Félagið sem erfði tæpan helming í Samherja hagnaðist um 3,2 milljarða króna í fyrra

Börn Þorsteins Más Baldvinssonar eiga 43 prósent í Samherja hf. Þau fengu þann hlut sem fyrirframgreiddan arf og með því að kaupa eignir af foreldrum sínum á árinu 2019. Eignir félags þeirra eru bókfærðar á tæplega 40 milljarða króna.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Auglýsing

K&B ehf., félag sem er að mestu í eigu systk­in­anna Bald­vins og Kötlu Þor­steins­barna, hagn­að­ist um 20,8 millj­ónir evra, um 3,2 millj­arða króna, á síð­asta ári. Hrein eign félags­ins nam um 44,7 millj­ónum evra, um 6,9 millj­örðum króna, um síð­ustu ára­mót. Eignir félags­ins voru bók­færðar á tæp­lega 40 millj­arða króna en á móti þeim eignum eru skuldir upp á tæpa 33 millj­arða króna.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi K&B ehf. sem sendur var inn til árs­reikn­inga­skrár í síð­ustu viku en birtur í gær.

K&B ehf. er stærsti ein­staki eig­andi Sam­herja hf., þess hluta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem heldur á starf­semi hennar á Íslandi og Fær­eyj­um, með 43 pró­sent eign­ar­hlut. Hlut­ur­inn í Sam­herja er eina eign félags­ins og hagn­aður félags­ins hlut­deild í hagn­aði útgerð­ar­ris­ans. Bald­vin á 49 pró­sent hlut í K&B ehf. en Katla systir hans 48,9 pró­sent. Faðir þeirra, Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja, á 2,1 pró­sent hlut.

Til­kynnt var um það um miðjan maí í fyrra að eig­enda­­skipti væru að eiga sér stað hjá Sam­herja. Þá birt­ist til­­kynn­ing á heima­­síðu Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar um að Þor­­steinn Már, fyrr­ver­andi eig­in­kona hans Helga S. Guð­­munds­dóttir og útgerð­ar­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­son væru að færa stóran hluta af eign­­ar­haldi á Sam­herja hf. til barna sinna.

Hall­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín Krist­jáns­­börn, eiga sam­an­lagt með um 41,5 pró­­sent hluta­fjár en ekk­ert þeirra meira en 8,5 pró­sent hlut hvert. Þar á eftir kemur félagið Bliki ehf. með 11,9 pró­­­sent hlut. Fram­In­vest Sp/f er skráð fyrir 27,5 pró­­­­senta hlut í Blika. Það félag er skráð í Fær­eyj­­­­um. Þor­­­­steinn Már er helsti skráði stjórn­­­­andi þess félags.

Þor­steinn Már, Krist­ján og Helga halda hins vegar áfram að vera eig­endur að erlendu starf­­sem­inni, og á stórum hlut í Eim­­skip, sem hefur frá 2018 verið vistað inni í öðru eign­­ar­halds­­­fé­lagi, Sam­herja Hold­ing ehf., frá árinu 2018 þegar sam­stæð­unni var skipt upp.

Fyr­ir­fram­greiddur arfur og sala

Í maí, þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­­lýs­ingum um með hvaða hætti fram­­sal hluta­bréfa for­eldra til barna hefði átt sér stað, feng­ust þau svör hjá Björgólfi Jóhanns­­syni, þá ann­­ars for­­stjóra Sam­herja, að ann­­ars vegar hefðu börnin fengið fyr­ir­fram­greiddan arf, og hins vegar væri um sölu milli félaga að ræða.

Auglýsing
Ekki hafa feng­ist upp­­lýs­ingar hjá Sam­herja um virði þess hlutar sem til­­kynnt var um að færður hefði verið á milli kyn­slóða né hvernig til­­­færsl­unni var skipt milli fyr­ir­fram­greidds arfs og sölu. Engin skjöl hafa heldur verið send inn til fyr­ir­tækja­­skrár vegna við­­skipt­anna enn sem komið er. Einu upp­­lýs­ing­­arnar sem þar er að finna um K&B ehf., fyrir utan eign­­ar­haldið á félag­inu og að það hafi verið stofnað í apríl 2019, er að hlutafé þess var aukið um 100 millj­­ónir króna seint í sept­­em­ber í fyrra.

Í árs­reikn­ingi K&B ehf. kemur fram að félagið hafi skuldað 212,5 millj­ónir evra, um 32,7 millj­arða króna, í lok síð­asta árs. Uppi­staðan er lang­tíma­lán sem félagið borgar 8,4 millj­ónir evra, um 1,3 millj­arða króna, af á ári.

Til­kynnt um eig­enda­til­færslu skömmu fyrir Kveiks­þátt­inn

Bald­vin er með lög­heim­ili í Hollandi, þar sem hann býr og leiðir alþjóð­lega starf­semi Sam­herja. Þar af leið­andi er hann skil­greindur sem erlendur sam­kvæmt íslenskum lögum og því ber að til­kynna hana til stjórn­valda. Kjarn­inn greindi frá því í fyrra­sumar að fjár­­­fest­ing K&B ehf. í Sam­herja hafi verið til­­kynnt til atvinn­u­­vega­ráðu­­neyt­is­ins átta dögum áður en að Kveik­­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera opin­ber­uðu margra mán­aða rann­­sókn­­ar­vinnu sem sýndi fram á meintar mút­u­greiðsl­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­göngu Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar í tengslum við veiðar hennar í Namib­­íu.

Starfs­­maður atvinn­u­­vega­ráðu­­neyt­is­ins hringdi tví­­­vegis í Ólaf Þór Hauks­­son hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, ann­­ars vegar 18. des­em­ber og hins vegar 20. des­em­ber 2019, til að gera honum við­vart um að ráðu­­neyt­inu hefði borist til­­kynn­ing um að erlendur aðili, Bald­vin, hefði keypt hlut­inn í Sam­herja.

Í skjali um sam­­skiptin kom fram að ástæða þess að haft var sam­­band við við hér­­aðs­sak­­sókn­­ara var að ráðu­­neyt­inu væri „kunn­ugt um að það félag sem til­­kynn­ingin við­kemur og aðal­­eig­andi þess og for­­stjóri eru til rann­­sóknar hjá emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara.“

Í til­kynn­ingu Sam­herja um að stofn­endur fyr­ir­tæk­is­ins væru að láta eign­ar­hluti renna til barna sinna kom fram að stjórn Sam­herja hefði fyrst verið til­kynnt um áformin sum­arið 2019.

Fyr­ir­tækið hefur hafnað því að tengsl væru á milli þess að til­kynnt væri um eig­enda­breyt­ing­­arnar og umfjöll­unar um athæfi Sam­herja í Namib­­íu. ­

Eigið fé sam­stæð­unnar á annað hund­rað millj­arðar

Félög í sam­stæðu Sam­herja hf. eru í hópi umsvifa­mestu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins og bygg­ist rekstur sam­stæð­unnar fyrst og fremst á veiðum á bol­fiski og upp­sjáv­ar­fiski, land­vinnslu á bol­fiski, fisk­eldi auk mark­aðs- og sölu­starf­semi. Auk þess eiga þau ýmsar aðrar eign­ir, til dæmis hlut í smá­söluris­anum Hög­um.

Í árs­reikn­ingi Sam­herja hf. sem birtur var í síð­ustu viku kemur fram að hagn­aður félags­ins var 7,8 millj­arðar króna á árinu 2020. Eigið fé félags­ins var 78,8 millj­arðar króna í lok síð­asta árs.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Sam­herji Hold­ing, hinn helm­ingur sam­­stæð­unn­­ar, hefur ekki skilað inn árs­­reikn­ingi fyrir árin 2019 og 2020. Sam­herj­­a-­­sam­­stæðan átti eigið fé upp á 110,7 millj­­arða króna í lok árs 2018. Hagn­aður Sam­herja, þegar bæði Sam­herji hf. og Sam­herji Hold­ing voru talin sam­an, vegna árs­ins 2018 nam sam­tals um 11,9 millj­­­örðum króna.

Hagn­aður Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unnar hafði numið yfir 112 millj­­­örðum króna á átta árum, frá árinu 2011 og fram til loka árs 2018. Síðan þá hafa að minnsta kosti 17 millj­arðar króna bæst við vegna afkomu Sam­herja hf., en óljóst er hversu miklum hagn­aði Sam­herji Hold­ing hefur skil­að.

Sam­herji lítur á sam­fé­lags­lega ábyrgð sem skyldu

Í nýjasta árs­reikn­ingi Sam­herja er líka gerð grein fyrir þeim ásök­unum sem bornar eru á Sam­herja og starfs­menn sam­stæð­unnar um alvar­leg lög­brot, meðal ann­ars spill­ingu og mútur sem eru til rann­sóknar hjá yfir­völdum í Namibíu og á Íslandi.

Auglýsing
Þar segir enn fremur að sam­stæðan sé nú í yfir­grips­mik­illi end­ur­skoðun á stjórn­ar­háttum innan sam­stæð­unnar og muni á næst­unni kynna inn­leið­ingu á reglu­vörslu og hlít­ing­ar­kerfi sem gildi á um öll félög innan sam­stæð­unn­ar.

Í ófjár­hags­legri upp­lýs­inga­gjöf sem birt er aft­ast í árs­reikn­ing­unum er sér­stakur kafli um mann­rétt­indi þar sem segir að virð­ing fyrir starfs­fólki og mann­rétt­indum séu grund­vall­ar­at­riði í rekstri Sam­herja. „Skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóti mann­rétt­inda án til­lits til kyn­ferð­is, kyn­hneigð­ar, trú­ar­bragða, skoð­ana, þjóð­ern­is­upp­runa, kyn­þátt­ar, lit­ar­hátt­ar, efna­hags, ætt­ernis og stöðu að öðru leyti. Um þessar mundir er unnið að gerð sér­stakrar mann­rétt­inda­stefnu fyrir sam­stæðu Sam­herja. Engum skal haldið í nauð­ung­ar­vinnu eða barna­þrælkun og hafnar Sam­herji hvers kyns þræl­dómi, nauð­ung­ar­vinnu og man­sali.“

Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja.

Á sama stað er sér­stakur kafli um sam­fé­lags­á­byrgð og -þátt­töku sam­stæð­unnar þar sem segir meðal ann­ars að Sam­herji lítur „ekki ein­ungis á sam­fé­lags­lega ábyrgð sem skyldu heldur einnig sem tæki­færi til að bæta vel­ferð þess sam­fé­lags sem rekstur sam­stæð­unnar er á hverjum stað. Felur sam­fé­lags­þátt­taka Sam­herja meðal ann­ars í sér að styðja við sam­fé­lögin á hverjum stað, hvort sem er í formi styrkja, atvinnu­sköpun eða sam­vinnu við aðra atvinnu­rek­endur á við­kom­andi svæði [ ... ] Sam­herji hefur und­ir­ritað sam­fé­lags­stefnu Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og vinnur nú að gerð sam­fé­lags­skýrslu Sam­herja þar sem sam­fé­lags­á­byrgð og -þátt­töku Sam­herja verður frekar lýst.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Kindle með penna og Pixel lekar
Kjarninn 3. október 2022
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent