Lífeyrissjóðirnir snúa aftur af alvöru á íbúðalánamarkaðinn

Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á var gripið til aðgerða sem gerðu viðskiptabönkum landsins kleift að sópa til sín íbúðarlánum. Hlutdeild þeirra á þeim markaði jókst úr 55 í 67 prósent á einu ári. Nú eru lífeyrissjóðir landsins farnir að keppa á ný.

Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega undanfarin misseri og framboð á húsnæði er nú minna en elstu menn muna. Lykilbreyta í þeirri þróun hefur verið lægri vextir á húsnæðislánum.
Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega undanfarin misseri og framboð á húsnæði er nú minna en elstu menn muna. Lykilbreyta í þeirri þróun hefur verið lægri vextir á húsnæðislánum.
Auglýsing

Frá því í nóv­em­ber 2015 og fram á mitt síð­asta ár juk­ust ný útlán líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga sinna, aðal­lega vegna íbúð­ar­kaupa, um alls 397,4 millj­arða króna. Á því tíma­bili tóku þeir til sín sífellt stærri hlut­deild á íbúða­lána­mark­að­in­um, á kostnað við­skipta­bank­anna sem sátu aðal­lega uppi með að lána þeim sem upp­fylltu ekki skil­yrði líf­eyr­is­sjóða fyrir lán­um. Þetta gerðu þeir aðal­lega með því að bjóða upp á verð­tryggð lán á mun lægri vöxtum sem bank­arnir gerðu, en fram á síð­asta ár var verð­bólga lág og verð­tryggðu lánin því í flestum til­vikum mun hag­stæð­ari en óverð­tryggð. Þeir sem gátu ekki tekið lán hjá sjóð­unum voru aðal­lega þeir sem þurftu að taka hærra hlut­fall að kaup­verði að láni en 70 pró­sent. Þeir sátu eftir í hærri vöxtum hjá bönk­un­um. 

Ásóknin í lán sjóð­anna var svo mikil að á árinu 2019 fóru stærstu sjóð­irnir flestir að þrengja láns­skil­yrði sín. Í til­felli líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna, næst stærsta sjóðs lands­ins, var sú skýr­ing gefin að hann væri kom­inn út fyrir þol­­­mörk þess sem hann réð við að lána til íbúð­­­ar­­­kaupa. Annað hvort þyrfti sjóð­­ur­inn að fara að selja aðrar eignir til að lána sjóðs­fé­lögum eða tak­­marka útlán. 

Bank­arnir tóku yfir

Þessi staða breytt­ist hratt þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Seðla­banki Íslands lækk­aði stýri­vexti niður í 0,75 pró­sent og afnám sveiflu­jöfn­un­ar­auka á bank­ana til að hvetja þá til frek­ari útlána. Þeir völdu að lána aðal­lega til íbúða­kaupa og þar sem verð­bólga fór hækk­andi voru óverð­tryggðu lán bank­anna skyndi­lega orðin hag­stæð­ustu lánin á mark­aðn­um. Fólk flykkt­ist frá líf­eyr­is­sjóðum og til þeirra, aðal­lega í óverð­tryggð lán. Í lok apríl 2021 var hlut­­deild þeirra komin upp í 46 pró­­sent. Til sam­an­­burðar var hlut­­deild óverð­­tryggðra íbúða­lána 23 pró­­sent, eða helm­ingi minni, í byrjun árs 2019. 

Auglýsing
Frá mars 2020 og fram í sept­em­ber 2021 juk­ust hrein ný útlán Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka, með veði í íbúð, um 539 millj­arða króna. Frá lokum apríl í fyrra og fram á mitt þetta ár jókst mark­aðs­hlut­deild bank­anna í öllum útistand­andi lánum til íbúð­ar­kaupa úr 55 í 67 pró­sent.

Á sama tíma dróg­ust ný útlán líf­eyr­is­sjóða til íbúð­ar­kaupa, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, saman um 65,4 millj­arða króna og mark­aðs­hlut­deild þeirra skrapp skarpt sam­an.

Stórir sjóðir farnir að hreyfa sig á ný

Sam­hliða nokkuð þrá­látri verð­bólgu hafa stýri­vextir tekið að hækka, og kjör á óverð­tryggðum lánum orðið verri, hvort sem um er að ræða breyti­lega eða fasta vext­i. 

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur hins vegar farið með með heild­ar­eign­ar­safn líf­eyr­is­sjóð­anna, aðal­lega vegna þess að hluta­bréf jafnt inn­an­lands sem erlendis hafa hækkað mikið í verði. Alls hafa sam­eig­in­lega eignir sjóð­anna auk­ist um 944,2 millj­arða króna frá því í lok ágúst í fyrra. Það hefur aukið svig­rúm þeirra til að fara aftur að lána meira til íbúð­ar­kaupa. 

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins, ákvað í síð­asta mán­uði að stofna nýjan lána­­flokk sjóðs­­fé­laga­lána og lánar nú óverð­­tryggð lán til íbúð­­ar­­kaupa með breyt­i­­legum vöxt­­um. Um er að ræða þá teg­und lána sem notið hefur mestra vin­­sælda hjá íslenskum hús­næð­is­­kaup­endum síð­­ast­liðin ár. Vext­irnir eru á pari við skap­leg­ustu vexti sem bank­arnir bjóða upp á, en líf­eyr­is­sjóð­irnir njóta þess fram yfir banka að bera engan kostnað vegna fjár­mögn­un­ar. Bankar þurfa að fá lán­aða pen­inga, annað hvort hjá við­skipta­vinum sínum í formi inn­lána eða frá fjár­festum með skulda­béfa­út­gáfu, og greiða vexti af því fé. Líf­eyr­is­sjóðir eru áskrif­endur að fé almenn­ings sem flæðir inn í hirslur þeirra um hver ára­mót án vaxta, þótt krafa sé gerð um að þeir ávaxti það fé. Það gefur sjóð­unum tæki­færi á að bjóða upp á betri við­skipta­kjör. 

Gildi, þriðji stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins, býður bestu óverð­­tryggðu kjörin sem stend­­ur, 3,45 pró­­sent vexti, og Brú líf­eyr­is­­sjóður býður upp á 3,8 pró­­sent vext­i. Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R), stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins, er því eini af stærstu sjóð­unum sem býður ekki upp á óverð­­tryggða breyt­i­­lega vexti á sjóðs­­fé­lags­lánum sem stend­­ur. Saman eiga þessir þrír sjóð­ir: LSR, Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi rúm­­lega helm­ing af allri hreinni eign íslenska líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins.

Stefnir í jákvæða útlána­stöðu

Sam­dráttur í útlánum líf­eyr­is­sjóða var mestur í októ­ber og nóv­em­ber í fyrra þegar sjóðs­fé­lagar greiddu upp lán hjá þeim upp á níu millj­arða króna hvorn mán­uð­inn og fluttu sig ann­að. 

Sam­drátt­ur­inn hefur hins vegar deg­ist hratt saman síð­ustu mán­uði. Í júlí var hann rúm­lega 1,5 millj­arður króna og í ágúst um 1,1 millj­arður króna. Í sept­em­ber­mán­uði var hann ein­ungis 83 milljón króna og ef þróun síð­ustu mán­aða heldur áfram stefnir í að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafi lánað meira í ný útlán í októ­ber en greitt var upp hjá þeim. Gangi það eftir yrði það í fyrsta sinn síðan í maí 2020 sem ný útlána­staða líf­eyr­is­sjóða vegna sjóðs­fé­laga­lána væri jákvæð innan mán­að­ar.

Breyt­ingin er til­komin vegna þess að áhugi almenn­ings á töku óverð­tryggðra lána hjá líf­eyr­is­sjóðum hefur tekið stökk upp á við frá því í sum­ar, en frá jún­í­byrjun og til loka sept­em­ber juk­ust óverð­tryggð útlán líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga um rúm­lega tíu millj­arða króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar