Lífeyrissjóðirnir snúa aftur af alvöru á íbúðalánamarkaðinn

Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á var gripið til aðgerða sem gerðu viðskiptabönkum landsins kleift að sópa til sín íbúðarlánum. Hlutdeild þeirra á þeim markaði jókst úr 55 í 67 prósent á einu ári. Nú eru lífeyrissjóðir landsins farnir að keppa á ný.

Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega undanfarin misseri og framboð á húsnæði er nú minna en elstu menn muna. Lykilbreyta í þeirri þróun hefur verið lægri vextir á húsnæðislánum.
Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega undanfarin misseri og framboð á húsnæði er nú minna en elstu menn muna. Lykilbreyta í þeirri þróun hefur verið lægri vextir á húsnæðislánum.
Auglýsing

Frá því í nóv­em­ber 2015 og fram á mitt síð­asta ár juk­ust ný útlán líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga sinna, aðal­lega vegna íbúð­ar­kaupa, um alls 397,4 millj­arða króna. Á því tíma­bili tóku þeir til sín sífellt stærri hlut­deild á íbúða­lána­mark­að­in­um, á kostnað við­skipta­bank­anna sem sátu aðal­lega uppi með að lána þeim sem upp­fylltu ekki skil­yrði líf­eyr­is­sjóða fyrir lán­um. Þetta gerðu þeir aðal­lega með því að bjóða upp á verð­tryggð lán á mun lægri vöxtum sem bank­arnir gerðu, en fram á síð­asta ár var verð­bólga lág og verð­tryggðu lánin því í flestum til­vikum mun hag­stæð­ari en óverð­tryggð. Þeir sem gátu ekki tekið lán hjá sjóð­unum voru aðal­lega þeir sem þurftu að taka hærra hlut­fall að kaup­verði að láni en 70 pró­sent. Þeir sátu eftir í hærri vöxtum hjá bönk­un­um. 

Ásóknin í lán sjóð­anna var svo mikil að á árinu 2019 fóru stærstu sjóð­irnir flestir að þrengja láns­skil­yrði sín. Í til­felli líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna, næst stærsta sjóðs lands­ins, var sú skýr­ing gefin að hann væri kom­inn út fyrir þol­­­mörk þess sem hann réð við að lána til íbúð­­­ar­­­kaupa. Annað hvort þyrfti sjóð­­ur­inn að fara að selja aðrar eignir til að lána sjóðs­fé­lögum eða tak­­marka útlán. 

Bank­arnir tóku yfir

Þessi staða breytt­ist hratt þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Seðla­banki Íslands lækk­aði stýri­vexti niður í 0,75 pró­sent og afnám sveiflu­jöfn­un­ar­auka á bank­ana til að hvetja þá til frek­ari útlána. Þeir völdu að lána aðal­lega til íbúða­kaupa og þar sem verð­bólga fór hækk­andi voru óverð­tryggðu lán bank­anna skyndi­lega orðin hag­stæð­ustu lánin á mark­aðn­um. Fólk flykkt­ist frá líf­eyr­is­sjóðum og til þeirra, aðal­lega í óverð­tryggð lán. Í lok apríl 2021 var hlut­­deild þeirra komin upp í 46 pró­­sent. Til sam­an­­burðar var hlut­­deild óverð­­tryggðra íbúða­lána 23 pró­­sent, eða helm­ingi minni, í byrjun árs 2019. 

Auglýsing
Frá mars 2020 og fram í sept­em­ber 2021 juk­ust hrein ný útlán Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka, með veði í íbúð, um 539 millj­arða króna. Frá lokum apríl í fyrra og fram á mitt þetta ár jókst mark­aðs­hlut­deild bank­anna í öllum útistand­andi lánum til íbúð­ar­kaupa úr 55 í 67 pró­sent.

Á sama tíma dróg­ust ný útlán líf­eyr­is­sjóða til íbúð­ar­kaupa, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, saman um 65,4 millj­arða króna og mark­aðs­hlut­deild þeirra skrapp skarpt sam­an.

Stórir sjóðir farnir að hreyfa sig á ný

Sam­hliða nokkuð þrá­látri verð­bólgu hafa stýri­vextir tekið að hækka, og kjör á óverð­tryggðum lánum orðið verri, hvort sem um er að ræða breyti­lega eða fasta vext­i. 

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur hins vegar farið með með heild­ar­eign­ar­safn líf­eyr­is­sjóð­anna, aðal­lega vegna þess að hluta­bréf jafnt inn­an­lands sem erlendis hafa hækkað mikið í verði. Alls hafa sam­eig­in­lega eignir sjóð­anna auk­ist um 944,2 millj­arða króna frá því í lok ágúst í fyrra. Það hefur aukið svig­rúm þeirra til að fara aftur að lána meira til íbúð­ar­kaupa. 

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins, ákvað í síð­asta mán­uði að stofna nýjan lána­­flokk sjóðs­­fé­laga­lána og lánar nú óverð­­tryggð lán til íbúð­­ar­­kaupa með breyt­i­­legum vöxt­­um. Um er að ræða þá teg­und lána sem notið hefur mestra vin­­sælda hjá íslenskum hús­næð­is­­kaup­endum síð­­ast­liðin ár. Vext­irnir eru á pari við skap­leg­ustu vexti sem bank­arnir bjóða upp á, en líf­eyr­is­sjóð­irnir njóta þess fram yfir banka að bera engan kostnað vegna fjár­mögn­un­ar. Bankar þurfa að fá lán­aða pen­inga, annað hvort hjá við­skipta­vinum sínum í formi inn­lána eða frá fjár­festum með skulda­béfa­út­gáfu, og greiða vexti af því fé. Líf­eyr­is­sjóðir eru áskrif­endur að fé almenn­ings sem flæðir inn í hirslur þeirra um hver ára­mót án vaxta, þótt krafa sé gerð um að þeir ávaxti það fé. Það gefur sjóð­unum tæki­færi á að bjóða upp á betri við­skipta­kjör. 

Gildi, þriðji stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins, býður bestu óverð­­tryggðu kjörin sem stend­­ur, 3,45 pró­­sent vexti, og Brú líf­eyr­is­­sjóður býður upp á 3,8 pró­­sent vext­i. Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R), stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins, er því eini af stærstu sjóð­unum sem býður ekki upp á óverð­­tryggða breyt­i­­lega vexti á sjóðs­­fé­lags­lánum sem stend­­ur. Saman eiga þessir þrír sjóð­ir: LSR, Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi rúm­­lega helm­ing af allri hreinni eign íslenska líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins.

Stefnir í jákvæða útlána­stöðu

Sam­dráttur í útlánum líf­eyr­is­sjóða var mestur í októ­ber og nóv­em­ber í fyrra þegar sjóðs­fé­lagar greiddu upp lán hjá þeim upp á níu millj­arða króna hvorn mán­uð­inn og fluttu sig ann­að. 

Sam­drátt­ur­inn hefur hins vegar deg­ist hratt saman síð­ustu mán­uði. Í júlí var hann rúm­lega 1,5 millj­arður króna og í ágúst um 1,1 millj­arður króna. Í sept­em­ber­mán­uði var hann ein­ungis 83 milljón króna og ef þróun síð­ustu mán­aða heldur áfram stefnir í að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafi lánað meira í ný útlán í októ­ber en greitt var upp hjá þeim. Gangi það eftir yrði það í fyrsta sinn síðan í maí 2020 sem ný útlána­staða líf­eyr­is­sjóða vegna sjóðs­fé­laga­lána væri jákvæð innan mán­að­ar.

Breyt­ingin er til­komin vegna þess að áhugi almenn­ings á töku óverð­tryggðra lána hjá líf­eyr­is­sjóðum hefur tekið stökk upp á við frá því í sum­ar, en frá jún­í­byrjun og til loka sept­em­ber juk­ust óverð­tryggð útlán líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga um rúm­lega tíu millj­arða króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar