Skattrannsókn á Samherja komin yfir til héraðssaksóknara

Rannsókn embættis skattrannsóknarstjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd á þessu ári, á meintum skattalagabrotum Samherja í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, er nú komin yfir til héraðssaksóknara.

Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Auglýsing

Rann­sókn á meintum skatta­laga­brotum Sam­herj­a­sam­stæð­unnar er nú í gangi hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd fyrr á þessu ári og varð eftir það deild innan Skatts­ins, hefur frá því síðla árs 2019 verið að rann­saka ýmsa þætti í starf­semi sam­stæð­unnar vegna gruns um stór­felld skatt­svik. 

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst að til­­­færsla stærri skatt­rann­­sókna hafi setið föst, og ekki kom­ist yfir til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara frá því að lög um nið­­ur­lagn­ingu skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra tóku gildi. Ástæðan var sú að innan emb­ætt­anna var ótti við að rann­­sókn mála gæti skemmst á tækn­i­­legum for­­sendum ef for­m­­legar verk­lags­­reglur lægju ekki fyr­­ir. 

Í kjöl­far umfjöll­unar Kjarn­ans um málið voru form­legar verk­lags­reglur settar og við það losn­aði sá tappi sem mynd­ast hafði milli emb­ætt­anna og mál sem höfðu verið á bið mán­uðum saman gátu færst í áfram­hald­andi rann­sókn hjá hér­aðs­sak­sókn­ara. Á meðal þeirra er skatta­hluti Sam­herj­a­máls­ins sem færð­ist yfir í sept­em­ber.

Eiga að greiða tekju­skatt hér­lendis

Heim­ildir Kjarn­ans herma að meðal þess sem þar hafi verið til skoð­unar sé hvort raun­veru­­legt eign­­ar­hald á allri Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unni sé hér­­­lendis og hvort að ákvörðun um að greiða skatta ann­ars­staðar en hér sé þar með stór­­felld skatta­snið­­ganga. Þar er um að ræða mögu­leg brot á svo­kall­aðri CFC lög­gjöf sem verið hefur í gildi hér­lendis frá árinu 2010.

Auglýsing
CFC stendur fyrir Controlled For­­­eign Cor­poration, erlend fyr­ir­tæki, félög eða sjóði í lág­skatta­­­ríkjum í eigu, eða undir stjórn íslensks eig­anda, hvort sem sá eig­andi er félag eða ein­stak­l­ing­­­ur. Lögin kveða meðal ann­­­ars á um að greiða skuli tekju­skatt hér á landi af hagn­aði félags sem íslenskur skatt­að­ili á en er í lág­skatta­­­rík­­­i. Íslend­ingar sem eiga félög á lág­skatta­­­­svæðum eiga að skila sér­­­­­­­stöku fram­tali með skatt­fram­tal­inu sínu vegna þessa, skýrslu ásamt grein­­­­ar­­­­gerð þar sem meðal ann­­­­ars eru sund­­­­ur­lið­aðar tekj­­­­ur, skatta­­­­legar leið­rétt­ing­­­­ar, arðsút­­­­hlutun og útreikn­ingur á hlut­­­­deild í hagn­aði eða tapi á grund­velli árs­­­­reikn­inga, sem eiga að fylgja. Ef það er ekki gert brýtur það í bága við lög um tekju­skatt.

Hagn­aður af Namib­íu­út­gerð Sam­herja var fluttur til félags á eyj­unni Mári­tíus og þaðan til lág­skatt­rík­is­ins Kýp­ur, þar sem Sam­herji átti fjöl­mörg félög en var með nán­ast enga eig­in­lega starf­semi. Þaðan fóru þeir síðan inn á banka­reikn­inga sam­stæð­unn­ar, sam­kvæmt því sem fram kom í umfjöllun Kveiks, Stund­ar­innar og fleiri miðla sem birt var í nóv­em­ber 2019.

Rann­sókn á mútu­brotum komin vel á veg

Til við­bótar við rann­sókn­ina á skatta­málum Sam­herja fer fram umfangs­mikil rann­sókn á meintum stór­felldum efna­hags­brotum sam­stæð­unn­ar, meðal ann­ars mútu­brot og pen­inga­þvætti, í tengslum við starf­semi hennar í Namib­íu. Gögn máls­ins benda til að Sam­herj­a­sam­stæðan hafi greitt að minnsta kosti 1,7 millj­arð króna í mútur fyrir aðgang að kvóta í Namib­íu.

Átta manns hið minnsta hafa fengið rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings við yfir­­heyrslur hjá emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara frá því að fyrsta lota þeirra hófst í fyrra­sum­­­ar. 

Á meðal þeirra er Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, for­­stjóri og einn aðal­­eig­andi Sam­herja, sem neit­aði að svara spurn­ingum hér­­aðs­sak­­sókn­­ara þegar hann var yfir­­heyrður í annað sinn vegna Namib­­íu­­máls­ins í seint í sum­­­ar. Í bókun sem lög­­­maður hans lagði fram fyrir hönd Þor­­steins Más þegar hann var kall­aður til yfir­­heyrslu sagði að ástæða þessa væri sú að for­­stjór­inn hefði fengið tak­­mark­aðar upp­­lýs­ingar um sak­­ar­efn­ið. 

Stundin greindi frá því í sept­em­ber að Ingólfur Pét­­ur­s­­son, fyrr­ver­andi fjár­­­mála­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, hafi líka fengið slíka stöðu við yfir­­heyrslur í sum­­­ar.

Hinir sex sem voru þá kall­aðir inn til yfir­­heyrslu og fengu rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings við hana voru Ingvar Júl­í­us­­son, fjár­­­mála­­stjóri Sam­herja á Kýp­­ur, Arna McClure, yfir­­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Aðal­­­steinn Helga­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Jón Óttar Ólafs­­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an­, og upp­­­ljóstr­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent