Mynd: Bára Huld Beck

Uppgjör: Kannanir almennt nálægt úrslitunum og þessir náðu þingsæti

Kjarninn og Baldur Héðinsson gerðu allskyns spár í aðdraganda kosninga sem byggðu á niðurstöðum þeirra skoðanakannana sem framkvæmdar voru. Hér eru þessar spár gerðar upp.

Þjóð­ar­púls Gallup komst næst kosn­inga­úr­slit­un­um, sam­kvæmt útreikn­ingum Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings sem vinnur kosn­inga­spár í sam­starfi við Kjarn­ann. Með­al­frá­vik Þjóð­ar­púls Gallup sem fram­kvæmdur var 20-24. sept­em­ber, og vigtaði 28,8 pró­sent inn í síð­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans, var 1,3 pró­sent sam­kvæmt útreikn­ing­um. 

Baldur hefur reiknað með­al­frá­vik allra þeirra kann­ana sem voru hluti af loka­spá hans og Kjarn­ans fyrir nýliðnar kosn­ingar fyrir níu stærstu fram­boð­in. 

Auglýsing

Næst á eftir Gallup kom MMR sem birti sínar nið­ur­stöður nú í sam­vinnu við Morg­un­blaðið og var gerð dag­anna 22-23. sept­em­ber, en með­al­frá­vik síð­ustu könn­unar sem fyr­ir­tækið gerði fyrir kosn­ing­arnar var 1,8 pró­sent frá kosn­inga­fylgi flokk­anna, miðað við útreikn­inga Bald­urs og ofan­greindar for­send­ur. Síð­asta MMR-könn­unin vigtaði 18,3 pró­sent inn í loka­spá Kjarn­ans. 

Kann­anir almennt nálægt úrslitum

Skoð­ana­könnun Mask­ínu, sem var unnin í sam­starfi við fjöl­miðla Sýn­ar, mæld­ist með 2,1 pró­sent í með­al­frá­vik og Net­pan­ell Íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar og Félags­vís­inda­stofn­unar mæld­ist með 2,3 pró­sent í með­al­frá­vik. Lest­ina rak svo Pró­sent, sem vann sínar kann­anir í sam­starfi við Frétta­blað­ið, en með­al­frá­vik síð­ustu könn­unar þess fyr­ir­tækis var 3,2 pró­sent. Vert er þó að taka fram að síð­asta könnun Pró­sents var gerð dag­anna 17-21. sept­em­ber, eða fyrr en hinar lokakann­an­irn­ar. 

Af þessu má sjá að kann­anir voru almennt nálægt kosn­inga­úr­slitum og mældu nokkuð skýrt hækkun á fylgi sem var að rísa síð­ustu dag­anna fyrir kosn­ing­ar, sér­stak­lega hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um. 

Auglýsing

Í umfjöllun Gallup um nið­ur­stöður kann­ana kemur fram að mæl­ingar fyr­ir­tæk­is­ins sýni að stórt hlut­fall kjós­enda ákveði á kjör­dag hvað það kýs, eða 26-29 pró­sent. „Það er því ljóst að breyt­ingar geta orðið á við­horfi fólks frá því síð­asta könnun er gerð og þar til kosið er. Leiða má líkum að því að meiri breyt­ingar geti orðið á hug kjós­enda eftir því sem flokkar í fram­boði eru fleiri og liggja nær hver öðrum mál­efna­lega.“

Í úttekt Bald­urs kemur fram að sömu könn­un­ar­að­ilar komust næst­kosn­inga­úr­slitum nú og í Alþing­is­kosn­ingum 2017. Þjóð­ar­púls Gallup er næst úrslitum kosn­inga, skoð­ana­könnun MMR fylgir í kjöl­far­ið. Fyrir fjórum árum var með­al­frá­vik síð­ustu könn­unar Gallup frá úrslit­inum 1,3 pró­sent og MMR 1,4 pró­sent. 

Spár sem byggja á 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ingum

Kjarn­inn og Baldur fram­kvæmdu einnig þing­manna- og þing­sæta­spá í aðdrag­anda kosn­inga. Þær eru fram­­kvæmd þannig að keyrðar eru 100 þús­und sýnd­­ar­­kosn­­ingar miðað við fylgi flokka í síð­ustu gerðu kosn­­inga­­spá. ­Reikn­i­líkanið úthlutar svo kjör­­dæma- og jöfn­un­­ar­­sætum út frá nið­­ur­­stöð­un­­um. Líkur fram­­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­­fall „sýnd­­ar­­kosn­­inga“ þar sem fram­­bjóð­and­inn nær kjöri.

Rauðu kassarnir sýna þann þingmannafjölda sem hver flokkur náði, en inni í þeim er hægt að sjá líkur þess að þeir myndu fá þann fjölda miðað við niðurstöðu 100 þúsund sýndarkosninga.
Mynd: Kosningaspa.is

Hér að neðan má svo sjá síð­ustu gerðu þing­manna­spá Kjarn­ans og Bald­urs. App­el­sínu­gulur þrí­hyrn­ingur er við mynd þeirra sem á end­anum náðu þing­sæti.

Norðausturkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • >99%
  Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • 87%
  Líneik Anna Sævarsdóttir
 • 24%
  Þórarinn Ingi Pétusson
 • 58%
  Eiríkur Björn Björgvinsson
 • 4%
  Sigríður Ólafsdóttir
 • >99%
  Njáll Trausti Friðbertsson
 • 82%
  Berglind Ósk Guðmundsdóttir
 • 23%
  Berglind Harpa Svavarsdóttir
 • 41%
  Jakob Frímann Magnússon
 • 47%
  Haraldur Ingi Haraldsson
 • 3%
  Margrét Pétursdóttir
 • 70%
  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
 • 11%
  Anna Kolbrún Árnadóttir
 • 71%
  Einar Brynjólfsson
 • 11%
  Hrafndís Bára Einarsdóttir
 • 93%
  Logi Már Einarsson
 • 37%
  Hilda Jana Gísladóttir
 • 2%
  Eydís Ásbjörnsdóttir
 • 93%
  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
 • 38%
  Jódís Skúladóttir
 • 3%
  Óli Halldórsson

Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi voru óvænt­ustu tíð­indin þau að Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, þriðji maður Fram­sókn­ar­flokks, náði inn en Einar Brynj­ólfs­son, fyrsti maður Pírata, ekki þrátt fyrir að síð­asta þing­manna­spá sýndi 71 pró­sent líkur hans á þing­sæti.

Norðvesturkjördæmi
8 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • >99%
  Stefán Vagn Stefánsson
 • 65%
  Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
 • 20%
  Halla Signý Kristjánsdóttir
 • 40%
  Guðmundur Gunnarsson
 • 1%
  Bjarney Bjarnadóttir
 • >99%
  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
 • 92%
  Haraldur Benediktsson
 • 30%
  Teitur Björn Einarsson
 • 47%
  Eyjólfur Ármansson
 • 29%
  Helga Thorberg
 • 57%
  Bergþór Ólason
 • 3%
  Sigurður Páll Jónsson
 • 83%
  Magnús Norðdahl
 • 2%
  Gunnar Ingiberg Guðmundsson
 • 93%
  Valgarður Lyngdal Jónsson
 • 37%
  Jónína Björg Magnúsdóttir
 • 79%
  Bjarni Jónsson
 • 9%
  Lilja Rafney Magnúsdóttir

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn átti óvænt­ustu tíð­indin í Norð­vest­ur­kjör­dæmi líka þar sem Halla Signý Krist­jáns­dótt­ir, þriðji maður á lista flokks­ins sem mæld­ist með ein­ungis fimm pró­sent líkur á þing­sæti, flaug inn á þing. Val­garður Lyn­dal Jóns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sat hins vegar eftir með sárt ennið þótt líkur hans á þing­sæti hafi verið metnar á 93 pró­sent dag­inn fyrir kjör­dag.

Reykjavíkurkjördæmi norður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 72%
  Ásmundur Einar Daðason
 • 11%
  Brynja Dan Gunnarsdóttir
 • 93%
  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
 • 39%
  Jón Steindór Valdimarsson
 • 3%
  Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir
 • >99%
  Guðlaugur Þór Þórðarson
 • 94%
  Diljá Mist Einarsdóttir
 • 46%
  Brynjar Níelsson
 • >99%
  Kjartan Magnússon
 • 44%
  Tómas A. Tómasson
 • 69%
  Kolbrún Baldursdóttir
 • 46%
  Gunnar Smári Egilsson
 • 5%
  Laufey Líndal Ólafsdóttir
 • 22%
  Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir
 • 1%
  Tómas Ellert Tómasson
 • 98%
  Halldóra Mogensen
 • 70%
  Andrés Ingi Jónsson
 • 13%
  Lenya Rún Taha Karim
 • >99%
  Helga Vala Helgadóttir
 • 83%
  Jóhann Páll Jóhannsson
 • 22%
  Dagbjört Hákonardóttir
 • 91%
  Katrín Jakobsdóttir
 • 35%
  Steinunn Þóra Árnadóttir
 • 2%
  Eva Dögg Davíðsdóttir

Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður fór meira og minna eins og við var að búast miðað við síð­ustu gerðu kosn­inga­spá. Gunnar Smári Egils­son, odd­viti Sós­í­alista­flokks hafði mælst með 46 pró­sent líkur á þing­sæti líkt og Brynjar Níels­son, þriðji maður á lista Sjálf­stæð­is­flokks, en Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, sem var í öðru sæti á lista Vinstri grænna, náði inn í þeirra stað þrátt fyrir að líkur hennar hefðu mælst aðeins lægri, eða 35 pró­sent.

Lokaniðurstöður þingkosninga 25. september 2021
Reykjavíkurkjördæmi suður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 78%
  Lilja Dögg Alfreðsdóttir
 • 15%
  Aðalsteinn Haukur Sverrisson
 • 96%
  Hanna Katrín Friðriksson
 • 52%
  Daði Már Kristófersson
 • 5%
  María Rut Kristinsdóttir
 • >99%
  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
 • 94%
  Hildur Sverrisdóttir
 • 45%
  Birgir Ármannsson
 • 35%
  Friðjón R. Friðjónsson
 • 47%
  Inga Sæland
 • 5%
  Wilhelm Wessman
 • 52%
  katrín Baldursdóttir
 • 7%
  Símon Vestarr
 • 30%
  Fjóla Hrund Björnsdóttir
 • 2%
  Danith Chan
 • 95%
  Björn Leví Gunnarsson
 • 53%
  Arndís Anna Gunnarsdóttir
 • 6%
  Halldór Auðar Svansson
 • 98%
  Kristrún Frostadóttir
 • 60%
  Rósa Björk Brynjólfsdóttir
 • 8%
  Viðar Eggertsson
 • 94%
  Svandís Svavarsdóttir
 • 47%
  Orri Páll Jóhannsson
 • 4%
  Daníel E. Arnarson

Í hinu Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu varð svipað upp á ten­ingn­um. Daði Már Krist­ó­fers­son, vara­for­maður Við­reisn­ar, og Katrín Bald­urs­dótt­ir, odd­viti Sós­í­alista­flokks Íslands, höfðu bæði mælst með 52 pró­sent líkur á þing­sæti en náðu hvorug inn. Upp­bót­ar­þing­menn­irnir í kjör­dæm­inu, Arn­dís Anna Gunn­ars­dóttir frá Pírötum og Orri Páll Jóhann­es­son frá Vinstri græn­um, voru þó að mæl­ast með svip­aðar líkur og þau, eða 53 og 47 pró­sent.

Suðurkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • >99%
  Sigurður Ingi Jóhannsson
 • 87%
  Jóhann Friðrik Friðriksson
 • 23%
  Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir
 • 64%
  Guðbrandur Einarsson
 • 5%
  Þórunn Wolfram Pétursdóttir
 • >99%
  Guðrún Hafsteinsdóttir
 • 94%
  Vilhjálmur Árnason
 • 46%
  Ásmundur Friðriksson
 • 5%
  Björgvin Jóhannesson
 • 66%
  Ásthildur Lóa Þórsdóttir
 • 9%
  Georg Eiður Arnarson
 • 44%
  Guðmundur Auðunsson
 • 3%
  Birna Eik Benediktsdóttir
 • 58%
  Birgir Þórarinsson
 • 6%
  Erna Bjarnadóttir
 • 70%
  Álfheiður Eymarsdóttir
 • 11%
  Linda Völundardóttir
 • 86%
  Oddný G. Harðardóttir
 • 24%
  Viktor Stefán Pálsson
 • 79%
  Hólmfríður Árnadóttir
 • 16%
  Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir

Líkt og í hinum lands­byggð­ar­kjör­dæm­unum kom Fram­sókn á óvart í Suð­ur­kjör­dæmi með því að ná inn þriðja þing­mann­in­um, Haf­dísi Hrönn Haf­steins­dótt­ur. Hún hafði mælst með ein­ungis 23 pró­sent líkur á þing­sæti í síð­ustu gerðu þing­manna­spá. Þá hafði Ásmundur Frið­riks­son, þriðji maður Sjálf­stæð­is­flokks, mælst með 46 pró­sent líkur en hann flaug hins vegar inn á þing. Álf­heiður Eymars­dótt­ir, odd­viti Pírata (70 pró­sent lík­ur), og Hólm­fríður Árna­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna (79 pró­sent), sátu hins vegar eftir með sárt ennið þrátt fyrir að hafa mælst með góðar líkur á þing­sæti.

Auglýsing
Suðvesturkjördæmi
13 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 95%
  Willum Þór Þórsson
 • 55%
  Ágúst Bjarni Garðarsson
 • 9%
  Anna Karen Svövudóttir
 • 97%
  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 • 64%
  Sigmar Guðmundsson
 • 14%
  Elín Anna Gísladóttir
 • >99%
  Bjarni Benediktsson
 • >99%
  Jón Gunnarsson
 • 94%
  Bryndís Haraldsdóttir
 • 59%
  Óli Björn Kárason
 • 16%
  Arnar Þór Jónsson
 • 2%
  Sigþrúður Ármann
 • 51%
  Guðmundur Ingi Kristinsson
 • 10%
  Jónína Björk Óskarsdóttir
 • 50%
  María Pétursdóttir
 • 10%
  Þór Saari
 • 52%
  Karl Gauti Hjaltason
 • 11%
  Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir
 • 85%
  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
 • 36%
  Gísli Rafn Ólafsson
 • 5%
  Eva Sjöfn Helgadóttir
 • 93%
  Þórunn Sveinbjarnardóttir
 • 52%
  Guðmundur Andri Thorsson
 • 10%
  Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • 85%
  Guðmundur Ingi Guðbrandsson
 • 36%
  Una Hildardóttir
 • 5%
  Ólafur Þór Gunnarsson

Líkt og í hinum þétt­býl­is­kjör­dæm­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fór flest eftir bók­inni, eða rétt­ara sagt spánni, í Krag­an­um. Það er helst að Karl Gauti Hjalta­son, odd­viti Mið­flokks­ins, geti verið súr en hann var til­kynntur upp­bót­ar­þing­maður áður en taln­ing­armis­tök í Norð­vest­ur­kjör­dæmi settu af stað hringekju breyt­inga síð­degis á sunnu­dag. Í hans stað mun Pírat­inn Gísli Rafn Ólafs­son verða upp­bót­ar­þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis þrátt fyrir að líkur hans á þing­sæti hafi ein­ungis mælst 36 pró­sent í síð­ustu þing­manna­spánni.

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda kosninga til Alþingis 2021.
B C D F M P S V Aðrir

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar