Helmingur leigjenda fær húsnæðisbætur

Þegar heimsfaraldur kórónuveiru skall á fjölgaði þeim sem fengu greiddar húsnæðisbætur umtaslvert. Fjöldi slíkra heimila var um 16.500 í fyrra en fjöldin fór vel yfir 17.000 á fyrstu mánuðum ársins 2021 eftir að frítekjumark húsnæðisbóta var hækkað.

Leigjendur búa almennt við minna húsnæðisöryggi en þeir sem eiga það húsnæði sem þeir búa í, og þurfa þar af leiðandi að flytja oftar.
Leigjendur búa almennt við minna húsnæðisöryggi en þeir sem eiga það húsnæði sem þeir búa í, og þurfa þar af leiðandi að flytja oftar.
Auglýsing

Alls þiggja 49,7 pró­sent leigj­enda hús­næð­is­bætur og hefur þeim fjölgað um 1,6 pró­sentu­stig milli ára. Í sept­em­ber­mán­uði voru greiddar út alls 542 millj­ónir króna í slíkar bætur til rúm­lega 16.200 heim­ila. 

Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) um íbúða­mark­að­inn sem birt var í gær. 

Þar segir enn fremur að fjár­hæðin sé um 0,2 pró­sentu­stigum lægri en greidd var út í sept­em­ber­mán­uði í fyrra en þó tekið fram að þessi tala geti hækk­að. 

Auglýsing
Húsnæðisbótaþegum fjölg­aði mikið um ára­mótin þegar frí­tekju­mörk hús­næð­is­bóta voru hækk­uð. Í skýrsl­unni segir að árið 2019 hafi fjöldi heim­ila sem þáði hús­næð­is­bætur að með­al­tali verið um 15.800 á mán­uði. „Árið 2020 þegar heims­far­ald­ur­inn skall á jókst þessi fjöldi jafnt og þétt yfir árið og var um 16.500 að með­al­tali á mán­uði, eða sem sam­svarar 4,5 pró­sent hækkun á milli ára. Eftir ára­mót hækk­aði fjöld­inn vel yfir 17.000 og hefur verið að með­al­tali um 17.300 fyrstu átta mán­uði árs­ins en 17.600 fyrstu fimm mán­uði árs­ins. Það eru miklar árs­tíða­sveiflur í fjöld­an­um.“

Hlut­fall leigu­fjár­hæðar af ráð­stöf­un­ar­tekjum hækkar

Hlut­fall leigu­fjár­hæðar af ráð­stöf­un­ar­tekjum leigj­enda var árum saman í kringum 40 pró­sent. Það þýddi að fjórar af hverjum tíu krónum sem þeir sem eru á leigu­mark­aði höfðu í tekjur eftir skatta fóru í að borga leig­u. 

Það hlut­fall hefur hækkað á síð­ustu tveimur árum. Í fyrra var það 44 pró­sent og í ár er það 45 pró­sent. Í skýrslu HMS segir að þetta geti verið vegna þess að tekju­hærri ein­stak­lingar á leigu­mark­aði hafi náð að kaupa sér hús­næði eftir að vextir lækk­uðu skarpt í fyrra. „Í því sam­hengi mátti einmitt greina versn­andi fjár­hag leigj­enda á milli ára í fyrra en hins vegar virð­ist hann batna nú miðað við könn­un­ina í ár. Afar lítið er um van­skil og aukast þau ekki á milli ára. Þá má einnig sjá að samn­ings­staða gagn­vart leigu­sala versnar ögn á milli mæl­inga og hlut­fall þeirra sem eru með þing­lýstan leigu­samn­ing er á pari við könn­un­ina í fyrra en þok­ast þó örlítið niður á við.“

Um tíu pró­sent allra leigj­enda notar 70 pró­sent eða meira af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum til að borga húsa­leigu og um fjórð­ungur leigj­enda notar yfir helm­ing tekna sinna í húsa­leigu.

Vegið með­al­tal leigu­fjár­hæðar alls leigu­hús­næðis er sem stendur um 147 þús­und krónur á mán­uði. að með­al­tali er hægt að fá um 33 þús­und krónur í hús­næð­is­bætur til að standa undir slíkum leigu­kostn­að­i. 

Tölu­verður munur er á því að leigja af einka­að­ila og því að leigja af hinu opin­bera. Að með­al­tali kostar 168 þús­und krónur á mán­uði að leigja af einka­að­ila en 126 þús­und krónur á mán­uði að leigja íbúð í eigu ríkis eða sveit­ar­fé­laga. Því er þriðj­ungi dýr­ara að leigja af einka­að­ila en af opin­berum aðila. 

Hús­næð­is­bætur sem leigj­endur fá eru afar sam­bæri­legar óháð því af hverjum þeir leigja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokki