Blaðamannafélagið vill að Ísland tali máli Assange í samskiptum við Bandaríkin

Í bréfi sem stjórn Blaðamannafélags Íslands sendi forsætisráðherra á mánudag er sett fram áskorun um að íslensk stjórnvöld tali máli Julians Assange í samskiptum sínum við bandarísk stjórnvöld.

Julian Assange situr í bresku fangelsi.
Julian Assange situr í bresku fangelsi.
Auglýsing

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands skorar á Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn hennar að beita sér fyrir því gagn­vart banda­rískum stjórn­völdum að mál­sóknin gegn ástr­alska blaða­mann­inum Julian Assange verði felld nið­ur.

Þetta kemur fram í bréfi sem stjórn BÍ sendi á for­sæt­is­ráð­herra á mánu­dag. Þar segir að vax­andi skiln­ingur sé á því víða að mál­sóknin gegn Assange sé ekki ein­göngu aðför gegn einum blaða­manni heldur árás á fjöl­miðla­frelsi um allan heim.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands. Mynd: Aðsend

„Ákæran gegn honum jafnar blaða­mennsku við njósnir og tók Trump-­stjórnin sér það vald að ákæra ástr­alskan blaða­mann fyrir útgáfu­starf­semi í Bret­landi, Þýska­landi, Sví­þjóð og Ísland­i,“ segir í bréf­inu frá BÍ, sem Sig­ríður Dögg Auð­uns­dóttir for­maður félags­ins und­ir­ritar fyrir hönd stjórn­ar.

Stjórn BÍ segir að for­dæmið sem sett sé með mála­rekstri Banda­ríkja­stjórnar gegn Assange þýði að allir blaða­menn, hvar sem er í heim­in­um, geti átt yfir höfði sér ákæru og fram­sals­kröfu ef þeir birta eitt­hvað sem banda­rískum stjórn­völdum hugn­ast að skil­greina sem ógn við sína hags­muni.

Auglýsing

Stjórnin fer þess á leit við íslensk stjórn­völd að þau „nýti hver það tæki­færi sem upp kemur í sam­skiptum við banda­rísk stjórn­völd til þess að vekja athygli á þeim mann­rétt­inda­brotum sem Assange verður fyrir og hve til­hæfu­lausar ásak­an­irnar gegn honum eru.“

Í bréfi stjórn­ar­innar er bent á að öll helstu mann­rétt­inda­sam­tök heims og einkum þau sem sér­stak­lega berj­ast fyrir mál­frelsi og fjöl­miðla­frelsi styðji Assange í bar­átt­unni gegn þess­ari aðför Banda­ríkja­stjórn­ar, sem engum dylj­ist að sé póli­tísk í eðli sínu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent