Íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en laun í landinu á þessu ári

Miklar hækkanir á íbúðaverði á þessu ári hafa gert það að verkum að verðið sem hlutfall af launum landsmanna hefur farið hratt vaxandi. Á einu ári hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 15,5 prósent.

7DM_9563_raw_2114.JPG
Auglýsing

Íbúða­verð sem hlut­fall af launum lands­manna hefur farið hratt vax­andi á þessu ári eftir að hafa leitað hægt niður á við allt frá því í apríl 2017.

Frá árs­byrjun 2014 hefur hlut­fallið hækkað um 19 pró­sent, en vísi­tala paraðra við­skipta með íbúð­ar­hús­næði hækk­aði um 103 pró­sent á meðan að vísi­tala launa hækk­aði um 71 pró­sent yfir sama tíma­bil. 

Þetta þýðir að íbúða­verð hefur að jafn­aði hækkað meira en laun í land­inu miðað við launa­vísi­tölu hag­stof­unn­ar. 

Frá þessu er greint í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS). 

Íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 15,5 pró­sent á einu ári

Mikil eft­ir­­spurn­­ar­­þrýst­ingur er eftir hús­næði og fram­­boð hefur á sama tíma dreg­ist sam­­an. Margt skýrir það. Þegar kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn skall á jókst sparn­aður lands­­manna þar sem þeir eyddu minna í aðra hluta eins og ferða­lög erlendis og ýmis konar afþr­ey­ingu, ein­fald­­lega vegna þess að það var ekki hægt. Sam­hliða gengu í gildi launa­hækk­­­anir og stjórn­­völd og Seðla­­bank­inn gripu til marg­hátt­aðra aðgerða til að örva efna­hags­líf­ið. Meðal þeirra var að afnema sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka sem lagð­ist á eigið fé banka til að auka útlána­­getu þeirra og að lækka stýri­vexti niður í áður óséðar lægð­ir, eða 0,75 pró­­sent. 

Auglýsing
Vegna þessa urðu þing­lýstir kaup­­samn­ingar í fyrra 14 pró­­sent fleiri en árið áður og næst flestu sem gerðir hafa verið innan árs í Íslands­­­sög­unni. Ein­ungis bólu­árið 2007 var umfangs­­meira í gerð kaup­­samn­inga. Allt þetta ýtt íbúð­­ar­verði hratt  upp­. 

Þessi þróun hefur haldið áfram í ár og tólf mán­aða hækkun íbúða­verðs á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu var 15,5 pró­­sent í sept­­em­ber og hækk­­aði úr 14,8 pró­­sent í ágúst. Mest mæld­ist tólf mán­aða hækk­­unin á Suð­­ur­­nesjum eða 21,7 pró­­sent og þar á eftir á Vest­­fjörð­um, 18 pró­­sent. Sam­­kvæmt grein­ingu HMS hefur fast­eigna­verð hefur hins vegar hækkað lang­minnst á Norð­aust­­ur­landi, eða um tvö pró­­sent, á síð­­­ustu 12 mán­uð­­um.

Fátt virð­ist benda til að þessu ástandi sé að ljúka, en gerðum kaup­­samn­ingum fjölg­aði milli mán­aða þrátt fyrir að Seðla­­bank­inn hafi gripið til ýmissa aðgerða til að tak­­marka útlán til íbúð­­ar­­kaupa og að vextir hafi hækkað nokkuð skarpt frá því í vor.

Þriðj­ungur fyrstu kaup­endur

Í skýrslu HMS segir að þrátt fyrir ört hækk­andi íbúða­verð hafi hlut­fall fyrstu kaup­enda hald­ist hátt, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem það mæld­ist 33,7 pró­sent á þriðja árs­fjórð­ungi. Hlut­fallið hefur aðeins dalað á lands­byggð­inni en var þó 27 pró­sent. 

Þar sem kaup­samn­ingum almennt hefur fækk­að, þá hefur fjöldi fyrstu kaup­enda einnig minnk­að. í skýrsl­unni segir að fyrstu kaup­endur hafi verið tæp­lega 600 á þriðja árs­fjórð­ungi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en tæp­lega 800 á þriðja árs­fjórð­ungi 2020. Á lands­byggð­inni fór fjöldi fyrstu kaup­enda á sama tíma­bili úr tæpum 400 í tæp­lega 300.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent