Í fyrravor voru tæplega 4.000 íbúðir til sölu – Þær eru nú 1.400 talsins

Gríðarlegur samdráttur í framboði á íbúðum er meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er að kólna. Þar spilar þó líka inn í hærri vextir, miklar verðhækkanir og aðgerðir Seðlabankans til að draga úr skuldsetningu heimila til íbúðarkaupa.

Af þeim samningum sem þegar hafa verið þinglýstir voru nær 900 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði með útgáfudag í ágúst. Þeir hafa ekki verið færri síðan í maí 2020.
Af þeim samningum sem þegar hafa verið þinglýstir voru nær 900 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði með útgáfudag í ágúst. Þeir hafa ekki verið færri síðan í maí 2020.
Auglýsing

Þegar fram­boð af íbúðum var sem mest, í maí í fyrra, voru rétt tæp­lega fjögur þús­und íbúðir til sölu á land­inu öllu. Um þessar mundir eru þær um 1.400 og fækkar milli mán­aða. Allar líkur eru á að sú fækkun haldi áfram. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar sem birt var í dag. Þar segir að um 480 íbúðir í fjöl­býli séu til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nú en í byrjun árs hafi þær verið um 820 og í maí 2020 voru þær um 1.800. „Sér­býlum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hins vegar fjölgað um nærri 50 frá byrjun síð­asta mán­aðar og eru nú um 220. Á lands­byggð­inni hefur íbúðum í fjöl­býli fækkað um 40 á sama tíma­bili og eru þar nú um 240 íbúðir til sölu en sér­býlum hefur fækkað um nærri 60 og eru nú um 460.“

Aðeins voru 80 nýjar íbúðir aug­lýstar til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í byrjun októ­ber 2021 en þær voru um 114 í byrjun síð­asta mán­aðar og yfir 900 í maí 2020. Þá eru 64 nýjar íbúðir til sölu í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og 19 ann­ars staðar á land­inu.

Íbúða­verð hækkað um fimmt­ung frá byrjun árs 2020

Þrátt fyrir þetta heldur þeim íbúðum sem seldar eru yfir ásettu verði áfram að fækka milli mán­aða og sölu­tími íbúða lengd­ist. Það bendir til þess að mark­að­ur­inn sé að kólna eftir mikið ris und­an­farið eitt og hálft ár.

Íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 20,6 pró­sent frá byrjun síð­asta árs sam­kvæmt sam­an­tekt Þjóð­skrár. Þorri hækk­un­ar­innar átti sér stað eftir að Seðla­banki Íslands lækk­aði stýri­vexti niður í sögu­legt lág­mark, 0,75 pró­sent, og afnám sveiflu­jöfn­un­ar­auka á eigin fé banka, sem þeir nýttu til að stór­auka útlán til íbúð­ar­kaupa. 

Auglýsing
Undanfarið hefur Seðla­bank­inn verið að reyna að kæla þennan markað með því að hækka vexti, en hús­næð­is­verð hefur drifið áfram verð­bólgu sem mælist 4,4 pró­sent, og tölu­vert yfir 2,5 pró­sentu­stiga mark­miði bank­ans. 

Vegna þessa var ákveðið í júní að hámark veð­­setn­ing­­ar­hlut­­falls fast­­eigna­lána til neyt­enda lækkað úr 85 í 80 pró­­sent en hámarks­­hlut­­fall fyrir fyrstu kaup­endur hélst óbreytt í 90 pró­­sent. Í síð­asta mán­uði ákvað fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­nefnd Seðla­­banka Íslands svo að setja reglur um hámark greiðslu­­byrðar á fast­­eigna­lán­um og end­ur­vekja sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ann. Stýri­vextir hafa sömu­leiðis hækkað um 0,75 pró­sentu­stig á nokkrum mán­uðum og eru nú 1,5 pró­sent. 

Lítið fram­boð skýri kólnun

Sam­an­dregið hafa ofan­greindar aðgerðir dregið úr spennu á fast­eigna­mark­aði. Það end­ur­speglast, sam­kvæmt HMS, í fækkun kaup­samn­inga og minni velt­u. 

Minnk­andi umsvif á íbúða­mark­aði megi þó lík­leg­ast skýra að miklu leyti með litlu fram­boði af íbúðum til sölu en það hafi haldið aftur af veltu síð­ustu mán­uði og einnig að ein­hverju leyti miklar verð­hækk­an­ir. „Af þeim samn­ingum sem þegar hafa verið þing­lýstir voru nær 900 kaup­samn­ingar um íbúð­ar­hús­næði með útgáfu­dag í ágúst. Þeir hafa ekki verið færri síðan í maí 2020 en fyrstu áhrif COVID-19 á fast­eigna­mark­að­inn voru fremur nei­kvæð til að byrja með. Þótt búast megi við að tölur um fjölda útgef­inna samn­inga hækki örlítið eftir því sem þing­lýs­ingum vindur fram verða þær breyt­ingar að öllum lík­indum smá­vægi­leg­ar,“ segir í skýrslu HMS.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent