Íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en laun í landinu á þessu ári

Miklar hækkanir á íbúðaverði á þessu ári hafa gert það að verkum að verðið sem hlutfall af launum landsmanna hefur farið hratt vaxandi. Á einu ári hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 15,5 prósent.

7DM_9563_raw_2114.JPG
Auglýsing

Íbúða­verð sem hlut­fall af launum lands­manna hefur farið hratt vax­andi á þessu ári eftir að hafa leitað hægt niður á við allt frá því í apríl 2017.

Frá árs­byrjun 2014 hefur hlut­fallið hækkað um 19 pró­sent, en vísi­tala paraðra við­skipta með íbúð­ar­hús­næði hækk­aði um 103 pró­sent á meðan að vísi­tala launa hækk­aði um 71 pró­sent yfir sama tíma­bil. 

Þetta þýðir að íbúða­verð hefur að jafn­aði hækkað meira en laun í land­inu miðað við launa­vísi­tölu hag­stof­unn­ar. 

Frá þessu er greint í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS). 

Íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 15,5 pró­sent á einu ári

Mikil eft­ir­­spurn­­ar­­þrýst­ingur er eftir hús­næði og fram­­boð hefur á sama tíma dreg­ist sam­­an. Margt skýrir það. Þegar kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn skall á jókst sparn­aður lands­­manna þar sem þeir eyddu minna í aðra hluta eins og ferða­lög erlendis og ýmis konar afþr­ey­ingu, ein­fald­­lega vegna þess að það var ekki hægt. Sam­hliða gengu í gildi launa­hækk­­­anir og stjórn­­völd og Seðla­­bank­inn gripu til marg­hátt­aðra aðgerða til að örva efna­hags­líf­ið. Meðal þeirra var að afnema sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka sem lagð­ist á eigið fé banka til að auka útlána­­getu þeirra og að lækka stýri­vexti niður í áður óséðar lægð­ir, eða 0,75 pró­­sent. 

Auglýsing
Vegna þessa urðu þing­lýstir kaup­­samn­ingar í fyrra 14 pró­­sent fleiri en árið áður og næst flestu sem gerðir hafa verið innan árs í Íslands­­­sög­unni. Ein­ungis bólu­árið 2007 var umfangs­­meira í gerð kaup­­samn­inga. Allt þetta ýtt íbúð­­ar­verði hratt  upp­. 

Þessi þróun hefur haldið áfram í ár og tólf mán­aða hækkun íbúða­verðs á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu var 15,5 pró­­sent í sept­­em­ber og hækk­­aði úr 14,8 pró­­sent í ágúst. Mest mæld­ist tólf mán­aða hækk­­unin á Suð­­ur­­nesjum eða 21,7 pró­­sent og þar á eftir á Vest­­fjörð­um, 18 pró­­sent. Sam­­kvæmt grein­ingu HMS hefur fast­eigna­verð hefur hins vegar hækkað lang­minnst á Norð­aust­­ur­landi, eða um tvö pró­­sent, á síð­­­ustu 12 mán­uð­­um.

Fátt virð­ist benda til að þessu ástandi sé að ljúka, en gerðum kaup­­samn­ingum fjölg­aði milli mán­aða þrátt fyrir að Seðla­­bank­inn hafi gripið til ýmissa aðgerða til að tak­­marka útlán til íbúð­­ar­­kaupa og að vextir hafi hækkað nokkuð skarpt frá því í vor.

Þriðj­ungur fyrstu kaup­endur

Í skýrslu HMS segir að þrátt fyrir ört hækk­andi íbúða­verð hafi hlut­fall fyrstu kaup­enda hald­ist hátt, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem það mæld­ist 33,7 pró­sent á þriðja árs­fjórð­ungi. Hlut­fallið hefur aðeins dalað á lands­byggð­inni en var þó 27 pró­sent. 

Þar sem kaup­samn­ingum almennt hefur fækk­að, þá hefur fjöldi fyrstu kaup­enda einnig minnk­að. í skýrsl­unni segir að fyrstu kaup­endur hafi verið tæp­lega 600 á þriðja árs­fjórð­ungi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en tæp­lega 800 á þriðja árs­fjórð­ungi 2020. Á lands­byggð­inni fór fjöldi fyrstu kaup­enda á sama tíma­bili úr tæpum 400 í tæp­lega 300.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
Kjarninn 5. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent