ABBA snýr aftur

Fáar fréttir í tónlistarheiminum hafa undanfarið vakið meiri athygli en þegar frá því var greint að hljómsveitin ABBA væri vöknuð til lífsins eftir nær 40 ára hlé, og ný plata, Voyage, á leiðinni. Hún kom út sl. föstudag.

ABBA-Voyage.jpeg
Auglýsing

Fyrir nokkru spurði sænskur blaða­maður 20 sænska mennt­skæl­inga hvað þeim dytti fyrst í hug þegar þeir heyrðu orðið Waterloo. Öll nefndu sam­stundis ABBA, og öll gátu raulað upp­haf lags­ins. Þá spurði blaða­mað­ur­inn hvort þau gætu nefnt fimm lög með ABBA. Það stóð ekki á svör­unum og flest úr hópnum nefndu miklu fleiri lög, einn bun­aði út úr sér nöfnum á 20 vin­sælum ABBA lög­um. Blaða­mað­ur­inn sagð­ist sjálfur ekki hafa kann­ast við öll laga­heit­in, þótt hann hefði verið uppá sitt besta á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar, þegar stjarna ABBA skein hvað skær­ast.

Stundum er sagt að þessi eða hinn hafi orðið heims­frægur á einni nóttu. Það á sann­ar­lega við um ABBA, sem sló ræki­lega í gegn í evr­ópsku söngvakeppn­inni, Eurovision, árið 1974. Þótt heims­frægðin hafi komið á einni nóttu, vorið 1974, voru fjór­menn­ing­arnir ekki blautir á bak við eyrun í tón­list­inni. Þau Agn­etha Fältskog, Ann­i-Frid Lyngstad, Benny And­ers­son og Björn Ulva­eus höfðu öll verið starf­andi tón­list­ar­fólk áður en ABBA varð til en sú saga verður ekki rakin hér­. Ann­i-Frid og Benny rugl­uðu sínum reitum saman árið 1969 og þau Agn­etha og Björn tveimur árum síð­ar. 

Her­menn á Kýpur fyrstu tón­leika­gest­irn­ir 

Upp­haf þess sem síðar varð ABBA er rakið til þess að í apríl 1970 fóru fjór­menn­ing­arnir saman í frí til Kýp­ur. Þeir Benny og Björn unnu þá að gerð plötu sem kom út í sept­em­ber það ár. Kvöld eitt voru þau Agn­et­ha, Ann­i-Fryd, Benny og Björn á strönd­inni og fóru að syngja sér til skemmt­un­ar. Hópur her­manna, á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna, voru á strönd­inni þetta kvöld og runnu á hljóð­ið. Þessi skemmtisöngur Sví­anna breytt­ist í tón­leika, fyrstu tón­leika þeirra fjög­urra sam­an. 

Umboðs­mað­ur­inn

Stundum er haft á orði að það sé ekki nóg að kunna að spila og syngja ef ætl­unin sé að afla sér frægð­ar. Til þess þurfi dug­legan umboðs­mann. Stig And­er­son, ætíð kall­aður Stikkan And­er­son, var á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar­ ­um­boðs­maður nokk­urra sænskra tón­list­ar­manna, þar á meðal þeirra Benny og Björn. Stig And­er­son hafði það sem stundum er kallað „tón­list­ar­nef“ og sá snemma að þeir Benny og Björn „höfðu eitt­hvað“ eins og hann orð­aði það síð­ar.

Auglýsing
Árið 1971 sagði Stikkan við þá félaga að „dag nokkurn munuð þið semja lag sem verður heims­frægt“. „Við hlógum að hon­um“ sagði Björn síðar í við­tali. Fyrstu merkin um frægð utan sænskra land­steina birt­ust árið 1972 en þá komst lag þeirra Benny og Björns ,She´s my kind of girl, í tíunda sæti á japönskum vin­sælda­lista.  

Stikkan And­er­son ákvað ABBA nafnið

Eins og áður var nefnt hafði umboðs­mað­ur­inn Stikkan trölla­trú á að þeir Benny og Björn ættu eftir að ná langt. Árið 1972 voru þær Agn­etha og Ann­i-Frid gengnar til liðs við eig­in­menn­ina og hljóm­sveitin var hægt og bít­andi að festa sig í sessi í sænsku tón­list­ar­líf­i. 

Á þessum tíma hét hljóm­sveitin Björn & Benny, Agn­etha & Ann­i-Frid. Stikkan umboðs­manni þótti þetta sænska lang­loku­nafn (hans eigið orða­lag) ómögu­legt. Árið 1973 var hann far­inn að kalla hljóm­sveit­ina ABBA eftir upp­hafs­stöf­unum í nöfnum fjór­menn­ing­anna. Þetta nafn, ABBA, var reyndar til í Sví­þjóð, því þekkt nið­ur­suðu­fyr­ir­tæki (sauð niður fisk) bar þetta sama nafn. Agn­etha sagði síðar frá því í við­tali að for­svars­menn nið­ur­suðu­fyr­ir­tæk­is­ins hefðu ekki haft neitt á móti því að hljóm­sveitin not­aði ABBA nafnið „svo lengi sem þið verðið okkur ekki til skammar“ sagði for­stjór­inn. „Við lof­uðum því“ sagði Agn­etha.

Waterloo, söngvakeppnin og sig­ur­gangan

Þann 1. febr­úar 1974 fór hin árlega sænska söngvakeppni fram. Þar kom, sá og sigr­aði ABBA með lag­inu Waterloo. Þau höfðu, ásamt Stikk­an, ákveðið að syngja á ensku, sú ákvörðun var liður í plani Stikkan um að koma hljóm­sveit­inni á kort­ið. 

Tveimur mán­uðum síð­ar, 6. apr­íl, fór Eurovi­son söngvakeppnin fram, í Brighton á Englandi. Þar sló ABBA, fjór­menn­ing­arnir í glans­göll­un­um, algjör­lega í gegn með stuð­lag­inu Waterloo.  

Með sigrinum í söngvakeppn­inni hófst sig­ur­ganga ABBA. Í stuttum pistli er engin leið að þræða stíga þeirrar frægð­ar­göngu en í stuttu máli má segja að frá 1974 og til 1982, þegar sveitin tók langt hlé, hafi ABBA haldið vel á spil­unum og er í hópi vin­sæl­ustu hljóm­sveita allra tíma. Sveitin gaf út átta plöt­ur, teknar upp í hljóð­veri, á þessum árum, og síð­ar, komu einnig út plötur teknar upp á tón­leik­um. Sam­tals hafa selst meira en 400 millj­ónir platna með ABBA og dag­lega selj­ast um það bil 3 þús­und plötur með sveit­inni. Ein­ungis Bítl­arnir hafa selt fleiri plötur en ABBA. Þess má geta að safn­platan ABBA Gold sem kom út árið 1992 var í 19 ár á breskum met­sölu­lista og hefur selst í tæpum 6 millj­ónum ein­taka í Bret­landi.

Mamma Mia

Þótt ABBA hafi sem slík hætt árið 1982 (hætti þó aldrei form­lega) héldu þeir Benny og Björn sam­starfi sínu áfram og þær Agn­etha og Ann­i-Frid störf­uðu áfram að tón­list, hvor í sínu lagi. Rétt er að nefna að hjóna­bönd fjór­menn­ing­anna heyrðu þá sög­unni til­.   

ABBA á hátindi frægðar sinnar á áttunda áratug síðustu aldar. Mynd: Pixabay

Árið 1999 var frum­sýndur í London söng­leik­ur­inn Mamma Mia, byggður á tón­list ABBA. Mamma Mia sló í gegn og söng­leik­ur­inn hefur verið sýndur víða um heim, við miklar vin­sæld­ir. Árið 2008 var gerð kvik­mynd með sama nafni, hún hefur notið mik­illa vin­sælda og hún ásamt söng­leiknum varð til að við­halda nafni og tón­list ABBA. 

Enda­laust tal um end­ur­komu

Allar götur frá því að ABBA fór í langa fríið árið 1982 hafa þau Agn­et­ha, Ann­i-Frid, Benny og Björn ítrekað verið spurð hvort hljóm­sveitin hyggi ekki á end­ur­komu. Þau hafa aldrei þver­tekið fyrir það en í við­tali árið 2013 sagði Agn­etha að ABBA kæmi ekki saman aftur „við erum orðin of gömul og höfum farið hvert sína leið. Það fer vel á með okkur þegar við hitt­umst en ABBA aft­ur, nei“. 

Aldrei að segja aldrei 

Þrátt fyrir áður­nefnda yfir­lýs­ingu Agn­etha kom þó annað á dag­inn. 1. jún­í 2016 mættu fjór­menn­ing­arnir í ABBA í einka­sam­kvæmi í Stokk­hólmi. Þær Agn­etha og Ann­i-Frid stigu þar á svið og eftir að þær höfðu sungið nokkur lög stóð­ust þeir Benny og Björn ekki mátið og skyndi­lega var ABBA sveitin í full swing, eins og sænsku blöðin lýstu því.

Síðar þetta sama ár var til­kynnt að fjór­menn­ing­arnir í ABBA hefðu ákveðið að vinna í sam­ein­ingu að „sér­stöku verk­efni“ eins og kom­ist var að orði, verk­efnið væri ekki ný plata. 

Í apríl 2018 sendu fjór­menn­ing­arnir í ABBA frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem fram kom að þau hefðu hljóð­ritað tvö ný lög. Ýmsar ástæður urðu til þess að útgáfa þeirra frestað­ist. 

Í sept­em­ber árið 2020 greindi Björn Ulva­eus frá því að árið 2021 kæmi ný tón­list frá ABBA sveit­inni.

1. nóv­em­ber, Voyage og tón­leikar

Þann 1. sept­em­ber sl. var til­kynnt að 5. nóv­em­ber kæmi ný plata frá ABBA, fyrsta hljóð­vers­platan í 40 ár. Tón­list­ar­spek­ingar veltu fyrir sér við hverju mætti búast: yrði þetta gamla góða ABBA, eða eitt­hvað allt ann­að? 

Þessi til­kynn­ing um nýju plöt­una vakti mikla athygli og fékk mikla umfjöllun í fjöl­miðlum víða um heim. Hlustun á ABBA á Spotify jókst um 230 pró­sent Og svo var bara að bíða eftir 5. nóv­em­ber!

Þrátt fyrir áratugalanga fjarveru ABBA frá útgáfu og tónleikahaldi þá hafa vinsældir hljómsveitarinnar lifað, og gengið ítrekað í gegnum endurnýjaða lífdaga. Mynd: Pixabay

Sam­tímis því að útgáfu­dagur nýju plöt­unnar var til­kynntur var greint frá því að árið 2022 yrðu haldnir tón­leik­ar, þar sem ABBA myndi birt­ast gegnum fjar­búnað en á svið­inu yrðu hverju sinni 10 hljóð­færa­leik­ar­ar. Fyrstu þrjá dag­ana eftir að miða­salan hófst seld­ust 250 þús­und miðar í Bret­land­i. 

Hvernig er svo nýja platan?

Margir fjöl­miðlar víða um lönd hafa fjallað um nýju ABBA plöt­una, sem kom út 5. nóv­em­ber eins og til­kynnt hafði ver­ið. Dóm­arnir eru nokkuð mis­jafn­ir, sumir gagn­rýnendur fagna því að ABBA sé ennþá gamla góða ABBA en segja að fæst lag­anna séu jafn miklir „smell­ir“ og gömlu lög­in. Tón­list­ar­tíma­ritið Roll­ing Stone hrósar plöt­unni, gefur henni fjórar stjörnur af fimm. „Við höfum beðið lengi en platan er þess virð­i.“ Gagn­rýnendur dag­blaðs­ins Guar­dian og ­tíma­rits­ins New Musical Express eru ekki yfir sig hrifn­ir, segja að lögin séu vissu­lega í ABBA stílnum en nái ekki sömu hæð og þau gömlu. 

Þegar þessar línur eru settar á blað eru ein­ungis tveir dagar síðan Voyage kom út og þess vegna allt of snemmt að segja til um hverjar við­tökur almenn­ings verða. Einu er þó hægt að slá föstu: ABBA er ekki dauð úr öllum æðum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar