Skattrannsókn á Samherja komin yfir til héraðssaksóknara

Rannsókn embættis skattrannsóknarstjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd á þessu ári, á meintum skattalagabrotum Samherja í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, er nú komin yfir til héraðssaksóknara.

Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Auglýsing

Rann­sókn á meintum skatta­laga­brotum Sam­herj­a­sam­stæð­unnar er nú í gangi hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd fyrr á þessu ári og varð eftir það deild innan Skatts­ins, hefur frá því síðla árs 2019 verið að rann­saka ýmsa þætti í starf­semi sam­stæð­unnar vegna gruns um stór­felld skatt­svik. 

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst að til­­­færsla stærri skatt­rann­­sókna hafi setið föst, og ekki kom­ist yfir til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara frá því að lög um nið­­ur­lagn­ingu skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra tóku gildi. Ástæðan var sú að innan emb­ætt­anna var ótti við að rann­­sókn mála gæti skemmst á tækn­i­­legum for­­sendum ef for­m­­legar verk­lags­­reglur lægju ekki fyr­­ir. 

Í kjöl­far umfjöll­unar Kjarn­ans um málið voru form­legar verk­lags­reglur settar og við það losn­aði sá tappi sem mynd­ast hafði milli emb­ætt­anna og mál sem höfðu verið á bið mán­uðum saman gátu færst í áfram­hald­andi rann­sókn hjá hér­aðs­sak­sókn­ara. Á meðal þeirra er skatta­hluti Sam­herj­a­máls­ins sem færð­ist yfir í sept­em­ber.

Eiga að greiða tekju­skatt hér­lendis

Heim­ildir Kjarn­ans herma að meðal þess sem þar hafi verið til skoð­unar sé hvort raun­veru­­legt eign­­ar­hald á allri Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unni sé hér­­­lendis og hvort að ákvörðun um að greiða skatta ann­ars­staðar en hér sé þar með stór­­felld skatta­snið­­ganga. Þar er um að ræða mögu­leg brot á svo­kall­aðri CFC lög­gjöf sem verið hefur í gildi hér­lendis frá árinu 2010.

Auglýsing
CFC stendur fyrir Controlled For­­­eign Cor­poration, erlend fyr­ir­tæki, félög eða sjóði í lág­skatta­­­ríkjum í eigu, eða undir stjórn íslensks eig­anda, hvort sem sá eig­andi er félag eða ein­stak­l­ing­­­ur. Lögin kveða meðal ann­­­ars á um að greiða skuli tekju­skatt hér á landi af hagn­aði félags sem íslenskur skatt­að­ili á en er í lág­skatta­­­rík­­­i. Íslend­ingar sem eiga félög á lág­skatta­­­­svæðum eiga að skila sér­­­­­­­stöku fram­tali með skatt­fram­tal­inu sínu vegna þessa, skýrslu ásamt grein­­­­ar­­­­gerð þar sem meðal ann­­­­ars eru sund­­­­ur­lið­aðar tekj­­­­ur, skatta­­­­legar leið­rétt­ing­­­­ar, arðsút­­­­hlutun og útreikn­ingur á hlut­­­­deild í hagn­aði eða tapi á grund­velli árs­­­­reikn­inga, sem eiga að fylgja. Ef það er ekki gert brýtur það í bága við lög um tekju­skatt.

Hagn­aður af Namib­íu­út­gerð Sam­herja var fluttur til félags á eyj­unni Mári­tíus og þaðan til lág­skatt­rík­is­ins Kýp­ur, þar sem Sam­herji átti fjöl­mörg félög en var með nán­ast enga eig­in­lega starf­semi. Þaðan fóru þeir síðan inn á banka­reikn­inga sam­stæð­unn­ar, sam­kvæmt því sem fram kom í umfjöllun Kveiks, Stund­ar­innar og fleiri miðla sem birt var í nóv­em­ber 2019.

Rann­sókn á mútu­brotum komin vel á veg

Til við­bótar við rann­sókn­ina á skatta­málum Sam­herja fer fram umfangs­mikil rann­sókn á meintum stór­felldum efna­hags­brotum sam­stæð­unn­ar, meðal ann­ars mútu­brot og pen­inga­þvætti, í tengslum við starf­semi hennar í Namib­íu. Gögn máls­ins benda til að Sam­herj­a­sam­stæðan hafi greitt að minnsta kosti 1,7 millj­arð króna í mútur fyrir aðgang að kvóta í Namib­íu.

Átta manns hið minnsta hafa fengið rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings við yfir­­heyrslur hjá emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara frá því að fyrsta lota þeirra hófst í fyrra­sum­­­ar. 

Á meðal þeirra er Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, for­­stjóri og einn aðal­­eig­andi Sam­herja, sem neit­aði að svara spurn­ingum hér­­aðs­sak­­sókn­­ara þegar hann var yfir­­heyrður í annað sinn vegna Namib­­íu­­máls­ins í seint í sum­­­ar. Í bókun sem lög­­­maður hans lagði fram fyrir hönd Þor­­steins Más þegar hann var kall­aður til yfir­­heyrslu sagði að ástæða þessa væri sú að for­­stjór­inn hefði fengið tak­­mark­aðar upp­­lýs­ingar um sak­­ar­efn­ið. 

Stundin greindi frá því í sept­em­ber að Ingólfur Pét­­ur­s­­son, fyrr­ver­andi fjár­­­mála­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, hafi líka fengið slíka stöðu við yfir­­heyrslur í sum­­­ar.

Hinir sex sem voru þá kall­aðir inn til yfir­­heyrslu og fengu rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings við hana voru Ingvar Júl­í­us­­son, fjár­­­mála­­stjóri Sam­herja á Kýp­­ur, Arna McClure, yfir­­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Aðal­­­steinn Helga­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Jón Óttar Ólafs­­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an­, og upp­­­ljóstr­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­son.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent