Mynd: Skjáskot/Samherji

Jón Óttar kominn með réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu

Gögn sem saksóknarar í Namibíu hafa lagt fram sýna að Jón Óttar Ólafsson átti í samskiptum við einn þeirra manna sem grunaðir eru um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir kvóta á árinu 2016 og á árinu 2019. Hann var kallaður til yfirheyrslu á Íslandi í sumar og fékk réttarstöðu sakbornings við upphaf hennar.

Jón Óttar Ólafs­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an, var kall­aður til yfir­heyrslu hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara nýverið vegna rann­sóknar þess á meintum mútu­greiðslu, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja í tengslum við starf­semi sam­stæð­unnar í Namib­íu. Við þær yfir­heyrslur fékk Jón Óttar rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­in­u. 

Það þýðir að sjö manns hið minnsta hafa fengið slíka stöðu við yfir­heyrslur hjá emb­ætt­inu frá því að fyrsta lota þeirra hófst í fyrra­sum­ar.  Kjarn­inn greindi frá því fyrir nákvæm­lega einu ári síðan að Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, væri á meðal sex ein­stak­linga sem fengu rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu við yfir­heyrslur í júlí 2020.  

Hinir fimm sem voru þá kall­aðir inn til til yfir­heyrslu og fengu rétt­ar­stöðu sak­born­ings við hana voru Ingvar Júl­í­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, Arna McClure, yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, Aðal­steinn Helga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, og Jóhannes Stef­áns­son.

Auglýsing

Jóhannes var fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namibíu um tíma en lék lyk­il­hlut­verk í því að upp­ljóstra um meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja í umfjöllun Kveiks, Stund­ar­innar og Al Jazeera um málið sem birt­ist í nóv­em­ber 2019. 

Tölvu­póstar benda til aðildar

Jón Óttar starf­aði í Namibíu fyrir hönd Sam­herja um nokk­urra ára skeið, frá árinu 2016. Sam­herji hefur haldið því fram í yfir­lýs­ingum að í starfi hans hafi falist að kanna hvort ekki væri allt með felldu í rekstr­in­um. 

Í grein­ar­gerð sem rík­is­sak­sókn­ari í Namibíu sendi frá sér í lok júlí síð­ast­lið­ins voru birtir tölvu­póstar sem Jón Óttar sendi úr net­fangi dótt­ur­fé­lags Sam­herja 13.  sept­em­ber 2016 til tveggja ann­arra manna sem hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu, Ingv­ars Júl­í­us­sonar og Egils Helga Árna­son­ar. Þar sagð­ist hann meðal ann­ars hafa verið að ræða við einn þeirra sex manna, James Hatuikulipi, sem sitja í fang­elsi í Namibíu vegna gruns um að þiggja mútur frá Sam­herja, í tengslum við greiðslur fyrir kvóta frá fyr­ir­tæk­inu Nam­gom­ar, sem Sam­herji fékk kvóta frá á grund­velli milli­ríkja­samn­ings við Angóla. 

Tölvupóstur sem Jón Óttar Ólafsson sendi og fylgdi með nýlegra birtri greinargerð saksóknara í Namibíu.
Mynd: Skjáskot

Í grein­ar­gerð sem sak­sókn­ari í Namibíu lagði fram í kyrr­setn­ing­ar­máli í lok síð­asta árs kom þó fram að Jón Óttar hafi átt í tölvu­póst­sam­skiptum við James í maí árið 2019. Því virð­ast gögn benda til þess að Jón Óttar hafi verið í hlut­verki milli­göngu­manns milli Sam­herja og þeirra sem grun­aðir eru um mútu­þægni í að minnsta kosti tæp þrjú ár. 

Úr greinargerð saksóknara.

Til­gangur sam­skipt­anna var að lýsa yfir áhyggjum um að yfir­völd myndu upp­götva leyni­greiðslur sem Sam­herji greiddi inn á banka­reikn­ing félags­ins Tunda­vala, skráð í eigu Hatuikulipi, í Dúbaí. Nokkur hund­ruð millj­ónir króna runnu inn á reikn­inga þess frá Sam­herja á árunum 2014 til 2019. Í sam­skipt­unum reyndi Jón Óttar að slá á áhyggjur um að yfir­völd í Namibíu gætu haft upp á þeim greiðslum sem farið höfðu inn á leyni­reikn­inga í Dúbaí. „Við höfum lokað þeim reikn­ing­um. Auk þess hafa þeir ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflands­við­skipt­u­m,“ sagði í einum tölvu­póst­in­um. 

Allt að sex ára fang­elsi

Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Sam­herj­a­mál­inu varða 109. og 264. grein almennra hegn­ing­ar­laga um mút­ur. Í fyrr­nefndu grein­inni segir að hver sem gef­ur, lofar eða býður opin­berum starfs­manni, gjöf eða annan ávinn­ing, sem hann á ekki til­kall til, í þágu hans eða ann­arra, til að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans skal sæta fang­elsi allt að fimm árum eða sektum ef máls­bætur eru fyrir hendi. „Sömu refs­ingu skal sá sæta sem beinir slíku að erlendum opin­berum starfs­manni, erlendum kvið­dóm­anda, erlendum gerð­ar­manni, manni sem á sæti á erlendu full­trúa­þingi sem hefur stjórn­sýslu með hönd­um, starfs­manni alþjóða­stofn­un­ar, manni sem á sæti á þingi slíkrar stofn­unar eða á opin­beru lög­gjaf­ar­þingi í erlendu ríki, dóm­ara sem á sæti í alþjóð­legum dóm­stóli eða starfs­manni við slíkan dóm­stól, í því skyni að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans.“

Í 264. grein segir að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinn­ings af broti á hegn­ing­ar­lögum eða af refsi­verðu broti á öðrum lög­um, eða umbreytir slíkum ávinn­ingi, flytur hann, send­ir, geym­ir, aðstoðar við afhend­ingu hans, leynir honum eða upp­lýs­ingum um upp­runa hans, eðli, stað­setn­ingu eða ráð­stöfun ávinn­ings skuli sæta fang­elsi allt að sex árum.

Auglýsing

Þá eru einnig til rann­sóknar meint brot á ákvæðum kafla XXXVI í almennum hegn­ing­ar­lög­um, sem fjalla um auðg­un­ar­brot. Við brotum á ákvæðum þess kafla liggur fang­els­is­refs­ing sem getur verið allt að þrjú til sex ár. 

Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra, sem var lagt niður í núver­andi mynd fyrr á þessu ári og varð eftir það deild innan Skatts­ins, er síðan að rann­saka hvort raun­veru­legt eign­ar­hald á allri Sam­herj­a­sam­stæð­unni sé hér­lendis og hvort að ákvörðun um að greiða skatta ann­ars­staðar en hér sé þar með stór­felld skatta­snið­ganga.  

Starf­aði lengi fyrir Sam­herja

Jón Óttar starf­aði fyrir Sam­herja að ýmsum verk­efnum um margra ára skeið. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem nýr upp­lýs­inga­full­trúi sam­stæð­unnar veitti Stund­inni í dag þá starfar hann ekki lengur fyrir Sam­herj­a. 

Í skaða­bóta­máli sem Sam­herji höfð­aði gegn Sam­herja, og lauk í fyrra, gerði fyr­ir­tækið skaða­bóta­kröfu upp á 306 millj­ónir króna. Tæpur helm­ingur þeirrar upp­hæð­ar, alls 135 millj­ónir króna, var vegna kostn­aðar við störf Jóns Ótt­ars fyrir fyr­ir­tæk­ið. Skaða­bóta­kröf­unni var hafnað og Sam­herji tap­aði mál­inu í hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst í fyrra að Jón Óttar hefði allt frá því að umfjöllun Kveiks og Stund­­ar­innar um við­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu birt­ist þann 12. nóv­­em­ber 2020 verið tíður gestur á Kaffi­­­fé­lag­inu, kaffi­­­húsi í miðbæ Reykja­vík­­­ur, einatt til að hitta á og ná tali af blaða­mann­inum Helga Selj­an, einum þeirra sem leiddi umfjöll­un­ina, en þar hitt­ist hópur fólks iðu­­lega á morgn­ana til að spjalla um dag­inn og veg­inn. 

Kjarn­inn greindi enn fremur frá því að Jón Óttar hefði ítrekað sent Helga skila­­boð, bæði í gegnum SMS og Face­book-­­reikn­ing eig­in­­konu sinn­­ar. Ingi Freyr Vil­hjálms­­son, blaða­­maður á Stund­inni sem fjallað hefur um Sam­herja, fékk einnig send skila­­boð þar sem honum var hótað „um­­fjöll­un“.

Þá hefur Jón Óttar komið fram í mynd­böndum sem Sam­herji lét vinna, þar sem blaða­menn sem fjallað hafa um Sam­herja hafa verið bornir þungum sök­um.

Hann var einnig á meðal þeirra ein­stak­linga sem mynd­uðu hina svoköll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herj­a“, sem meðal ann­ars safn­aði saman upp­lýs­ingum um blaða­menn, reyndi að gera þá ótrú­verð­uga með ýmsum hætti og jafn­vel van­hæfa til að fjalla áfram um Sam­herja.

Lestu meira:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar