Er ÍFF „gult“ stéttarfélag?

ÍFF, sem er stéttarfélag áhafnarmeðlima flugfélagsins PLAY, hefur legið undir ásökunum fyrir að vera svokallað „gult“ stéttarfélag sem gengur frekar erinda atvinnurekenda heldur en starfsmanna. Á hverju eru þessar ásakanir byggðar?

Friðrik Már Ottesen, varaformaður ÍFF, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Vignir Örn Guðnason, formaður ÍFF
Friðrik Már Ottesen, varaformaður ÍFF, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Vignir Örn Guðnason, formaður ÍFF
Auglýsing

Flug­freyjur og flug­þjónar sem starfa hjá flug­fé­lag­inu PLAY hafa engan full­trúa í stjórn eigin stétt­ar­fé­lags, ÍFF, auk þess sem kjara­samn­ingur félags­ins við PLAY var gerður án aðkomu þeirra. ASÍ segir ÍFF bera þess merki um að vera „gult“ stétt­ar­fé­lag, en ÍFF segir þó flug­freyjur og flug­þjóna munu eign­ast full­trúa í stjórn þess í kjöl­far aðal­fundar þess seinna í mán­uð­in­um.

Meinað um inn­göngu í nor­ræn sam­tök stétt­ar­fé­laga

ASÍ greindi frá því í gær að ÍFF hafi verið neitað um inn­göngu í Nor­ræna flutn­inga­manna­sam­band­ið, sem er sam­band stétt­ar­fé­laga í flug­greinum á Norð­ur­lönd­um. Íslensku stétt­ar­fé­lögin sem eiga aðild að sam­band­inu (Flug­freyju­fé­lag Íslands, Félag íslenskra atvinnu­flug­manna og Flug­virkja­fé­lag Íslands) lögð­ust gegn því að aðild ÍFF yrði end­ur­nýj­uð, þar sem kjara­samn­ingur félags­ins fyrir hönd flug­freyja og flug­þjóna hjá PLAY var gerður án aðkomu þeirra.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Snorri Már Skúla­son, upp­lýs­inga­full­trúi ASÍ, að ÍFF virð­ist vera svo­kallað „gult“ stétt­ar­fé­lag sem gengur erinda atvinnu­rek­enda. Því til stuðn­ings nefnir hann að kjara­samn­ing­ur­inn við PLAY hafi verið und­ir­rit­aður á skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Hafa fundað tvisvar á síð­ustu tveimur árum

Kjarn­inn hafði sam­band við ÍFF til að fá frek­ari upp­lýs­ingar um félagið og fékk svör frá Vigni Erni Guðn­a­syni, for­manni þess, ásamt Frið­riki Má Ottes­en, vara­for­manni félags­ins. Sam­kvæmt þeim eru félags­menn nú 81 tals­ins, en þeir eru ýmist flug­menn, flug­freyjur og flug­þjón­ar.

Vignir og Frið­rik segja félagið hafa haldið tvo fundi á und­an­förnum tveimur árum – annan í sept­em­ber 2019 og hinn í mars 2021 – en bæta við að starf­semin hafi verið í algjöru lág­marki á þessum tíma sökum far­ald­urs­ins og lægðar í flug­sam­göng­um.

Engin full­trúi í stjórn, en þó trún­að­ar­menn

Aðspurðir hvort félags­menn ÍFF komu að gerð kjara­samn­ing­ana svör­uðu þeir að stjórn ÍFF hafi farið fyrir samn­inga­nefnd flug­manna. Hins vegar voru fyrrum flug­liðar WOW air, sem áður gegndu trún­að­ar­störfum fyrir önnur stétt­ar­fé­lög, með samn­ings­um­boð fyrir hönd flug­freyja og flug­þjóna PLAY.

Þessir ein­stak­lingar voru hvorki með­limir ÍFF né starfs­menn PLAY á þessum tíma, en fengu samn­ings­um­boðið sitt frá stjórn ÍFF. Enn hafa flug­þjónar og flug­freyjur sem starfa hjá PLAY engan full­trúa í stjórn ÍFF, en félagið segir þó að starfs­stéttin eigi full­trúa í sér­stakri sam­starfs­nefnd á vegum stétt­ar­fé­lags­ins, sem var skipuð við upp­haf flug­rekst­urs.

Sam­starfs­nefnd flug­freyja og flug­þjóna fundar mán­að­ar­lega með vinnu­veit­enda, en í henni eiga full­trúar þeirra að gæta hags­muna félags­manna og starfa sem trún­að­ar­menn. Stjórn ÍFF bætir svo við að hún hafi boðað til aðal­fundar þann 24. nóv­em­ber næst­kom­andi. Á þeim fundi muni ann­ars vegar flug­menn og hins vegar flug­freyjur og flug­þjónar eign­ast full­trúa í stjórn.

Segir samn­ing­ana gerða í góðri trú

Stjórn ÍFF hefur opin­ber­lega hafnað ásök­unum um að vera „gult“ stétt­ar­fé­lag, en í yfir­lýs­ingu frá því í maí segir hún að þær séu sær­andi og móðgun við það sem stétt­ar­fé­lagið stendur fyr­ir.

Stjórnin steig einnig fram með annarri yfir­lýs­ingu sem birt var á vef Vísis í kjöl­far umræðu um lög­mæti kjara­samn­inga félags­ins. Þar segir hún að samn­ing­arnir hafi verið gerðir í góðri trú af lög­lega kos­inni stjórn og full­trúum þeirra, á þeim tíma sem fá störf voru að finna í flug­rekstri hér­lend­is. Stjórnin greindi þó frá að ekki allir þeir sem skrif­uðu undir samn­ing­ana séu í vinnu hjá PLAY.

Stétt­ar­fé­lög sem ganga erinda atvinnu­rek­enda

Sagn­fræð­ing­ur­inn Sig­urður Pét­urs­son fór yfir skil­grein­ingu og sögu „gul­ra“ stétt­ar­fé­laga í hlað­varps­þætti á vegum ASÍ fyrr í sumar. Sam­kvæmt Sig­urði er hug­takið komið frá verk­smiðju­deilu í Frakk­landi upp úr 1890, þar sem verk­falls­brjótar settu gulan pappír í rúð­urnar á verk­smiðj­unni til að það sæist ekki inn í hana.

„Gul“ stétt­ar­fé­lög eru skil­greind sem stétt­ar­fé­lög sem ganga erinda atvinnu­rek­enda í stað félags­manna sinna. Sig­urður segir slík félög yfir­leitt bera sömu ein­kenn­in; þau grípi ekki til verk­falla og standi aldrei í sam­stöðu með öðrum stétt­ar­fé­lög­um.

„Hér á landi þekkt­ist fyr­ir­bærið í upp­hafi 20. ald­ar­innar þegar verka­lýðs­fé­lög voru að hasla sér völl,“ segir Sig­urð­ur, en bætir við að þau hafi horfið þegar vinnu­lög­gjöfin var sett fram árið 1938. Upp úr 1990 hafi svo aftur byrjað að bera á að atvinnu­rek­endur reyndu að búa til sam­bæri­leg stétt­ar­fé­lög, en sam­kvæmt Sig­urði hafa þau ekki orðið neitt vanda­mál fyrr en núna í flug­rekstr­in­um. Sig­urður segir ÍFF bera „öll þess merki“ um að vera „gult“ stétt­ar­fé­lag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar