Skattrannsókn á Samherja komin yfir til héraðssaksóknara

Rannsókn embættis skattrannsóknarstjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd á þessu ári, á meintum skattalagabrotum Samherja í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, er nú komin yfir til héraðssaksóknara.

Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Auglýsing

Rann­sókn á meintum skatta­laga­brotum Sam­herj­a­sam­stæð­unnar er nú í gangi hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd fyrr á þessu ári og varð eftir það deild innan Skatts­ins, hefur frá því síðla árs 2019 verið að rann­saka ýmsa þætti í starf­semi sam­stæð­unnar vegna gruns um stór­felld skatt­svik. 

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst að til­­­færsla stærri skatt­rann­­sókna hafi setið föst, og ekki kom­ist yfir til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara frá því að lög um nið­­ur­lagn­ingu skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra tóku gildi. Ástæðan var sú að innan emb­ætt­anna var ótti við að rann­­sókn mála gæti skemmst á tækn­i­­legum for­­sendum ef for­m­­legar verk­lags­­reglur lægju ekki fyr­­ir. 

Í kjöl­far umfjöll­unar Kjarn­ans um málið voru form­legar verk­lags­reglur settar og við það losn­aði sá tappi sem mynd­ast hafði milli emb­ætt­anna og mál sem höfðu verið á bið mán­uðum saman gátu færst í áfram­hald­andi rann­sókn hjá hér­aðs­sak­sókn­ara. Á meðal þeirra er skatta­hluti Sam­herj­a­máls­ins sem færð­ist yfir í sept­em­ber.

Eiga að greiða tekju­skatt hér­lendis

Heim­ildir Kjarn­ans herma að meðal þess sem þar hafi verið til skoð­unar sé hvort raun­veru­­legt eign­­ar­hald á allri Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unni sé hér­­­lendis og hvort að ákvörðun um að greiða skatta ann­ars­staðar en hér sé þar með stór­­felld skatta­snið­­ganga. Þar er um að ræða mögu­leg brot á svo­kall­aðri CFC lög­gjöf sem verið hefur í gildi hér­lendis frá árinu 2010.

Auglýsing
CFC stendur fyrir Controlled For­­­eign Cor­poration, erlend fyr­ir­tæki, félög eða sjóði í lág­skatta­­­ríkjum í eigu, eða undir stjórn íslensks eig­anda, hvort sem sá eig­andi er félag eða ein­stak­l­ing­­­ur. Lögin kveða meðal ann­­­ars á um að greiða skuli tekju­skatt hér á landi af hagn­aði félags sem íslenskur skatt­að­ili á en er í lág­skatta­­­rík­­­i. Íslend­ingar sem eiga félög á lág­skatta­­­­svæðum eiga að skila sér­­­­­­­stöku fram­tali með skatt­fram­tal­inu sínu vegna þessa, skýrslu ásamt grein­­­­ar­­­­gerð þar sem meðal ann­­­­ars eru sund­­­­ur­lið­aðar tekj­­­­ur, skatta­­­­legar leið­rétt­ing­­­­ar, arðsút­­­­hlutun og útreikn­ingur á hlut­­­­deild í hagn­aði eða tapi á grund­velli árs­­­­reikn­inga, sem eiga að fylgja. Ef það er ekki gert brýtur það í bága við lög um tekju­skatt.

Hagn­aður af Namib­íu­út­gerð Sam­herja var fluttur til félags á eyj­unni Mári­tíus og þaðan til lág­skatt­rík­is­ins Kýp­ur, þar sem Sam­herji átti fjöl­mörg félög en var með nán­ast enga eig­in­lega starf­semi. Þaðan fóru þeir síðan inn á banka­reikn­inga sam­stæð­unn­ar, sam­kvæmt því sem fram kom í umfjöllun Kveiks, Stund­ar­innar og fleiri miðla sem birt var í nóv­em­ber 2019.

Rann­sókn á mútu­brotum komin vel á veg

Til við­bótar við rann­sókn­ina á skatta­málum Sam­herja fer fram umfangs­mikil rann­sókn á meintum stór­felldum efna­hags­brotum sam­stæð­unn­ar, meðal ann­ars mútu­brot og pen­inga­þvætti, í tengslum við starf­semi hennar í Namib­íu. Gögn máls­ins benda til að Sam­herj­a­sam­stæðan hafi greitt að minnsta kosti 1,7 millj­arð króna í mútur fyrir aðgang að kvóta í Namib­íu.

Átta manns hið minnsta hafa fengið rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings við yfir­­heyrslur hjá emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara frá því að fyrsta lota þeirra hófst í fyrra­sum­­­ar. 

Á meðal þeirra er Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, for­­stjóri og einn aðal­­eig­andi Sam­herja, sem neit­aði að svara spurn­ingum hér­­aðs­sak­­sókn­­ara þegar hann var yfir­­heyrður í annað sinn vegna Namib­­íu­­máls­ins í seint í sum­­­ar. Í bókun sem lög­­­maður hans lagði fram fyrir hönd Þor­­steins Más þegar hann var kall­aður til yfir­­heyrslu sagði að ástæða þessa væri sú að for­­stjór­inn hefði fengið tak­­mark­aðar upp­­lýs­ingar um sak­­ar­efn­ið. 

Stundin greindi frá því í sept­em­ber að Ingólfur Pét­­ur­s­­son, fyrr­ver­andi fjár­­­mála­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, hafi líka fengið slíka stöðu við yfir­­heyrslur í sum­­­ar.

Hinir sex sem voru þá kall­aðir inn til yfir­­heyrslu og fengu rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings við hana voru Ingvar Júl­í­us­­son, fjár­­­mála­­stjóri Sam­herja á Kýp­­ur, Arna McClure, yfir­­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Aðal­­­steinn Helga­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Jón Óttar Ólafs­­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an­, og upp­­­ljóstr­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent