Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku

Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Er öllum tak­mörk­unum vegna COVID-19 var aflétt hér á landi í sumar kom ber­lega í ljós að þrátt fyrir útbreidda bólu­setn­ingu getur fjöldi alvar­legra veikra, full­bólu­settra sem óbólu­settra, orðið það mik­ill að alvar­legt ástand skap­ist á sjúkra­húsum lands­ins. Vís­bend­ingar um svip­aða þróun má nú sjá í Dan­mörku, þar sem smitum og inn­lögnum hefur fjölgað frá því að öllum tak­mark­andi aðgerðum var aflétt í byrjun sept­em­ber og á Englandi þar sem flestu var aflétt um mitt sum­ar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legu minn­is­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis til heil­brigð­is­ráð­herra. Í því fjall­aði hann um þrjá kosti sem stjórn­völd stæðu nú frammi fyrir varð­andi sótt­varna­að­gerðir inn­an­lands. Rík­is­stjórnin ákvað í morgun að aflétta þegar á mið­nætti tak­mark­andi aðgerðum að mestu og stefnir á að þeim öllum verði aflétt eftir mán­uð.

Auglýsing

Í minn­is­blaði sínu fer Þórólfur m.a. yfir stöð­una á far­aldr­inum í nágranna­lönd­un­um.

Dan­mörk

Í Dan­mörku er þátt­taka í bólu­setn­ingum svipuð og á Íslandi. Þar var öllum tak­mark­andi aðgerðum aflétt í byrjun sept­em­ber vegna góðrar stöðu far­ald­urs­ins og útbreiddrar þátt­töku í bólu­setn­ing­um. Fyrstu tvær vik­urnar eftir aflétt­ingu fækk­aði dag­legum fjölda til­fella en frá 22. sept­em­ber hefur smitum fjölgað á ný úr rúm­lega 300 upp í 700-800 á dag. „Fjöldi inn­lagna á sjúkra­hús hefur hins vegar verið nokkuð stöð­ugur en síð­ustu dag­ana hefur þeim fjölgað nokk­uð,“ skrifar Þórólf­ur.

Í Dan­mörku eru tekin mörg sýni dag­lega (PCR) fyrir COVID-19 og er fjöld­inn sam­bæri­legur þeim fjölda sem tek­inn er á Íslandi. „Á þess­ari stundu er því ekki hægt að segja með vissu hver end­an­legur árangur af aflétt­ingum verð­ur.“

Nor­egur

Í Nor­egi var öllum tak­mörk­unum inn­an­lands vegna COVID-19 aflétt 25. sept­em­ber í ljósi góðrar stöðu far­ald­urs­ins og útbreiddrar bólu­setn­ing­ar. Frá þeim tíma hefur ekki orðið vart aukn­ingar á fjölda dag­legra til­fella eða inn­lagna á sjúkra­hús, skrifar Þórólf­ur. Tals­vert færri sýni eru tekin hlut­falls­lega í Nor­egi á degi hverjum en á Íslandi og í Dan­mörku.

„Tím­inn á því eftir að leiða í ljós hvort aukn­ing verður þar í fjölda smita og inn­lagna því a.m.k. 2-3 vikur geta liðið frá aflétt­ingu aðgerða þar til breyt­inga á fjölda smita verður vart.“

Sví­þjóð

Í Sví­þjóð var svo til öllum tak­mörk­unum inn­an­lands vegna COVID-19 aflétt 29. sept­em­ber og munu frek­ari til­slak­anir taka gildi 1. nóv­em­ber. Á þeim rúm­lega tveimur vikum sem liðnar eru frá því að tak­mörk­unum var aflétt hefur ekki orðið vart aukn­ingar á dag­legum fjölda smita né inn­lagna á sjúkra­hús vegna COVID-19.

Þórólfur bendir á að þátt­taka í bólu­setn­ingu í Sví­þjóð gegn COVID-19 sé heldur minni en á Íslandi en lík­legt er að fleiri hafi smit­ast fyrr í í far­aldr­inum í Sví­þjóð og „betra nátt­úru­legt ónæmi sé því í sænsku sam­fé­lagi. Afleið­ingar af aflétt­ingu aðgerða eru þannig ekki að fullu komnar fram þar sem að ein­ungis rúm­lega tvær vikur eru liðnar frá aflétt­ingu þeirra.“

Finn­land

Í Finn­landi eru enn tölu­verðar sam­fé­lags­legar tak­mark­anir í gangi vegna COVID-19 en stefnt er að aflétt­ingu allra tak­mark­ana þegar þátt­taka í bólu­setn­ingu hefur náð 80 pró­sent­um. Þar hefur dag­legum fjölda til­fella fjölgað tals­vert síð­ast­liðnar þrjár vikur eða frá rúm­lega 300 upp í rúm­lega 600 án þess að fleiri hafi þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús.

Eng­land

Í Englandi var mörgum sam­fé­lags­legum tak­mörk­unum aflétt í júlí. Þar hefur náðst að full bólu­setja um 78 pró­sent allra 12 ára og eldri en þrátt fyrir það hefur greindum smitum fjölgað umtals­vert und­an­farnar vikur þótt færri sýni séu tekin á hverjum degi. Einnig hefur inn­lögnum á sjúkra­hús fjölgað sem og dauðs­föllum af völdum COVID-19.

Ekk­ert ful­bólu­sett barn greinst með COVID-19

Í dag hafa um 75 pró­sent fólks á Íslandi verið full­bólu­sett og um 90 pró­sent allra 12 ára og eldri. Um 70 pró­sent barna á aldr­inum 12-15 ára hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu bólu­efnis og um 65 pró­sent verið full­bólu­sett.

Af þeim 5.800 ein­stak­lingum sem greinst hafa með COVID-19 í bylgj­unni sem hófst í byrjun júlí voru 58 pró­sent full­bólu­sett. Sótt­varna­læknir bendir í minn­is­blaði sínu á að þetta hlut­fall hafi lækkað síð­ustu vik­urnar og það sem af er októ­ber voru 42 pró­sent nýgreindra full­bólu­sett, 57 pró­sent óbólu­sett og 1 pró­sent hálf­bólu­sett. Ekk­ert full­bólu­sett barn á aldr­inum 12-15 ára hefur greinst með sjúk­dóm­inn.

„Við sam­an­burð á hlut­falli smita meðal óbólu­settra og bólu­settra þá kemur í ljós að líkur á smiti hjá óbólu­settum eru þrefalt meiri en hjá bólu­settum og líkur á inn­lögn á sjúkra­hús eru fimm sinnum hærri,“ skrifar Þórólfur í ítar­legri sam­an­tekt sinni. Þá séu vís­bend­ingar um að veik­indi séu að öllu jöfnu væg­ari hjá bólu­sett­um.

Þó að tek­ist hafi að full­bólu­setja 75 pró­sent lands­manna og tæp­lega 90 pró­sent allra 12 ára og eldri, þá er, að mati Þór­ólfs, ekki hægt að segja að ónæmi í sam­fé­lag­inu gegn kór­ónu­veirunni sé orðið það mikið að lítil sem engin hætta sé á útbreiddu smiti. „Þar sem að engin merki eru um að COVID-19 sé að hverfa úr heim­inum þá verður það mikil áskorun fyrir íslensk stjórn­völd á kom­andi miss­erum að takast á við COVID-19 án þess að skerða rétt­indi almenn­ings ekki um of.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent