Mynd: Bára Huld Beck

Uppgjör: Kannanir almennt nálægt úrslitunum og þessir náðu þingsæti

Kjarninn og Baldur Héðinsson gerðu allskyns spár í aðdraganda kosninga sem byggðu á niðurstöðum þeirra skoðanakannana sem framkvæmdar voru. Hér eru þessar spár gerðar upp.

Þjóð­ar­púls Gallup komst næst kosn­inga­úr­slit­un­um, sam­kvæmt útreikn­ingum Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings sem vinnur kosn­inga­spár í sam­starfi við Kjarn­ann. Með­al­frá­vik Þjóð­ar­púls Gallup sem fram­kvæmdur var 20-24. sept­em­ber, og vigtaði 28,8 pró­sent inn í síð­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans, var 1,3 pró­sent sam­kvæmt útreikn­ing­um. 

Baldur hefur reiknað með­al­frá­vik allra þeirra kann­ana sem voru hluti af loka­spá hans og Kjarn­ans fyrir nýliðnar kosn­ingar fyrir níu stærstu fram­boð­in. 

Auglýsing

Næst á eftir Gallup kom MMR sem birti sínar nið­ur­stöður nú í sam­vinnu við Morg­un­blaðið og var gerð dag­anna 22-23. sept­em­ber, en með­al­frá­vik síð­ustu könn­unar sem fyr­ir­tækið gerði fyrir kosn­ing­arnar var 1,8 pró­sent frá kosn­inga­fylgi flokk­anna, miðað við útreikn­inga Bald­urs og ofan­greindar for­send­ur. Síð­asta MMR-könn­unin vigtaði 18,3 pró­sent inn í loka­spá Kjarn­ans. 

Kann­anir almennt nálægt úrslitum

Skoð­ana­könnun Mask­ínu, sem var unnin í sam­starfi við fjöl­miðla Sýn­ar, mæld­ist með 2,1 pró­sent í með­al­frá­vik og Net­pan­ell Íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar og Félags­vís­inda­stofn­unar mæld­ist með 2,3 pró­sent í með­al­frá­vik. Lest­ina rak svo Pró­sent, sem vann sínar kann­anir í sam­starfi við Frétta­blað­ið, en með­al­frá­vik síð­ustu könn­unar þess fyr­ir­tækis var 3,2 pró­sent. Vert er þó að taka fram að síð­asta könnun Pró­sents var gerð dag­anna 17-21. sept­em­ber, eða fyrr en hinar lokakann­an­irn­ar. 

Af þessu má sjá að kann­anir voru almennt nálægt kosn­inga­úr­slitum og mældu nokkuð skýrt hækkun á fylgi sem var að rísa síð­ustu dag­anna fyrir kosn­ing­ar, sér­stak­lega hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um. 

Auglýsing

Í umfjöllun Gallup um nið­ur­stöður kann­ana kemur fram að mæl­ingar fyr­ir­tæk­is­ins sýni að stórt hlut­fall kjós­enda ákveði á kjör­dag hvað það kýs, eða 26-29 pró­sent. „Það er því ljóst að breyt­ingar geta orðið á við­horfi fólks frá því síð­asta könnun er gerð og þar til kosið er. Leiða má líkum að því að meiri breyt­ingar geti orðið á hug kjós­enda eftir því sem flokkar í fram­boði eru fleiri og liggja nær hver öðrum mál­efna­lega.“

Í úttekt Bald­urs kemur fram að sömu könn­un­ar­að­ilar komust næst­kosn­inga­úr­slitum nú og í Alþing­is­kosn­ingum 2017. Þjóð­ar­púls Gallup er næst úrslitum kosn­inga, skoð­ana­könnun MMR fylgir í kjöl­far­ið. Fyrir fjórum árum var með­al­frá­vik síð­ustu könn­unar Gallup frá úrslit­inum 1,3 pró­sent og MMR 1,4 pró­sent. 

Spár sem byggja á 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ingum

Kjarn­inn og Baldur fram­kvæmdu einnig þing­manna- og þing­sæta­spá í aðdrag­anda kosn­inga. Þær eru fram­­kvæmd þannig að keyrðar eru 100 þús­und sýnd­­ar­­kosn­­ingar miðað við fylgi flokka í síð­ustu gerðu kosn­­inga­­spá. ­Reikn­i­líkanið úthlutar svo kjör­­dæma- og jöfn­un­­ar­­sætum út frá nið­­ur­­stöð­un­­um. Líkur fram­­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­­fall „sýnd­­ar­­kosn­­inga“ þar sem fram­­bjóð­and­inn nær kjöri.

Rauðu kassarnir sýna þann þingmannafjölda sem hver flokkur náði, en inni í þeim er hægt að sjá líkur þess að þeir myndu fá þann fjölda miðað við niðurstöðu 100 þúsund sýndarkosninga.
Mynd: Kosningaspa.is

Hér að neðan má svo sjá síð­ustu gerðu þing­manna­spá Kjarn­ans og Bald­urs. App­el­sínu­gulur þrí­hyrn­ingur er við mynd þeirra sem á end­anum náðu þing­sæti.

Norðausturkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • >99%
  Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • 87%
  Líneik Anna Sævarsdóttir
 • 24%
  Þórarinn Ingi Pétusson
 • 58%
  Eiríkur Björn Björgvinsson
 • 4%
  Sigríður Ólafsdóttir
 • >99%
  Njáll Trausti Friðbertsson
 • 82%
  Berglind Ósk Guðmundsdóttir
 • 23%
  Berglind Harpa Svavarsdóttir
 • 41%
  Jakob Frímann Magnússon
 • 47%
  Haraldur Ingi Haraldsson
 • 3%
  Margrét Pétursdóttir
 • 70%
  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
 • 11%
  Anna Kolbrún Árnadóttir
 • 71%
  Einar Brynjólfsson
 • 11%
  Hrafndís Bára Einarsdóttir
 • 93%
  Logi Már Einarsson
 • 37%
  Hilda Jana Gísladóttir
 • 2%
  Eydís Ásbjörnsdóttir
 • 93%
  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
 • 38%
  Jódís Skúladóttir
 • 3%
  Óli Halldórsson

Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi voru óvænt­ustu tíð­indin þau að Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, þriðji maður Fram­sókn­ar­flokks, náði inn en Einar Brynj­ólfs­son, fyrsti maður Pírata, ekki þrátt fyrir að síð­asta þing­manna­spá sýndi 71 pró­sent líkur hans á þing­sæti.

Norðvesturkjördæmi
8 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • >99%
  Stefán Vagn Stefánsson
 • 65%
  Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
 • 20%
  Halla Signý Kristjánsdóttir
 • 40%
  Guðmundur Gunnarsson
 • 1%
  Bjarney Bjarnadóttir
 • >99%
  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
 • 92%
  Haraldur Benediktsson
 • 30%
  Teitur Björn Einarsson
 • 47%
  Eyjólfur Ármansson
 • 29%
  Helga Thorberg
 • 57%
  Bergþór Ólason
 • 3%
  Sigurður Páll Jónsson
 • 83%
  Magnús Norðdahl
 • 2%
  Gunnar Ingiberg Guðmundsson
 • 93%
  Valgarður Lyngdal Jónsson
 • 37%
  Jónína Björg Magnúsdóttir
 • 79%
  Bjarni Jónsson
 • 9%
  Lilja Rafney Magnúsdóttir

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn átti óvænt­ustu tíð­indin í Norð­vest­ur­kjör­dæmi líka þar sem Halla Signý Krist­jáns­dótt­ir, þriðji maður á lista flokks­ins sem mæld­ist með ein­ungis fimm pró­sent líkur á þing­sæti, flaug inn á þing. Val­garður Lyn­dal Jóns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sat hins vegar eftir með sárt ennið þótt líkur hans á þing­sæti hafi verið metnar á 93 pró­sent dag­inn fyrir kjör­dag.

Reykjavíkurkjördæmi norður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 72%
  Ásmundur Einar Daðason
 • 11%
  Brynja Dan Gunnarsdóttir
 • 93%
  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
 • 39%
  Jón Steindór Valdimarsson
 • 3%
  Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir
 • >99%
  Guðlaugur Þór Þórðarson
 • 94%
  Diljá Mist Einarsdóttir
 • 46%
  Brynjar Níelsson
 • >99%
  Kjartan Magnússon
 • 44%
  Tómas A. Tómasson
 • 69%
  Kolbrún Baldursdóttir
 • 46%
  Gunnar Smári Egilsson
 • 5%
  Laufey Líndal Ólafsdóttir
 • 22%
  Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir
 • 1%
  Tómas Ellert Tómasson
 • 98%
  Halldóra Mogensen
 • 70%
  Andrés Ingi Jónsson
 • 13%
  Lenya Rún Taha Karim
 • >99%
  Helga Vala Helgadóttir
 • 83%
  Jóhann Páll Jóhannsson
 • 22%
  Dagbjört Hákonardóttir
 • 91%
  Katrín Jakobsdóttir
 • 35%
  Steinunn Þóra Árnadóttir
 • 2%
  Eva Dögg Davíðsdóttir

Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður fór meira og minna eins og við var að búast miðað við síð­ustu gerðu kosn­inga­spá. Gunnar Smári Egils­son, odd­viti Sós­í­alista­flokks hafði mælst með 46 pró­sent líkur á þing­sæti líkt og Brynjar Níels­son, þriðji maður á lista Sjálf­stæð­is­flokks, en Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, sem var í öðru sæti á lista Vinstri grænna, náði inn í þeirra stað þrátt fyrir að líkur hennar hefðu mælst aðeins lægri, eða 35 pró­sent.

Lokaniðurstöður þingkosninga 25. september 2021
Reykjavíkurkjördæmi suður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 78%
  Lilja Dögg Alfreðsdóttir
 • 15%
  Aðalsteinn Haukur Sverrisson
 • 96%
  Hanna Katrín Friðriksson
 • 52%
  Daði Már Kristófersson
 • 5%
  María Rut Kristinsdóttir
 • >99%
  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
 • 94%
  Hildur Sverrisdóttir
 • 45%
  Birgir Ármannsson
 • 35%
  Friðjón R. Friðjónsson
 • 47%
  Inga Sæland
 • 5%
  Wilhelm Wessman
 • 52%
  katrín Baldursdóttir
 • 7%
  Símon Vestarr
 • 30%
  Fjóla Hrund Björnsdóttir
 • 2%
  Danith Chan
 • 95%
  Björn Leví Gunnarsson
 • 53%
  Arndís Anna Gunnarsdóttir
 • 6%
  Halldór Auðar Svansson
 • 98%
  Kristrún Frostadóttir
 • 60%
  Rósa Björk Brynjólfsdóttir
 • 8%
  Viðar Eggertsson
 • 94%
  Svandís Svavarsdóttir
 • 47%
  Orri Páll Jóhannsson
 • 4%
  Daníel E. Arnarson

Í hinu Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu varð svipað upp á ten­ingn­um. Daði Már Krist­ó­fers­son, vara­for­maður Við­reisn­ar, og Katrín Bald­urs­dótt­ir, odd­viti Sós­í­alista­flokks Íslands, höfðu bæði mælst með 52 pró­sent líkur á þing­sæti en náðu hvorug inn. Upp­bót­ar­þing­menn­irnir í kjör­dæm­inu, Arn­dís Anna Gunn­ars­dóttir frá Pírötum og Orri Páll Jóhann­es­son frá Vinstri græn­um, voru þó að mæl­ast með svip­aðar líkur og þau, eða 53 og 47 pró­sent.

Suðurkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • >99%
  Sigurður Ingi Jóhannsson
 • 87%
  Jóhann Friðrik Friðriksson
 • 23%
  Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir
 • 64%
  Guðbrandur Einarsson
 • 5%
  Þórunn Wolfram Pétursdóttir
 • >99%
  Guðrún Hafsteinsdóttir
 • 94%
  Vilhjálmur Árnason
 • 46%
  Ásmundur Friðriksson
 • 5%
  Björgvin Jóhannesson
 • 66%
  Ásthildur Lóa Þórsdóttir
 • 9%
  Georg Eiður Arnarson
 • 44%
  Guðmundur Auðunsson
 • 3%
  Birna Eik Benediktsdóttir
 • 58%
  Birgir Þórarinsson
 • 6%
  Erna Bjarnadóttir
 • 70%
  Álfheiður Eymarsdóttir
 • 11%
  Linda Völundardóttir
 • 86%
  Oddný G. Harðardóttir
 • 24%
  Viktor Stefán Pálsson
 • 79%
  Hólmfríður Árnadóttir
 • 16%
  Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir

Líkt og í hinum lands­byggð­ar­kjör­dæm­unum kom Fram­sókn á óvart í Suð­ur­kjör­dæmi með því að ná inn þriðja þing­mann­in­um, Haf­dísi Hrönn Haf­steins­dótt­ur. Hún hafði mælst með ein­ungis 23 pró­sent líkur á þing­sæti í síð­ustu gerðu þing­manna­spá. Þá hafði Ásmundur Frið­riks­son, þriðji maður Sjálf­stæð­is­flokks, mælst með 46 pró­sent líkur en hann flaug hins vegar inn á þing. Álf­heiður Eymars­dótt­ir, odd­viti Pírata (70 pró­sent lík­ur), og Hólm­fríður Árna­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna (79 pró­sent), sátu hins vegar eftir með sárt ennið þrátt fyrir að hafa mælst með góðar líkur á þing­sæti.

Auglýsing
Suðvesturkjördæmi
13 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 95%
  Willum Þór Þórsson
 • 55%
  Ágúst Bjarni Garðarsson
 • 9%
  Anna Karen Svövudóttir
 • 97%
  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 • 64%
  Sigmar Guðmundsson
 • 14%
  Elín Anna Gísladóttir
 • >99%
  Bjarni Benediktsson
 • >99%
  Jón Gunnarsson
 • 94%
  Bryndís Haraldsdóttir
 • 59%
  Óli Björn Kárason
 • 16%
  Arnar Þór Jónsson
 • 2%
  Sigþrúður Ármann
 • 51%
  Guðmundur Ingi Kristinsson
 • 10%
  Jónína Björk Óskarsdóttir
 • 50%
  María Pétursdóttir
 • 10%
  Þór Saari
 • 52%
  Karl Gauti Hjaltason
 • 11%
  Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir
 • 85%
  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
 • 36%
  Gísli Rafn Ólafsson
 • 5%
  Eva Sjöfn Helgadóttir
 • 93%
  Þórunn Sveinbjarnardóttir
 • 52%
  Guðmundur Andri Thorsson
 • 10%
  Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • 85%
  Guðmundur Ingi Guðbrandsson
 • 36%
  Una Hildardóttir
 • 5%
  Ólafur Þór Gunnarsson

Líkt og í hinum þétt­býl­is­kjör­dæm­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fór flest eftir bók­inni, eða rétt­ara sagt spánni, í Krag­an­um. Það er helst að Karl Gauti Hjalta­son, odd­viti Mið­flokks­ins, geti verið súr en hann var til­kynntur upp­bót­ar­þing­maður áður en taln­ing­armis­tök í Norð­vest­ur­kjör­dæmi settu af stað hringekju breyt­inga síð­degis á sunnu­dag. Í hans stað mun Pírat­inn Gísli Rafn Ólafs­son verða upp­bót­ar­þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis þrátt fyrir að líkur hans á þing­sæti hafi ein­ungis mælst 36 pró­sent í síð­ustu þing­manna­spánni.

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda kosninga til Alþingis 2021.
B C D F M P S V Aðrir

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar