Mynd: Skjáskot Þorsteinn Már Baldvinsson
Mynd: Skjáskot

Félag Þorsteins Más og Helgu á 61,7 milljarða króna í hreinum eignum

Eignarhaldsfélag sem heldur utan um hlut forstjóra Samherja og fyrrverandi eiginkonu hans í Samherja Holding á að uppistöðu tvær eignir: hlutinn í áðurnefndu félagi og lán upp á 33,5 milljarða króna sem þau veittu börnum sínum til að kaupa af sér íslenska hluta Samherja. Samherji Holding hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2018 en virk lögreglurannsókn stendur yfir á starfsháttum þess, meðal annars vegna viðskiptahátta í Namibíu.

Eign­ar­halds­fé­lagið Steinn ehf., sem heldur utan um 43,48 pró­sent eign fyrr­ver­andi hjón­anna Þor­steins Más Bald­vins­sonar og Helgu S. Guð­munds­dóttur í Sam­herja Hold­ing ehf., átti hreina bók­færða eign upp á 61,7 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. 

Hagn­aður félags­ins á því ári, sem var að nán­ast öllu leyti til­kom­inn vegna áhrifa hlut­deild­ar­fé­lags­ins Sam­herja Hold­ing, var 1.140 millj­ónir króna. Hlut­ur­inn í Sam­herja Hold­ing var bók­færður á 25,7 millj­arða króna sem þýðir að heild­ar­virði félags­ins ætti sam­kvæmt því að vera um 59 millj­arðar króna.  

Aðrar eignir Eign­ar­halds­fé­lags­ins Steins voru að uppi­stöðu lán til tengdra aðila, tveggja barna eig­end­anna, upp á 33,5 millj­arða króna. 

Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi félags­ins. Það skipti um upp­gjörs­mynt í fyrra og gerir nú upp í evrum í stað íslenskra króna.

Í lög­reglu­rann­sókn

Sam­herji Hold­ing er eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins. Eigið fé Sam­herja Hold­ing var rúm­­lega 58 millj­­arðar króna í lok árs 2018, sam­­kvæmt síð­­asta árs­­reikn­ingi sem félagið hefur birt. Það virð­ist að mestu óbreytt miðað við nýbirtan árs­reikn­ing ann­ars stærsta eig­enda þess.

Félagið heldur utan um þorra erlendrar starf­­semi Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar, en umfangs­­mikil rann­­sókn hófst á henni á árinu 2019, eftir opin­berun fjöl­miðla á starfs­háttum Sam­herja í Namib­­íu. Grunur er um mút­u­greiðsl­­ur, skatta­snið­­göngu og pen­inga­þvætti. Málið er til rann­­sóknar hér­­­lendis hjá bæði emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara og skatta­yf­ir­völdum auk þess sem ákært hefur verið í því í Namib­­íu.

Á árinu 2018 gerð­ist það að Sam­herja var skipt upp í tvö fyr­ir­tæki. Það var sam­­þykkt 11. maí 2018 á hlut­hafa­fundi og skipt­ingin látin miða við 30. sept­­em­ber 2017. 

Eftir það er þorri inn­­­­­­­lendrar starf­­­­sem­i Sam­herja og starf­­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­­sem­i og hluti af fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­starf­­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf.

Sam­herji Hold­ing er að upp­i­­­stöðu í eigu Þor­­steins Más, Helgu og Krist­jáns Vil­helms­­son­­ar, útgerð­ar­stjóra Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar. Inni í þeim hluta starf­­sem­innar eru eign­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­­­ur­­­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lagi á Ísland­i. Þar eru þó einnig íslenskir hags­mun­ir, meðal ann­­ars 34,22 pró­­sent hlutur í Eim­­skip, sem hefur rúm­­lega tvö­­fald­­ast í virði síð­­ast­liðið ár. 

Í byrjun árs 2021 var greint frá því að Bald­vin Þor­­steins­­son, sonur Þor­­steins Más, hafi verið falið að leiða útgerð­­ar­­starf­­semi Sam­herja í Evr­­ópu, sem fer fram í gegnum Sam­herja Hold­ing. 

Samherjasamstæðunni var skipt upp í tvö félög fyrir nokkrum árum síðan. Félag Þorsteins Más og Helgu á nú einungis hlut í félaginu sem heldur utan um erlenda starfsemi og eignarhlutinn í Eimskip.
Mynd: Skjáskot

Inni í þeim hluta er líka fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagið Sæból, sem hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótt­­­ur­­­fé­lög, Esju Shipp­ing Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­­­festi á Kýp­­­ur. Þau félög héldu meðal ann­­­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­­­íu, þar sem sam­­­stæðan og stjórn­­­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­­­ast yfir ódýran kvóta. 

Eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins skilar ekki árs­reikn­ingi

Sam­herji Hold­ing hefur ekki skilað inn árs­reikn­ingi til árs­reikn­inga­skrár Skatts­ins vegna áranna 2019 og 2020. Karl Eskil Páls­­son, upp­­lýs­inga­­full­­trúi Sam­herja, sagði í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í sept­em­ber síð­ast­liðnum að vinna við árs­reikn­ing vegna árs­ins 2019 væri á loka­­metr­unum og hann yrði til­­­bú­inn „innan tíð­­ar“. 

Ýmsar sam­verk­andi ástæður væru fyrir því að skil á reikn­ingn­um, sem átti sam­­kvæmt lögum að vera skilað inn til árs­­reikn­inga­­skrár fyrir lok ágúst í fyrra, hefðu taf­ist og Karl Eskill nefndi þar sér­­stak­­lega að Sam­herji Hold­ing hafi tekið þá ákvörðun að skipta um end­­ur­­skoð­un­­ar­­fyr­ir­tæki. Það hafi þýtt tafir á gerð árs­­reikn­ings. „Aðrar ástæður eru létt­væg­­ari en skipta þó máli til dæmis ferða­tak­­mark­­anir vegna Covid-19, sum­­­ar­­leyfi og þess hátt­­ar.“

Frestur fyr­ir­tækja af þeirri stærð­argráðu sem Sam­herji Hold­ing er til að skila inn árs­reikn­ingi vegna árs­ins 2020 rann út í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. 

Ákvæði sem heim­ilar slit á félögum sem sinna ekki lög­­­bund­inni skila­­­skyldu á árs­­­reikn­ingum hefur verið til staðar í lögum frá árinu 2016. Kjarn­inn greindi frá því í haust að henni hefði aldrei verið beitt, vegna þess að það ráðu­­­neyti sem stýrir mála­­­flokkn­um,, sá hluti atvinn­u­­­vega- og nýsköp­un­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins sem heyrir undir Þór­­­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­­­ur, hafi ekki gefið út reglu­­­gerð sem virkjar það. 

Því hafði ákvæðið verið dauður stafur í fimm ár og engu félagi sem virt hefur lögin um skil á árs­­­reikn­ingi að vettugi hafði fyrir vikið verið slit­ið. 

Ákvæðið varð virkt 18. októ­ber 2021, eftir að reglu­gerðin var loks gefin út.

Kjarn­inn greindi frá því 10. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að árs­­reikn­inga­­skrá hefði þá enn sem komið er ekki kraf­ist skipta neinu félagi sem hefði ekki skilað árs­­reikn­ingi innan lög­­­boð­ins frests.

Vildu við­halda mik­il­vægum fjöl­skyldu­tengslum

Þann 15. maí 2020 birt­ist til­­kynn­ing á heima­­síðu Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar um að Þor­­steinn Már, Helga og Krist­ján væru að færa næstum allt eign­­ar­hald á Sam­herja hf. til barna sinna. Þau myndu hins vegar áfram að vera eig­endur að erlendu starf­­sem­inni, og halda á stórum hlut í Eim­­skip, sem hefur frá 2018 verið vistað inni í Sam­herja Hold­ing.

Í til­­kynn­ing­unni kom fram að Bald­vin og Katla Þor­steins­börn myndu eign­­ast 43 pró­­sent í Sam­herja hf. Sam­hliða var greint frá því að Dagný Linda, Hall­­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín, börn Krist­jáns Vil­helms­­son­­ar, myndu fara sam­an­lagt með um 41,5 pró­­­sent hluta­fjár. Í til­­kynn­ing­unni sagði að með þessum hætti „vilja stofn­endur Sam­herja treysta og við­halda þeim mik­il­vægu fjöl­­­skyld­u­­­tengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið horn­­­steinn í rekstr­in­­­um.“ Þar kom einnig fram að und­ir­­bún­­ingur breyt­ing­anna á eign­­ar­hald­inu hafi staðið und­an­farin tvö ár en áformin og fram­­kvæmd þeirra voru for­m­­lega kynnt í stjórn félags­­ins á miðju ári 2019.

Í maí 2020, þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­­lýs­ingum um með hvaða hætti fram­­sal hluta­bréfa for­eldra til barna hefði átt sér stað, feng­ust þau svör hjá Björgólfi Jóhanns­­syni, þá ann­­ars for­­stjóra Sam­herja, að ann­­ars vegar hefðu börnin fengið fyr­ir­fram­greiddan arf, og hins vegar væri um sölu milli félaga að ræða. 

Þorsteinn Már Baldvinsson og Baldvin Þorsteinsson.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Ekki hafa feng­ist upp­­lýs­ingar hjá Sam­herja um virði þess hlutar sem til­­kynnt var um að færður hefði verið á milli kyn­slóða né hvernig til­­­færsl­unni var skipt milli fyr­ir­fram­greidds arfs og sölu.

Skulda for­eldrum sínum á fjórða tug millj­arða

Í árs­reikn­ing Eign­ar­halds­fé­lags­ins Steins fyrir árið 2019 kemur hins vegar fram að bók­færður eign­ar­hlutur þess í Sam­herja hf. hafi farið úr 21,8 millj­örðum króna í um 550 millj­ónir króna. 

Á sama tíma fór vaxta­ber­andi kröfur á tengda aðila úr því að vera engar í að vera 26,9 millj­arðar króna. 

Í árs­reikn­ingi Eign­ar­halds­fé­lags­ins Steins fyrir árið 2020 er hlut­ur­inn í íslenska Sam­herja kom­inn í krónur núll. Lang­tíma­kröfur á tengda aðila eru hins vegar bók­færðar á 214 millj­ónir evra, eða um 33,5 millj­arða króna. Á meðal þeirra sem telj­ast sem tengdir aðilar eru nánir fjöl­skyldu­með­lim­ir. Því er þarna um að ræða lán for­eldr­anna Þor­steins Más og Helgu til barna sinna, Bald­vins og Kötlu. 

Félag barn­anna, K&B ehf., hagn­að­ist um 20,8 millj­­ónir evra, um 3,2 millj­­arða króna, á síð­­asta ári. Hrein eign félags­­ins nam um 44,7 millj­­ónum evra, um 6,9 millj­­örðum króna, um síð­­­ustu ára­­mót. Eignir félags­­ins voru bók­­færðar á tæp­­lega 40 millj­­arða króna en á móti þeim eignum eru skuldir upp á 33 millj­­arða króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar