Þorsteinn Már neitaði að svara spurningum við yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara

Upphæðin sem Samherjasamstæðan er grunuð um að hafa greitt í mútugreiðslur fyrir aðgang að kvóta í Namibíu er komin upp í 1,7 milljarða króna og þeir sem eru komnir með réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins hérlendis eru orðnir átta.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri og einn aðal­eig­andi Sam­herja, neit­aði að svara spurn­ing- um hér­aðs­sak­sókn­ara þegar hann var yfir­heyrður í annað sinn vegna Namib­íu­máls­ins í seint í sum­ar. Í bókun sem lög­maður hans lagði fram fyrir hönd Þor­steins Más þegar hann var kall­aður til yfir­heyrslu sagði að ástæða þessa væri sú að for­stjór­inn hefði fengið tak­mark­aðar upp­lýs­ingar um sak­ar­efn­ið. 

Þá hefur upp­hæðin sem Sam­herj­a­sam­stæðan er grunuð um að hafa greitt í mútur fyrir aðgengi að kvóta í Namibíu komin upp í 1,7 millj­arð króna, sem er tals­vert hærri upp­hæð en áður hefur verið greint frá. 

Frá þessu er greint í Stund­inni í dag en þar er fjallað ítar­lega um ný gögn sem varpa skýr­ara ljósi á hvað er undir í rann­sókn yfir­valda hér­lendis og í Namibíu á meintum lög­brotum núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna Sam­herj­a. 

Sam­kvæmt gögnum sem Kjarn­inn hefur séð þá svar­aði Þor­steinn Már spurn­ingum hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara þegar hann var yfir­heyrður þar í júlí í fyrra framan af yfir­heyrsl­unni, en þar hafn­aði hann öllum sak­ar­giftum og að nokkrum hafi verið mút­að.

Víð­tæk vit­neskja um meintar mútu­greiðslur

Á meðal þess sem fram kemur í gögn­unum sem Stundin fjallar um í dag er að víð­tæk vit­neskja var um ætl­anir um að greiða mútur til namibískra áhrifa­manna til að tryggja Sam­herja aðgengi að kvóta í land­inu. Það sést meðal ann­ars á tölvu­póstum milli ein­stak­linga innan Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem Stundin fjallar um. Á meðal þess sem gögnin sýna er að Aðal­stein Helga­son, sem var yfir Namib­íu­út­gerð Sam­herja, hafi lagt til að mútur yrðu greiddar árið 2012 og að hann hafi velt því fyrir sér hvort beita mætti hót­unum til að ná þeim árangri sem Sam­herji stefndi að í land­inu. Stundin greinir einnig frá því að Aðal­steinn hafi sent tölvu­pósta um gang mála í Namibíu til Mar­grétar Ólafs­dótt­ur, rit­ara Þor­steins Más. 

Auglýsing
Átta manns hið minnsta hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings við yfir­heyrslur hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara frá því að fyrsta lota þeirra hófst í fyrra­sum­ar. Stundin greinir frá því að Ingólfur Pét­urs­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Sam­herja í Namib­íu, hafi fengið slíka stöðu við yfir­heyrslur í sum­ar.

Hinir sex sem voru þá kall­aðir inn til yfir­heyrslu og fengu rétt­ar­stöðu sak­born­ings við hana voru Ingvar Júl­í­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, Arna McClure, yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, Aðal­steinn Helga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, Jón Óttar Ólafs­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an­, og upp­ljóstr­ar­inn Jóhannes Stef­áns­son.

Mút­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­ganga

Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Sam­herj­a­mál­inu varða 109. og 264. grein almennra hegn­ing­ar­laga um mút­ur. Í fyrr­nefndu grein­inni segir að hver sem gef­ur, lofar eða býður opin­berum starfs­manni, gjöf eða annan ávinn­ing, sem hann á ekki til­kall til, í þágu hans eða ann­arra, til að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans skal sæta fang­elsi allt að fimm árum eða sektum ef máls­bætur eru fyrir hendi. „Sömu refs­ingu skal sá sæta sem beinir slíku að erlendum opin­berum starfs­manni, erlendum kvið­dóm­anda, erlendum gerð­ar­manni, manni sem á sæti á erlendu full­trúa­þingi sem hefur stjórn­sýslu með hönd­um, starfs­manni alþjóða­stofn­un­ar, manni sem á sæti á þingi slíkrar stofn­unar eða á opin­beru lög­gjaf­ar­þingi í erlendu ríki, dóm­ara sem á sæti í alþjóð­legum dóm­stóli eða starfs­manni við slíkan dóm­stól, í því skyni að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans.“

Í 264. grein segir að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinn­ings af broti á hegn­ing­ar­lögum eða af refsi­verðu broti á öðrum lög­um, eða umbreytir slíkum ávinn­ingi, flytur hann, send­ir, geym­ir, aðstoðar við afhend­ingu hans, leynir honum eða upp­lýs­ingum um upp­runa hans, eðli, stað­setn­ingu eða ráð­stöfun ávinn­ings skuli sæta fang­elsi allt að sex árum.

Þá eru einnig til rann­sóknar meint brot á ákvæðum kafla XXXVI í almennum hegn­ing­ar­lög­um, sem fjalla um auðg­un­ar­brot. Við brotum á ákvæðum þess kafla liggur fang­els­is­refs­ing sem getur verið allt að þrjú til sex ár. 

Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra, sem var lagt niður í núver­andi mynd fyrr á þessu ári og varð eftir það deild innan Skatts­ins, er síðan að rann­saka hvort raun­veru­legt eign­ar­hald á allri Sam­herj­a­sam­stæð­unni sé hér­lendis og hvort að ákvörðun um að greiða skatta ann­ars staðar en hér sé þar með stór­felld skatta­snið­ganga. 

Í umfjöllun Stund­ar­innar kemur fram að starfs­maður skatta- og lög­fræðis­viðs hjá KPMG, sem vann drög að skýrslu sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að Þor­steinn Már væri nær ein­ráður í Sam­herj­a­sam­stæð­unni og að allir valda­þræðir lægju til hans, hafi verið kall­aður inn sem vitni við rann­sókn yfir­valda. Þar kom fram að mað­ur­inn breytti þeirri nið­ur­stöðu skýrsl­unnar að ósk Sam­herja úr því að Þor­steinn Már væri eini fram­kvæmda­stjóri sam­stæð­unnar í að for­stjór­inn hafi „að­komu að því að veita ráð­gjöf til ólíkra félaga innan sam­stæð­unn­ar“. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent