Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku

Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Er öllum tak­mörk­unum vegna COVID-19 var aflétt hér á landi í sumar kom ber­lega í ljós að þrátt fyrir útbreidda bólu­setn­ingu getur fjöldi alvar­legra veikra, full­bólu­settra sem óbólu­settra, orðið það mik­ill að alvar­legt ástand skap­ist á sjúkra­húsum lands­ins. Vís­bend­ingar um svip­aða þróun má nú sjá í Dan­mörku, þar sem smitum og inn­lögnum hefur fjölgað frá því að öllum tak­mark­andi aðgerðum var aflétt í byrjun sept­em­ber og á Englandi þar sem flestu var aflétt um mitt sum­ar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legu minn­is­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis til heil­brigð­is­ráð­herra. Í því fjall­aði hann um þrjá kosti sem stjórn­völd stæðu nú frammi fyrir varð­andi sótt­varna­að­gerðir inn­an­lands. Rík­is­stjórnin ákvað í morgun að aflétta þegar á mið­nætti tak­mark­andi aðgerðum að mestu og stefnir á að þeim öllum verði aflétt eftir mán­uð.

Auglýsing

Í minn­is­blaði sínu fer Þórólfur m.a. yfir stöð­una á far­aldr­inum í nágranna­lönd­un­um.

Dan­mörk

Í Dan­mörku er þátt­taka í bólu­setn­ingum svipuð og á Íslandi. Þar var öllum tak­mark­andi aðgerðum aflétt í byrjun sept­em­ber vegna góðrar stöðu far­ald­urs­ins og útbreiddrar þátt­töku í bólu­setn­ing­um. Fyrstu tvær vik­urnar eftir aflétt­ingu fækk­aði dag­legum fjölda til­fella en frá 22. sept­em­ber hefur smitum fjölgað á ný úr rúm­lega 300 upp í 700-800 á dag. „Fjöldi inn­lagna á sjúkra­hús hefur hins vegar verið nokkuð stöð­ugur en síð­ustu dag­ana hefur þeim fjölgað nokk­uð,“ skrifar Þórólf­ur.

Í Dan­mörku eru tekin mörg sýni dag­lega (PCR) fyrir COVID-19 og er fjöld­inn sam­bæri­legur þeim fjölda sem tek­inn er á Íslandi. „Á þess­ari stundu er því ekki hægt að segja með vissu hver end­an­legur árangur af aflétt­ingum verð­ur.“

Nor­egur

Í Nor­egi var öllum tak­mörk­unum inn­an­lands vegna COVID-19 aflétt 25. sept­em­ber í ljósi góðrar stöðu far­ald­urs­ins og útbreiddrar bólu­setn­ing­ar. Frá þeim tíma hefur ekki orðið vart aukn­ingar á fjölda dag­legra til­fella eða inn­lagna á sjúkra­hús, skrifar Þórólf­ur. Tals­vert færri sýni eru tekin hlut­falls­lega í Nor­egi á degi hverjum en á Íslandi og í Dan­mörku.

„Tím­inn á því eftir að leiða í ljós hvort aukn­ing verður þar í fjölda smita og inn­lagna því a.m.k. 2-3 vikur geta liðið frá aflétt­ingu aðgerða þar til breyt­inga á fjölda smita verður vart.“

Sví­þjóð

Í Sví­þjóð var svo til öllum tak­mörk­unum inn­an­lands vegna COVID-19 aflétt 29. sept­em­ber og munu frek­ari til­slak­anir taka gildi 1. nóv­em­ber. Á þeim rúm­lega tveimur vikum sem liðnar eru frá því að tak­mörk­unum var aflétt hefur ekki orðið vart aukn­ingar á dag­legum fjölda smita né inn­lagna á sjúkra­hús vegna COVID-19.

Þórólfur bendir á að þátt­taka í bólu­setn­ingu í Sví­þjóð gegn COVID-19 sé heldur minni en á Íslandi en lík­legt er að fleiri hafi smit­ast fyrr í í far­aldr­inum í Sví­þjóð og „betra nátt­úru­legt ónæmi sé því í sænsku sam­fé­lagi. Afleið­ingar af aflétt­ingu aðgerða eru þannig ekki að fullu komnar fram þar sem að ein­ungis rúm­lega tvær vikur eru liðnar frá aflétt­ingu þeirra.“

Finn­land

Í Finn­landi eru enn tölu­verðar sam­fé­lags­legar tak­mark­anir í gangi vegna COVID-19 en stefnt er að aflétt­ingu allra tak­mark­ana þegar þátt­taka í bólu­setn­ingu hefur náð 80 pró­sent­um. Þar hefur dag­legum fjölda til­fella fjölgað tals­vert síð­ast­liðnar þrjár vikur eða frá rúm­lega 300 upp í rúm­lega 600 án þess að fleiri hafi þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús.

Eng­land

Í Englandi var mörgum sam­fé­lags­legum tak­mörk­unum aflétt í júlí. Þar hefur náðst að full bólu­setja um 78 pró­sent allra 12 ára og eldri en þrátt fyrir það hefur greindum smitum fjölgað umtals­vert und­an­farnar vikur þótt færri sýni séu tekin á hverjum degi. Einnig hefur inn­lögnum á sjúkra­hús fjölgað sem og dauðs­föllum af völdum COVID-19.

Ekk­ert ful­bólu­sett barn greinst með COVID-19

Í dag hafa um 75 pró­sent fólks á Íslandi verið full­bólu­sett og um 90 pró­sent allra 12 ára og eldri. Um 70 pró­sent barna á aldr­inum 12-15 ára hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu bólu­efnis og um 65 pró­sent verið full­bólu­sett.

Af þeim 5.800 ein­stak­lingum sem greinst hafa með COVID-19 í bylgj­unni sem hófst í byrjun júlí voru 58 pró­sent full­bólu­sett. Sótt­varna­læknir bendir í minn­is­blaði sínu á að þetta hlut­fall hafi lækkað síð­ustu vik­urnar og það sem af er októ­ber voru 42 pró­sent nýgreindra full­bólu­sett, 57 pró­sent óbólu­sett og 1 pró­sent hálf­bólu­sett. Ekk­ert full­bólu­sett barn á aldr­inum 12-15 ára hefur greinst með sjúk­dóm­inn.

„Við sam­an­burð á hlut­falli smita meðal óbólu­settra og bólu­settra þá kemur í ljós að líkur á smiti hjá óbólu­settum eru þrefalt meiri en hjá bólu­settum og líkur á inn­lögn á sjúkra­hús eru fimm sinnum hærri,“ skrifar Þórólfur í ítar­legri sam­an­tekt sinni. Þá séu vís­bend­ingar um að veik­indi séu að öllu jöfnu væg­ari hjá bólu­sett­um.

Þó að tek­ist hafi að full­bólu­setja 75 pró­sent lands­manna og tæp­lega 90 pró­sent allra 12 ára og eldri, þá er, að mati Þór­ólfs, ekki hægt að segja að ónæmi í sam­fé­lag­inu gegn kór­ónu­veirunni sé orðið það mikið að lítil sem engin hætta sé á útbreiddu smiti. „Þar sem að engin merki eru um að COVID-19 sé að hverfa úr heim­inum þá verður það mikil áskorun fyrir íslensk stjórn­völd á kom­andi miss­erum að takast á við COVID-19 án þess að skerða rétt­indi almenn­ings ekki um of.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent