Samherji ræður fyrrverandi fjölmiðlamann til að sjá um upplýsingamál

Karl Eskil Pálsson segist „fullur tilhlökkunar og þakklátur fyrir að hafa verið munstraður um borð“ eftir að hafa verið ráðinn til Samherja til að sinna upplýsingamálum.

samherji
Auglýsing

Sam­herji hefur ráðið Karl Eskil Páls­son til að skrifa efni á heima­síðu og sam­fé­lags­miðla sam­stæð­unnar og sinna öðrum verk­efnum á sviði upp­lýs­inga­mála. Karl Eskil starf­aði síð­ast sem dag­skrár­gerð­ar­maður hjá sjón­varps­stöð­inni N4 á Akur­eyri, sem er að hluta til í eigu Sam­herja og hefur meðal ann­ars unnið keypta umfjöllun um sam­stæð­una fyrir þá stöð. Áður starf­aði hann í um tvo ára­tugi á frétta­stofu RÚV á Akur­eyri og var rit­stjóri hér­aðs­frétta­blaðs­ins Viku­dags. 

Í til­kynn­ingu á vef Sam­herja seg­ist Karl Eskil vera „fullur til­hlökk­unar og þakk­látur fyrir að hafa verið munstr­aður um borð“. Mörg stór verk­efni séu í far­vatn­inu hjá Sam­herja sem sam­stæðan vilji „segja frá og upp­lýsa með vönd­uðum og traustum hætt­i.“

Karl Eskil Pálsson. Mynd: Samherji.is

Bæði emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra eru með sam­stæðu Sam­herja, og ýmsa starfs­menn henn­ar, til rann­sókn­ar. Sú rann­sókn hefur staðið yfir frá lokum árs 2019, en hún hófst eftir að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu að grunur væri á að Sam­herji hefði greitt mút­ur, meðal ann­ars til hátt­settra stjórn­mála­manna, til að kom­ast yfir fisk­veiði­kvóta í Namibíu og Angóla. Á sama tíma voru birtar upp­lýs­ingar sem bentu til þess að Sam­herji væri mögu­lega að stunda stór­fellda skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætt­i. 

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í ágúst að yfir­heyrslur hafi staðið yfir hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara vegna rann­sóknar máls­ins í sum­ar. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans þá er þeim að mestu lok­ið. Alls fengu sex núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn stöðu sak­born­ings við yfir­heyrslur í fyrra­sumar og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans fjölg­aði þeim í lot­unni sem fór fram í ár. 

Á meðal þeirra var Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, sem var fyrst yfir­heyrður í byrjun júlí 2020. 

Skæru­liða­deild og afsök­un­ar­beiðni

Í maí fjöll­uðu Kjarn­inn og Stundin um hóp á vegum Sam­herja sem rak áróð­urs­stríð fyrir hönd sam­stæð­unnar gegn ákveðnum fjöl­miðl­u­m. 

Í sam­tölum lýsti hóp­ur­inn sér sem .„skæru­liða­deild Sam­herj­a“. Í gögnum sem Kjarn­inn hafði undir hönd­um, og sýndu meðal ann­ars sam­skipti milli þessa hóps og helstu stjórn­enda Sam­herja, mátti sjá hversu mikið var lagt í að safna upp­lýs­ingum um blaða­menn, reyna að gera þá ótrú­verð­uga og jafn­vel van­hæfa til að fjalla áfram um Sam­herja.

Nokkrum dögum eftir að umfjöll­unin birt­ist sendi Sam­herji frá sér yfir­lýs­ingu þar sem sagði að stjórn­endur félags­ins hefðu gengið „of langt“ í við­brögðum við „nei­kvæðri umfjöllun um félag­ið“.

„Af þeim sökum vill Sam­herji biðj­ast afsök­unar á þeirri fram­göng­u,“ sagði í yfir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, en ekki er útskýrt í frek­ari smá­at­riðum að hvaða leyti gengið hafi verið of langt eða nákvæm­lega hverju verið sé að biðj­ast afsök­unar á.

Sam­herji vís­aði þó til fjöl­miðlaum­fjöll­unar um þau sam­skipta­gögn fyr­ir­tæk­is­ins sem Kjarn­inn og Stundin hafa undir höndum og fjallað um und­an­farna viku í fréttum og frétta­skýr­ing­um. Fyr­ir­tækið segir að „þau orð“ og „sú umræða sem þar var við­höfð“ hafi verið „óheppi­leg“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent