Útlánagæði nýrra íbúðalána á Íslandi fara minnkandi og hlutabréfaverð orðið of hátt

Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að skrúfa niður súrefnið sem Seðlabankinn opnaði á inn í efnahagslífið við upphaf faraldurs. Ástæðan eru áhrif hækkandi eignaverðs á verðbólgu.Ójafnvægi fer hratt vaxandi á eignamörkuðum á Íslandi.

samsettmyndfjármál.jpg
Auglýsing

Inn­lendir eigna­mark­aðir hafa tekið veru­lega við sér og eigna­verð hækkað hratt.  Margt bendir til þess að ójafn­vægi fari hratt vax­andi á eigna­mörk­uðum og óvissa hefur auk­ist. Þetta kemur fram í rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leika sem Seðla­banki Íslands birti í dag.

Hluta­bréfa­verð á Íslandi hefur til að mynda hækkað um 57 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uðum og er á suma mæli­kvarða „orðið frekar hátt“. Frá­vik þess frá lang­tíma­leitni er nú meira en það hefur verið frá árinu 2008. 

Aukin skuld­setn­ing lán­taka

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu segir að vís­bend­ingar séu „um að útlána­gæði nýrra íbúða­lána fari minnk­andi þar sem veð­setn­ing­ar- og greiðslu­byrð­ar­hlut­föll virð­ist hafa hækkað þrátt fyrir mikla hækkun fast­eigna­verðs og ráð­stöf­un­ar­tekna. „Kann það bæði að skýr­ast af minnk­andi end­ur­fjár­mögnun og auk­inni skuld­setn­ingu lán­taka. Gjalda ber var­hug við hratt hækk­andi eigna­verði sam­hliða auk­inni skuld­setn­ingu og lak­ari útlána­gæð­um, en slíkt er merki um aukna kerf­is­á­hætt­u.“

Árs­hækkun í krónum talið, án til­lits til verð­bólgu, á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist 11,6 pró­sent í lok ágúst og aug­lýstar eignir voru 45 pró­sent færri í þeim mán­uði en á sama tíma árið á und­an. Með­al­sölu­tími eigna er nálægt sögu­legu lág­marki og hátt hlut­fall íbúða selst yfir ásettu verði. Í Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu segir að frá­vik íbúða­verðs frá lang­tíma­leitni sé nú tæp­lega 14 pró­sent og hafi ekki mælst hærra síðan árið 2008. „Verð­hækk­anir á mark­aðnum hafa einnig verið umfram ákvarð­andi þætti, s.s. launa­þróun og bygg­ing­ar­kostn­að.“

Fast­eigna­lán tak­mörkuð

Vegna ört hækk­­andi fast­eigna­verðs, sem vigtað hefur í vax­andi verð­­bólgu, hefur fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­nefnd Seðla­­banka Íslands ákveðið að setja reglur um hámark greiðslu­­byrðar á fast­­eigna­lán­­um. Hún greindi frá þessu í yfir­lýs­ingu í morg­un. 

Þar sagði að greiðslu­­byrð­­ar­hlut­­fall – mán­að­­ar­­leg greiðslu­­byrði fast­­eigna­lána á móti mán­að­­ar­­legum ráð­­stöf­un­­ar­­tekjum lán­­taka – fast­­eigna­lána skuli almennt tak­­markast við 35 pró­­sent en 40 pró­­sent fyrir fyrstu kaup­end­­ur. Lán­veit­endum er veitt und­an­þága frá regl­unum fyrir allt að fimm pró­­sent heild­­ar­fjár­­hæðar nýrra fast­­eigna­lána sem veitt er í hverjum árs­fjórð­ungi.

Auglýsing
Þessar aðgerðir eru í takti við það sem Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóð­­ur­inn mælti með að yrði gert hér­­­lendis í áliti sem hann birti í apr­íl. Þar sagði hann að bregð­­ast ætti við verð­hækk­­unum á hús­næð­is­­mark­aði og vax­andi hluta íbúða­lána hjá bönkum með beit­ingu þjóð­hags­var­úð­­ar­tækja, til dæmis með reglum um hámark lána­greiðslna sem hlut­­­fall af tekjum lán­tak­enda eða hámarks­­­hlut lán­anna í eigna­safni bank­anna. 

Í júní var hámark veð­­setn­ing­­ar­hlut­­falls fast­­eigna­lána til neyt­enda lækkað úr 85 í 80 pró­­sent en hámarks­­hlut­­fall fyrir fyrstu kaup­endur hélst óbreytt í 90 pró­­sent.

Dregið úr svig­rúmi banka til útlána

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu er einnig fjallað um stöðu þeirra þriggja banka sem skil­greindir eru sem kerf­is­lega mik­il­vægir: Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki. Þar segir að sam­hliða efna­hags­bat­anum og auknum hag­vexti hafi arð­semi bank­anna auk­ist og dregið úr van­skil­um, bæði hjá heim­ilum og fyr­ir­tækj­um. Þrátt fyrir mikla útlána­aukn­ingu til heim­ila á síð­ustu mán­uðum hafi bank­arnir við­haldið mjög sterkri lausa­fjár­stöðu og í lok ágúst síð­ast­lið­ins hafi þeir haft til ráð­stöf­unar 290 millj­arða króna umfram lág­marks lausa­fjár­kröfu Seðla­bank­ans. Sú fjár­hæð hafði þá hækkað um 43 millj­arða króna á tólf mán­uð­um. Þar er um fjár­muni að ræða sem bank­arnir gætu til dæmis ákveðið að greiða eig­endum sínum út í arð eða notað til að kaupa til banka eigin bréf af þeim, sem skilar sömu­leiðis fjár­munum í vasa hlut­hafa. 

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd til­kynnti því í morgun að hún hefði ákveðið að end­­ur­vekja hinn svo­­kall­aða sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka sem var afn­um­inn í fyrra­vor til að auka þrótt kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna þriggja til að lána heim­ilum og fyr­ir­tækj­u­m.

Auglýsing
Nefndin telur ekki lengur þörf á því við­­bót­­ar­svig­­rúmi. „Er það mat nefnd­­ar­innar að hratt hækk­­andi eigna­verð sam­hliða auk­inni skuld­­setn­ingu heim­ila, hafi nú þegar fært sveiflu­tengda kerf­is­á­hættu að minnsta kosti á sama stig og hún var fyrir útbreiðslu far­­sótt­­ar­inn­­ar.“ 

Sveiflu­­­jöfn­un­­­ar­­­auki Seðla­­­bank­ans eru við­­­bót­­­ar­­­kröfur á eigið fé fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja umfram lög­­­bundnar eig­in­fjár­­­­­kröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjár­­­­­mála­­­kerf­inu. Ef mikil hætta er á þenslu getur Seðla­­­bank­inn hækkað auk­ann til að koma í veg fyrir of mik­inn útlána­vöxt, en ef hætta er á sam­drætti getur bank­inn lækkað auk­ann til að efla útlána­­­getu fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækj­anna. 

Þegar sveiflu­­jöfn­un­­ar­auk­inn var afnumin í mars í fyrra var það gert til að auka þrótt efna­hags­lífs­ins til að takast á við afleið­ingar kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins ­með því að skapa svig­­­rúm til nýrra útlána sem átti að nema allt að 350 millj­­­örðum króna. Þorri þessa svig­­rúms hefur verið nýtt í að lána til hús­næð­is­­kaupa. 

Kaup­máttur dróst saman vegna mik­illar verð­bólgu

Allt er þetta gert til að reyna að stemma stigu við verð­bólgu, sem mælist nú 4,4 pró­sent síð­ustu tólf mán­uði. Helsta ástæða þess að verð­bólgan hefur verið að hækka er hækkun á íbúða­verði. Auk þess hefur verð á mat, drykkj­ar­föngum og fatn­aði hækkað sem rekja má til mik­illa hækk­unar á flutn­ings­kostn­aði. Sá kostn­aður hefur auk­ist bæði vegna trufl­ana innan flutn­ings­keðja vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins en líka vegna þess að jarð­efna­elds­neyti, sem knýr áfram flutn­ings­skip og flug­vél­ar, er nú í hæstu hæðum og hefur ekki verið dýr­ara árum sam­an.

Hag­stofan birti í dag þá nið­ur­stöðu að kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann hafi dreg­ist saman um 0,3 pró­sentu­stig  á öðrum árs­fjórð­ungi 2021. Það þýðir á ein­földu máli að lands­menn fá minna fyrir krón­urnar í vas­anum sínum en þeir fengu á sama árs­fjórð­ungi í fyrra. Þar sem ráð­stöf­un­ar­tekj­urnar hækk­uðu um 4,1 pró­sent á sama tíma­bili dróg­ust þær saman um mis­mun­inn: 0,3 pró­sentu­stig.

Þetta er í fyrsta sinn sem kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna dregst saman á árs­fjórð­ungi síðan í lok árs 2019. Raunar hefur það ein­ungis gerst fjórum sinnum að kaup­máttur hafi dreg­ist saman á árs­fjórð­ungi miðað við sama tíma­bil árið áður síðan í upp­hafi árs 2015.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiInnlent