Helmingur leigjenda fær húsnæðisbætur

Þegar heimsfaraldur kórónuveiru skall á fjölgaði þeim sem fengu greiddar húsnæðisbætur umtaslvert. Fjöldi slíkra heimila var um 16.500 í fyrra en fjöldin fór vel yfir 17.000 á fyrstu mánuðum ársins 2021 eftir að frítekjumark húsnæðisbóta var hækkað.

Leigjendur búa almennt við minna húsnæðisöryggi en þeir sem eiga það húsnæði sem þeir búa í, og þurfa þar af leiðandi að flytja oftar.
Leigjendur búa almennt við minna húsnæðisöryggi en þeir sem eiga það húsnæði sem þeir búa í, og þurfa þar af leiðandi að flytja oftar.
Auglýsing

Alls þiggja 49,7 pró­sent leigj­enda hús­næð­is­bætur og hefur þeim fjölgað um 1,6 pró­sentu­stig milli ára. Í sept­em­ber­mán­uði voru greiddar út alls 542 millj­ónir króna í slíkar bætur til rúm­lega 16.200 heim­ila. 

Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) um íbúða­mark­að­inn sem birt var í gær. 

Þar segir enn fremur að fjár­hæðin sé um 0,2 pró­sentu­stigum lægri en greidd var út í sept­em­ber­mán­uði í fyrra en þó tekið fram að þessi tala geti hækk­að. 

Auglýsing
Húsnæðisbótaþegum fjölg­aði mikið um ára­mótin þegar frí­tekju­mörk hús­næð­is­bóta voru hækk­uð. Í skýrsl­unni segir að árið 2019 hafi fjöldi heim­ila sem þáði hús­næð­is­bætur að með­al­tali verið um 15.800 á mán­uði. „Árið 2020 þegar heims­far­ald­ur­inn skall á jókst þessi fjöldi jafnt og þétt yfir árið og var um 16.500 að með­al­tali á mán­uði, eða sem sam­svarar 4,5 pró­sent hækkun á milli ára. Eftir ára­mót hækk­aði fjöld­inn vel yfir 17.000 og hefur verið að með­al­tali um 17.300 fyrstu átta mán­uði árs­ins en 17.600 fyrstu fimm mán­uði árs­ins. Það eru miklar árs­tíða­sveiflur í fjöld­an­um.“

Hlut­fall leigu­fjár­hæðar af ráð­stöf­un­ar­tekjum hækkar

Hlut­fall leigu­fjár­hæðar af ráð­stöf­un­ar­tekjum leigj­enda var árum saman í kringum 40 pró­sent. Það þýddi að fjórar af hverjum tíu krónum sem þeir sem eru á leigu­mark­aði höfðu í tekjur eftir skatta fóru í að borga leig­u. 

Það hlut­fall hefur hækkað á síð­ustu tveimur árum. Í fyrra var það 44 pró­sent og í ár er það 45 pró­sent. Í skýrslu HMS segir að þetta geti verið vegna þess að tekju­hærri ein­stak­lingar á leigu­mark­aði hafi náð að kaupa sér hús­næði eftir að vextir lækk­uðu skarpt í fyrra. „Í því sam­hengi mátti einmitt greina versn­andi fjár­hag leigj­enda á milli ára í fyrra en hins vegar virð­ist hann batna nú miðað við könn­un­ina í ár. Afar lítið er um van­skil og aukast þau ekki á milli ára. Þá má einnig sjá að samn­ings­staða gagn­vart leigu­sala versnar ögn á milli mæl­inga og hlut­fall þeirra sem eru með þing­lýstan leigu­samn­ing er á pari við könn­un­ina í fyrra en þok­ast þó örlítið niður á við.“

Um tíu pró­sent allra leigj­enda notar 70 pró­sent eða meira af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum til að borga húsa­leigu og um fjórð­ungur leigj­enda notar yfir helm­ing tekna sinna í húsa­leigu.

Vegið með­al­tal leigu­fjár­hæðar alls leigu­hús­næðis er sem stendur um 147 þús­und krónur á mán­uði. að með­al­tali er hægt að fá um 33 þús­und krónur í hús­næð­is­bætur til að standa undir slíkum leigu­kostn­að­i. 

Tölu­verður munur er á því að leigja af einka­að­ila og því að leigja af hinu opin­bera. Að með­al­tali kostar 168 þús­und krónur á mán­uði að leigja af einka­að­ila en 126 þús­und krónur á mán­uði að leigja íbúð í eigu ríkis eða sveit­ar­fé­laga. Því er þriðj­ungi dýr­ara að leigja af einka­að­ila en af opin­berum aðila. 

Hús­næð­is­bætur sem leigj­endur fá eru afar sam­bæri­legar óháð því af hverjum þeir leigja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
Kjarninn 5. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Meira úr sama flokki