Er ÍFF „gult“ stéttarfélag?

ÍFF, sem er stéttarfélag áhafnarmeðlima flugfélagsins PLAY, hefur legið undir ásökunum fyrir að vera svokallað „gult“ stéttarfélag sem gengur frekar erinda atvinnurekenda heldur en starfsmanna. Á hverju eru þessar ásakanir byggðar?

Friðrik Már Ottesen, varaformaður ÍFF, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Vignir Örn Guðnason, formaður ÍFF
Friðrik Már Ottesen, varaformaður ÍFF, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Vignir Örn Guðnason, formaður ÍFF
Auglýsing

Flug­freyjur og flug­þjónar sem starfa hjá flug­fé­lag­inu PLAY hafa engan full­trúa í stjórn eigin stétt­ar­fé­lags, ÍFF, auk þess sem kjara­samn­ingur félags­ins við PLAY var gerður án aðkomu þeirra. ASÍ segir ÍFF bera þess merki um að vera „gult“ stétt­ar­fé­lag, en ÍFF segir þó flug­freyjur og flug­þjóna munu eign­ast full­trúa í stjórn þess í kjöl­far aðal­fundar þess seinna í mán­uð­in­um.

Meinað um inn­göngu í nor­ræn sam­tök stétt­ar­fé­laga

ASÍ greindi frá því í gær að ÍFF hafi verið neitað um inn­göngu í Nor­ræna flutn­inga­manna­sam­band­ið, sem er sam­band stétt­ar­fé­laga í flug­greinum á Norð­ur­lönd­um. Íslensku stétt­ar­fé­lögin sem eiga aðild að sam­band­inu (Flug­freyju­fé­lag Íslands, Félag íslenskra atvinnu­flug­manna og Flug­virkja­fé­lag Íslands) lögð­ust gegn því að aðild ÍFF yrði end­ur­nýj­uð, þar sem kjara­samn­ingur félags­ins fyrir hönd flug­freyja og flug­þjóna hjá PLAY var gerður án aðkomu þeirra.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Snorri Már Skúla­son, upp­lýs­inga­full­trúi ASÍ, að ÍFF virð­ist vera svo­kallað „gult“ stétt­ar­fé­lag sem gengur erinda atvinnu­rek­enda. Því til stuðn­ings nefnir hann að kjara­samn­ing­ur­inn við PLAY hafi verið und­ir­rit­aður á skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Hafa fundað tvisvar á síð­ustu tveimur árum

Kjarn­inn hafði sam­band við ÍFF til að fá frek­ari upp­lýs­ingar um félagið og fékk svör frá Vigni Erni Guðn­a­syni, for­manni þess, ásamt Frið­riki Má Ottes­en, vara­for­manni félags­ins. Sam­kvæmt þeim eru félags­menn nú 81 tals­ins, en þeir eru ýmist flug­menn, flug­freyjur og flug­þjón­ar.

Vignir og Frið­rik segja félagið hafa haldið tvo fundi á und­an­förnum tveimur árum – annan í sept­em­ber 2019 og hinn í mars 2021 – en bæta við að starf­semin hafi verið í algjöru lág­marki á þessum tíma sökum far­ald­urs­ins og lægðar í flug­sam­göng­um.

Engin full­trúi í stjórn, en þó trún­að­ar­menn

Aðspurðir hvort félags­menn ÍFF komu að gerð kjara­samn­ing­ana svör­uðu þeir að stjórn ÍFF hafi farið fyrir samn­inga­nefnd flug­manna. Hins vegar voru fyrrum flug­liðar WOW air, sem áður gegndu trún­að­ar­störfum fyrir önnur stétt­ar­fé­lög, með samn­ings­um­boð fyrir hönd flug­freyja og flug­þjóna PLAY.

Þessir ein­stak­lingar voru hvorki með­limir ÍFF né starfs­menn PLAY á þessum tíma, en fengu samn­ings­um­boðið sitt frá stjórn ÍFF. Enn hafa flug­þjónar og flug­freyjur sem starfa hjá PLAY engan full­trúa í stjórn ÍFF, en félagið segir þó að starfs­stéttin eigi full­trúa í sér­stakri sam­starfs­nefnd á vegum stétt­ar­fé­lags­ins, sem var skipuð við upp­haf flug­rekst­urs.

Sam­starfs­nefnd flug­freyja og flug­þjóna fundar mán­að­ar­lega með vinnu­veit­enda, en í henni eiga full­trúar þeirra að gæta hags­muna félags­manna og starfa sem trún­að­ar­menn. Stjórn ÍFF bætir svo við að hún hafi boðað til aðal­fundar þann 24. nóv­em­ber næst­kom­andi. Á þeim fundi muni ann­ars vegar flug­menn og hins vegar flug­freyjur og flug­þjónar eign­ast full­trúa í stjórn.

Segir samn­ing­ana gerða í góðri trú

Stjórn ÍFF hefur opin­ber­lega hafnað ásök­unum um að vera „gult“ stétt­ar­fé­lag, en í yfir­lýs­ingu frá því í maí segir hún að þær séu sær­andi og móðgun við það sem stétt­ar­fé­lagið stendur fyr­ir.

Stjórnin steig einnig fram með annarri yfir­lýs­ingu sem birt var á vef Vísis í kjöl­far umræðu um lög­mæti kjara­samn­inga félags­ins. Þar segir hún að samn­ing­arnir hafi verið gerðir í góðri trú af lög­lega kos­inni stjórn og full­trúum þeirra, á þeim tíma sem fá störf voru að finna í flug­rekstri hér­lend­is. Stjórnin greindi þó frá að ekki allir þeir sem skrif­uðu undir samn­ing­ana séu í vinnu hjá PLAY.

Stétt­ar­fé­lög sem ganga erinda atvinnu­rek­enda

Sagn­fræð­ing­ur­inn Sig­urður Pét­urs­son fór yfir skil­grein­ingu og sögu „gul­ra“ stétt­ar­fé­laga í hlað­varps­þætti á vegum ASÍ fyrr í sumar. Sam­kvæmt Sig­urði er hug­takið komið frá verk­smiðju­deilu í Frakk­landi upp úr 1890, þar sem verk­falls­brjótar settu gulan pappír í rúð­urnar á verk­smiðj­unni til að það sæist ekki inn í hana.

„Gul“ stétt­ar­fé­lög eru skil­greind sem stétt­ar­fé­lög sem ganga erinda atvinnu­rek­enda í stað félags­manna sinna. Sig­urður segir slík félög yfir­leitt bera sömu ein­kenn­in; þau grípi ekki til verk­falla og standi aldrei í sam­stöðu með öðrum stétt­ar­fé­lög­um.

„Hér á landi þekkt­ist fyr­ir­bærið í upp­hafi 20. ald­ar­innar þegar verka­lýðs­fé­lög voru að hasla sér völl,“ segir Sig­urð­ur, en bætir við að þau hafi horfið þegar vinnu­lög­gjöfin var sett fram árið 1938. Upp úr 1990 hafi svo aftur byrjað að bera á að atvinnu­rek­endur reyndu að búa til sam­bæri­leg stétt­ar­fé­lög, en sam­kvæmt Sig­urði hafa þau ekki orðið neitt vanda­mál fyrr en núna í flug­rekstr­in­um. Sig­urður segir ÍFF bera „öll þess merki“ um að vera „gult“ stétt­ar­fé­lag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar