Samherji ræður fyrrverandi fjölmiðlamann til að sjá um upplýsingamál

Karl Eskil Pálsson segist „fullur tilhlökkunar og þakklátur fyrir að hafa verið munstraður um borð“ eftir að hafa verið ráðinn til Samherja til að sinna upplýsingamálum.

samherji
Auglýsing

Sam­herji hefur ráðið Karl Eskil Páls­son til að skrifa efni á heima­síðu og sam­fé­lags­miðla sam­stæð­unnar og sinna öðrum verk­efnum á sviði upp­lýs­inga­mála. Karl Eskil starf­aði síð­ast sem dag­skrár­gerð­ar­maður hjá sjón­varps­stöð­inni N4 á Akur­eyri, sem er að hluta til í eigu Sam­herja og hefur meðal ann­ars unnið keypta umfjöllun um sam­stæð­una fyrir þá stöð. Áður starf­aði hann í um tvo ára­tugi á frétta­stofu RÚV á Akur­eyri og var rit­stjóri hér­aðs­frétta­blaðs­ins Viku­dags. 

Í til­kynn­ingu á vef Sam­herja seg­ist Karl Eskil vera „fullur til­hlökk­unar og þakk­látur fyrir að hafa verið munstr­aður um borð“. Mörg stór verk­efni séu í far­vatn­inu hjá Sam­herja sem sam­stæðan vilji „segja frá og upp­lýsa með vönd­uðum og traustum hætt­i.“

Karl Eskil Pálsson. Mynd: Samherji.is

Bæði emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra eru með sam­stæðu Sam­herja, og ýmsa starfs­menn henn­ar, til rann­sókn­ar. Sú rann­sókn hefur staðið yfir frá lokum árs 2019, en hún hófst eftir að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu að grunur væri á að Sam­herji hefði greitt mút­ur, meðal ann­ars til hátt­settra stjórn­mála­manna, til að kom­ast yfir fisk­veiði­kvóta í Namibíu og Angóla. Á sama tíma voru birtar upp­lýs­ingar sem bentu til þess að Sam­herji væri mögu­lega að stunda stór­fellda skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætt­i. 

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í ágúst að yfir­heyrslur hafi staðið yfir hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara vegna rann­sóknar máls­ins í sum­ar. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans þá er þeim að mestu lok­ið. Alls fengu sex núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn stöðu sak­born­ings við yfir­heyrslur í fyrra­sumar og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans fjölg­aði þeim í lot­unni sem fór fram í ár. 

Á meðal þeirra var Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, sem var fyrst yfir­heyrður í byrjun júlí 2020. 

Skæru­liða­deild og afsök­un­ar­beiðni

Í maí fjöll­uðu Kjarn­inn og Stundin um hóp á vegum Sam­herja sem rak áróð­urs­stríð fyrir hönd sam­stæð­unnar gegn ákveðnum fjöl­miðl­u­m. 

Í sam­tölum lýsti hóp­ur­inn sér sem .„skæru­liða­deild Sam­herj­a“. Í gögnum sem Kjarn­inn hafði undir hönd­um, og sýndu meðal ann­ars sam­skipti milli þessa hóps og helstu stjórn­enda Sam­herja, mátti sjá hversu mikið var lagt í að safna upp­lýs­ingum um blaða­menn, reyna að gera þá ótrú­verð­uga og jafn­vel van­hæfa til að fjalla áfram um Sam­herja.

Nokkrum dögum eftir að umfjöll­unin birt­ist sendi Sam­herji frá sér yfir­lýs­ingu þar sem sagði að stjórn­endur félags­ins hefðu gengið „of langt“ í við­brögðum við „nei­kvæðri umfjöllun um félag­ið“.

„Af þeim sökum vill Sam­herji biðj­ast afsök­unar á þeirri fram­göng­u,“ sagði í yfir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, en ekki er útskýrt í frek­ari smá­at­riðum að hvaða leyti gengið hafi verið of langt eða nákvæm­lega hverju verið sé að biðj­ast afsök­unar á.

Sam­herji vís­aði þó til fjöl­miðlaum­fjöll­unar um þau sam­skipta­gögn fyr­ir­tæk­is­ins sem Kjarn­inn og Stundin hafa undir höndum og fjallað um und­an­farna viku í fréttum og frétta­skýr­ing­um. Fyr­ir­tækið segir að „þau orð“ og „sú umræða sem þar var við­höfð“ hafi verið „óheppi­leg“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent