Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mynd: Miðflokkurinn
Miðflokkurinn

Fjárframlög til Miðflokksins skerðast um helming – Framsókn á grænni grein

Framsóknarflokkurinn fær ekki einungis aukin áhrif í stjórnarmyndunarviðræðum vegna kosningasigurs síns, heldur líka stóraukin framlög úr ríkissjóði næstu árin. Miðflokkurinn tapaði mestu fylgi og verður því einnig af mestum peningum inn í flokksstarfið.

Að því gefnu að stjórn­mála­flokk­arnir á Alþingi ákveði að veita sjálfum sér sömu upp­hæð í fram­lög úr rík­is­sjóði árið 2022 og veitt voru í ár mun Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fá rúm­lega 45 millj­ónum króna meira í fram­lög á næsta ári en hann fékk í ár, eða alls 126 millj­ónir króna.

Á móti mun fram­lag til Mið­flokks­ins rúm­lega helm­ing­ast og fara úr 81,7 millj­ónum árið 2021 niður í um 39 millj­ónir árið 2022, en þessir flokkar bættu mestu við sig og töp­uðu mestu á í nýaf­stöðnum kosn­ingum – og fram­lögin til flokk­anna á nýju kjör­tíma­bili fara eftir því.

Í fjár­mála­á­ætlun næstu ára er gert ráð fyrir að fram­lögin til stjórn­mála­flokk­anna hald­ist óbreytt næstu tvö ár og verði 728,2 millj­ónir króna, sem dreifast að mestu hlut­falls­lega á milli flokka sem fá yfir 2,5 pró­sent fylgi í liðnum alþing­is­kosn­ing­um.

Aðrar helstu breyt­ingar á fram­lögum vegna kosn­ing­anna 25. sept­em­ber verða þær að rík­is­fram­lagið til Vinstri grænna dregst saman um næstum 28 millj­ón­ir, en flokk­ur­inn mun fá 92 millj­ónir í stað rúm­lega 120 áður. Sömu­leiðis mun fram­lagið til Sam­fylk­ingar rýrna um rúmar 17 millj­ónir og fara úr tæpum 90 millj­ónum niður í 72, að því gefnu að fram­lögin til flokk­anna verði áfram hin sömu og á þessu ári, sem áður seg­ir.

Úrslit kosn­ing­anna munu hafa minni áhrif á fram­lög til ann­arra stjórn­mála­afla, en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun sem stærsti flokk­ur­inn á lands­vísu að sjálf­sögðu áfram fá mest – um 174 millj­ónir króna.

Sós­í­alistar komust ekki inn á þing, en koma nýir inn á fjár­lög. Eins og Kjarn­inn sagði frá á mánu­dag áætlar Gunnar Smári Egils­son for­maður fram­kvæmda­stjórnar flokks­ins að fram­lögin verði um 30 millj­ónir á ári allt kjör­tíma­bilið og sér hann fyrir sér að það nýt­ist til þess að byggja undir rót­tæka fjöl­miðl­un.

Hátt í þrír millj­arðar til flokk­anna á liðnu kjör­tíma­bili

Eins og sjá má á skýr­ing­ar­mynd­inni hér að neðan hafa fram­lög rík­is­ins til stjórn­mála­flokka auk­ist mjög mikið á und­an­förnum árum, en árið 2007 var ákveðið að hefta frjáls fram­lög ein­stak­linga og fyr­ir­tækja til stjórn­mála­flokka sökum þess að það þótti ekki æski­legt að stjórn­mála­sam­tökin í land­inu væru háð fram­lögum frá fjár­sterkum öfl­um. Einnig má segja að það svo reynst einn af lær­dómum hruns­ins, að það væri ekki gott fyrir lýð­ræðið í land­inu að svo væri.

Auglýsing

Í Rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis var fjallað sér­stak­lega um styrki frá bönkum til flokka og segir þar að það sé „al­var­legt mál í lýð­ræð­is­ríki þegar almanna­þjónar mynda fjár­hags­leg tengsl með þessum hætti við fjár­mála­fyr­ir­tæki“. „Fjöl­margir stjórn­mála­menn og stjórn­mála­sam­tök þáðu styrki frá bönk­unum sem hefur ekki haft hvetj­andi áhrif á stjórn­mála­menn til að skilja sig skýrar frá þeim, veita þeim aðhald og kynna sér stöðu þeirra betur með almanna­hag að leið­ar­ljósi,“ segir einnig í 8. bindi skýrsl­unn­ar.

Á árunum 2010 til 2017 voru fram­lög rík­is­ins til flokk­anna á milli 200 og 300 millj­ón­ir, en þau tóku stórt stökk í upp­hafi nýlið­ins kjör­tíma­bils.

Þá, í des­em­ber 2017, barst Alþingi erindi frá sex af átta fram­kvæmda­stjórum flokk­anna sem sitja á þingi, um að nauð­syn­legt væri að hækka fram­lög­in. Ein­ungis Píratar og Flokkur fólks­ins voru ekki með í þess­ari beiðni til fjár­laga­nefndar þings­ins.

Í erind­inu sagði að fram­lög til flokk­anna hefðu lækkað að raun­virði ár frá ári og kallað var eftir „leið­rétt­ingu“ sam­kvæmt vísi­tölum frá árinu 2008.

Fram­kvæmda­stjórar flokk­anna sex sögðu að lækkuð rík­is­fram­lög að raun­virði hefðu haft slæm áhrif. „Þetta hefur haft mikil áhrif á starf­­semi stjórn­­­mála­­flokka til hins verra. Þess vegna erum við und­ir­­rituð sam­­mála um nauð­­syn þess að leið­rétta fram­lög­in,“ sögðu fram­kvæmda­stjór­arnir í erindi til fjár­laga­nefndar og bættu því að ekki væri hægt að upp­fylla mark­mið laga um,,auka traust á stjórn­­­mála­­starf­­semi og efla lýð­ræð­ið“ nema aukin fram­lög fengjust.

Flokk­arnir báru sig saman við helstu hags­muna­sam­tök lands­ins og töldu það skjóta skökku við að ein­ungis væru 13 fast­ráðnir starfs­menn hjá þeim átta flokkum sem ættu sæti á Alþingi, á meðan að SA væru með 30 starfs­menn, SI með 16, SFS með 15, ASÍ með 22 og VR með 62.

„Í þessu umhverfi er stuðn­­ingur við nýsköp­un, þró­un, sér­­fræð­i­þekk­ingu og alþjóða­­tengsl eng­inn inni í stjórn­­­mála­­sam­tök­un­um; endar ná ekki saman til að sinna grunn­þörfum í rekstri stjórn­­­mála­­flokka og að upp­­­fylla mark­mið lag­anna. Lýð­ræðið á Íslandi á betra skil­ið,“ sagði í erindi þeirra.

Fram­lögin til flokk­anna hækk­uðu á fjár­lögum árs­ins 2018 upp í 648 millj­ón­ir, eða um heil 127 pró­sent. Fram­lögin fóru svo hæst í 744 millj­ónir árið 2019. Und­an­farin tvö ár hafa þau verið 728,2 millj­ónir og ráð­gert er að svo verði áfram næstu tvö ár, sem áður seg­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar