarna er lík­lega kjarni gagn­rýni EB á aðferða­fræði OECD að ræða. En málið er að OECD er í þessu til­felli ekki að meta stuðn­ing við neyt­endur eins og EB lætur liggja að, heldur stuðn­ing við fram­leið­end­ur. Og þá stendur þessi aðferða­fræði fylli­lega fyrir sín­u! Svo­lítið ein­faldað er spurn­ingin sem OECD spyr þessi: Hvað myndi inn­flutt und­an­rennu­duft eða smjör kosta heild­sala sam­an­borið við kostnað þess sama við að kaupa sama magn mjólk­ur­prótíns og mjólk­ur­fitu af inn­lendum fram­leið­anda. ­Neyt­endur kaupa vörur sem fram­leiddar eru úr mjólk­ur­fitu og mjólk­ur­pró­tíni þannig að hátt inn­an­lands­verð á þessu vöru hefur áhrif á hag neyt­enda, sé heildsal­anum gert að greiða him­inhá aðflutn­ings­gjöld ofaná verð ódýr­ari vör­unn­ar. En OECD blandar þessu tvennu ekki sam­an, kostn­aði neyt­enda og ávinn­ingi fram­leið­enda, þó svo verk­efna­stjór­inn sé ef til vill hald­inn þeirri trú.

Hag­ræði neyt­enda af fákeppni?

Full­yrð­ingum EB um hag­ræði íslenskra neyt­enda af ein­ok­un, fákeppni og sam­keppn­is­legs brussu­gangs vinnu­veit­enda síns hefur þegar verið svarað með vísan til ára­tuga bar­áttu sam­keppn­is­yf­ir­valda gagn­vart MS og tengdum fyr­ir­tækj­u­m. MS getur keypt eins margar skýrslur og það fyr­ir­tæki treystir sér til að borga frá fyr­ir­tækjum sem hafa hag og rann­sóknir í nöfnum sínum og sem selja slíkar synda­kvitt­anir án þess að það breyti þeirri nið­ur­stöðu sem kemur fram í ótal álits­gerðum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Loka­orð um afrétti

Að lokum þetta: Í sumar átti ég leið um afrétt­ar­lönd í Emstrum og á Almenn­ing­um. Þar þótt­ist ég sjá nokkurn mun á gróð­ur­þróun frá því ég gekk þessi lönd fyrir 25 árum síð­an. Á Emstrum hafði fram­sýnn sveit­ar­stjóri í sam­vinnu við bændur í Hvol­hreppi hinum forna víð­sýni til að friða fyrir sum­ar­beit árið 1990. Al­menn­ing­arnir líða fyrir græðgi upp­rekstr­ar­að­ila sem ekki mega vita af ójór­tr­uðu strái á afrétti stund­inni leng­ur. En vert að hrósa mínum gömlu sveit­ungum í Hvol­hreppi sem vissu­lega þekktu sinn vitj­un­ar­tíma hvað varðar afrétt­ar­beit­ina, en eru þar því miður í miklum minni­hluta meðal þeirra sem kalla sig bænd­ur. 

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar