Fyrirsagnagleði um landbúnað – hver er kjarni málsins?

Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni gerir athugasemd við svar á Vísindavef HÍ um styrki til bænda og frétt Kjarnans um það svar.

Auglýsing

Þann 10. nóv­em­ber sl. birt­ist á Kjarn­anum grein eftir Þórð Snæ Júl­í­us­son undir fyr­ir­sögn­inni „Beinir og óbeinir styrkir rík­is­sjóðs til bænda 29,1 millj­arður króna í fyrra.“ Í næstu línu á eftir er vitnað í hag­fræði­pró­fessor sem full­yrðir á Vís­inda­vef Háskóla Íslands „…að íslenska land­bún­að­ar­kerfið kosti íslenska skatt­greið­endur að minnsta kosti tæp­lega 30 millj­arða króna á ári í beina og óbeina styrki.“

Hér er sem sagt sömu upp­hæð­inni teflt fram ann­ars vegar sem beinum og óbeinum styrkjum rík­is­sjóðs og hins vegar sem kostn­aði skatt­greið­enda og neyt­enda. Hvernig getur þetta verið sama upp­hæð­in? Styrkir rík­is­sjóðs geta aldrei numið hærri upp­hæð en því sem greitt er sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi hér til land­bún­að­ar. Með öðrum orð­um, fyr­ir­sögnin er bein­línis röng.

Mis­skiln­ingur um útreikn­inga OECD

Grein­ar­höf­undur hefur þegar sent Vís­inda­vefnum athuga­semdir við fyrr­nefnt svar á Vís­inda­vefnum sem Þórólfur Matth­í­as­son pró­fessor skrif­aði. Þar byggir hann á útreikn­ingum OECD um sam­an­burð á stuðn­ingi þjóð­ríkja við land­búnað sinn til að áætla tölu­lega heild­ar­stuðn­ing við land­búnað hér á landi. Hæpið er að nota þessi gögn OECD í þessu skyni.

Auglýsing
OECD hefur lagt mikla vinnu í að staðla hug­tök og mæli­kvarða sem unnt væri að nota í svona sam­an­burði og þeir end­ur­skoð­aðir oftar en einu sinni. Mark­mið þessa gagna­safns og mats­að­ferða OECD er að fylgj­ast með og meta þró­un/breyt­ingar á land­bún­að­ar­stefnu. Í því skyni hefur stofn­unin sett á fót sam­eig­in­legan grunn til að ræða land­bún­að­ar­stefnu meðal aðild­ar­landa og til að afla hag­rænna upp­lýs­inga til að meta virkni og skil­virkni af stefnu­mót­andi aðgerðum stjórn­valda.

Hvernig ber að skilja aðferða­fræði OECD?

Þannig eru svo­kall­aðar til­færslur frá neyt­endum til fram­leið­enda metnar (í ein­föld­ustu mynd) sem marg­feldi af magni á neyslu til­tek­innar afurðar sem fram­leidd er hér á landi og mis­muni á verði til fram­leið­enda inn­an­lands að frá­dregnu heims­mark­aðs­verði vör­unnar eins og OECD metur það (refer­ence price), kominni í höfn á Íslandi. Við mat á við­mið­un­ar­verði t.d. mjólkur á heims­mark­aði er byggt á heims­mark­aðs­verði á smjöri og und­an­rennu­dufti. Vita­skuld eru þetta aldrei þau verð sem neyt­endur standa and­spænis enda verið að meta til­færslur til fram­leið­enda en ekki kostnað neyt­enda.

Þessi aðferða­fræði er ekki hönnuð til þess að finna upp­hæð vergs eða hreins stuðn­ings við land­búnað í ein­stökum lönd­um, eins og ráða má af umfjöllun Þór­ólfs. Aðra aðferða­fræði þarf til þess. Því er afar vafa­samt, svo ekki sér meira sagt, að nota þessi gögn frá OECD á þann hátt sem Þórólfur gerir (og Kjarn­inn tekur upp án gagn­rýn­i). 

Kjarn­inn mis­skilur kjarna máls­ins

Kjarn­inn heldur síðan áfram og greinir frá því að beinir styrkir úr rík­is­sjóði til bænda hafi numið 16,3 millj­örðum króna árið 2020 og óbeinir styrkir til þeirra 12,8 millj­örðum króna, með hlið­sjón af efni OECD. Aftur er gefið til kynna að metnar til­færsl­ur, sem hér eru kall­aðar óbeinir styrkir, séu útgjöld rík­is­sjóðs (þótt það sé að ein­hverju leyti leið­rétt í næstu máls­grein á eft­ir). Hvað varðar beina styrki úr rík­is­sjóði til bænda full­yrðir Kjarn­inn að þeir nemi 16,3 millj­örðum króna og jafn­framt tekið svo djúpt í árina að full­yrða að hér sé um að ræða fram­úr­keyrslu í búvöru­samn­ingum sem nemur fyrr­nefndum 16,3 millj­örðum kr. að frá­dregnum 13,2  millj­örðum kr. Það eru sú upp­hæð sem rit­stjóri Kjarn­ans segir vera með­al­tals útgjöld á ári sam­kvæmt samn­ingum bænda og rík­is­ins frá 17. febr­úar 2016 (ekki kemur fram hvort eða hvernig sú fjár­hæð er fram­reiknuð til verð­lags árs­ins 2020). Stað­reyndin er hins vegar sú að því fer fjarri að öll þau útgjöld sem standa að baki sam­töl­unni sem vitnað er til frá OECD (16,3 m.kr.), falli undir búvöru­samn­inga. Þar munar mest um fram­lög til Mat­væla­stofn­unar sem standa undir alls kyns þjón­ustu við land­búnað og eru sögð nema 644 millj­ónum kr. árið 2020.

Rökvilla í meg­in­máli

Í svari Þór­ólfs Matth­í­as­sonar er ekki látið staðar numið við að fjalla um mat OECD á útgjöldum og til­færslum heldur full­yrðir hann að bændur nýti end­ur­gjalds­laust alla afrétti lands­ins með ósjálf­bærum hætti. Fyrir það fyrsta er óum­deilt að nýt­ing fjöl­margra afrétta lands­ins er sjálf­bær og fer það hlut­fall vax­andi. Í annan stað leggja bændur víða í mik­inn kostnað og vinnu við upp­græðslu á afréttum lands­ins með þeim árangri að þeir eru metnir í fram­för. Þó ríkið leggi vissu­lega sitt til í því eru fram­lög bænda óum­deild. Í þriðja lagi bera bændur skað­ann af ofnýttum afrétt­um. Það er því enn ein rökvilla Þór­ólfs að þeir afréttir sem enn kunna að vera nýttir með ósjálf­bærum hætti séu það end­ur­gjalds­laust af hálfu bænda. 

Sam­ein­ing afurða­stöðva skilar hag­ræð­ingu í land­bún­aði

Nið­ur­lags­orð Þór­ólfs í svar­inu á Vís­inda­vefnum eru ein­hliða, og bregst hann þar vart aðdá­endum sín­um. Hann full­yrðir án þess að geta heim­ilda að vís­bend­ingar séu um að tak­mark­aðar und­an­þágur sumra vinnslu­greina land­bún­aðar frá sam­keppn­is­lögum (sem eru miklu tak­mark­aðri hér en t.d. í ESB) hafi þrýst upp verði á fram­leiðsl­unni. Hverjar eru þessar vís­bend­ing­ar? Þvert ofan í það sem Þórólfur telur sig hafa vís­bend­ingar um, hefur nýlega verið sýnt fram á gríð­ar­legt hag­ræði og þar með verð­lækkun af sam­ein­ingu og hag­ræð­ingu í mjólkur­iðn­aði hér á landi, (sjá skýrslu frá Hag­rann­sókum sf. 2021, Fram­leiðni í íslenskri mjólk­ur­vinnslu,) sem byggir á umræddri und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum (sjá lög nr. 99/1993). Í ljósi þess að gríð­ar­legt hag­ræði náð­ist í kjöl­far sam­ein­ingar afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði má gera ráð fyrir því að sam­bæri­legt hag­ræði náist einnig með auknu sam­starfi eða sam­ein­ingu fyr­ir­tækja í kjöt­iðn­aði.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og verk­efna­stjóri hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni.

Athuga­semd rit­stjórnar Kjarn­ans: Fyr­ir­sögn umræddrar fréttar var breytt kl 14:14 þann 11. nóv­em­ber 2021, eftir ábend­ingu grein­ar­höf­und­ar. Upp­haf­lega stóð að beinir og óbeinir styrkir úr rík­is­sjóði til bænda væru 29,1 millj­arður króna. Það er ekki nákvæmt heldur er rétt­ara að segja að beinir og óbeinir styrkir hins opin­bera nemi þeirri upp­hæð, miðað við þær upp­lýs­ingar sem vitnað er til í frétt­inni. Að öllu öðru leyti stendur rit­stjórn Kjarn­ans við frétt­ina þar sem skýrt er tekið fram að hún byggi á svari á Vís­inda­vef Háskóla Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar